Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
15
Athugasemd frá stjórn
Kennarafélags Reykjavíkur
eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
Guðrún Þórsdóttir kennslufull-
trúi við Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur ritaði grein sem birtist í Morg-
unblaðinu fimmtudaginn 25. febr-
úar sl. í greinini kemur fram mis-
skilningur sem stjórn Kennarafé-
lags Reykjavíkur finnur sig knúna
að leiðrétta.
Guðrún Þórsdóttir fjallar í grein-
inni um tillögur um tilfærslu grunn-
skóla til sveitarfélaga og leggur til
að Kennarafélag Reykjavíkur gangi
á undan og vinni að sérsamningum
við Reykjavíkurborg. Það hvorki
getur Kennarafélag Reykjavíkur né
vill, því að það er ekki með sjálf-
stæðan samningsrétt heldur eitt af
tólf aðiidarfélögum Kennarasam-
bands íslands. Aðildarfélög Kenn-
arasambandsins eru flest svæðis-
bundin en nokkur starfa á landsvísu
eins og t.d. Félag tónlistarskóla-
kennara og Landsfélag framhalds-
skólakennara. Kennarafélag
Reykjavíkur er langfjölmennast
þessara félaga en þar er rúmlega
íjórðungur félagsmanna Kennara-
sambandsins. Fulltrúaráð Kennara-
sambands íslands gegnir hlutverki
samningsnefndar sambandsins og í
því sitja þetta kjörtímabil sex fé-
lagsmenn Kennarafélags Reykja-
víkur.
Kröfugerð Kennarasambands ís-
lands tekur mið af hugsanlegum
flutningi grunnskóla til sveitarfé-
laga og 9. liður hennar er eftirfar-
andi:
„Verði rekstur grunnskóla fluttur
til sveitarfélaga á samningstíman-
um tryggi fjármálaráðherra að
sveitarfélögin virði samninga
Kennarasambandsins og fjármála-
ráðherra þar til samningar hafa
náðst við Launanefnd sveitarfélaga
eða annan þann aðila sem fer með
umboð allra sveitarfélaga til samn-
ings við Kennarasamband íslands
vegna grunnskólakennara."
Áður en tekin verður ákvörðun
um að flytja rekstur grunnskóla til
sveitarfélaga þarf að tryggja að
kjör og réttindi allra kennara skerð-
ist ekki. Kennarafélag Reykjavíkur
telur afar áríðandi að Kennarasam-
bandið hafi áfram samningsumboð
fyrir alla félagsmenn sína, sama
hvar á landinu þeir starfa, ef hug-
myndir um breytta verkaskiptingu
verður að veruleika.
Guðrúnu er tíðrætt um vinnutíma
kennara og ráðleggur kennurum
að fara að taka á vinnutímanum. Í
því sambandi má benda á að 6.
Verkalýðsfélag
Húsavíkur
________________ -x
Heimild til
verkfalls
Húsavík.
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur
samþykkti á fundi þriðjudaginn
9. mars að gefa sljórn og trúnað-
arráði heimild til að boða verk-
fa.ll er tímabært þætti. Eining var
ekki um þetta á fundinum, en
hann sátu 50 manns, en mikill
meirihluti var verkfallsheimild-
inni samþykkur.
Formaður félagsins, Kári Arnór
Kárason, taldi þetta styrkja stöðuna
í samningamálum en sagði að með
þessu væri ekki verið að ijúfa þá
breiðu samstöðu sem væri í samn-
ingamálum. Hann sagði að ef félög-
in hefðu þessa heimild styrkti það
mjög stöðuna, þó þau hygðust ekki
beita verkfallsheimildinni á næst-
unni, lieldur vera áfram í samfloti
með öðrum og sjá til hvað gerðist
á næstunni eða næstu tvær vikurn-
fulltrúaþing Kennarasambands ís-
lands sem haldið var í júní 1991
samþykkti ályktun um að vinnutím-
inn verði skilgeindur að nýju. Á
haustþingi Kennarafélags Reykja-
víkur sem haldið var í október sl.
var annars vegar fjallað um hug-
myndir um flutning grunnskóla til
sveitarfélaga en hins vegar um
starfstíma skóla og vinnutíma
kennara. Að haustþinginu loknu fór
fram umræða um efni þingsins
meðal kennara í nær ölum skólum
borgarinnar. Að sjálfsögðu komu
fram skiptar skoðanir um það hvaða
leiðir eigi að fara varðandi breyting-
ar á vinnutíma kennara. Vinnutím-
„Áður en tekin verður
ákvörðun um að flytja
rekstur grunnskóla til
sveitarféiaga þarf að
tryggja að kjör og rétt-
indi allra kennara
skerðist ekki.“
inn er því eitt þeirra atriða sem
hvað mest hafa -verið til umræðu í
skólum borgarinnar á þessu skóla-
ári.
Kennarasambandið hefur ætíð
lýst sig reiðubúið til að ræða breyt-
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
ingar á vinnutíma kennara en það
var fyrst eftir ákvörðun fulltrúa-
ráðsins um að hafa atkvæða-
greiðslu um verkfall sem samninga-
nefnd ríkisins óskaði eftir viðræðum
um vinnutímann. Á öllum fundum
fyrir þá ákvörðun tók samninga-
nefndin það skýrt fram að ekki
ætti að ræða neitt við Kennarasam-
bandið sem ekki væri hægt að ræða'
samhliða samningaviðræðum ann-
arra samtaka.
Þá vill stjórn Kennarafélags
Reykjavíkur að lokum vekja at-
hygli á ályktun sem samþykkt var
á fundi trúnaðarmanna í Kennara-
félagi Reykjavíkur mánudaginn 8.
mars sl. þar sem lýst var yfir fullum
og eindregnum stuðningi við for-
ystu Kennarasambands Islands.
F.h. Kennarafélags Reykjavíkur.
Höfundur er formaður
Kennarafélags Reykjavíkur.
SÉRSNIÐNAR DÝNUR
Algengt mál þegar talað er um dýnur!
Margir láta klæðskerasauma fatnað sinn. Þeir setja þægindin og gæðin ofar öllu.
Það sama gildir um rúmdýnur, iðulega þarf að sérsníða svo þær henti eigandanum fullkomlega.
Við hjá Lystadún-Snæland hf. höfum sérsniðið rúmdýnur um áratuga skeið. Hjá okkur hafa staðlar aldrei ráðið
ferðinni, heldur þarfir hvers viðskiptavinar. Og hjá okkur færðu dýnu í hvaða stærð og stífleika sem er.
ells
•ess
LYSTADÚN-SNÆLAND hf
Skútuvogi 11 12 4 Reykjavík S ím i 8 1 4 6 5 5 / 6 8 5 5 8 8
Sendum í póstkröfu um land allt.
ar.
- Fréttaritari.