Morgunblaðið - 07.04.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Ofbeldisbrot kemur
okkur öllum við
Manndráp af ásetningi á íslandi síðustu hálfa öld
10- 8- Allt landiö Þar af í Reykjavlk
T3 :0 6- U_ 4- 2- j 1973-1877 j
1943 Hvert bil er fimm ár 1992
Árið Fjöldi tilvika alls Þar af á miðsvæði Reykjav. 1987 16 14 1988 16 12 1989 23 11 1990 15 5 1991 16 5 1992 15 3
Þolandi sleginn m/barefli 1 0 0 0 2 1
Þolandi stunginn 0 0 0 1 0 0
Þolanda ógnað með hnífi/barefli 1 2 3 1 2 1
Þolandi sleginn/sparkað í hann 8 7 10 4 3 3
Þolandi tekinn tökum 5 2 3 3 4 1
Þolanda hrint 0 0 1 1 1 4
Hrifsað án frekara ofbeldis 1 5 6 5 4 5
eftir Guðmund
Guðjónsson
Af íslendingasögunum að dæma
hafa ofbeldisverk verið tíð hjá for-
feðrum okkar þar sem deilum lauk
oft með því að einn varð öðrum
að bana og á ættingjum þess sem
veginn var lá síðan skylda til að
leita hefnda. Mjög verulega dró úr
manndrápum á íslandi á siðari
hluta síðustu aldar og fram til árs-
ins 1970. Frá þeim tíma hafa alvar-
leg ofbeldisbrot á Islandi hins veg-
ar aukist verulega. Það ber núver-
andi kynslóð okkar íslendinga mið-
ur gott vitni að hægt sé að líkja
síðustu tveimur áratugum við blóð-
ugustu tíma íslandssögunnar.
Aukin ofbeldisþróun á svo sem
ekki bara við um ísland, heldur
hefur hún verið enn hraðari og
óhugnanlegri svo sem í öðrum lönd-
um Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um og tíðni alvarlegra ofbeldis-
verka svo sem manndrápa og rána
er hlutfallslega lág hér á landi sam-
anborið við þessi lönd. T.d. eru
árlega framin 3 morð í Kaup-
mannahöfn á hveija 100.000 íbúa
í samanburði við 0,9 á Reykjavíkur-
svæðinu. í Bandaríkjunum eru
framin árlega um 9 morð á hveija
100.000 íbúa. Rán á löggæslu-
svæði lögreglunnar í Reykjavík á
síðustu árum hafa verið árlega um
14 á hveija 100.000 íbúa. Sama
hlutfall t.d. í Kaupmannahöfn er
um 160 rán og í Bandaríkjunum
um 270 rán.
Hér á eftir er yfirlit síðustu 50
ára skipt niður í 5 ára tímabil, yfir
heildarfjölda tilvika þar sem aðili
deyr vegna ásetnings (211. og 212.
gr. hgl.) gáleysis (215 gr. hgl.) eða
atlögu (218 gr. hgl.). Ásetnings-
brotin eru tilgreind sérstaklega
(síðari reiturinn).
Á línuritinu hér til hliðar kemur
fram þróun manndrápa af ásetningi
síðustu 50 árin á íslandi. Þar af
eru þau brot sem framin hafa verið
i Reykjavík sérstaklega tilgreind
til samanburðar:
Horfa verður til ástandsins í
heild og reyna að skilgreina eðli
og hugsanlegar orsakir þeirrar nei-
kvæðu þróunar sem leitt hefur ís-
lendinga til grófari ofbeldisverka á
síðustu áratugum. Á síðustu tutt-
ugu árum verður ekki séð að heild-
arfjöldi ofbeldisbrota hafi aukist -
áhyggjuefnið er hins vegar hvernig
ofbeldið hefur breyst í að vera sí-
fellt alvarlegra, grófara og tilefnis-
lausara og sem lýsir sér í aukinni
manndrápstíðni og ennfremur
manndrápstilrauna þ.e.a.s. ásetn-
ings til manndrápa, sem þó leiðir
ekki til bana. Helstu ástæður
manndrápa af ásetningi hér á landi
hafa verið afbrýðisemi, reiði, hefnd
og hræðsla. Oljósar hvatir hafa
hins vegar aukist verulega á síð-
ustu tveimur áratugum.
Helstu breytingar
líkamsárásamála síðustu
áratuga
Fjölgað hefur tilvikum þar sem
spörkum og grófum aðferðum er
beitt í átökum milli manna og áður
óþekkt aðferð orðin algeng (er nú
að meðaltali í um 15% líkamsmeið-
ingatilvika) þ.e. að sparka í liggj-
andi andstæðing, eða með öðrum
hætti að reynt er að skaða and-
stæðinginn sem mest.
