Morgunblaðið - 07.04.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.04.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 81.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ágreiningur um þátttöku Þjóðverja í flugbanninu yfir Bosníu Hótanir um stjórnarslit Bonn, Genf, Sarajevo. Reuter. MIKIL spenna er í þýsku stjórninni vegna deilna um réttmæti þess að Þjóðveijar taki þátt í að framfylgja flugbanni yfir Bosn- íu. Stjórnlagadómstóll kveður í dag upp úrskurð í máli sem sam- starfsflokkur Kristilegra demókrata, Frjálslyndir demókratar, efndi til með því að biðja dómstólinn að banna þátttökuna. Sab- ine Leutheusser-Schnarrenberger dómsmálaráðherra, úr flokki Fijálslyndra, hvatti í gær til þess að flokksmenn íhuguðu stjórn- arslit ef úrskurðurinn yrði þeim ekki í vil. Helmut Kohl kanslari og Kristi,- legir demókratar hans vilja ein- dregið að Þýskaland láti meira til sín taka í alþjóðamálum, þar á meðal alþjóðlegri friðargæslu. Ýmsir flokksleiðtogar Fijálslyndra töldu að stjórnarslit núna myndu hvorki þjóna hagsmunum Bosníu- manna né verða til þess að Þjóð- veijum tækist að skilgreina á ný stöðu sína á alþjóðavettvangi. Sameinuðu þjóðirnar hafa falið Atlantshafsbandalaginu, NATO, að framfylgja flugbanninu. Þeirri röksemd er mjög beitt gegn því að senda þýska flugmenn til Bosn- íu að fólskuverk nasista í seinni heimsstyijöldinni séu ekki gleymd í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu og þá einkum meðal Serba. Stjórnarskrártúlkun Samkvæmt stjórnarskrá Þýska- lands er stjómvöldum óheimilt að láta þýska hermenn taka þátt í aðgerðum utan hefðbundins varnarsvæðis NATO. Deilt er um það hvort þetta eigi einnig að gilda um friðargæslu, eins og raunin er í Bosníu. Bílalest SÞ komst til múslima- borgarinnar Srebrenica í gær en leiðtogar múslima á staðnum neit- uðu fulltrúum samtakanna um leyfi til að flytja á brott fleiri óbreytta borgara. Herforingjar múslima hundsuðu í gær samráðs- fund sem haldinn var í Genf. Enn mun þó vera eining um að fram- hald verði á ótryggu vopnahléi sem staðið hefur í tíu daga. Stríðsádeila Reuter PETER C. Siegl, listamaður frá Vín, situr hér fyrir framan styttu af Viktoríu Bretadrottningu við Buckingham-höll þar sem hann mót- mælti stríðinu í Bosníu í gær í tilefni þess að eitt ár var liðið frá því umsátrið um bosnísku höfuðborgina Sarajevo hófst. A mótmælaborðan- um eru nöfn borga og fangabúða á stríðssvæðinu og svörtu stafirnir í orðunum mynda setninguna: „Verið róleg, það eina sem við getum gert er að sitja og sjá til.“ ítölsk þingnefnd ræðir meint tengsl mafíunnar við slj órnmálamenn Kröfu um réttarhöld yfir Giulio Andreotti hafnað Rómaborg. Reuter. ÍTÖLSK þingnefnd féll í gær frá kröfu um „ að Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði dreginn fyrir rétt vegna meintra tengsla við itölsku maf- íuna. Saksóknarar hafa birt ásak- anir um spillingu og mútuþægni á hendur Andreotti og lagði nefndin til að þingið tæki afstöðu til pólitískrar ábyrgðar hans en 14. apríl verður ákveðið hvort svipta eigi Andreotti þinghelgi svo hægt verði að draga hann fyrir dómstóla. Þingnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Salvo Lima, hægri hönd Andreottis á Sikiley, hefði verið