Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Equitana ’93 F ramí'arir í tamning- um en minni íburður Hestar Valdimar Kristinsson HEIMSSSÝNINGU hestanna, Equitana, lauk á sunnudag þar sem 850 aðilar frá 25 lönd- um sýndu allt milli himins og jarðar er varðar hesta, hesta- mennsku, hrossarækt og ýmsu því tengt í 90 þúsund fermetra sýningarhöllinni í Essen í Þýskalandi. Talið er að um 500 hross hafi komið fram á sýningunni af 45 kynj- um og þar á meðal var ís- lenski hesturinn. Sýningin sem stóð yfir í 9 daga var að venju heilt ævintýri út af fyr- ir sig og fyrir íslendinga sem ekki hafa séð mikið af því sem heimur hestamennskunnar hefur upp á að bjóða er til- finnningin svipuð því sem tíu ára drengur verður fyrir þeg- ar hann kemur í Disneyland í fyrsta sinn. Sýningarhallirnar eru sextán salir en í einum þeirra er sýn- ingarvöllur svipaður að stærð og í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar fóru fram margskonar sýningar á hrossum alla daga frá morgni til kvölds og fimm kvöld voru „Hop Top Show“ þar sem vinsæl- ustu atriðin voru endurtekin. Frá þvf íslenski hesturinn kom fyrst fram á Equitana hefur hann ávallt verið í einu af þremur efstu sætum vinsældalistans. Venjan hefur verið sú gegnum árin að vinsælustu atriðin eru geymd þar til síðast á kvöldsýningunum. Á Equitana fyrir tveimur árum þótti sýningin á íslensku hestun- um ekki takast sem skyldi og mikið um það rætt þá að taka þyrfti skipulagningu og fram- kvæmd næstu sýningar þ.e.a.s. sýningarinnar sem nú er ný af- staðin, föstum tökum. Ekki fór þetta vel af stað nú og þeim er höfðu samanburðinn frá síðustu sýningu var vel ljóst að þetta var jafn lélegt og fyrir tveimur árum. Á fyrstu kvöldsýningunni komu íslensku hestarnir fram um mið- bik sýningarinnar sem er vís- bending um minnkandi vinsæld- ir. Allir voru sammála um að atriðið hafi verið illa samæft og sumir höfðu á orði að í hópinn vantaði betri hesta þótt þama væru einnig úrvals gæðingar eins og til dæmis Mökkur frá Flugumýrarhvammi sem Jón Steinbjörnsson sat. Stóðu þeir félagar sig með mikilli prýði út allar sýningarnar og var Mökkur án efa besti íslenski hesturinn sem þarna kom fram. Mætti landsliðsnefnd sem kemur til með að velja liðið sem fer á heimsmeistaramótið í Hollandi í sumar hiklaust fylgjast vel með Jóni og Mekki í sumar því telja má að þeir hafi með frammistöðu sinni nú og á Norðurlandamótinu í fyrra bankað all hraustlega á bakdyr nefndarinnar. Svörtu perlurnar slógu í gegn Að venju var nokkur metingur „Svörtu perlurnar" frá Hollandi slógu eftirminnilega í gegn á Equitana að þessu sinni. Aegidienberger-hestarnir sem eru blanda af íslenskum hestum og Peruvan Pasohest- um komu nú fram öðru sinni á Equitana. bragðsleik sem missti gersam- Iega marks. Síðast á dagskrá var glæsileg hópsýning stórra dress- urhesta. Var hér um endurtekið efni að ræða frá síðustu sýningu en lakara nú að því leyti að tón- listin féll þá betur að mynstur- reiðinni. Þá er vert að geta atrið- is sem Svisslendingur nokkur var með en það fólst meðal annars í því að hann var með tvo hesta til reiðar og fylgdi honum hundur sem stökk á bak taumhestinum og var síðan stokkið yfir nokkrar hindranir. Datt manni þar í hug máltækið góða: „Milli manns og hunds og hests hangir leyniþráð- ur.“ Nú í fyrsta skipti komu gang- hestar af ýmsum kynjum saman fram í sérstökum dagskrárlið. Þar var íslenski hesturinn minnstur og loðnastur og naut sín ekki vel í fyrstu sýningunni. En eftir að atriðið var endur- skipulagt þannig að hrossakynin voru kynnt sérstaklega og meira skipulag á því. Þarna komu fram American Saddle Bred, Mangal- arga Marchadore frá Brasilíu, Peruvan Paso, Paso Fino, Tenn- essy Walking, Racking, Aegidi- enberger og Ísi-Frísi sem er blanda af íslenskum hesti og frís- neskri hryssu. Þarna átti vel við íslenska máltækið þar sem segir að misjafn sauður sé í mörgu fé því sumt af þessum hrossum