Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Jóhann Baldvins- son - Minning Fæddur 20. desember 1911 Dáinn 9. mars 1993 Eg þakka Kjartani fyrir áratuga vináttu og bið honum Guðs blessun- ar. Eiginkonu hans, Kristínu Þor- steinsdóttur, fósturdóttur hans, Finnu Ellý Bottelet, systkinum hans, þeim Rannveigu, Brynfríði, Tryggva og Guðbjörgu, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Olafur Þorgeirsson. Vinur okkar Kjartan Halldórsson hefir kvatt. Margar minningar koma upp í hugann á þessum tímamótum. Kjartan var af Vestfirskum ættum og taldi ættir sínar til konunga. Enda duldist engum að þar sem hann fór var höfðingi á ferð. Maður- inn var mikill að vallarsýn, föngu- legur og hraustmenni. Ekki skemmdi innri maður Kjartans þessa lýsingu, því að hann var ljúf- menni, sem allir gengu glaðari af samfundum við. Hann kvæntist Kristínu Þor- steinsdóttur 1948 og lifír hún mann sinn. Við höfum nú þekkst og verið vinir í næstum hálfa öld, og stöðugt notið gestrisni og greiðvikni þessara ágætis hjóna. Hafa þau verið sam- taka um risnu og höfðingskap svo að til hefur verið tekið, þrátt fyrir versnandi heilsu á síðari árum. Við vinkonurnar höfum spjallað okkar í milli um hve skaphöfn Kjart- ans væri skemmtilega slungin mörgum ólíkum þáttum, sem gerðu manninn eftirminnilegan. Þannig spannaði hún allt registrið frá ein- lægu sakleysi sveitabarnsins til ótrúlegrar glöggskyggni og hygg- inda hins lífsreynda heimsborgara. Kjartan var trúmaður mikíll og æðrulaus. Lét hann þess nýlega getið að reiðubúinn teldi hann sig vera að mæta Guði sínum. Hann unni sveitinni sinni og fólk- inu sínu við Djúp, og var trúr upp- runa sínum til hinstu stundar. Kjartan tileinkaði sér orð skálds- ins okkar Stephans G. Stephansson- ar og lifði eftir þeim: Láttu hug þinn aldrei eldast, eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Við samhryggjumst þér, elsku Kristín, og fjölskyldu þinni. Að síðustu kveðjum við þig, kæri vinur. Við minnumst svo fjölmargra samverustunda með þér og Kristínu, flestra í gleði, en einnig í sorg. Að leiðarlokum bregðum við upp síðustu myndinni af Kjartani: Hann opnar hurðina brosandi og glaður, með útbreiddan faðminn tekur hann á móti okkur og býður okkur velkomnar. Það bíða þín bæir í dalnum og bátar við fjörusand. (D.St.) Hvíl J)ú í Guðs friði. Olöf Karvelsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. Mig langar að fara hér nokkrum orðum um kynni mín af Kjartani Halldórssyni frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd en hann varð bráð- kvaddur að heimili sínu hinn 7. mars sl. Kjartan fæddist að Bæjum á Snæfjallaströnd 17. júní 1917. For- | eldrar hans Þorbjörg Brynjólfsdóttir og Halldór Halldórsson bjuggu í Neðribænum og föðuramma mín og afi í Hærribænum. Það var því eðli- lega töluverður samgangur milli bæja og kynni skópust milli barn- anna á bæjunum enda þau mörg sérstaklega í Hærribænum. Ég mun nú eftirláta öðrum að tíunda allt, sem Kjartan hefur gert um dagana en reyna aðeins af fá- tæklegum mætti að lýsa því hvernig hann kom mér fyrir sjónir. Þegar ég kom fyrst til dvalar í sveitinni hjá henni Sölu minni á Lyngholti var komið að endalokum búskapar foreldra Kjartans. Þó man ég eftir þeim og Kjartani og fleiri P systkinum hans en það gæti líka verið frá stuttum heimsóknum mín- um til ömmu