Fjölgað hefur tilefnislausum
árásum, þar sem saklaust fólk sem
ekkert hefur gert á hlut árásar-
mannsins verður fyrir fólskulegri
árás.
Fjölgað hefur mikið tilvikum, þar
sem árásarmenn geta enga skýr-
ingu gefið á athæfi sínu og þekkja
fórnarlambið lítið eða ekki. Tölu-
verðan hluta fjölgunar manndrápa
á íslandi og að öðru leyti alvar-
legri líkamsárása á síðustu tveimur
áratugum, virðist mega rekja til
þessarar þróunar.
Langflest alvarlegustu ofbeldis-
verkin eiga sér stað í heimahúsum
og á veitingastöðum, þó svo að al-
varleg ofbeldisbrot geti gerst hvar
sem er. Það er því ekki hægt að
stemma stigu við þessari óheilla-
þróun með löggæslulegum úrræð-
um einum saman. Hins vegar hafa
löggæsluleg úrræði áorkað ótrú:
lega miklu á allra síðustu árum. í
því sambandi má benda á að
heildarfjöldi tilkynntra líkamsmeið-
inga á löggæslusvæði lögreglunnar
í Reykjavík hefur lítið breyst á síð-
ustu þremur árum, en alvarlegri
málunum á almannafæri og þá
ekki bara með tilliti til meiðsla
heldur einnig hversu hættulegum
og grófum aðferðum er beitt, hefur
fækkað. Einnig hefur tekist að
fækka mikið afbrotum ungmenna
og stöðva þannig óheillaþróun sem
virðist hafa verið hvað alvarlegust
á árinu 1989.
Á síðustu árum hefur lögreglan
í Reykjavík beitt nýjum og áhrifa-
miklum löggæsluúrræðum, þar sem
meira er horft til forvarna en áður,
sem jafnt og þétt virðast vera að
skila árangri. Þetta skal helst
nefnt:
Forvarnadeild lögreglunnar
stofnuð
Haustið 1989 var sérstök for-
varnadeild stofnuð, sem unnið hef-
ur að skilvirkum afbrotavörnum í
tengslum við ýmsa aðila aðra sem
með einum eða öðrum hætti geta
komið að þessum málum og stuðlað
að fækkun afbrota.
Hverfastöðvar
lögreglunnar
Á síðustu árum hafa litlar lög-
reglustöðvar (almennt með þremur
starfandi lögreglumönnum) verið
opnaðar í íbúðarhverfum, þar sem
mikil og náin tengsl hafa náðst
milli lögreglunnar og íbúanna, sér-
staklega við ungmennin. Afbrotum
og vandamálum í tengslum við
unglinga, sem áður voru mjög tíð,
hefur fækkað gífurlega. Áður tíð
skemmdarverk, innbrot og líkams-
árásir eru nú orðnar fátíðar í þess-
um hverfum. Tekist hefur að fá
unglingana í lið með lögreglunni
og ef afbrot eru framin í hverfinu
hafa unglingarnir hjálpað lögregl-
unni við að upplýsa þau. Lögreglu-
skýrslur sýna að afbrotum barna
og unglinga hefur farið fækkandi
á síðustu þremur árum.
Löggæsluátak í miðborg
Reylyavíkur
Á síðustu 15 árum hafa af og
til komið upp mikil vandamál í
miðborg Reykjavikur um helgar
vegna mikils mannsafnaðar og
mikillar almennrar ölvunar. Ofbeld-
isverk og skemmdarverk hafa oft
verið mikið vandamál og áhyggju-
efni á þessu svæði. Ástandið var
sérstaklega slæmt á árinu 1989.
Skipulag löggæslu í miðborginni
hefur smátt og smátt verið að þró-
ast og á síðustu tveimur árum hef-
ur aukin áhersla verið lögð á að
hella niður áfengi hjá unglingum
og sérstök aðstaða verið höfð opin
í miðborginni, þegar mikið er um
unglinga, þar sem lögreglan hefur
í samvinnu við íþrótta- og tóm-
stundaráð flutt ölvaða unglinga í
sérstakt athvarf og látið foreldrana
sækja þá. Ofbeldisbrotum og
skemmdarverkum í miðborginni
hefur fækkað mjög verulega á síð-
ustu þremur árum eftir að lög-
gæsluátakið hófst og virðist árang-
urinn ekki bara vera viðvarandi
heldur fara vaxandi.
Fróðlegt er að skoða yfirlit yfir
tilkynnt rán og ránstilraunir á lög-
gæslusvæði lögreglunnar í Reykja-
vík á árunum 1987-1992, með til-
liti til miðborgarinnar: Sjá töflu.
