Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
Saga Alþýðubandalags-
ins í húsnæðismálum
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
I Morgunblaðinu 4. mars gerir
Steingrímur J. Sigfússon að um-
talsefni hækkun vaxta í félagslega
íbúðakerfinu.
Meiri ríkisframlög í Byggingar-
sjóð verkamanna í stað vaxta-
hækkunar er inntakið í skrifum
þingmannsins. Öðruvísi mér áður
brá. Lítum nánar á það.
Tvískinnungur Steingríms J.
Sigfússonar
Sl. 13 ár hefur ríkisframlag í
Byggingarsjóð verkamanna aldrei
verið hærra en í tíð núverandi ríkis-
stjórnar og aldrei lægra en árið
1990 þegar Ólafur Ragnar flokks-
bóðir Steingríms var fjármálaráð-
herra. Munar þar nálægt helming
en 1990 var það 548 m.kr. en
1992 1084 m.kr. Svo hart var
Byggingarsjóður verkamanna leik-
inn þá að þegar frumvarp til fjár-
laga fyrir árið 1990 var lagt fram
var svo naumt skammtað af Al-
þýðubandalagsmönnum að í
stefndi að ekki væri hægt að
byggja eina einustu nýja félags-
lega íbúð. Jafnaðarmenn knúðu
Alþýðubandalagsmenn þá til að
leggja í Byggingarsjóð verka-
manna ríkisframlag sem dugði til
að halda áfram uppbyggingu fé-
lagslegra íbúða.
Saga Alþýðubandalagsmanna
þegar þeir stjórnuðu húsnæðismál-
um á árunum 1980-1983 er held-
ur ekki til eftirbreytni.
Á þeim árum voru byggðar
1-200 félagslegar íbúðir á ári og
10 leiguíbúðir. Lánshlutfall var þá
15-20% af kostnaðarverði íbúða.
Sl. 6 ár þegar jafnaðarmenn
stjóma húsnæðismálum hafa hins
vegar verið byggðar 5-600 félags-
legar íbúðir árlega og 110 leigu-
íbúðir. Lánshlutfallið er nú 65%
af kostnaðarverði íbúðar.
En af hverju var nauðsynlegt
að hækka vextina í félagslega
íbúðarkerfinu?
Af hverju vaxtahækkun?
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
frá árinu 1990 um stöðu Bygg-
ingarsjóðs verkamanna, kom fram
að m.v. að byggðar yrðu 500 íbúð-
ir á ári í félagslega kerfinu, 2%
vexti nýrra útlána og 500 millj.
kr. ríkisframlag, eins og það var
1990, stefndi í gjaldþrot sjóðsins
árið 1996. Vaxtamunur árið 1999
„Frá þessari vaxta-
hækkun væri hægt að
falla og- fara aðrar leið-
ir. En ég spyr, er það
skynsamlegt vegna at-
vinnustigsins í landinu
að fækka félagslegum
íbúðum eða er það
sanngjarnt gagnvart
þeim mikla fjölda lág-
launafólks sem bíður
eftir félagslegum íbúð-
um?“
yrði 26 milljarðar. Eigið fé sjóðsins
yrði neikvætt í árslok 2028 um 641
milljarð króna og til að mæta ár-
legum rekstrarhalla þyrfti framlag
ríkissjóðs að vera rúmir 7 milljarð-
ar króna á ári.
Ég vil ætla að hæstvirtur þing-
maður Steingrímur J. Sigfússon
myndi í mínum sporum telja það
skyldu sína að bregðast við til að
koma í veg fyrir að velta svo
gríðarlegum vanda yfir á framtíð-
ina.
Það eru einkum þtjár leiðir sem
eru færar til að bregðast við þess-
um vanda:
1. Stórauka ríkisframlagið til
að mæta vaxtamuninum en 60 kr.
af hveijum 100 kr. sem lánaðar
eru út eru nú hreinn styrkur með
niðurgreiðslu vaxta.
2. Fækka félagslegum íbúðum
úr 500 í 300 íbúðir á ári.
3. Breyta vaxtakjörum til að
minnka vaxtamuninn.
Hvernig hefur svo verið við
brugðist?
— Ríkisframlag hefur tvöfaldast
frá árinu 1990.
— Á sl. ári voru gerðar ráð-
stafanir til að lækka byggingar-
kostnað og þar með greiðslubyrði
lána. Þær aðgerðir skila 15-20
þús. kr. lækkun á greiðslubyrði
nýrra lána miðað við 6 millj. kr.
