Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐVIÐSKIPn/AIVINNUIÍr ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 31 Bílaleiga BILALEIGA — í tilefni breytinganna á eignarhaldi AVIS á íslandi kom hingað Olav Hammerstad, framkvæmdastjóri Evrópudeild- ar AVIS. Með honum á myndinni er Hafstein J. Reykjalín, eigandi og forstjóri bílaleigunnar á íslandi. Bílaleigan RVS hefur keypt helming í A vis BÍLALEIGA RVS keypti fyrir nokkru 50% eignarhlut ALP bílaleigunnar í AVIS bílaleig- unni. RVS sem áður átti 50% í AVIS er þannig orðinn eini eig- andinn. Avis hefur verið fimm til sex ár á íslandi, en RVS og ALP áttu hana saman í tæp tvö ár. „Það hefur farið frekar lítið fyrir þessari bílaleigu, en nú er stefnt að breytingu þar á. Mér telst til að miðað við stöðuna í dag sé þetta þriðja stærsta bíla- leigan á íslandi," sagði Haf- stein, forsljóri og eigandi AVIS/RVS. AVIS bílaleigur er að finna í sextíu og tveimur löndum heims og við fyrirtækið starfa um sex þúsund manns á nítján hundruð stöðum. Tæp hálf milljón bíla bera merki fyrirtækisins, en bílaeign AVIS/RVS á íslandi er nú um 100 bílar. AVIS hefur gefið út sérstakt kort sem veitir viðskiptavinum bílaleigunnar hvar sem er í heimin- um rétt á ákveðnum afslætti, mismiklum eftir umfangi viðskipt- anna. „Viðskiptavinir okkar fá AVIS kort sem veitir þeim 15-25% afslátt á viðskiptum innanlands. Erlendis er afslátturinn frá 10-15% t.d. í Evrópu. Þessi kort eru rétt að komast í gagnið, en ætlunin er að allar bílaleigur Avis verði með þau,“ sagði Hafstein. Eignaleiga Aukinn hagnaður Lýsingar HAGNAÐUR eignaleigufyrir- tækisins Lýsingar hf. var á sl. ári 23,9 milljónir eftir skatta samanborið við 19,6 milljónir árið áður. Á árinu jókst eftir- spurn eftir þjónustu fyrirtækis- ins þrátt fyrir um 14% samdrátt í fjárfestingum í landinu. Hefur Lýsing m.a. lagt áherslu á eigna- leigusamninga um atvinnuhús- næði og nema þeir nú um 9% af heildarsamningum í árslok. Á sl. ári voru nýir kaup- og fjár- mögnunarleigusamningar ásamt lánum samtals að fjárhæð 1.100 milljónir. Af eldri samningum voru greiddar samtals 600 milljónir króna. í árslok voru samningar og lán samtals 2.356 milljónir. Hefur þeirri stefnu verið fylgt hjá Lýsingu að eiga aðeins viðskipti við fyrir- tæki eða einstaklinga með rekstur. Lýsing gaf út tvo nýja skulda- bréfaflokka á sl. ári sem samtals voru að nafnvirði 350' milljónir. Bréfín seldust upp á innan við hálf- um mánuði. Á árinu voru lagðar til hliðar á afskriftarreikning 23,4 milljónir í varúðarskyni til að mæta hugsanlegum töpum. Hefur fyrir- tækið haldið þeirri reglu að leggja til hliðar árlega 3,5% af eftirstöðv- um samninga, lána, víxla og skulda- bréfa en samtals hafa verið lagðar til hliðar 96,6 milljónir. Eigið fé Lýsingar um síðustu áramót var alls 311 milljónir en eigið fé og víkandi lán voru sam- tals 542 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 10,8% og hlutfall eiginfjár og víkjandi lána var 18,8%, en sam- kvæmt gildandi lögum um eignale- igur þarf þetta hlutfall að vera 10%. Á sl. ári urðu framkvæmdastjóra- skipti hjá Lýsingu. Kom Ólafur Helgi Ólafsson, viðskiptafræðingur í stað Sveins Hannessonar sem var ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Þá var Jón Snorri Snorrason, hagfræðingur, ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri. Hjá fyrirtækinu eru nú 10 stöðu- gildi. Verkfæri Þýsk-íslenska opnar versl- unarskrifstofu íMoskvu Skeljungur með Snap-on verkfæri SKELJUNGUR tók nýlega við umboði fyrir Snap-on verkfæri, sem eru bandarísk og notuð víða um heim við flugvélar, bíla, skip eða annað. I frétt frá Skeljungi segir að sérstaða lykla og toppa frá Snap- on sé sérstaklega vegna endingar- innar. Það sem valdi því er fram- leiðslumátinn en í stað þess að bræða stálið ojf steypa verfærin í mótum eru þau mótuð úr köldu stáli, þannig verði stálið harðara. Fyrr í þessum mánuði stóð Skeljungur fyrir kynningu á þess- um verkfærum þar sem myndin var tekin. Á myndinni eru Bjarni Snæbjörn Jónsson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Skeljungs, Matti Sura sölustjóri evrópskra dreifiaðila og Sigurður Kr. Sig- urðsson sölustjori Skeljungs. ÞÝSK-íslenska hf. hefur sett á fót verslunarskrifstofu í Moskvu til að annast framtíðarviðskipti fyrir- tækisins í Austur-Evrópu. Með til- komu verslunardeildarinnar sem verður sérstök deild innan Þýsk- íslenska hyggst fyrirtækið stór- auka viðskipti sín við lönd Austur- Evrópu með sérstakri áherslu á Rússland. Þýsk-íslenska hefur ráðið Yuri Kudinov til að veita verslunarskrif- stofunni forstöðu, en hann var til skamms tíma yfirmaður viðskipta- deildar rússneska sendiráðsins á ís- landi og áður þess sovéska. Kudino hefur um árabil haft umsjón með viðskiptasamningum íslands og Sov- étríkjanna. Meðal vörutegunda sem Þýsk- íslenska hyggst bjóða frá Rússlandi á þessu ári verður timbur til bygg- inga og smíða. Mikið framboð er á ýmsum öðrum vörum sem fyrirhugað er að kanna möguleika fyrir, ýmist með beinum kaupum, vöruskiptum eða þríhliða viðskiptum. Útbob ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 17. mars A morgun fer fram nýtt útboö ríkisvíxla. Um er að ræöa 6. fl. 1993 í eftirfarandi verögildum: Kr. Kr. 1.000.000 10.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaöa meö gjalddaga 18. júní 1993. Þessi flokkur veröur skráöur á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viöskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboösverði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Athygli er vakin á því að 19. mars nk. er gjalddagi á 4. fl. ríkisvíxla sein gefinn var út 18. desember 1992. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 17. mars. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91-62 60 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.