Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 24

Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Kasparov sigraði í Linares GARRÍ Kasparov sigraði á stórmeistaramótinu í skák í Linares á Spáni. Hlaut hann samtals tíu vinninga í alls þrettán skákum og tapaði engri skák. Þetta er sterkasta skákmót, sem haldið hefur verið, og er hin glæsilega frammistaða Kasparovs talin sýna að hann sé í góðu formi en hann mun brátt tefla við Bretann Nigel Short um heimsmeistaratitilinn. Anatolíj Karpov og Viswanathan An- and deildu öðru sætinu með 8,5 vinning. Andorrabúar kjósa lýðræði IBUAR smáríkisins Andorra gengu á sunnudagtil þjóðarat- kvæðagreiðslu um nýja lýð- ræðislega stjórnarskrá og var hún samþykkt af 75,7% íbúa. Undanfarin 715 ár hefur And- orra verið furstadæmi og emb- ætti þjóðhöfðingja skipst á milli forseta Frakklands og biskups nágrannaborgarinnar Seu d’Urgell á Spáni. Nýja stjórnarskráin mun veita And- orra fullt sjálfstæði, ríkinu verður leyft að móta eigin ut- anríkisstefnu og hafa sjálf- stætt réttarkerfi. Þá verður íbúum leyft að stofna eigin stjórnmálaflokka og verka- lýðsfélög. Fyrstu nútímalegu kosningarnar í Andorra verða haldnar í desember og stendur til að sækja um aðild að Evróp- uráðinu í kjölfarið. Enn setið um Koresh MEÐLIMIR sértrúarsafnaðar David Koresh í Waco í Texas, sem bandaríska alríkislögregl- an FBI situr nú um, hafa spurt lögreglu hvaða ákærur bíði þeirra, gefist þeir upp. Að sögn FBI er þetta talið til marks um að hugsanlega íhugi safnaðarmeðlimir uppgjöf en jafnframt var sagt að ekki kæmi til greina að veita þeim einhverja sakaruppgjöf. Tvær konur, 21 og 19 ára, yfirgáfu höfuðstöðvar safnaðarins á föstudag og eru þær nú í haldi hjá lögreglu sem vitni. Keating’ sigr- ar í Ástralíu PAUL Keating, forsætisráð- herra Ástralíu, vann óvæntan sigur i þingkosningum í Ástralíu á sunnudag. Keating hefur verið við völd í tíu ár og bentu allar spár til að hann og Verkamannaflokkurinn myndu bíða ósigur í kosning- unum. Keating sagðist í gær ætla að setja á laggirnar nefnd sem myndi kanna möguleik- ana á því að gera Ástralíu að lýðveldi þannig að ástralskur forseti yrði þjóðhöfðingi lands- ins í stað Elísabetar Breta- drottningar árið 2001. Sprenging í þýskri verksmiðju EINN maður fórst þegar sprenging varð í efnaverk- smiðju í eigu Hoechst-sam- steypunnar í Frankfurt í Þýskalandi í gærmorgun. I verksmiðjunni er framleitt plastefnið Mowiol. Reuter Gangan langa loks á enda YANG Shangkun, forseti Kína (t.h.), sést hér ræða við annan öldung I forystuliði kínverskra kommúnista, Wan Li en hann er forseti þings landsins er kom saman í gær. Þeir tveir tóku þátt í „Göngunni löngu“ fyrir síðari heimsstyrjöld er tugþúsundir kommúnista undir forystu Mao Tse Tungs flýðu til afskekktra héraða undan andstæðingum sínum i liði Tsjang Kai Tsjeks. Búist er við að mennirnir láti báðir af embætti á þinginu og yngri menn taki við, jafnvel „unglingar" á sjötugsaldri. Skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna Her E1 Salvador sakað- ur ura mannréttindabrot Sameinuðu þjóðunum. Reuter. HER E1 Salvador pyntaði og myrti þúsundir manna á meðan á borgarastríðinu í landinu stóð á síðasta áratug, samkvæmt skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var í gær. Stríðið stóð í 12 ár og kostaði 75 þúsund manns lífið. í skýrslunni