og afa í Hærribæinn. En eitt stendur upp úr endur- minningum barns frá þessum tíma og það er Kjartan og jeppinn enda K voru það bara frumkvöðlar, sem óku jeppa á þeim árum. Fyrir blessuðum skepnunum var jeppi eins og geimskip af himnum ofan, hestar fældust í stórum stíl og urðu af þessu ýmis vandræði. Manni ftnnst sem þetta hafi verið upphaf véivæðingar í sveitum og það eru ekki 50 ár síðan. Það mun hafa verið fyrsta sumar- ið mitt á Lyngholti sem komu nýir ábúendur í Neðribæinn og lítið eða ekkert kynntist ég Kjartani fyrr en í Reykjavík og þá í gegnum Félag Djúpmanna. Pabbi var þar fyrsti gjaldkeri í 13 ár og Kjartan tók við af honum. A þessum árum spilaði ég á árs- hátíðum Félags Djúpmanna og það var segin saga, að þar var það Kjart- an sem hélt uppi fjörinu og dansaði svo til sleitulaust allt kvöldið. Hann var óþreytandi að dansa og er það mörgum minnisstætt að sjá þennan stóra mann „tjútta“ án afláts. Kjartan var stór og mikiil ásýnd- um, það sem kallað er tröll af manni en hinsvegar fór meira fyrir tryggðatröliinu í honum. Hann var tryggur og ljúfur öllum, sem kynnt- ust honum og einstök er tryggð hans við sveitina sína gömlu og við alla þá , sem þaðan eru. Það er ein- mitt þessi þáttur Kjartans, sem kemur mér til að setja saman þess- ar línur. Það var á haustdögum 1982, sem við hjónin vorum farin að velta fyr- ir okkur hvort við gætum eignast húsnæði fyrir starfsemina enda hú- saleiga á ævintýralegri uppleið á þessum tíma. Þá er það sem aug- lýst er til sölu húsnæði á horni Njáls- götu og Rauðarárstígs. Þetta hlaut að vera Kjartan og þó svo að ég teldi möguleika okkar ekki mikla hafði ég samband við fasteignasöluna. Mér var kunnugt um að fleiri voru að velta fyrir sér kaupum á þessu húsnæði Brauðborgar, sem Kjartan og Kristín kona hans ráku árum saman. Það var fyrir sérstaka lipurð og velvilja þeirra hjóna, sem við hjónin sáum okkur kleift að reyna þessi kaup. Þegar samningar voru undirrit- aðir trúði fasteignasalinn mér fyrir því að Kjartan hefði sagt við sig: „Ég vil bara selja honum Þóri“. Mér hlýnaði óneitanlega um hjartarætur að heyra þetta og ekki ónýtt að hafa svona hvatningu sem bak- stuðning. Þama var á ferðinni gamla tryggðin við sveitina og afkomendur þaðan. Ég naut góðs af því að vera Snæfjallastrendingur. Nú upphófst tímabil verðtrygg- inga og lánskjaravísitölu, sem virð- ist á góðri leið með að leggja allan rekstur meira og minna í rúst. Það hlaut því að koma að því, að ekki væri greitt á réttum gjalddögum og úr varð vandi, sem hefði valdið meiriháttar erfíðleikum ef ekki hefði komið til einstakur velvilji og þolin- mæði þeirra hjóna Kristínar og Kjartans og fyrir þetta verður aldr- ei fullþakkað. Kjartan var stórhuga og kom það fram allt fram á síðustu ár. Hugur hans og tryggð til Snæfjallastrandar var með eindæmum og var hann einn aðal driffjöðurin í að byggja samkomuhúsið Dalbæ. í námunda við samkomuhúsið kom hann sér upp- sum'arhúsi en dugði honum ekki og fyrir um það bil 2-3 árum keypti hann jörðina Tyrðilmýri og var þar með ýmis framtíðaráform á ptjónunum. Ég undraðist kraftinn og bjart- sýnina, sem þessi rúmlega sjötugi maður hafði yfír að ráða en þá sagði Kristín: „Hann heldur vist að hann sé fertugur". Það var málið, hann sást ekki fyrir því hugurinn var svo mikill að hann var ekkert að velta þvi