Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
BLAÐAUÓS-
MYNDIR 1992
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
í Listaskála alþýðu er nýlokið
árlegri ljósmyndasýningu Blaða-
mannafélags íslands og Blaða-
ljósmyndarafélags íslands.
Blaða- og tímaritalesendur
hafa vissulega fylgst með því
hvernig tækninni hefur fleygt
fram í prentverki á síðustu árum
og hvernig ljósmyndir verða
stöðugt fullkomnari. Ljósmyndin
gegnir líka æ meira hlutverki í
daglegu lífi mannsins og finnst
mörgum löngu nóg um þau
ósköp, en þetta er nú einu sinni
hluti af nútímanum.
Þá hefur fjöldi blaðaljósmynd-
ara aukist til mikilla muna og
þarmeð samkeppnin, en hvort
blaðaljósmyndarar eru til muna
betri en áður eru hins vegar
áhöld um. Á síðari tímum hafa
þeir fengið svo mörg tækifæri,
sem nær útilokað er að fyrri tíma
blaðamenn hefðu getað nýtt sér,
auk þess sem myndavélamar eru
orðnar mun fullkomnari. Og
þrátt fyrir nær óskiljanlegar
framfarir er ný bylting í nánd,
semér að filman verður á diskl-
ingi og myndir verða sendar staf-
rænt rakleiðis inn á sjónskjá út-
litsteiknarans!
Það er alltaf með nokkurri
eftirvæntingu sem menn skoða
slíkar sýningar sem sýna við-
burði ársins frá mörgum sjónar-
hornum, en kannski einkennir
þessar sýningar stundum full
mikið, að þær eru settar upp
með hraða blaðamennskunnar
og standa að auki stutt yfir.
Mega menn hafa sig alla við ef
þeir eiga ekki að missa af þeim.
Ekki eru allir á einu máli um
hvað góð fréttaljósmynd sé,
hvort vægi hennar felst í mikils-
verðum viðburði, eða snjallri og
óvæntri myndatöku. Hingað
hafa t.d. borist farandsýningar
í plaströmmum, af staðbundnum
viðburðum úti í heimi, sem okkur
kemur lítið við og ljósmyndatak-
an ekki alltaf upp á sitt besta.
Maður kann í sjálfu sér að
meta slíkar myndir, en æsifréttin
er ekki alltaf næg til þess að hér
sé um markverða myndatöku að
ræða. Óvænt augnablik úr um-
hverfinu eiga einnig rétt á sér
og geta verið harla kostuleg.
Ritari er ekki alltaf sammála
því að frásögnin í myndinni gefi
henni vægi sitt, því að fleira þarf
að koma til og misjafnt er jafn-
framt matið á vægi frétta. Nú-
tíminn er t.d. yfirfullur af frétta-
efni frá niðursuðuiðnaðinum svo-
nefnda, auk þess sem sumar
fréttir eru full staðbundnar og
persónulegar.
Að fiska frétt sem enginn ann-
ar hefur tekið eftir er að mínu
mati jafn mikils og meira virði
en hið almenna mat á fréttum,
sem er raunar að stórum hluta
búið til.
Frumleg frétt sem opnar augu
manna fyrir einhveiju sem þeir
hafa ekki tekið eftir vekur sterk
viðbrögð hjá skoðandanum, sem
hlýtur að vera rós í hnappagat
ljósmyndarans.
Heilbrigt mat á vægi frétta í
umhverfi okkar hlýtur einnig að
vera mikilsverðara, en að við
séum að fiska eftir lánum úr
hugmyndabanka stórþjóðanna.
Hér eigum við að standa undir
okkur sjálfir, en það er víst eng-
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
I Menningarstofnun Banda-
ríkjanna á Laugavegi 26 sýnir
um þessar mundir og fram til
19. mars hollenska listakonan
Gerda Cook allnokkrar vatnslita-
myndir ásamt örfáum olíumynd-
um.
Vatnslitamyndirnar eru að
meginhluta til náttúrulífsmyndir
og eins konar portrett-myndir
og virðist listakonan helst ein-
beita sér að þessari tegund
myndlistar.
Listakonan er með meistara-
gráðu í ensku og bókmenntum
auk þess sem hún er með svo-
inn botn í því hve leiðitamir við
erum hér á útnáranum.
íslendingar hafa náð það langt
að þeir eiga að geta skapað sér
eigin ímynd á mörgum menning-
arsviðum og fyrir það munu þeir
hljóta óskipta virðingu erlendra
og mun meiri en fyrir það að
vera alltaf að sanna sig í augum
útlendra.
