Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 32

Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 AKUREYRI * Utigengið lambfinnst í Dimmu- borgnm Björk, Mývatnssveit. UNDANFARNA daga hefur ver- ið unnið við að flytja gamlar heyrúllur sem eiga að hefta sand- fok í Dimmuborgum. Verk þetta hefur gengið vel og eru dráttar- vélar með drifi á öllum hjólum með vögnum notaðar við þetta verk. Einn daginn varð vart við úti- gengið lamb í borgunum, vel gekk að handsama lambið, en ekki er vitað hvort það hefur gengið í Dimmuborgum í allan vetur eða komið einhvers staðar að. . Þetta er tvílembingur og kom ærin með hitt lambið af fjalli síðast- liðið haust. Útigengna lambið lítur mjög vel út og virðist ekki hafa neitt skort í vetur. Eigandi þess er Arni Halldórsson bóndi í Garði. Kristján. Iðntæknistofnim Tveir starfs- menn ráðnir Sigrún Þórðardóttir sækir vinnu um langan veg frá Akureyri Góður vinnuandi og gott að vinna hérna í Hrísey MIKIL vinna hefur verið í frystihúsi KEA í Hrísey að undanförnu og enginn skortur á hráefni til vinnslunnar. Frá áramótum hefur jafnan verið unnið í tíu tíma á dag og einnig á laugardögum. Sá starfsmaður sem lengst á að fara til vinnu leggur af stað árla morguns frá Sval- barðsströnd og fer í fyrsta áfanga til Akureyrar, en á hverjum morgni leggja fimm vaskar konur af stað það- an áleiðis til vinnu sinnar í Hrísey. Ekið og siglt „Ég legg af stað þegar klukk- an er um það bil fimmtán mínút- ur í sjö á morgnana og keyri þá fyrst smá rúnt og tíni stelpurnar upp í hveija af annarri og síðan brunum við að stað í veg fyrir feijuna Sævar sem fer frá bryggjunni á Árskógssandi á bil- inu frá fimmtán mínútum yfir sjö til hálf átta. Síðan er siglt yfir til Hríseyjar, stokkið frá borði og svo er bara að labba síðasta spölinn upp bryggjuna að frystihúsinu," sagði Sigrún Þórðardóttir þegar hún var beðin að lýsa ferð þeirra í vinnuna á morgnana. Ein frá Svalbarðsströnd I frystihúsinu starfa nú 6 kon- ur sem sækja vinnuna um lengri leið, ein frá Svalbarðsströnd, fimm frá Akureyri og ein frá Árskógssandi. Þær fyrstu hófu störf um miðjan janúar, en hinar hafa síðan bæst í hópinn. „Það er mjög gaman að vinna hérna, ég hef unnið í mörgum frystihúsum og finnst þetta al- veg sérlega snyrtilegt og vandað, það er góður vinnuandi hér og í einu orði sagt er fínt að vinna hér,“ sagði Sigrún. Mikil vinna Frystihúsið greiðir ferðir þeirra í feijunni milli lands og eyjar, en þær deila síðan kostn- aði við ferðina frá Akureyri og sagði Sigrún hann vera um það bil 700 krónur á viku. Mikil vinna hefur verið i frysti- húsinu og yfirleitt er unnið til kl. 19 á kvöldin, þannig að ferða- langamir eru ekki komnir heim að loknum löngum vinnudegi fyrr en um kl. 20 á kvöldin. Flest- ar eru barnlausar, en ein þeirra á tvö börn sem eru í gæslu hjá ættingja. I hádeginu og eins ef þær ekki komast heim að kvöldi hafa þær aðstöðu í lítilli íbúð í eynni. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Stokkið frá borði ÞÆR þurfa bæði að aka og sigla áður en komið er í vinnuna, en nú stunda 6 konur frá Akureyri, Svalbarðsströnd og Árskógs- strönd vinnu í frystihúsinu í Hrísey. Þær eru Sigrún Þórðardótt- ir, Ásthildur Albertsdóttir, Eva Jóhanna Pálmadóttir, Auður Gunnarsdóttir, Þórunn Þórðardóttir, Heiða Björk Sævarsdóttir. í bullandi bónus MIKIL vinna hefur verið í frystihúsi KEA í Hrísey og yfirleitt er unnið þar í tíu tíma á dag og einnig á laugardögum. Rekstrarfélag Landsbankans, KEA og Samheija í burðarliðnum Leigusamningur um rekst- ur þrotabús K. Jónssonar BÚIST er við að í dag, þriðjudag, verði ljóst hvort rekstrar- félag í eigu Eignarhaldsfélags Landsbankans, Kaupfélags Eyfirðinga og Samherja hf. leigi rekstur niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar af þrotabúinu. Um leigusamning til skammst tíma yrði að ræða, eða í 3-4 mánuði og sá tími notaður til að leita varanlegri lausna. Starfsfólk mætti ekki til vinnu í gærmorgun, en hluti þess skráði