Athygli vekur mikil fækkun rána
á miðsvæði Reykjavíkur þ.e. mið-
borginni og nágrenni hennar á síð-
ustu þremur árum, eða frá því að
sérstakt löggæsluátak hófst í mið-
borginni í ársbyijun 1990.
Athyglisvert er að skoða tilkynnt
rán til lögreglunnar í Reykjavík á
milli áranna 1987 og 1992, með
tilliti til þátttöku barna og ung-
menna, þar sem um grófan verknað
er að ræða. Á árinu 1988 þrefald-
ast tilvik þar sem börn eru árásar-
meni) og þeim fjölgar enn á árinu
1989. A árinu 1990 verður hins
vegar helmings fækkun og enn
frekari fækkun á árunum 1991 og
1992. Nú orðið eiga börn og ungl-
ingar sífellt minni þátt í þessari
tegund ofbeldisbrota.
Jákvæð þróun hefur einnig orðið
varðandi önnur ofbeldisverk barna
og unglinga og skemmdarverkum
Guðmundur Guðjónsson
„Langflest alvarlegustu
ofbeldisverkin eiga sér
stað í heimahúsum og á
veitingastöðum.“
og ofbeldisverkum almennt í mið-
borginni hefur fækkað verulega á
allra síðustu árum. Ofbeldisbrot
unglinga eru frábrugðin þeirra eldri
að tvennu leyti. í fyrsta lagi eiga
þeir sjaldnar þátt í alvarlegri of-
beldisverkum, en hins vegar eru
fleiri tilvik þar sem unglingar, tveir
eða fleiri saman, valda meiðslum
vegna beinna árása eða eru með
áreitni. Slíkar árásir voru alltíðar
á árinu 1989 en dregið hefur úr
þeim á síðustu árum, sérstaklega
í miðborginni. Sjaldgæft er að börn
og unglingar beiti hnífum gagnvart
fólki. Flest ofbeldisverk með hníf-
um eru framkvæmd af þeim sem
eru eldri en 20 ára. Nokkur tilvik
koma þó upp árlega þar sem ungl-
ingar eru að ógna með hnífum sér-
staklega jafnöldrum sínum eða
yngri, oftast í því skyni að sýna
vald sitt. Ofbeldisbrot unglinga
hafa því breyst ekki síður en þeirra
fullorðnu. Hins vegar hefur umræð-
an um afbrot unglinga oft fengið
mjög ófaglega umfjöllun, þar sem
samasemmerki er sett á milli ölvun-
ar og galsa í unglingum og hins
vegar ofbeldis, og unglingum eign-
uð alvarlegustu ofbeldisverkin, þó
svo að staðreyndin sé sú að það
séu þeir fullorðnu sem þar eiga
oftar hlut að máli. Slík röng um-
fjöllun getur gert illt verra. Oft er
ástæða rangrar umfjöllunar sú, að
athafnir unglinga fara yfirleitt
fram fyrir allra augum, en athafn-
ir fullorðinna fyrir lokuðum dyrum
á heimilum eða veitingahúsum og
hljóta þar af leiðandi minni at-
hygli. Með þessu getur skapast það
viðhorf að ofbeldisbrot fullorðinna
séu ekki neinn glæpur. Glæpurinn
sé þar með ekki glæpur nema ungl-
ingur fremji brotið.
Helstu þættir sem áhrif hafa á
tíðni ofbeldisbrota
1. Mikil aukning áfengisneyslu
og nýir, hættulegir og ofbeldis-
skapandi vímugjafar (kókaín og
amfetamín) komnir til sögunnar.
Þegar lögregluskýrslur eru skoð-
aðar varðandi ofbeldisverk er ljóst
að aukin áfengisneysla leiðir af sér
aukinn fjölda ofbeldisverka. Þau
atriði sem hér virðast skipta mestu
er að áfengi er án nokkurs vafa
einn mesti ofbeldisskapandi vímu-
gjafi sem þekkist og hins vegar
verður ölvað fólk sem ekki er hald-
ið neinni ofbeldishegðun og hefur
engan hug á því að lenda í átökum
oft fórnarlömb ofbeldis og lendir
frekar í deilum sem leiða til átaka.