eru nafngreindir fjöl- margir stjórnmálamenn og embætt- ismenn sem sagður er bera ábyrgð á tilteknum grimmdarverkum, s.s. morðinu á Oscar Romero erkibiskup árið 1980, fjöldamorði á hundruðum óbreyttra borgara í þorpinu E1 Moz- ote árið 1981 og morði á fjórum bandarískum nunnum árið 1980. Þá er forseti hæstaréttar sakaður um að hafa truflað fjölmargar rannsókn- ir. Skæruliðahreyfing vinstrimanna, FMLN, er einnig sökuð um fjölmörg mannréttindabrot. Hörmungalíf múslima í Bosníu Börn aflimuð án deyfingar Zagreb. The Daily Telegraph, Reuter. BRESKUR læknir, Simon Mardel, sem er nýkominn frá austur- hluta Bosníu, sagði á sunnudag að múslimskir íbúar svæðisins hryndu niður af völdum hungurs eða sára sem þeir fengju í stór- skotárásum Serba. Hann kvað þjáningarnar og mannfallið sem hann hefði orðið vitni að á einni viku í bæjunum Srebrenica og Konjevic Polje enn hryllilegri en í Eþíópíu, Líberíu og Afganist- an, þar sem hann starfaði einnig um tíma. Simon Mardel var á svæðinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar og var í fjóra daga í Sre- brenica, múslimskum bæ með um 60.000 íbúa og flóttamenn, og Konjevic Polje, með um 30.000 íbúa. Fóstrið lá við hlið móðurinnar „Þarna var ekkert sjúkrahús fyrir særða fólkið og ein hjúkrunarkona og hjúkrunartæknimaður sáu um að aflima sjúklinga," sagði læknirinn. „Þau höfðu engin deyfilyf eða sýkla- lyf.“ Mardel sagði að hann og hjúkr- unarmaður breska hersins hefðu reynt að hjálpa börnum með sund- urtætta limi. Þeir hefðu eitt sinn þurft að notast við skæri til að af- lima barn og ekki haft nein kvala- stillandi lyf. Læknirinn fór fótgangandi á milli bæjanna og kvaðst hafa orðið vitni að stórskotahríð Serba á múslima. „Ég sá mörg lík við veginn eftir stór- skotaárásir. Flísasprengjusárin voru hræðileg. Um það bil átta mánaða fóstur lá á veginum við hlið látinnar móður með gapandi sár á magan- um.“ Borða hrátt brauð Mardel kvaðst hafa séð hundruð og hugsanlega þúsundir manna ráfa um snævi þakið skóglendi í leit að einhveiju ætilegu og íbúar Sre- brenica þjáðust af alvarlegum nær- ingarskorti. Margir þeirra þyrftu að lifa á hráu brauði sem gert væri úr muldum kjarna maískólfa, blandað brumi tijáa og beijum sem notuð væru til að búa til te. „Maískjarnarn- ir ollu miklum magakvölum og nokkrir sjúklingar sögðu að margir hefðu dáið af völdum þeirra," sagði hann. Læknirinn sagði að bandarískar herflugvélar hefðu varpað niður 64 bögglum af matvælum sem hefðu aðeins nægt fjórðungi íbúanna. „Ég sá fjölskyldur sem höfðu ekki borðað í fjóra daga. Ein þeirra bjó í skýli, börnin lágu hreyfingarlaus og for- eldrarnir voru sljóir og sinnulausir, sem er dæmigert fyrir sveltandi fólk. Ég sá þrítugan mann sem hneig dauður niður þegar hann var að leita að matvælum frá bandarísku flug- vélunum." Læknirinn hafði eftir íbúunum að stundum væri reynt að stela matvæl- um af bændum handan víglínunnar á yfirráðasvæði Serba, sem er innan við kílómetra í burtu. Tvær fjölskyld- ur sögðu honum að þær hefðu misst systur, bróður og föður sem hefðu verið skotin í slíkum leiðöngrum. Áhyggjur bandarískra ráðamanna af valdabaráttunni í Rússiandi Stuðningur við Jeltsín efst á verkefnaskrá Clintons Tvo lærisveina Machiavelli greinir á um hvað beri að gera í HVÍTA húsinu í Washington hafa áhyggjur manna af valdabarátt- unni í Rússlandi vaxið