milligöngumaður maf- íunnar gagnvart stjórnkerfinu í Rómaborg. Lima tókst ekki að fá framgengt þeirri kröfu mafíunnar að fjöldi mafíósa, sem voru fyrir rétti, yrðu vægt dæmdir. í hefndarskyni létu glæpasamtökin taka hann af lífi í mars í fyrra. Vegna mikils þrýstings frá Kristi- legum demókrötum og mótmæla Andreottis sjálfs var fallið frá kröfu um að hann yrði sóttur til saka. Andreotti hefur óspart haldið fram sakleysi sínu og staðið á því fastar en fótum að samband þeirra Lima jafngildi ekki því að hann hafí sjálfur verið viðriðinn mafíuna. Upplausn í flokknum Einkaritari og helsti ráðgjafi Arn- aldos Forlanis, fyrrverandi forsætis- ráðherra, Gaetano Amendola, var í gær handtekinn og ákærður fyrir að þiggja jafnvirði allt að 48 milljóna króna mútur. Fréttaskýrendur sögðu það hafa valdið nýjum skjálftabylgj- um í Kristilega demókrataflokknum, sem haldið hefur um stjórnartaum- ana á Italíu í 40 ár, og aukið á vanda hans. Hneykslismálin á Ítalíu undan- farna mánuði eru talin geta leitt til þess að flokkurinn liðist í sundur. Yngri flokksmenn hafa risið upp og vilja gera upp við fortíðina með rót- tækum breytingum á stefnu, starf- semi og forystu flokksins. Danska fiskdeilan Fiskur fluttur í fylgd lögreglu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐRÆÐUR Bjorns Westh, sjávarútvegsráðherra Dan- merkur, og danskra sjómanna virðast nú strandaðar. Sjómenn fara ekki að fyrirmælum for- svarsinanna sjómannasamtak- anna og hóta áframhaldandi aðgerðum þrátt fyrir tilmæli áðurnefndra aðila og fiskverk- enda um að hindra ekki fiskinn- flutning. Sjómenn segjast verða í höfn þar til ráðherra fallist á eða nálgist sjónarmið þeirra. í gær keyrði fiskflutningabíll í fyrsta skipti um Jótland í lög- reglufylgd. Eftir að hafa haft hægt um sig undanfarna daga búa hópar danskra sjómanna sig undir að taka sér stöðu við landamærin og feijuhafnir til að koma í veg fyrir fiskinnflutning til vinnslustöðva og í gær voru um tvö hundruð sjó- menn mættir við Padborg. Sjó- menn segjast þó ekki ætla að tak- ast á við lögregluna, ef hún að- stoði fiskflutningabíla, heldur bregða á önnur ráð. Ekki komi til greina að hefja veiðar, því dýrara sé að veiða én sitja heima. Fimm miUjarða tap í gær ætluðu sjómenn að stöðva alla fiskvinnslu, bæði á fiski úr frystigeymslum og aðfluttum. Fimm þúsund manns úr fiskvinnsl- unni hafa verið send heim vegna hráefnisskorts og reiknað er með að útflutningsverðmæti upp á jafn- gildi fimm milljarða ísl. króna hafi tapast í deilunni. Norsk flutningafyrirtæki og fiskútflytjendur hyggjast stefna dönskum lögregluyfirvöldum fyrir að hafa leyft sjómönnum að eyði- leggja fiskfarma. Dauðadómum mót- mælt í S-Afríku SOLOMON Mahlangu, fyrsti liðsmaður Afríska þjóðarráðsins (ANC) sem fékk dauðadóm fyrir skæruliðaárás árið 1979, var borinn til grafar að nýju í gær að viðstöddum 4.000 blökkumönn- um, sem notuðu tækifærið til að mót- mæla hengingardómum yfir ANC- mönnum. Nelson Mandela, leiðtogi hreyfingarinnar, ávarpaði fólkið og við- urkenndi að ANC ætti sök á átökum blökkumanna í landinu ekki síður en Inkatha-frelsisflokkurinn. Átökin hafa kostað 8.000 manns lífið á tæpum þremur árum. Rcuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.