íbúð, sem hlýtur að vega á móti
fyrirhugaðri vaxtahækkun.
Af því sem ég hef sagt er Ijóst
að vaxtabreytingar hafa verið á
döfinni allt frá tíð síðustu ríkis-
stjórnar þó þær séu fyrst nú að
koma til framkvæmda.
Alþýðubandalagið vildi
vaxtahækkun
Því til staðfestingar má minna
Jóhanna Sigurðardóttir
á að m.a. fulltrúar ASÍ og BSRB,
Búseta, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks töldu nauðsyn-
legt í skýrslu til mín árið 1990 að
vextir hækkuðu í 1,5-2% í félags-
lega kerfinu.
Valið stóð nú á milli þess að
fækka félagslegum íbúðum úr 500
í 300 eða breyta vaxtakjörum. Ég
hef talið mikilvægt að marka þá
stefnu að fjölga félagslegum íbúð-
um um 500 ár ári hvetju, en segja
má að 8-10 séu um hveija félags-
lega íbúð sem úthlutað er á ári.
Meirihluti húsnæðismálastjórn-
ar er greinilega sammála þessu
markmiði, því hann lagði til um-
rædda vaxtahækkun í september
>
Villuráfandi
veðurfræðingnr
eftir Snjólf Ölafsson
Greinar Magnúsar Jónssonar
„Óskapnaðurinn mikli" 23. og 24.
febrúar eru stórmerkileg blanda af
gífuiyrðum, rangfærslum, villandi
lýsingum og villandi dæmum. Mál-
flutningur hans og margra annarra
gengur út á að kenna kvótakerfinu
um flest sem aflaga hefur farið og
gefa í skyn að allt verði betra ef
kerfið verði lagt af. Þrátt fyrir ítrek-
aðar óskir hafa hvorki komið fram
veigamikil rök gegn núverandi
kvótakerfi né tillögur um kerfi sem
gæti leyst kvótakerfið af hólmi. Að
vísu hafa komið fram hugmyndir í
formi stikkorða og slagorða sem
hafa ekki staðist einföldustu skoðun.
Það sorglegasta í þessu máli er
að Magnús hefur klúðrað gullnu
tækifæri til að vinna rökstudda
gagmýni á núverandi kvótakerfi og
tillögur um nýja fískveiðistjórnun.
Hann var kosinn formaður 8 manna
milliþinganefndar á flokksþingi Al-
þýðuflokksins síðasta vor. í hópi
þessara 8 manna og 8 varamanna
þeirra voru margir af helstu gagn-
rýnendum kvótakerfísins. Því miður
hefur ekkert komið út úr þessu
nefndarstarfi og hlýtur formaðurinn
að bera ábyrgð á því.
Hér á eftir verða nokkur atriði
úr greinum Magnúsar rædd og þau
flokkuð, þó vitanlega séu ekki skýr
mörk á miili „rangra fullyrðinga“
og villandi lýsinga" svo dæmi sé
tekið.
Gífuryrði
Eftirfarandi má finna í grein
Magnúsar: „... og nú sitjum við
uppi með ógeðslegasta braskkerfi
íslandssögunnar." ... „Dönsku ein-
okunarkaupmennirnir verða í mín-
um augum eins og starfsmenn hjálp-
arstofnunar í samanburði við sæ-
greifana í hinu íslenska lénskerfi.“
... „í skjóli laga um leyfilegt sölu-
framsal á mannréttindum (kvótalög-
in) ...“
Þessi ómálefnalegu gífuryrði
nægja ef til vill fleirum en mér til
að dæma greinar Magnúsar sem
marklausar í umræðunni um stjórn
fískveiða.
Röng fullyrðing
Sem dæmi um ranga fullyrðingu
er eftirfarandi: „En fáránleikinn
náði hámarki þega svonefnd afla-
reynsla skipanna varð skyndilega
að veðhæfri eign, sem nú er metin
á um 60 milljarða króna. Eign, sem
samkvæmt lögum er sameign þjóar-
innar!" Hér blandar Magnús tvennu
(eða þrennu) saman. Það sem er
veðhæft, ef eitthvað er það á annað
borð, er aflahlutdeild eða það sem í
daglegu tali kallast varanlegur kvóti.
