Morgunblaðið - 07.04.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993
Ný reglugerð
Sinubrenn-
urbannaðar
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ gef-
ur í dag út reglugerð um sinu-
brennur og meðferð elds á víða-
vangi. Samkvæmt reglugerðinni
er innleitt almennt bann við því
að brenna sinu. Ábúendur lögbýla
geta þó fengið undanþágu hjá
sýslumanni óski þeir þess og þá
aðeins til 1. maí.
Jón Gunnar Ottósson deildarstjóri
í umhverfisráðuneytinu sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að nýja reglu-
gerðin væri byggð á lögum frá því
í fyrravor. Hann sagði að með lögun-
um og reglugerðinni yrði sú megin-
breyting að sinubrennur væru nú
óheimilar nema á bújörðum og þá
aðeins samkvæmt leyfi sýslumanns.
Sagði hann að reglumar væru settar
í samráði við Búnaðarfélag íslands
og væri góð samstaða um þær.
Reglugerðin verður í dag send tii
allra sýslumanna landsins. Að sögn
Jóns Gunnars verður lögð áhersla á
að kynna hana sem víðast á næstu
dögum en vegna þess hvað langt er
liðið á vorið verður erfitt að beita
henni af fullri hörku.
Ströng skilyrði
I reglugerðinni er tekið fram að
aldrei megi brenna sinu þar sem
almannahætta stafar af eða af getur
hlotist tjón á náttúruminjum, fugla-
lífí, mosa, lyng- eða tijágróðri og
mannvirkjum. Eftir 1. maí er hvar-
vetna óheimilt að brenna sinu.
Leyfí bænda til sinubruna eru háð
ströngum skilyrðum. Með umsókn
til sýslumanns þurfa þeir til dæmis
að senda vottorð héraðsráðunautar,
náttúruverndamefndar eða gróður-
verndarnefndar.
Með mál út af brotum á reglugerð-
inni skal farið að hætti opinberra
mála og brotin varða sektum.
Breiðþota
leig’ð til
Benidorm
FERÐASKRIFSTOFAN Sam-
vinnuferðir-Landsýn tók á
leigu breiðþotu af gerðinni
Boeing 767 til að flytja far-
þega til Benidorm á Spáni nú
í morgun. Að sögn Helga Jó-
hannssonar framkvæmda-
sijóra Samvinnuferða er þetta
í fyrsta skipti sem islensk
ferðaskrifstofa hefur ieigt
flugvél af þessari tegund.
Vegna mikillar aðsóknar í
páskaferð Samvinnuferða til
Benidorm tók ferðaskrifstofan
flugvélina, sem tekur 280 manns
í sæti, á leigu frá breska flugfé-
laginu Brittania.
Helgi Jóhannsson sagði, að
mikil aðsókn væri í utanlands-
ferðir um páskana. Þannig kæmi
230 sæta flugvél frá írlandi í
dag til að sækja farþega til
Dublin.
Morgunblaðið/Sverrir
Olíumengunarvörn við höfnina
TVEIR 70 tonna kranar sáu um að koma fyrir olíuskilju þvert á aðalstofnræsið við Reykjavíkurhöfn í
gær. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er það gert til þess að olía sem hugsanlega
fer til spillis á hafnarsvæðinu renni ekki um ræsin og út í höfnina. Rennslishraðinn í skiljunni er það lítill
að ef olía eða fita er í vatninu situr hún eftir á yfirborðinu. Henni er síðan fleytt eða dælt ofan af og eytt.
Póstur og
sími verði
hlutafélag
NEFND sem samgönguráðherra
skipaði til að gera tillögur um
réttarstöðu Pósts og síma með
það fyrir augum að breyta stofn-
uninni í hlutafélag hefur lokið
störfum. Leggur nefndin til að
eitt hlutafélag verði stofnað um
reksturinn og verði öll hlutabréf-
in í eigu ríkisins nema Alþingi
ákveði að selja hluta þeirra.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra skipaði í ágúst 1991 nefnd til
að fara yfir rekstrarform Pósts og
síma. Lárus Jónsson fyrrverandi al-
þingismaður var formaður nefnd-
arinnar og auk hans var hún skipuð
æðstu embættismönnum Pósts og
síma og embættismönnum úr sam-
gönguráðuneytinu. Nefndin skilaði
áliti fyrir helgina.
