Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 21 tengdafólks, vina og kunningja á 35 viðskiptabréf, skuldabréf og víxla að fjárhæð rúmlega 21,1 milljón króna. Auk þess var eitt skjal án fjár- hæðar. Flest bréfanna voru seld Langholtsútibúi Landsbankans eða Samvinnubankanum á Suðurlands- braut eða notuð sem tryggingavíxl- ar vegna yfirdráttar og Visa- greiðslukorta í þeim bönkum. Tveir víxlar voru afhentir sem trygginga- víxlar fyrir Eurokorti og Diners greiðslukorti. Maðurinn ritaði nafn föður síns og bróður, dóttur sinnar og fyrrver- andi eiginkonu á bréfin og einnig nöfn fjögurra vina sinna. Hann játaði brot sín hreinskilnis- lega. Fram kom hjá manninum að hann hefði meðal annars varið hluta þeirra peninga sem hann fékk í hendur með þessum hætti til að greiða spilaskuldir sem hann hafði stofnað til hér á landi og erlendis. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Pepsístaflar STARFSMENN stafla pepsí á bretti en verið er að aka drykknum I verslanir þessa dagana. Fjölmenni við útför Ágústar Sigurðssonar Stykkishólmi. ÚTFÖR Ágústar Sigurðssonar, forstjóra Sig. Ágústsson hf. í Stykkis- hólmi, fór fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. mars sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Svo mikill fjöldi var viðstaddur útför- ina að nokkrir urðu frá að hverfa. Talið er að þetta hafi verið sú fjölmennasta útför sem farið hefur fram í Hólminum og kom fólk víðsvegar að t.d. stór rúta frá Reykjavík. Frímúrara og skátar stóðu heið- ursvörð við kistuna og athöfnin var öll hin virðulegasta og hátíðlegasta. Sóknarprestur Stykkishólmkirkju sr. Gunnar E. Hauksson, flutti útf- araræðu og jarðsöng. Organistinn, Jóhanna Guðmundsdóttir, stýrði kirkjukór Stykkishólm og Björgvin Magnússon flutti hugvekju frá skátum. Friðrik S. Kristinsson, söng einsöng. Hljóðfæraleikararnir Daði Þór Einarsson, skólastjóri Tónlæist- arskólans í Stykkishólmi,' Jónas Þórir Dagbjartsson, Lana Þórarins- dóttir og Láru Pétursson léku á hljóðfæri. Eins og komið hefur fram í minn- ingargreinum var Ágúst brautryðj- andi í nútímalegum atvinnurekstri og stóð í uppbyggingu nýtisku rækjuvinnslu sem semm mun kom- ast í not. Ýmislegt annað hafði hann í huga og fyrirtæki föður síns Sig. Ágústssonar hóf hann til vegs og virðingar en í því starfi átti kona hans, Rakel Olsen, stóran þátt en hún stóð með honum í öllum þessum framkvæmdum. . Árni. Morgunblaðið/Sverrir Þátttakendurnir PILTARNIR, sem þátt tóku í landskeppninni i eðlisfræði við verðlaunaafhendinguna. Sitjandi eru þeir, sem urðu efstir. Ólympíufarar langefst- ir í eðlisfræðikeppninni HELGINA 13. og 14. mars fór fram í Háskóla Islands úrslita- keppni í Landskeppni í eðlis- fræði og er það í tíunda sinn sem slík keppni fer fram. Kepp- endur voru þeir 14 nemendur úr 5 framhaldsskólum, sem bestum árangri höfðu náð í for- keppninni sem fram fór í febr- úar s.l. Leystu þeir 5 verkefni úr fræðilegri eðlisfræði og framkvæmdu tvær tilraunir og skrifuðu skýrslur um þær. Verðlaunaafhending fór fram 14. mars í Skólabæ, viðhafnarhús- næði HÍ við Suðurgötu. Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Lands- keppni í eðlisfræði rakti fram- kvæmd keppninnar og þátttöku Islendinga í Olympíluleikunum í eðlisfræði. Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Landskeppni í eðlisfræði, afhenti bókaverðlaun allara keppendanna fyrir góðan árangur í íorkeppninni. Sigurvegarinn í verklegu SIGURÐUR Freyr Marinósson, MR var efstur með 83 stig af 100 mögulegum. 83 stig af 100 Jakob Yngvason, fulltrúi dóm- nefndar kynnti úrslit keppninnar. Langefstur með 83 stig af 100 mögulegum var Sigurður Freyr Marinósson, MR. Næstur með 77 stig, var Davíð Þór Bragason MA. Þeir félagar voru báðir voru í liði íslendinga á Ólympíuleikunum í eðlisfræði síðasta sumar í Helsinki í Finnlandi í 3. sæti lenti Ari Ei- ríksson, MA með 71 stig og í 4. sæti var Styrmir Siguijónsson, Mr, með 60 stig. í 5. sæti var Guðjón Guðjónsson, MS, með 53 “ÉG vissi að ég hlyti að hafa lent í einhveijum af efstu sætun- um“ sagði Sigurður Freyr sem sat spenntur undir kynningu Jakobs. “En á meðan ég beið þegar sigur- vegararnir voru kallaðr upp hugs- aði ég að ég gæti hafa klúðrað einhveiju svo ég væri ekki' einu sinni meðal 5 efstu.“ Pepsí frá Agli Skalla- grímssyni á markaðinn ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hf. hefur tekið við framleiðslu pepsí-drykksins og er drykkurinn kominn í nýjum umbúðum í versl- anir. Meðal nýjunga í framleiðslunni er 35 cl margnota glerflaska. Litlur flöskurnar sem fyrri fram- leiðandi, Gosan hf., setti á markað verða til eitthvað fram á haustið, en verða þá teknar af markaði. Drykkurinn verður á 2 lítra, 1 lítra og hálfs lítra plastflöskum. Þá verð- ur Diet Pepsi boðið á 25 cl glerflösk- um. Strangt gæðaeftirlit Benedikt Hreinsson, markaðs- stjóri Egils Skallgrímssonar, sagði að drykkurinn væri framleiddur eft- ir ströngu gæðaeftirliti og í nýjum vélum. „Pepsí er drykkur sem á rétt á sér á markaðnum og við ætlum okkur stóra hluti. Það er stór hópur fólks sem er „pepsí-ist- ar“ og við vonum að sá hópur stækki. Pepsí verður alltaf örlítið lægra en kók. Kók er leiðtoginn á markaðnum og eins og Vífilfell hefur sagt, þá selst pepsí ekki nema það sé ódýrara en kók. Við fylgjum þeirra ráðgjöf og höfum pepsí ódýr- ara,“ sagði Benedikt. Sveik út 21 milljón með nöfnum ættingja o g vina 48 ÁRA gamall maður hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsisvist fyrir að hafa á árunum 1989 - 1992 falsað nöfn ýmissa skyldmenna sinna, Siglufjörður Ný símstöð Siglufirði. OPNUÐ hefur verið ný stafræn símstöð á Siglufirði. Með tilkomu hennar batnaði símasambandio við bæinn til mikilla muna. Símamenn frá Akureyri, Reykja- vík og Sauðárkróki unnu að upp- setningu stöðvarinnar og var unnið rösklega síðustu dagana. Þetta er fullkomin stöð og er miklu betra að tala í símann eftir að hún var opnuð. Þá lagast sjónvarpið einnig. Stöðin er tengd landskerfinu með ljósleiðarastreng sem lagður var í fyrrasumar. nti Póstsendum samdægurs SÍMAR 612045 OG 624145 BARNASKÓR stærðir 28-35 DYNAFIT JUNIOR I UNGLINGASKÓR stærðir 35-41 DYNAFIT JUNIOR I UNGLINGA KEPPNISSKÓR stærðir 35-41 DYNAFIT COMP SR JUN. FULLORÐINSSKÓR stærðir 40-46 DYNAFIT 3F 611 VER€Mt800 TILBOÐ 2.900 VEftB-5J700 TILBOÐ 3.400 VERÐ-TL480 TILBOÐ 6.900 VERÐ-t^250 TILBOÐ 8.600 og mikið af skíðum á hlægilega lágu verði. Nú er tækifærið að versla ódýrt á alla fjölskylduna. 3M Prentvörur Nýtt símanúmer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.