Þetta er í raun réttur til að fá úthlut-
að kvóta í ótiltekinn árafjölda og er
sambærilegt við að hafa laxveiðiá
eða ríkisjörð á leigu. Það sem er
sameign þjóðarinnar samkvæmt lög-
um eru fískistofnar ú íslandsmiðilm.
Að eiga fískistofnana er sambæri-
legt við að eiga laxveiðiá eða jörð.
Sá sem vill láta taka sig alvarlega
í umræðu um kvótakerfíð verður að
geta greint hér á milli.
Villandi lýsingar
Magnús segir .... ég lýsi furðu
minni á sjálfsöryggi þeirra, sem telja
sig geta ráðlagt veiði með þúsund
tonna nákvæmni nokkur ár fram í
tímann". Þeir sem ekki vita betur
hljóta að draga þá ályktun að Haf-
rannsóknastofnunin gefí slíkar ráð-
leggingar. Því fer þó víðs fjarri. Mér
vitanlega er enginn svo skyni
skroppinn að gefa slíkar ráðlegging-
ar.
Magnús segir í dramatískri en
raunveruleikafirrtri lýsingu: „Þegar
bankarnir geta ekki meira, ríkissjóð-
irnir eru tómir og allt veðsett í sjón-
Snjólfur Ólafsson
„Umhverfisþættir hafa
ekki síður áhrif á stærð
flestra fiskistofna en
veiðar.“
um nema saltið er sveitarfélögunum
stillt upp við vegg: Nú skuluð þið
borga eða við seljum kvótann og
skerum þannig á lífæð staðarins."
Lesandinn gæti dregið þá ályktun
að vegna kvótakerfisins hefðu út-
gerðarmenn betri aðstöðu til að
þvinga fjárframlög frá sveitarstjórn-
um. Það er ekki rétt. Erfitt er að
benda nákvæmlega á hvað sé rangt
í frásögn Magnúsar þar sem hún er
afar óljós. Eru t.d. „við“ í frásögn-
inni hér að ofan „eigendur" sjávarút-
vegsfyrirtækja með neikvæða eig-
infjárstöðu sem eru þvi í raun gjald-
þrota?
Villandi dæmi
Magnús segir: „Á allra síðustu
árum hefur hagræðingin ekki síst
verið fólgin í að flytja fiskivinnsluna
út á sjó á dýrum, stórum skipum,
úrelda vinnsluhús í landi og eyði-
leggja smærri báta. Mér, veðurfræð-
ingnum, hefur gengið illa að átta
mig á þessari hagræðingu og langar
í því sambandi að taka dæmi ...“
Síðan kemur villandi dæmi, sem ef
til vill er rétt reiknað þó að ég efi
það. Hvort sem dæmið er rétt reikn-
að eða ekki er það villandi vegna
þess að með því er einn þáttur viða-
mikils málefnis gerður að aðalatriði.
Hins vegar kemst Magnús hér að
kjarna málsins: Magnúsi, veðurfræð-
ingnum, hefur gengið ákaflega illa
að átta sig á samhenginu í stjórn
fiskveiða, til dæmis hvernig stjórn-
kerfíð tengist byggðaröskun. Því
væri óskandi að hann biði með frek-
ari greinarskrif þar til hann hefði
áttað sig betur á ýmsum grundvall-
aratriðum málsins.
Fiskifræði og veðurfræði
í síðari grein sinni fjallar Magnús
villandi um fiskifræði og ber hana
saman við veðurfræði. Gunnar Stef-
ánsson leiðrétti nokkrar villur í Morg-
unblaðsgrein 4. mars. Lítum aðeins
á einn þátt málsins: Magnús telur
að grundvallaratriði veðurfræðinnar
séu miklum mun betur þekkt en
grundvallaratriði fískifræðinnar. Ég
hef álíka mikla innsýn í fiskifræði
og veðurfræði og get ekki séð að
mikill munur sé þar á. í báðum tilfell-
um eru mörg grundvallaratriði þekkt,
í báðum tilfellum er erfítt að spá og
í báðum tilfellum er sjálfsagt að taka
LADA ER I SERSTOKUM VERÐFLOKKI
- LADA ER ÓDÝRASTI BÍLLINN Á ÍSLANDI!
.
KANNAOU DÆMID!
KR. 100.000
200.000
300.000
400.000
mmJLmm
500.000 600.000
700.000
wmJLmm
800.000
900.000
1.000.000
—I
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
AWflOUV 13. SÍMI: 66 12 0
BEINN SlMI: 3 12 36
1.100.000