Ráðherra lagði nefndarálitið fyrir
ríkisstjómarfund í gær og hugðist
síðar um daginn kynna hana fyrir
starfsmönnum Pósts og síma og fjöl-
miðlum. Hann sagði að á fundinum
hefðu einstakir ráðherrar beðið sig
um að bíða með að kynna skýrsluna
þar til eftir næsta ríkisstjórnarfund
og hefði hann orðið við því. Því
voru kynningarfundir ráðherrans í
gær afboðaðir.
Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur og sj álfseignar stofnunar St. Jósefsspítala
Stefnt að sameimngu Borgar-
spítala og Landakots 1997
STJÓRN sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar og yfirstjórn
sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala hafa skrifað undir yfir-
lýsingu þess efnis að þær taki nú þegar upp nána samvinnu
um rekstur Borgarspítala og St. Jósefsspítala og stefni að
sameiningu þessara stofnana við árslok 1996. Viljayfirlýsingin
gerir m.a. ráð fyrir að öldrunarþjónusta verði aukin á Landa-
koti. Þar verði lögð áhersla á þjónustu við biðlista- og ferli-
sjúklinga og stefnt verði að flutningi barnadeildar á Borgar-
spítala sem fyrst. Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri spít-
alans, segir að talið sé að deildin verði betur sett á Borgarspít-
ala, nærri slysadeild, en hún verði ekki flutt á þessu ári.
Árni Sigfússon, formaður stjórn-
ar sjúkrastofnana Reykjavíkur-
borgar, las upp úr viljayfirlýsing:
unni á blaðamannafundi í gær. í
henni segir m.a. að tilgangur sam-
vinnunnar sé að nýta sem best fjár-
magn til spítalanna og efla faglegt
starf þeirra. Þá segir að spítalarnir
skuli, til ársloka 1996, reknir sem
tvær sjálfstæðar stofnanir í því
formi sem þeir séu nú án þess þó
að það hindri tilfærslu ákveðinna
starfsþátta eða deilda. „Telja
stjórnirnar það ekki bijóta í bága
við skipulagsskrá Sjálfseignar-
stofnunar St. Jósefsspítala þótt til-
flutningur verkefna verði á milli
spítalanna á meðan rekstrarform
St. Jósefsspítala er óbreytt og hann
rekinn í samræmi við kröfur heil-
brigðisyfirvalda," segir í viljayfir-
lýsingunni.
í henni segir að notkun B-álmu
Borgarspítala til bráðaþjónustu
krefjist þess að öldrunarþjónusta
verði aukin á Lándakoti. „Þá skal
stefnt sem fyrst að flutningi Barna-
deildar á Borgarspítala. Á Landa-
koti verði lögð áhersla á þjónustu
við biðlista- og ferlisjúklinga. Með
sameiginlegum stjórnunarverkefn-
um skal leita leiða til enn frekari
hagkvæmni í faglegum rekstri.
Augljós hagræðing ætti að vera
samrekstur ýmissa þjónustudeilda
og skal að honum stefnt sem fyrst.“
Sparnaðarráðstafanir
endurskoðaðar
Þegar spurst var fyrir um spam-
að vegna samvinnu spítalanna sagði
Árni Sigfússon að stefnt hefði verið
að því fyrir árið 1992 að spara 200
milljónir á árinu en með flutningi
bráðavakta frá Landakoti í Borgar-
spítala hefði náðst varanlegur
spamaður upp á 273 milljónir eða
6%. Þannig hefði náðst betri árang-
ur en stefnt hefði verið að og nauð-
synlegt væri að setjast niður að
nýju til að setja annað markmið.