Fljótlega eftir að hafa skoðað
sýninguna þótti mér eitthvað
vanta, eða kannski heldur var
áhrifamáttur hennar ekki nógu
mikill. Get ég verið ásáttur um
að það felist í uppsetningunni,
sem er einhæf og steypt í svipað
mót með svörtum römmum, sem
fara ekki jafn vel við allar mynd-
irnar. Á stundum virka ramm-
arnir jafnvel sem eins konar sorg-
arrendur og á það einkum við
portrett myndirnar. Hér er nauð-
synlegt að hlutleysa umgerðina,
svo að myndin ein, hrein og bein,
birtist skoðandanum, jafnframt
mættu þær vera misstórar, sem
eykur ekki aðeins á áhrifamátt
einstakra mynda heldur einnig
slagkraft sýninga í heild.
Margt ágætra mynda er á sýn-
ingunni, sem hefðu verðskuldað
viðurkenningu til jafns við verð-
nefnda Bacheleor-gráðu í listum
frá Tulane-háskólanum í New
Orleans. Þessari gráðu náði hún
með hæsta vitnisburði árið 1985,
en nam síðan vatnslitamálun við
fagurlistaskólann í sömu borg.
Þekki ég hvorugan skólann,
en eftir öllu að dæma mun
kennslan vera með nokkrum öðr-
um hætti en við eigum að venj-
ast hér á landi. Áður en Cook
kom til íslands árið 1990 var hún
starfandi listamaður í New Orle-
ans og tók þátt í mörgum sam-
sýningum þar sem hún hlaut
ýmis verðlaun og viðurkenning-
ar.
Þessi sýning í menningar-
stofnuninni er fyrsta_ einkasýn-
ing Gerdu Cook á íslandi, en
launaðar myndir eins og t.d.
„Ólétt“ eftir Jóhann A. Kristjáns-
son og „Augnablikið“ eftir Jó-
hann Guðna Reynisson. Þá er
myndaröð Þorkels Þorkelssonar
frá Mogadishu afskaplega vel
gerð og litirnir hreinir og klárir.
Svo kunni ég mun betur að meta
hinar frábæru myndir Páls Stef-
ánssonar „Ónefndur foss í Land-
mannaafrétti" og „Kríur“ en
sjálfa verðlaunamynd hans, auk
þess sem „Gilið í Petra“ orkaði
mjög sterkt á mig. Portrett mynd
hans af Karólínu Lárusdóttur lis-
takonu í Englandi er líka einstak-
lega vel tekin og sýnir fjölhæfni
Páls og næmi á myndræna þætti
í umhverfinu.
áður hefur hún tekið þátt í einni
samsýningu erlendra listamanna
búsettra hér á landi og var hún
haldin í júnímánuði sl. ár.
Það eru giska önnur viðhorf
ríkjandi í myndum listakonunn-
ar, en menn eiga að venjast á
sýningum hér í borg, og slíka
list eru menn vanari að sjá í
sérstökum listhúsum erlendis,
sem einskorða sig við hinar hefð-
bundnari aðferðir. Hér er ekki
vottur af neins konar tilraunum
í anda núlista heldur situr sjálft
hefðbundið handverkið í fyrir-
rúmi og sannverðug túlkun við-
fangsefnanna. Hið sama má
segja um myndefnin, sem eiga
fyrst og fremst að höfða til hins
almenna fegurðarskyns. Port-
rettin eru iðulega af börnum og
fallegum stúlkum en náttúrulífs-
myndirnar af fögrum stöðum.
Þetta eru líka þau myndefni sem
helst prýða fjölskyldualbúm, en
Ragnar Axelsson stendur auð-
vitað fyrir sínu sem ljósmyndari,
en kannski var dómnefndin full
verðlaunaglöð í eina átt, því af
mörgu var að taka. Að sjálfsögðu
hefur dómnefndin fullgild rök
fyrir ákvörðunum sínum, en
kannski væri það ekki svo fráleit
hugmynd, að leyfa skoðendum
að láta einnig í ljós álit sitt, en
slíkar sýningar sækir fyrst og
fremst ákveðinn hópur áhuga-
samra.
Sýningarskráin er alls ekki
nægilega skilvirk né sýningunni
samboðin, en hins vegar fylgja
prýðilegir textar hverri mynd
fyrir sig.
auðvitað má einnig gera við-
fangsefnin að gildri list. Hér er
hins vegar samviskusamlega
staðið að verki og engin frávik
merkjanleg.
Myndirnar eru unnar af mik-
illi einlægni og þó Gerda Cook
hafi til að bera allnokkra vatns-
litamyndatækni hafa þær meiri
svip af tómstundaiðju en átaka-
mikilli listsköpun.
Ástæða er að koma því á fram-
færi hve erfitt er að njóta mynd-
listarverka í húsakynnum stofn-
unarinnar vegna annarra at-
hafna, sem trufla sjóntaugarnar,
þótt fullgildar séu. Á ég hér við
mikinn myndskjá, þar sem
frétta- og fræðslumyndir ganga
í síbylju og hvað þessa sýningu
áhrærir var að auk mikill stóla-
ljöldi í salnum er mig bar að
garði. Þetta fer engan veginn
saman og þyrfti að aðgreina á
einhvern hátt.