fyrir sér hvað hann væri orðinn gamall. Þeim fer nú fækkandi þessum stór- huga mönnum gömlu ungmennafé- lagshreyfingarinnar og er ástæða til að óttast, að sveitirnar sem áttu hug þeirra allan verði hljóðar og yfirgefnar þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Við hjónin sendum þér Kristín mín hugheilar samúðarkveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Þórir Haildór Óskarsson. Fleiri minningiigreiimr um Kjartan Halldórsson bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum. Ástkær afi, Jóhann Baldvinsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu Harnargötu 77 í Keflavík 9. mars sl. Fráfall hans kom ekki alveg að óvörum, því á síðustu árum hefur hann haft hjartasjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Þrátt fyrir þau veik- indi hélt hann reisn sinni og hlúði að þeim sem honum var annt um. Nú þegar hann er allur vakna upp margar góðar minningar og þakk- læti fyrir samverustundir sem skilja eftir innihaldsríkt veganesti fyrir þá sem nutu. Afi Jóhann var fæddur 20. desem- ber 1911 í Hrauntúni í Biskupstung- um en ólst upp í Súluholtshjáleigu í Flóa. 18. júlí 1936 kvæntist hann ömmu, Guðríði Eiríksdóttur, fædd 30. desember 1909 í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi í Flóa en alin upp í Vesturkoti í Ólafsvallahverfi á Skeiðum. Árið 1939 fluttust þau til Keflavíkur og hafa búið þar allar götur síðan, lengst af á fallegu heim- ili sínu á Hafnargötunni. Framan af árum starfaði afí sem vorubíl- stjóri, en vann síðan hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli þar til starfsæ- vinni lauk 1981. Þau eignuðust 2 börn. Björn, f. 1936, er eftirlitsmaður hjá Flugleið- um á Keflavíkurflugvelli. Hann er kvæntur Hrönn Sigmundsdóttur og eiga þau 3 börn. Sigríður, f. 1937, er húsvörður í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, hún er gift Roy Ólafs- syni og eiga þau 3 börn. Afkomend- ur afa og ömmu eru í dag 15 talsins. Afi var af þeirri kynslóð sem þekkti tímana tvenna og var einn af þeim sem vann hörðum höndum til að leggja hornsteina að íslensku samfélagi. Það er álit margra að sú kynslóð hafi gefið af sér einstaklinga sem voru mótaðir af víðsýni, vegna þeirra hröðu framþróunar og samfé- lagsbreytinga sem áttu sér stað. Helstu eiginleikar í fari afa voru einstök kímnigáfa, alúð og jákvæð afstaða til manna og málefna, sem við í fjölskyldunni nutum í svo ríkum mæli. Heimsóknir á Hafnargötuna hafa ávallt verið tilhlökkunarefni því þar var ekki í kot vísað. Lengi verða í minnum hafðar notalegar stundir við frásagnir af ferðalögum um land- ið, sem afi og amma lögu svo mikla rækt við, umræður um bílana sem hann hafði átt í gegnum árin og var svo stoltur af og fróðleikur um lifn- aðarhætti fyrri tíma. Glettni og gamansögur voru ein- staklega vel stílfærðar í frásögn hans. Rík umhyggja fyrir fjölskyld- unni, virk þátttaka og gleði yfir áföngum sem afkomendur hans náðu sköpuðu sterka tilfínningu fyr- ir því að kynslóðabilið væri ekki til. Börnin í fjölskyldunni voru næm fyrir persónuleika hans og löðuðust að honum vegna nærgætni hans, innsæis í þarfir þeirra og umhyggju fyrir velferð þeirra. Afí og amma voru samtaka í því að leggja rækt við afkomendurna og voru þau oft gestir á heimilum barnabarnanna, komu þá oftast fær- andi hendi. Þau voru glæsileg hjón