Logi Guðbrandsson sagði að nán-
in samvinna spítalanna hefði verið
kynnt fyrir læknaráði, deildarstjór-
um og hjúkrunarstjórum en al-
mennur kynningarfundur yrði hald-
inn með stárfsfólki á næstunni.
Hann sagði að viljayfirlýsingin hefði
verið kynnt fyrir St. Jósefssystmm
og hefðu þær ekki gert athuga-
semdir við hana.
Þess má geta að til ársloka 1996
starfar samstarfsnefnd skipuð for-
mönnum stjórna, framkvæmda-
stjómm, formönnum læknaráða og
hjúkrunarforstjórum. Skal hún
vinna að þessu samstarfi og sam-
runaferli og gera um það tillögur
til hvorrar spítalastjórnar fyrir sig.
Hrafn óskar
eftir úttekt
„ÉG mun senda Ríkisendur-
skoðun bréf í dag og óska
eftir því að gerð verði úttekt
á mínum fjárhagsviðskiptum
við Sjónvarpið meðan ég hef
starfað þar,“ sagði Hrafn
Gunnlaugsson í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hrafn sagðist hafa ráðfært
sig við föður sinn, Gunnlaug
Þórðarson hrl, um það hvemig
hann gæti brugðist við þeim
áburði sem á hann hefði verið
borinn í tengslum um óeðlileg
viðskipti við Sjónvarpið.
Sjá fréttir á bls. 22
Dagskrá Ríkissjónvarpsins um páskana
í dag
Kjörbörnum þrælað út ?
Við málflutning í forræðismáli Miu
Farrow og Woddy Allen hefur því
verið haldið fram að Farrow þræli
kjörbörnum þeirra út 25
öldrunardeild á Akureyri
Öldrunardeild á Fjórðungssjúkrahús-
inu þykir gefa góða raun 30
Dó úr alnæmi 10 ára____________
Rétt eftir að Jacob Svárding fæddist
varð hann fyrir blóðmissi og var
gefið blóð. Fjórum árum síðar kom
í Ijós á blóðið var HlV-smitað i2
Leiðari
Húsbréf og vaxtastig 26
Úr verinu
► Mikil verðlækkun á þorski
ytra í marz - Offramleiðsla á
skreið í Noregi - Meira af blokk
í vinnslu vestan hafs - Gífurleg
velta í fiskeldi í heiminum
Myndasögur
► Drátthagi blýanturinn -
Páskaungi - Páskaliátíðin -
Umsjónarmenn - Pennavinir -
Randaspil - Páskaeggjamotta -
Myndir ungra listamanna -
Mótmæli Krisljáns
breyttu dagskránni
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur fallið frá auglýstum áformum um að
sýna viðtalsþátt við Kristján Jóhannsson á skírdag og verður
hann syndur á annan dag paska. Sigmundur Örn Arngrímsson,
starfandi dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði að í ljós hefði komið
að Krislján Jóhannsson hefði talið sig hafa fengið vilyrði frá
Sjónvarpinu um að viðtalið yrði ekki sýnt fyrr en að loknum
sýningum Stöðvar 2 á tveimur þáttum sem stöðin hefur unnið
að um feril söngvarans. Sjónvarpið hafi fallist á tilmæli Kristjáns
um að færa viðtalsþáttinn til í dagskránni.
Að sögn Sigmundar Arnar fór
Valgerður Matthíasdóttir til New
York til að taka við Kristján viðtal
fyrir Litróf. Síðar hafí verið ákveð-
ið að gera úr þessu efni sérstakan
þátt og sýna á skírdag.
Eftir þá ákvörðun hafí komið í
ljós að Kristján hafí talið sig hafa
fengið vilyrði frá Sjónvarpinu um
að þetta efni yrði ekki sýnt fyrr en
lokið væri sýningum á þætti þeim
sem Stöð 2 hefur undanfarið unnið
að um feril Kristjáns og verður
sýndur í tvennu lagi, á föstudaginn
langa og páskadag.