sig atvinnu- laust hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni. verksmiðjunnar ríkir nú verði eytt,“ sagði Magnús Gauti. Hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni fengust þær upplýsingar í gær að hluti starfsfólks K. Jóns- sonar hefði skráð sig atvinnulaust í gær, eða í kringum 30 manns. Alls störfuðu um 70 manns hjá verksmiðjunni fyrir gjaldþrotið í síðustu viku. Iðntæknistofnun ætlar í sam- starfi við Háskólann á Akureyri að ráða tvo starfsmenn á Akur- eyri. Þegar hefur verið auglýst eftir starfsmönnunum. Með ráðningu starfsmannanna hyggst Iðntæknistofnun bæta þjón- ustu sína við fyrirtæki á Akureyri og nágrenni, en starfsmennirnir verða einkum í samstarfi við fyrir- tæki í almennum matvælaiðnaði og í fullvinnslu sjávarafurða. Einnig er þeim ætlað að byggja upp tengsl við fyrirtæki á öðrum sviðum, eins og málmiðnaði og efnaiðnaði. Með þessu opnast leið fyrir fyrirtæki í bænum að fá aðstoð og ráðgjöf á sviði vöruþróunar, hagnýtra rann- sókna og varðandi tæknilegar úr- lausnir. Á undanförnum árum hefur Iðn- tæknistofnun lagt aukna áherslu á samstarf við fyrirtæki utan höfuð- borgarsvæðisins. Með ráðningu starfsmanna stofnunarinnar á Ak- ureyri er þess vænst að hún verði í nánari daglegum tengslum við fyrirtækin á svæðinu en unnt hefur verið hingað til. Starfsmenn stofnunarinnar á Akureyri munu hafa takmarkaða kennsluskyldu við Háskólann á Akureyri og hafa þar starfsaðstöðu, en þeir munu kenna við rekstrar- og sjávarútvegsdeild skólans. Stjórn Kaupfélags Eyfírðinga samþykkti á fundi í gær að heim- ila kaupfélagsstjóra að skuldbinda félagið upp að ákveðnu marki með þátttöku í fyrirhuguðu rekstrarfé- lagi og leggja fram hlutafé á móti Landsbankanum og Sam- heija, en ef af verður mun félagið leiga rekstur niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar af þrotabúinu. í skamman tíma „Þetta er eingöngu heimild, það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um að fara út í þetta, það á eftir að semja bæði við Landsbankann og þrotabúið um fyrirkomulag og það er varla hægt að segja að slík- ar samningaviðræður séu hafnar. Það er ekkert fast í hendi í þessu efni og ef af verður er eingöngu um að ræða leigu til skamms tíma. Við höfum ekki á stefnuskránni að vera í þessum rekstri til fram- búðar. Okkar sjónarmið er það að fá hjólin til að snúast á nýjan leik,“ sagði Magnús Gauti og nefndi að rætt hefði verið um leigusamning til þriggja eða fjögurra mánaða. Óvissu verði eytt Magnús Gauti sagðist búast við að nú í dag, þriðjudag, yrði fengin niðurstaða í málinu og myndu menn hittast á fundum til að fara yfir stöðuna. Eftir ætti að skoða á ýmsa fleti málsins, en næðu me'nn samkomulagi yrði væntan- legu rekstrarfélagi ýtt úr vör. „Það verður unnið í þessu máli eins hratt og menn geta, þannig að þeirri óvissu sem um framtíð Jóhann Guðmunds- son forstjóri látinn JÓHANN Guðmundsson forstjóri á Akureyri lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri á sunnudagsmorgun, 14. mars. Hann hafði átti við erfið veikindi að stríða um skeið. Jóhann var fæddur á Saurbrúar- gerði í Grýtubakkahreppi 13. maí árið 1917. Hann hóf 14 ára gamall að róa til sjós frá Grenivík, en fór síðan til náms og fékk hann vél- stjóraréttindi árið 1943. Starfaði hann sem vélstjóri á togurum Út- gerðarfélags Akureyringa, Kaldbaki og Harðbaki, en hann fór utan og sótti þá nýja, Kaldbak árið 1947 og Harðbak árið 1950. Jóhann hætti til sjós árið 1957 og vann við vélgæslu hjá Útgerðar- félagi Akureyringa fram til ársins 1960 er hann stofnaði fyrirtækið Sandblástur og málmhúðun. Var Jóhann brautryðjandi á íslandi í framleiðslu heitgalvanhúðaðra ljósa- staura, en verksmiðjan var ein stærsta á landinu sinnar tegundar. Árið 1988 lét Jóhann af störfum sem forstjóri fyrirtækisins og tóku synir hans við rekstrinum. Eftirlifandi eiginkona hans er Freyja Jónsdóttir. Synir þeirra eru Jón Dan, Heiðar, Guðmundur og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.