Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 42

Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 fclk í fréttum Lars Karlsen og dóttir hans Nína gægjast hér upp fyrir rúnstykkið væna. Til samanburðar eru tvær brauðkollur í venjulegri stærð ofan á rúnstykkinu. Risarúnstykkið Lars Karlsen þykir nokkuð óvenju- legur bakari í heimalandi sínu, Danmörku. Nýlega tók hann sig til og hnoðaði deig í brauðkollur af þeirri gerð sem margir nefna rúnstykki. í stað þess að búa margar litlar bollur úr deiginu skellti hann því í einu lagi í ofninn og viti menn — úr ofninum kom heimsins stærsta rúnstykki, heil 40 kíló að þyngd. Lars hefur þeg- ar tilkynnt afrekið til Heimsmeta- bókar Guinnes og væntir þess að komast þar á síður. „Berið hver annars byrðar“ Þjóðmálanefnd kirkjunnar heldur ráðstefnu um málefni atvinnulausra í Norræna húsinu miðvikudaginn 17. mars kl. 13.30-18.00 í samvinnu við landssambönd launþega og atvinnurekenda. Ávörp flytja: Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnu- málasambands samvinnufélaga, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Umfjöllunarefni: I. Gildi vinnunnar 1.1 Pétur Pétursson heilsugæslulæknir: Þáttur vinnunnar fyrir almennt heilbrigði. 1.2 Hólmfríður Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri vinnuvemdarársins: Andleg líðan og aðbúnaður á vinnustað. 1.3 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prestur: Vinnan í ljósi mannskilnings kristinnar trúar. II. Afleiðingar atvinnuleysis og félagsleg úrræði II. 1 Eyjólfur Guðjónsson, fulltrúi fólks í atvinnu- leit: „Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur“ 11.2 Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri: Hin/élagslega hlið atvinnuleysis. 11.3 Sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur: Viðbrögð við atvinnuleysi. III. Þjónusta kirkjunnar og stuðningstilboð III. 1 Halldór Kr. Júlíusson sálfræðingur: Miðstöðvar fyrir fólk í atvinnuleit. 111.2 Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur: Tengsl kirkju og atvinnulífs. 111.3 Ragnheiður Sverrisdóttir fræðslufulltrúi: Þjónusta kirkjunnar í nágrannalöndum. Fyrirspurnir og almennar umræður. Ráðstefnan er öllum opin og án þátttökukostnaðar. Læknanemarnir Andri Konráðsson, Kristján Þ. Guðmundsson og Hilmar Kjartansson eru í F2-hópn- um í tilraunum. LÆKNANEMAR Hátíðardagskrá í Perlunni Félag læknanema hélt upp á 60 ára afmæli félagsins í Perlunni síðastliðinn fimmtudag og var heið- ursgestur dr. med. Bjarni Jónsson fyrrverandi yfirlæknir, en hann átti sæti í fyrstu stjórn félagsins. Fyrsti formaður félagsins var Ólafur Geirsson læknir, en núverandi for- maður er Guðjón Karlsson. Líkt og í'öðrum deildarfélögum við Háskólann hefur Félag lækna- nema starfað að kennslumálum, fræðslumálum og félagsmálum og að auki frá upphafi skipulagt ráðn- ingu læknanema í afleysingastöður. Þá hefur félagið gefið út fræðiritið Læknanemann frá árinu 1938 og hafa að jafnaði komið út tvö tölu- blöð á ári. FYRIRSÆTUR Móðirin fetar í fót- spor dótt- urinnar Valerie Campbell, móðir fyrir- sætunnar þekktu, Naomi Campbell, hefur nú fetað í fótspor dóttur sinnar sem ljósmyndafyrir- sæta. Valerie, sem er 41 árs, segir að þetta breyti í engu sambandi þeirra mægðna. „Eg verð hvorki kollegi Naomi né vinnufélagi. Ég er fyrst og fremst móðir hennar og hvenær sem hún þarf á mér að halda verð ég til staðar fyrir hana,“ segir Valerie. Naomi ólst upp í mikilli fátækt ásamt einstæðri móður, sem flutti til London frá Jamaica þegar Naomi var fimm ára. Faðir hennar, sem var kínverskur í aðra ættina, yfir- gaf Valerie áður en vitað var að hún var ófrísk. Af þeim sökum hef- ur hann sennilega ekki hugmynd um hversu fræga dóttur hann á. Aðstæður Naomis hafa breyst veru- lega í kjölfar frægðarinnar og þeirr- ar fjárfúlgu sem hún vjnnur sér inn daglega. Valerie Camp- bell, sem hefur snúið sér að fyr- irsætustörfum, lítur ekki út fyrir að vera fertug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.