GERDA COOK
Guðmundur enn
_________Leiklist___________
Hávar Sigurjónsson
Fjölbrautaskóli Akraness sýnir
„Láttu ekki deigan síga Guð-
mundur“ eftir Hlín Agnarsdótt-
ur og Eddu Björgvinsdóttur.
Leikstjóri Þröstur Guðbjarts-
son.
Á þeim tæpu tíu árum sem liðin
eru frá því „Guðmundur" var
frumsýndur hjá Stúdentaleikhús-
inu sællar minningar, hafa af-
kvæmi Guðmundarkynslóðarinnar
(sextíu og átta kynslóðin) vaxið
nægilega úr grasi til að geta flutt
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
þennan brag upp á eigin spýtur.
Guðmundar þessa lands eru hins
vegar farnir að grána í vöngum
og sólin blikar á skalla sumra. Þá
sjaldan að viðrar til þess. Nemend-
ur FA flytja Láttu ekki deigan
síga Guðmundur af miklum krafti
og fjöri og sýning þeirra er hin
besta skemmtun sem óhætt er að
mæla með við Akurnesinga og
nærsveitunga. Verkið er saga
Guðmundar, fæddur 1947, og full-
orðinsárunum hefur hann varið í
leit að sjálfum sér og leitað mest-
an partinn í faðmi fjölmargra
kvenna sem tilbúnar eru til að
aðstoða hann og vinna fyrir honum
meðan á leitinni hefur staðið. Leit-
in stendur yfir tímabiiið 1968-
1984 og á þessum tíma reynir
Guðmundur margt, byijar í við-
skiptafræði, hættir og fer í stjórn-
málafræði, lærir járnsmíði, fer í
sálfræði, í félagsráðgjöf, gengur í
rauðsokkahreyfinguna, les bók-
menntir, gerir upp gamalt timbur-
hús og fleira í þessum dúr. Við
hveija beygju á ferlinum skiptir
hann um konu sem aðstoðar hann
við áframhaid sjálfsleitarinnar.
Eða öllu heldur; kemur í veg fyrir
ódeigur
að hann uppgötvi hversu ósjálf-
bjarga hann í rauninni er.
Þetta er háðuleg og bráðfyndin
meðferð á því hver sé hinn raun-
verulegi grundvöllur hugsjóna
karlmanna; nefnilega að láta ekki
deigan síga hvað sem á gengur.
Guðmundur Claxton í hlutverki
Guðmundar 20-37 ára stóð sig
mjög vel og sömuleiðis Gunnar
S. Hervarsson í hlutverki Guð-
mundar 37 ára. Þó hefði leikstjóri
mátt sinna því betur að gera þá
líkari hvor öðrum þar sem niður-
staða verksins byggist á því að
Guðmundur hafi ekkert breyst,
þrátt fyrir fögur orð. Stúlkurnar
j hlutverkum kvennanna í lífi Guð-
mundar stóðu sig allar vel og fór
þar saman áreynslulaus leikur og
vel unnar týpur. Það er sterkt ein-
kenni á allri sýningunni hversu
hispurslaus og óspenntur leikurinn
er. Tónlistarflutningurinn var líka
góður og gaman að heyra hversu
góðum kröftum skólinn hefur á
að skipa í þeim efnum. Leikstjóri
hefði þó mátt huga að betri lausn
á staðsetningu hljómsveitarinnar,
söngvaranna og sviðsetningu allri,
þar sem ekki var laust við að nokk-
urrar ónákvæmni gætti í tilfærslu
á milli atriða. Margt af þessu hefði
reyndar mátt laga með hnitmið-
aðri ljósbeitingu. Krafturinn, leik-
gleðin og fjörið gera þessar aðf-
innslur að aukaatriðum.
A
Islenskt tón-
list á háskóla-
tónleikum
HÁSKÓLATÓNLEIKAR
verða haldnir miðvikudag-
inn 17. mars kl. 12.30 í Nor-
ræna húsinu. Flytjendur tón-
listar verða Signý Sæmunds-
dóttir sópran og Chalume-
aux-tríóið, sem samanstend-
ur af Sigurði I. Snorrasyni,
Óskari Ingólfssyni og Kjart-
ani Óskarssyni. Meðlimir trí-
ósins spila allir á klarínettu
og basetthorn.
Á efnisskránni: Intermezzo
úr Dimmalimm eftir Atla
Heimi Sveinsson, íslenskt
vögguljóð á hörpu eftir Jón
Þórarinsson (ljóð eftir Halldór
Laxness), Hjá lygnri móðu eft-
.ir Jón Ásgeirsson (ljóð eftir
Halldór Laxness) og Sechs
gedankenvolle Gesánge eftir
Pál P. Pálsson (ljóð eftir Georg
Trakl). Þijú fyrst töldu verkin
voru umrituð fyrir þessa hljóð-
færaskipan af Sigurði I. Snor-
rasyni með leyfi höfunda.
(Fréttatilkynning)