var afar lítið spennandi að sjá. Þetta er í fyrsta skipti sem undirrituðum gefst kostur á að sjá fyrstu kvöldsýningu af fímm sem venjulega er boðið upp á hverri Equitanasýningu og verð- ur að segjast að í heildina séð var þessi sýning mun hrárri, mikið um smávægileg mistök' og greinilegt æfingaleysi. Þá var mun minna lagt í sýningarnar nú en oft áður, minni íburður og ljósa- og lasertækni ekki notuð með sama hætti og verið hefur áður. Að þessu leyti mátti greina örlítil kreppuáhrif á Equitana ’93 sem er kannski ekkert óeðlilegt. í næsta Hestaþætti verður sagt frá maraþonþrammi um hina víðfemu sali Equitana þar sem gat að líta fjölbreytta vörusýn- ingu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sýning íslensku hestanna þótti ekki takast sem skyldi á fyrsta degi sýningarinnar en fór batnandi eftir því sem á leið á sýningardagana. eða keppni um hvaða hestakyn hefðu komið best fyrir í kvöldsýn- ingunum og nú blönduðu íslend- ingamir sér ekki í þá baráttu. Eftir undirtektum áhorfenda og því sem mátti heyra á fólki eftir á voru „Svörtu perlurnar" frá Hollandi, frísnesku hestarnir, óumdeilanlega hinir ókrýndu sig- urvegarar. Eru þeir hreint ótrú- lega tignarlegir í fasi og hreyf- ingum þótt ekki hafí þeir töltið. Brokkið hjá þeim bara þeim mun stórfenglegra og er ekki ofsagt að fólk hafí fengið gæsahúð þeg- ar þeim tókst hvað best upp og vöknaði sumum hveijum um augu. Frísnesku hestarnir eru gríðarlega stórir með langan og vel settan háls og í reið er höfuð- ið ávallt í lóð sem kallað er. Þeir eru bæði faxprúðir og með feikn- amikið hófskegg sem setur mik- inn svip og undirstrikar vel rú- man og fagran fótaburð. Svif og fjaðurmagn á brokkinu er mun meira en við eigum að venjast af íslenska hestinum og þegar þeim er safnað vel saman virðast þeir vart snerta jörðina. Geta sjálfsagt margir sem séð hafa þessa hesta í því stuði sem þeir voru nú á Equitana samþykkt þá skoðun að „Frísverjarnir" séu fallegustu hestar heimsins. Það má vera mikið kalt tilfínninga- laust hjarta sem ekki hrífst og fellur fyrir þessum „svörtu perl- um“. Hinn ósýnilegi taumur Equitana hefur í tímans rás endurspeglað þær framfarir og þróun í tamningalistinni sem orð- ið hefur og virðist því engin tak- mörk sett hversu langt hægt er að ná. Það voru einkum tvö at- riði sem nú vöktu athygli fyrir það hversu miklu valdi menn geta náð yfir hestum sé rétt að farið. í öðru tilvikinu var að ræða fransmann, Monsieur Pignon, sem kom nú öðru sinni fram á Equitana og miðar greinilega áfram. Það er ekki mikil kúnst að láta hest hlaupa á undan sér og láta líta út sem maður sé að reyna ná honum. En hvernig fer maður að ef á að snúa þessu við og þá fer nú málið að verða flók- ið. Monsieur Pi^non lét hvítan færleik elta sig og hundinn sinn um völlinn þveran og endilangan og alltaf þegar sá hvíti komst í seilingarfjarlægð reyndi hann að bíta húsbónda sinn. Eftirá léku þeir ýmsar listir þar sem klárinn lagðist á allar hliðar settist upp og Monsieur Pignon tók fram- fætur hestsins á herðar sér og bar hann að hálfu. í hinu atrið- inu átti einnig hlut að máli frans- maður sem kom fram með hvítan Camarguehest og léku þeir ýms- ar listir og má þar nefna að hann lét hestinn ganga aftur á bak fyrir horn. Allt gerðu frans- mennirnir þetta með röddinni og handabendingum en beisli og hnakkur virðist þessum snilling- um nánast óþörf hjálpartæki. Af öðrum ágætum atriðum má nefna sýningu Lipizzanershest- anna en aðeins einn Andalúsíu- hestur kom fram á þessari fyrstu kvöldsýningu af fimm en þeir hafa löngum keppt um vinsældir við íslenska hestinn. American Saddle Bred tölthestar komu nú öðru sinni fram á Equitana en sýning þeirra virtist fara svona heldur fyrir ofan garð og neðan sem er eiginlega furðulegt svo glæsilegir sem þeir nú eru. Inn í sýningu þeirra var tvinnað inn einhverjum óskiljanlegum lát-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.