Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn fflVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
1
Lansinoh
„Natures second skin"
Græðandi og mýkjandi áburður
á þurra og sprungna húð.
Faest í Þumalínu og flestum
apótekum landsins.
Hringið og fáið ókeypis sýnishorn.
ÝMUS H.F.,sími 91-643607.
MOBIRA
Nyr farsími
TALSMADUR
NÝRRA TÍMA
IMiklu minni,
mun léttari,
en alltaf sömu gæðin.
Aldrei betra verð.
It
Háteeknitif
Ármúla 26, 108 Reykjavík, sími 675000
-Tæknin eykst, tækin minnka.
Sjónarhorn
Samningur um pappírs-
laus viðskipti
eftir Jónas Fr. Jónsson
NÝR viðskiptamáti hefur að und-
anförnu verið að ryðja sér til
rúms hér á landi sem og erlend-
is, en þá eiga viðskipti sér stað
á pappírslausan hátt á milli tölva.
Innan Evrópubandalagsis hefur
sérstök áhersla verð lögð á það
að auka útbreiðslu þessa við-
skiptamáta og á vegum Samein-
uðu þjóðanna starfa ýmsir vinnu-
hópar við gerð samræmdra kóða
fyrir tölvuskeyti.
Skjalalaus viðskipti og
hagur af þeim
Pappírslaus viðskipti eru gagn-
kvæmar sendingar á viðskiptaupp-
lýsingum milli tölva. Þessar send-
ingar eru byggðar á fyrirfram
ákveðnum og samþykktum stöðl-
um. Pappírslaus viðskipti eru hins
vegar aðeins að litlu leyti tölvu-
tækni, því hér er fyrst og fremst
um að ræða vinnuhagræðingu í við-
skiptum. Hér er því um verkefni
stjórnenda að ræða en ekki sérstakt
tölvudeildarmál.
Með pappírslausum viðskiptum
eykst hraði í viðskiptum, þannig að
gögn og upplýsingar berast mun
fyrr á milli viðskiptaaðila. Gögnin
sem berast eru nákvæmari og minni
hætta er á villum þegar þau eru
send á milli tölva. Beinn sparnaður
verður á póstkostnaði, ýmsum
geymslukostnaði auk möguleika á
betri birgðastýringu. Sem dæmi um
beinan sparnað má nefna það að
Bjöm Magnússon, forstöðumaður
tölvudeildar Heklu hf., hefur sagt
að með pappírslausum tollafgreiðsl-
um fyrirtækisins hafi sparast ígildi
eins starfsmanns. Er þá einungis
átt við vinnusparnað við tollskýrslu-
gerð en til viðbótar kemur hagræð-
ing í birgðahaldi og almenn vinnu-
hagræðing.
Notkun hafin á íslandi
Notkun á pappírslausum við-
skiptum er nú þegar hafin á ís-
landi, þó að í litlum mæli sé. Hægt
er að fá tollafgreiðslu á þennan
máta, auk þess sem yfir 30 íslensk
fýrirtæki nota þennan viðskipta-
máta sín á milli. Nú nýlega ákváðu
forsvarsmenn Hagkaupa að koma
á þessum viðskiptamáta á milli sín
og birgja sinna.
Evrópski
samskiptasamningurinn
A vegum framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins hefur á undan-
förnum árum verið unnið að gerð
staðlaðs samnings um samskipti
viðskiptaaðila sem notfæra sér
skjalalausan viðskiptamáta.
í samskiptasamningnum er lagð-
ur grunnur að réttarstöðu aðila sem
vilja hagnýta sér þennan viðskipta-
máta. í honum er að finna skilgrein-
ingar á réttindum og skyldum
samningsaðila og helstu atriði sem
viðskiptaaðilar þurfa að hafa í
huga. Viðskiptaaðilum er hins veg-
ar í sjálfsvald sett hvort þeir nota
samskiptasamninginn eða hluta
hans eða gera ítarlegri samning.
Efni samningsins
Samskiptasamningurinn fjallar
aðeins um það samkomulag aðila
að nota hinn pappírslausa viðskipta-
máta. í þessu sambandi verður því
að greina strax á milli samskipta-
samningsins og viðskiptasamnings-
ins, sem fjallar um gerð vöru, gæði,
magn, afhendingarmáta og
greiðslufyrirkomulag.
Samskiptasamningurinn fjallar
um þá skeytastaðla sem viðskipta-
aðilar ætla að nota við tölvusend-
ingarnar og hvaða aðferðir á að
nota við gagnaflutning. í samn-
ingnum er kveðið á um hvernig eigi
að staðfesta móttöku skeytis og
hvernig eigi að tryggja öryggi
þeirra. Þar er einnig fjallað um
færslu sérstakrar gagnadagbókar,
geymslu skeyta og sönnunargildi
skeytanna.
Jónas Fr. Jónsson
Samskiptasamningurinn í
íslenskri útgáfu
Hinn evrópski samskiptasamn-
ingur er nú nýkominn út á ís-
lenskri tungu, bæði samningurinn
og skýringar við hann. Hann hefur
verið yfirlesinn og aðlagaður að ís-
lenskum aðstæðum af laganefnd
Icepro, nefndar um bætt verklag í
viðskiptum, og er að finna í viðauka
við SMT-handbókina um pappírs-
laus viðskipti, sem Icepro gaf út.
Framundan er mikil gróska á sviði
pappírslausra viðskipta og má bú-
ast við byltingu á þessu sviði á
næstu 2-3 árum. Til þess að hafa
vaðið fyrir neðan sig vil ég hvetja
aðila í viðskiptalífinu til þess að
kynna sér efni samskiptasamnings-
ins, áður en þeir hefja slík við-
skipti. Best er að ganga tryggilega
frá samskiptagrundvellinum í upp-
hafí, einkum á meðan þessi við-
skiptamáti er að slíta barnsskónum.
Höfundur er lögfræðingur Versl-
unarráðs íslands og varaformaður
Icepro-nefndar.
Erlent
Lítíll hagvöxt-
uríJnpnn
HAGVÖXTUR í Japan var 1,5%
á síðasta ári, sá minnsti í næstum
tvo áratugi eða síðan í olíukrepp-
unni 1974. Búast flestir við, að
afturbatinn verði hægur og
minna verði talað um .japanska
efnahagsundrið" á næstunni.
Efnahagssérfræðingar segja, að
samdrátturinn nú sé af öðrum rót-
um runninn en áður en Japanir
hafa jafnan komið tvíefldir frá
hverri raun hingað til. Ástæðan sé
ekki nema að litlu leyti utanaðkom-
andi, verðsveiflur og sterkt jen,
heldur heimaalinn kerfisvandi. Gíf-
urleg hækkun á verðbréfum og
fasteignum á síðasta áratug sprakk
eins og blaðra þegar vextirnir
hækkuðu og fasteignaverð í borg-
um hefur fallið um 50%. Það hefur
aftur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir banka og ljármálastofnanir
og stórskert útlánagetu þeirra.
Sumir sérfræðingar taka þannig
til orða, að „efnahagsundrið" muni
samt halda áfram í þeim skilningi,
að Japönum muni takast að nýta
hagvaxtarmöguleika sína enn um
hríð. Á hinn bóginn hafí þessir
möguleikar verið að minnka stöðugt
á síðustu áratugum.
V
Gott úrval diesel-rafstöðva
í ýmsum stærðum.
Hagstætt verð.
Varahlutir og þjónusta.
Þjónustusamningar.
-ASALAN H.F.
Leitið
RAFSTÖÐVAR
upplýsinga hjá okkur. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122