og þrátt fyrir háan aldur hafa þau ávallt haldið reisn sinni. Það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur af yngri kynslóðinni að sjá og kynn- ast því samspili sem var þeirra á milli. Hjónaband sem einkenndist af samstöðu, umhyggju og gagn- kvæmri virðingu. Amma Guðríður hefur misst mikið en það er vissa okkar að ævikvöld hennar verður ríkt af minningum um góðan lífsförunaut, sem var svo mikil stoð og stytta. Það er einlæg von okkar, að við í fjölskyldunni verðum þess megnug að sýna henni þá umhyggju og þá virðingu sem henni ber. Elsku afi, nú ert þú kominn á æðra tilverustig þar sem við erum þess fullviss, að þú hefur fengið góðar móttökur. Við þökkum þér samfylgdina í þessu lífi, tileinkum þér hlýjar hugsanir okkar og kveðj- um þig með virðingu. Megi minning þín lifa með okkur um ókomna tíð. Birna, Magnús og Hrönn. Einhvern tímann verður sérhver maður að horfast í augu við sinn síðasta dag. Eins og nýir einstakl- ignar fæðast og bætast í hópinn falla aðrir frá og kveðja. Þannig er örlögum mannanna háttað, þannig er gangur lífsins. Afi minn, Jóhann Baldvinsson, lést 9. mars sl. Hann fæddist 20. desember 1911 í Hrauntúni í Bisk- upstungum, sonur hjónanna Bald- vins Jónssonar og Þóru Kjartans- dóttur. Árið 1939 fluttist hann ásamt eiginkonu sinni, Guðríði Ei- ríksdóttur, til Keflavíkur þar sem hann lengst af starfaði sem vörubíl- stjóri. Vissulega er margs að minnast þegar horft er um öxl og ekki verð- ur tíundað hér, en þó er eitt í fari afa sem ekki má ósagt látið og er það hversu góður maður hann var. í Grikklandi til forna lét heim- spekingurinn Aristóteles svo um mælt að menn þyrftu að búa yfír einstökum persónuleika til þess að mega kallast góðir menn. Góð- mennskan varð að vera óaðskiljan- legur hluti af skapgerð þeirra. Ekki held ég að það sé ofsagt að afi eigi heima í þessaari skilgrein- ingu Aristótelesar á hinum góða manni, svo ljúfur og vinalegur sem hann nú ætíð var. En nú er vissulega skarð fyrir skildi, gangur lífsins hefur kveðið upp sinn dóm. Sá dómur sem engin fær undan vikist og engin fær skilið nema ef vera skyldi sá sem látinn er. Við hin sem eftir lifum fáum lært einlægni og skilning á endan- leika mannlegrar jarðvistar. Hvað sem vilja og löngunum okkar líður þá fær ekkert mannlegt afl hnikað gangi lífsins og því ekki um neitt annað að ræða en bera sig vel, þakka samfylgdina og fallast á örlögin. Að elska örlög sín er að fallast á gang lífsins eins og hann kemur fyrir. Sá sem það gerir er heill og sáttur, rétt eins og afí kom mér svo oft fyrir sjónir. Jóhann Björnsson. Með hækkandi sól og von um betri tíð lést Jóhann afi minn, 81 árs að aldri. Hann fæddist 20. des- ember 1911 í Hrauntúni í Biskups- tungum. Árið 1936 kvæntist hann ömmu minni Guðríði Eiríksdóttur. Þau eignuðust tvö börn. Ég á svo margar minningar tengdar honum og ömmu, minning- ar, sem eru líkt og perlufesti. Sér- hver minning sem ein perla. Lítil telpa með skotthúfu á leið til Keflavíkur með afa í vörubílnum. Afí kom í bæinn einhverra erinda og telpukornið ætlar að eyða nokkr- um dögum í faðmi afa og ömmu. Telpan liggur mikið veik á spítala og afi kemur, með bók. Telpan orðin eldri og tekur bíl- próf. Afi treystir ungum og óreynd- um ökumanni fyrir bíinum sínum og laumar gjarnan að leiðbeiningum um aksturinn. Ung kona á leið