með degi hverjum. I fyrstu var ekki talin sér- stök ástæða til að óttast um framtíð Borís N. Jeltsins á valdastóli en andrúmsloftið breyttist snögglega og Bill Clinton forseti og undirsát- ar hans brugðust við hart er inn tóku að streyma skýrslur um uggvæn- lega stöðu Rússlandsforseta í baráttu hans við harðlínumenn og aftur- haldsöfl. Richard Nixon, sem hraktist úr Hvíta húsinu í kjölfar Water- gate-hneykslisins, var kallaður á fund forsetans unga og reyndust þeir sammála um nauðsyn stórfelldrar aðstoðar við Rússa en Henry Kissinger, fyrrum liðsmaður Nixons, kom fram á sjónarsviðið enn á ný og tók þungur á brún að vara við áhrifum slíkra aðgerða. Viðvörunarbjöllurnar tóku að klingja í Hvíta húsinu er þangað tóku að berast skýrslur frá banda- rísku leyniþjónustunni, CIA, þess efnis að hætta væri á valdaráni þjóðernissinna í Rússlandi. Skömmu síðar barst inn á borð Clintons forseta skýrsla frá leyni- þjónustu varnarmálaráðuneytisins þar sem því var spáð að dagar Jelts- íns á valdastóli væru senn taldir. Loks lýsti Paul Scherer, fyrrum yfírmaður leuniþjónustu þýska hersins, því yfír á fundi í Washing- ton að Jeltsín væri „búinn að vera“ og að borgarastyijöld væri yfirvof- andi í Rússlandi. Lét hann þess getið á fundi með aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta að nú þegar hefðu sérsveitir úr her Rússlands tekið sér stöðu nærri landamærum Eistlands og Lettlands. Fyrsta stórverkefnið í byijun síðustu viku hafði Clint- on forseti gert sér ljóst að hann stæði frammi fyrir fyrsta stórverk- efni forsetatíðar sinnar. Ólíkt Ge- orge Bush, sem taldi við hæfí að fara sér hægt í þessu efni, ákvað Clinton að hrinda bæri af stað neyð- aráætlun til að unnt reyndist að koma umbótaöflum í Rússlandi til hjálpar. Því fer fjarri að menn séu á einu máli um það í Washington hvemig bregðast beri við atburðarásinni austur í Rússlandi. Henry Kissin- ger, fyrrum utanríkisráðherra og þjóðaröryggisráðgjafí Nixons, hefur varað við því að Bandaríkjamenn séu, líkt og í valdatíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs, að binda vonir sínar við einn mann. Telur Kissinger hættuna felast í því að andstæðing- ar Jeltsíns sameinist gegn honum með þeim rökum að hann sé í raun aðeins strengjabrúða í höndum Vesturlanda. Þá telur Kissinger að mikið fjárstreymi frá Vesturlöndum Valdamenn á Kjarvalsstöðum RICHARD Níxon sést hér heilsa Georges Pompidou, þáverandi Frakklands- forseta, á Kjarvalsstöðum en þar áttu forsetarnir fund með sér árið 1973. Að baki Nixon stendur Henry Kissinger. til Rússlands geti orðið til þess að styrkja hergagnaiðnaðinn eystra og bendir á að í þeim geira rússnesks samfélags hafi margir enn ekki hafnað yfirráðastefnu kommúnis- mans. í Rússlandi sé enn að finna vopn sem ógnað geti öryggi Vestur- landa og þar séu enn á kreiki ein- ræðisöfl. Því sé ekki ráðlegt fyrir Bandaríkin að hafa afskipti af valdabaráttunni í Rússlandi. Slík afskipti muni næstum því ábyggi- lega reynast gagnslaus en ríki Vesturlanda muni aðeins eignast nýja óvini þar eystra sem verða muni til vandræða þegar Jeltsín er horfinn af sjónarsviðinu. Þessu er Richard Nixon, fyrrum forseti sem líkt og Kissinger má teljast fullnuma í stjórnspeki Mac- hiavelli, ekki sammála. Nixon, sem orðinn er áttræður og var nýverið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.