í um 80% tilfella líkamsmeiðinga
sem tilkynnt eru lögreglu, eru aðil-
ar sem hlut eiga að máli undir
áhrifum áfengis. Áfengisneysla
hefur aukist á síðustu áratugum
og hefur þannig stuðlað að aukinni
tíðni ofbeldisbrota. Á árinu 1989
er veruleg aukning á ofbeldisverk-
um ungmenna sem tilkynnt eru
lögreglunni. Á því ári var áfengur
bjór lögleyfður á íslandi. Könnun
á áfengisneyslu unglinga á undan-
förnum árum sýndi að með tilkomu
bjórsins jókst áfengisneysla ungl-
inga verulega. Ekki var bara að
bjórdrykkja bættist við neyslu
sterkari áfengisdrykkja, heldur
virðist hún einnig hafa leitt til auk-
innar neyslu unglinga á sterkum
drykkjum áfengis. Einnig er talið
að aukin áfengisneysla unglinga
geti leitt til aukinnar fíkniefna-
neyslu enda byija þeir flestir á
áfengi sem sínum fyrsta vímugjafa
en leiðast síðan út í fíkniefnaneyslu.
Vart hefur orðið vaxandi neyslu
á kókaíni og amfetamíni á undan-
förnum árum, en neysla þessara
fíkniefna var áður fátíð. Þessi
hættulegu og ofbeldisskapandi
fíkniefni hafa komið sem viðbót við
vaxandi áfengisneyslu. Kærum
vegna meðferðar fíkniefna, sér-
staklega meðal ungs fólks á aldrin-
um 18-21 árs, hefur fjölgað á síð-
ustu árum.
2. Hvatir, aðstæður og bragur á
þeim stað sem ofbeldisverkin eiga
sér stað á:
Sundurgreining 448 líkamsmeið-
ingamála sem tilkynnt voru til lög-
reglunnar í Reykjavík á árinu 1990,
er sem hér segir: í framhaldi af
deilum (232) tilefnislausar eða
fyrirfram ákveðnar árásir (114),
með áreitni (65), fyrir tilviljun eða
án ásetnings (25) og hefnd (12).
Ýmislegt bendir til þess að ofbeldis-
verkum á löggæslusvæði lögregl-
unnar í Reykjavík, hafi fækkað á
allra síðustu árum. Þar kemur helst
til að lögreglan kemur oftar að
átökum vegna meira eftirlits en
áður, þar sem síðan lögregluskýrsla
er gerð en hefði í einhveijum tilvik-
um ekki verið tilkynnt til lögregl-
unnar. Eins hefur mikil umræða í
þjóðfélaginu orðið til þess að fleiri
tilvik eru kærð formlega til lögregl-
unnar en áður, þ.e.a.s. fólk kemur
oftar sjálft á lögreglustöðina og
leggur fram kæru um líkamsárás
í tilvikum þar sem lögregla hefur
ekki verið kölluð á staðinn. Einnig
virðist fólk almennt betur meðvitað
um þýðingu þess að tilkynna það
lögreglunni, ef það verður vart við
eða fær grunsemdir um ofbeldis-
brot. Slíkt kæruhlutfall er þannig
á þriggja ára tímabili: 1989 voru
12% málanna kærð á lögreglustöð,
1990 voru þau 17% og 1991 voru
þau 34% og er fjölgunin mest varð-
andi aðila sem þekkjast, eru skyld-
ir eða tengdir.
Oft er erfitt að gera sér grein
fyrir hvaða hvatir liggja að baki
ofbeldisverkum. Þó er algengt að
um sé að ræða afbrýðisemi, reiði
og hefnd. Einnig sjást dæmi um
hreina grimmd, mikinn ruddaskap
og löngun til að sýnast harður af
sér eða til að ganga í augun á
kunningjahópnum. Jafnframt má
nefna að ef t.d. drukkinn aðili rekst
utan í einhvern eða jafnvel öku-
tæki, kemur alloft fyrir að sá
drukkni sé barinn. Bragur og að-
stæður t.d. á veitingastað geta
skipt miklu. Troðningur við fata-
hengi eða við útgang, eða þrengsli
skapa illdeilur sem oft leiða til lík-
amsmeiðinga. Flest ofbeldisverkin
verða til í framhaldi af deilum öl-
vaðs fólks, sem Iætur hendur skipta
við snögga reiði. Þá skiptir miklu
hvar viðkomandi aðilar eru staddir
og hvaða vopna þeir geta gripið
til. Alvarlegustu málin verða í
heimahúsum, enda er þar bestur
aðgangur að hættulegum vopnum
svo sem hnífum. í heimahúsum
verða ofbeldisverk oftast í fram-
haldi af deilum ölvaðs fólks eða
vegna afbrýðisemi. Á veitingahús-
um grípur fólk til innanstokksmuna
og glasa eða bjórkanna. Mikilvægt
er að standa gegn hnífaburði og
eins ómálefnalegri og ýktri umfjöll-
un í fjölmiðlum um ofbeldisverk,
þar sem það getur valdið því að
fólk vopnist hnífum eða öðrum
vopnum sér til varnar og sé síðan
óragara við að lenda í átökum og