út í heim, stolt með glæsilega nýja ferðatösku. Afa leist nú ekki betur en svo á gripinn að hann batt utan um töskuna alls kyns bönd og hnúta. Því hann vissi að töskur frá þessum stað komu ekki alltaf heilar. Það kom líka í ijós því þegar á leiðarenda kom var fína taskan stór- skemmd, en hékk saman á böndun- um og hnútunum hans afa. Unga konan kynnist lífsförunauti sínum. Hann er fljótlega drifínn suð- ur til Keflavíkur til afa og ömmu og þar er tekið mikið vel á móti honum eins og öllum öðrum gestum þeirra. Síðan stækkar fjölskyldan og afí er alltaf tilbúinn og óþreytandi að leika við litla snáða. Margar minn- ingar á eldri sonur minn tengdar langafa sínum. Allar ferðir, sem ég hef farið með önnnu og afa, eru mér ógleymanleg- ar, en þær eru orðnar margar. 39 Síðustu mánuðirnir voru afa og ömmu erfiðir, kuldi og myrkur og lítið hægt að fara út. Oft höfðu þau orð á þessu, en vissu að bráðum færi að birta til og þau gætu farið meira um. Þennan árstíma valdi afi til að leggja upp í ferðina miklu. Elsku amma mín, sorg þín er mikil, við skulum muna hann eins og hann var; góða skapið hans og bjartsýnina, sem einkenndu persónu hans. Guð blessi afa minn. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langa dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - Þá vildi ég, móðir mín að mildin þln svæfði mig svefninum langa. (Ö.A.) Jóhanna Guðríður. Eitt sinn verða allir menn að deyja, en skelfíng er það erfitt að sætta sig við það, þegar einhver svo kær á í hlut. Það var einhvern veg- inn svo að við gerðum bara ráð fyr- ir því að hann afí yrði alltaf hann afi, færi ekkert frá okkur og henni ömmu. Minningar okkar eru svo margar að það tæki marga daga að skrifa þær niður. Okkur eru efstar í huga þær móttökur sem við fengum hjá afa og ömmu þegar við komum til Keflavíkur, það var alltaf veisla og afí var alveg einstakur að gera allt svo spennandi og öðruvísi, t.d. eins og að gera gat með nagla á kókflöskutappann því þá var hægt að sjúga gosið í gegn, það þótti okkur rosalega spennandi, nú og svo voru ekki fá skipin sem smíðuð voru í bílskúrnum. Við komumst upp með ýmislegt sem ekki leyfðist heima en eins og allir vita eru afar og ömmur til þess að láta eftir smáfólkinu. Þær voru líka ófáar ferðirnar upp í sum- arbústað, settar niður kartöflur og tekið upp um haustið, farið út á vatn á bátnum og tínd ber í brekk- unni. Alltaf var afí að laga og betr- umbæta bústaðinn. Þá er óhætt að segja að maður hafi haft snert af bíladellu, því hann lagði alltaf mikið upp úr því að vera á góðum og traustum bíl og oftar en ekki voru þeir keyptir nýir. Þá fylgdist hann með bíleign fjölskyldunnar og þegar nýr bíll var keyptur var afi látinn vita og oftast prufukeyrði hann grip- inn. Við munum alltaf minnast hans afa, eins og hann var, hress, kátur og jákvæður. Langafabörnin koma til með að sakna hans og munum við með ánægju halda áfram að segja þeim frá honum. Elsku amma, þinn missir er mik- ill, við söknum hans öll, en virðum vald hans sem öllu ræður og treyst- um því. Guð blessi minningu okkar elskulega afa. Þó látinn sé harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp til móts við Ijósið. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf ókunnur.) Sigríður Ólafsson, Ólafur Biörn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.