Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 23 Yfírdómari Islandsmótsins í þolfimi sem haldið var um helgina Sig’urvegararnir Morgúnblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegararnir í þolfimimótinu. í paraflokki unnu systkinin Karl Sigurðsson og Anna Sigurðar- dóttir, í kvennaflokki Þóranna Rósa Gunnarsdóttir og Magnús Scheving í karlaflokki. „Magnús gæti náð langt á heimsmeistaramótinu“ Norðurlandameistarinn í þolfimi, Magnús Scheving vann í karla- flokki Islandsmótsins í þolfími, sem fram fór á Hótel íslandi á sunnu- daginn. Að mati erlendra dómara sem dæmdu á mótinu þykir hann eiga góða möguleika á heimsmeist- aramóti Suzuki í Japan um pásk- ana. í kvennaflokki vann Þóranna Rósa Gunnarsdóttir og í flokki para unnu systkynin Anna Sigurðardótt- ir og Karl Sigurðsson. „Eg er vongóður fyrir heims- meistaramótið, en tel það raunhæft að stefna á 5.-6. sæti, þó fjórða sætið myndi ylja mér vel. Þessir bestu eru talsvert á undan okkur íslendingum og hafa meiri tíma til æfinga. Ég hef ekki náð að æfa sem skyldi eftir Norðurlandamótið og verð að vera duglegur fram að móti. Konan mín er alltaf að skamma mig fyrir að taka ekki meira á, það er bara svo mikil vinna hjá mér núna.“ sagði Magnús sem einnig varð íslandsmeistari í fyrra og vann einnig sigur í paraflokki með Önnu Sigurðardóttur. í ár keppti hún með bróður sínum Karli og þau unnu í sínum flokki. í kvennaflokki vann Þóranna Rósa Gunnarsdóttir í sinni fyrstu tilraun, en hún er þolfimikennari. „Að mínu mati gæti Magnús náð langt á heimsmeistaramótinu. Hann þarf að fínpússa einstaka þætti og hann þarf að nýta kraft- inn sem hann hefur og lipurð af meiri mýkt. í kvennaflokkinum eru nokkrar góðar stúlkur, sem gætu orðið mjög góðar með meiri æf- ingu. Mótið í ár er sterkara en í fyrra, þannig að þið eruð á réttri leið, jafnvel þó fæð keppenda setji sinn svip á mótið, en það kemur með tímanum," sagði Svíinn Nik- ulas Christiansson, sem var yfir- dómari mótsins. Umhverfisvernd jafngild efnahags- legum hagsmunum NEFND um undirbúning að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum hefur skilað áliti og hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að gerð verði ítarleg framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum á Islandi. Er að því stefnt að áætlunin nái fram til aldamóta og að lokið verði við gerð einstakra þátta hennar fyrir mitt ár 1994. Aætlunin verður unnin undir stjórn umhverfis- ráðherra í nánu samráði við önnur ráðuneyti, sveitarfélög, hags- munasamtök og önnur samtök áhugafólks um umhverfisvernd. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra, sagði að hér væri um braut- ryðjendastarf að ræða og fyrstu alhliða stefnumótun íslenskra stjónvalda í umhverfismálum. Ríkisstjórnin hafi með fyrirvara um einstök atriði samþykkt að vinna eftir skýrslunni, „A leið til sjálfbærrar þróunar“, en sjálfbær þróun er eitt af megin markmiðun- um. Áhersla er lögð á að umhverf- ismál tengist öllum athöfnum mannsins og virk þátttaka allra, hvort sem er stofnana, fyrirtækja eða einstaklinga, er forsenda þess að markmiðum sjálfbærrar þróun- ar verði náð. Sjálfbær þróun Með sjálfbærri þróun er meðal annars átt við að athafnir og líf- sviðhorf manna verði aðlagaðar skilyrðum umhverfisins svo sem nýting náttúruauðlinda, neysla, framleiðsla og þjónusta. „Hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar á að vera þáttur í allri athöfn og stjórnsýslu. Þegar ákvarðanir eru teknar skal viðhorfum umhverfis- verndar gert jafn hátt undir höfði og félagslegum og efnahagslegum hagsmunum. Sjónarmið umhverf- isverndar verða að vera fastur þáttur í áætlunum, framkvæmd- um, sem og í daglegum rekstri heimila, fyrirtækja og stjórn- valda,“ sagir í stefnu ríkisstjórnar- innar. Sérstök áhersla er lögð á að draga úr staðbundinni mengun, myndun úrgangs og mengun and- rúmslofts. Lokið verði úrbótum í sorp- og frárennslismálum, stuðlað að sjáfbærri nýtingu náttúruauð- linda, bættri gróðurvernd og land- græðslu. Verndun kjörlenda, dýra og plantna verði styrkt og búseta á landsbyggðinni verði styrkt í samræmi við markmið og grund- vallarreglur sjálfbærrar þróunar. Þá verði aukin þátttaka í alþjóð- legri samvinnu á sviði umhverfis- og þróunarmála. Að lokum segir að, „Til að ná ofangreindum markmiðum er lögð rík áhersla á að virkja almenning, félagasamtök, fyrirtæki og opin- bera aðila til að vinna að um- hverfisvernd og stuðla að fram- gangi sjálfbærrar þróunar. í því skyni er sértstök áhersla lögð á að efla forvarnir og markvissa notkun hagrænna stjórntækja, og að samræma og efla umhverfis- rannsóknir, vöktun og upplýs- ingamiðlun." Fjármálaráðherra á ráðstefnu um útveggi Aukakostnaður ríkis- ins vegna of langs byggingartíma 3-400 milljónir króna á ári MARGT bendir til þess að aukakostnaður ríkissjóðs sem rekja má til of langs byggingartíma mannvirkja sem ríkissjóður hefur verið aðili að geti numið 3-4 milljörðum króna á hverj- um áratug, en slíkt samsvarar milli 150 og 200 ársverkum á ári hveiju. Þetta kom fram í ávarpi Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra á ráðstefnu framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar ríkisins um útveggi, sem haldin var í Reykjavík 11. og 12. mars síðastliðinn. Friðrik Sophusson greindi frá því í ávarpi sínu að nýlega hafi verið gerð bráðabirgðaúttekt á byggingarsögu nokkurra mann- virkja sem ríkissjóður hefur verið aðili að síðan lög um opinberar framkvæmdir voru sett fyrir 23 árum síðan, og komið hefði í ljós að byggingartími umræddra mannvirkja hefði reynst vera frá þremur árum og upp í nítján ár. 30% aukakostnaður „Fagmenn á sviði mannvirkja- gerðar fullyrða að ef rétt hefði verið staðið að verki hefði auðveld- lega mátt ijúka öllum þessum mannvirkjum á byggingartíma sem er innan við þrjú ár. Meðal- byggingartíminn reyndist hins vegar vera tíu ár. Með öðrum orð- um: Það virðist taka ríkissjóð rúm- lega þrefalt lengri tíma að byggja hús en þörf er á og er þá ekki tekið tillit til bygginga sem aldrei hefur verið lokið eða hætt er við, en slík dæmi fyrirfinnast," sagði Friðrik. Hann sagði að framangreind athugun hefði leitt í ljós að auka- kostnaður af of löngum byggingar- tíma geti verið um 30% miðað við að byggingunum hefði verið lokið á sem hagstæðustum tíma. Margt bendi til þess að aukakostnaður ríkissjóðs sem rekja má til of langs byggingartíma geti numið 3-4 milljörðum króna á hveijum ára- tug, og þá væri ekki meðtalinn sá aukakostnaður sem yrði vegna ýmiss óhagræðis, t.d. stóraukins hönnunarkostnaðar, breytinga og aukaverka, viðhalds og reksturs á byggingartíma. „Auðvitað er ekki hægt að reikna þetta eins og hveija aðra þríliðu. Þessi langi byggingartími bendir hins vegar til að fjárveit- ingavaldið þurfi að hefja færri byggingaframkvæmdir, en ljúka þeim á styttri tíma. Hálfköruð hús koma engum að gagni. Þau standa aðeins sem staðfesting á kosninga- loforðum," sagði Friðrik Sophus- son. ISLENSK <SROSKA PALMAR KRISTMUNDSSON: LAMPAR UR ALI ÚUÐRUN MARGRET & ODDGEIR: SOFAR OC BORf> GLAMA: F/OLBREYTIHIRSLUR LEO JOHANNSSON: SKERMVECCUR HONNUNAR- DACURINN 1993 VEROLAUN HÓNNUN ARDAGS VIÐURKENNING HÖNNUN ARDAGS VIÐ HJA EPAL LÍTUM Á ÞAÐ SEM FORRÉTT- INDI AÐ FÁ AÐ VINNAMEÐOFAN- TÖLDUM AÐILUM. FRÁBÆRAR UNDIR- TEKTIRÁ HÖNNUN- ARDEGI SÝNA AÐ VIÐ ERUM Á RÉTTRI LEID. HONNUN I HAVEGUM... EPAL HF, FAXAFENI 7,108 REYKJAVÍK, SÍMI 91 687733, FAX 91 687740

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.