Morgunblaðið - 07.04.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993
31
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Treystum byggðina og
fækkum sveitarfélögum
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra mælti í gær
fyrir frumvarpi til laga um breyt-
ingu á sveitarstjórnarlögum, nr.
8/1986. Frumvarpið er byggt á
tillögum svonefndar sveitafé-
laganefndar. Félagsmálaráð-
herra hefði persónulega viljað
ganga lengra í sameiningu sveit-
arfélaga en frumvarpið gerði ráð
fyrir en hún sætti sig við þá nið-
urstöðu sem góð og breið sam-
staða hefði tekist um.
Umdæmdanefndir
Frumvarp það sem félagsmála-
ráðherra mælti fyrir í gær byggir
í öllum aðalatriðum á tillögum svo-
nefndrar sveitarfélaganefndar og
fulltrúaráðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Meginmarkmið frum-
varpsins er að láta á það reyna í
sem flestum sveitarfélögum hver
afstaða almennings sé til samein-
ingar sveitarfélaga. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að bæta við bráð-
birgðaákvæðum við sveitarstjórnar-
lögin og verði byggt á þeim í stað
10. kafla laganna sem varðar að-
draganda, undirbúning og fram-
kvæmd sameiningar sveitarfélaga.
í frumvarpinu er m.a. gert ráð
fyrir að stjórnir landshlutasamtak-
anna skulu fyrir 1. júní á þessu ári
kjósa fímm til tíu manna nefndir.
Þessar umdæmisnefndir skulu gera
tilllögur að nýrri skiptingu hvers
landshluta í sveitarfélög í samráði
við viðkomandi sveitarstjórnir. Til-
lögur umdæmisnefnda skulu vera
tilbúnar fyrir 15. september næst-
komandi. Tveimur umræðum í
sveitarstjórnum um tillögurnar skal
lokið innan sex vikna frá framlagn-
ingu. Almennri atkvæðagreiðslu
skal lokið innan tíu vikna frá sama
tíma.
Hljóti tillaga umdæmanefndar
meirihluta greiddra atkvæða í öllum
þeim sveitarfélögum sem málið
varðar skulu sveitarstjórnir þær
sem hlut eiga að máli taka ákvarð-
anir um fjárhagsmálefni sveitarfé-
laganna, íjölda fulltrúa í nýrri sveit-
arstjórn, nafn hins sameinaða sveit-
arfélags o.s.frv.
Hljóti tillaga umdæmanefndar
ekki samþykki í öllum hlutaðeig-
andi sveitarfélögum en þó meiri-
hluta greiddra atkvæða í a.m.k. 2A
þeirra er viðkomandi sveitarstjóm-
um heimilt að ákveða sameiningu
þeirra sveitarfélaga sem samþykkt
hafa sameininguna enda hamli ekki
landfræðilegar ástæður.
Ef ekki verður af sameingu sveit-
arfélaga samkvæmt fyrrgreindu er
gert ráð fyrir að umdæmanefnd sé
heimilt að leggja fram nýja tillögu.
Skal það gert fyrir 15. janúar. Gilda
sömu tímareglur og ákvæði um
ákvarðanir í framhaldi af almennri
atkvæðagreiðslu.
I frumvarpinu er einnig kveðið á
um að félagsmálaráðherra skuli
fyrir 1. júní 1993 skipa sérstaka
samráðsnefnd um sameiningarmál
sveitarfélaga. Starfstími nefndar-
innar verði til ársloka 1994. Sam-
ráðsnefnd þessi skal skipuð fulltrú-
um tilnefndum af þingflokkum á
Alþingi, Byggðastofnun, Sambandi
íslenskra sveitarfélaga og félags-
málaráðuneyti. Nefndin skal m.a.
vera umdæmanefndum til ráðu-
neytis.
Hreppar sjálfs-
þurftarbúskapar
í sinni framsöguræðu var Jó-
hönnu Sigurðardóttur ekki nein
launung á þeirri yfírlýstu skoðun
sinni að: „Núverandi skipting lands-
ins í sveitarfélög er orðin ein helsta
hindrun þess að unnt sé að gera
þær skipulagsbreytingar sem óhjá-
kvæmilegar eru ef við eigum að
geta tryggt hagsæld íbúannna óháð
því hvar þeir kjósa að búa á land-
inu. Nauðsynleg framþróun at-
vinnulífs og aukin verðmætasköpun
til að standa undir velferðarþjón-
ustunni og til að tryggja fólkinu
örugga atvinnu kallar á umbætur
í sveitarstjórnarmálum.“
Félagsmálaráðherra viðurkenndi
það sem sögulega sinnaðir hafa
bent á í umræðum um breytta skip-
an sveitarfélaga að núverandi skipt-
ing landsins í sveitarfélög, hreppa,
á sér hátt í 1000 ára sögu og hefur
að mestu staðið óbreytt frá þjóð-
veldisöld. En Jóhanna Sigurðardótt-
ir sagði: „Rætur sveitarfélagaskip-
anarinnar liggja því í samfélagi
sjálfsþurftarbúskaparins þar sem
hver og einn var sjálfum sér nógur
að mestu leyti. Meginviðfangsefni
þeirra var að sinna framfærslu
þeirra sem ættingjar gátu ekki séð
um. Og ekki má gleyma fjallskilun-
um eða eftirlitinu með fjármörkum.
Ástæða er til að ítreka að sveitarfé-
lagaskipanin sem við búum við í
landinu í dag er sprottin af þessu
bændasamfélagi sem er löngu liðið
undir lok.“
Framsögumaður dró upp aðra
mynd af þeim þjóðfélagsveruleika
sem hún sagði blasa við nú: „Efna-
hagslíf nútímans krefst hreyfanlegs
vinnuafls sem ekki má vera njörvað
niður á þröngum atvinnusvæðum.
Hagræðing í fískveiðum og vinnslu
krefst sérhæfíngar fyrirtækjanna
og samstarfs sem spannar mun
stærri svæði.“ Hún benti á að at-
vinnureksturinn í landinu þarfnað-
ist oft mikilla fjárfestinga sem væru
mörgum smærri sveitarfélögum of-
viða. „Fjárfestingar í undirstöðuat-
vinnugreinum' mega ekki lúta ein-
angruðum hagsmunum tiltekinnar
byggðar án tillits til heildarhags-
muna á stærri svæðum. Þá er hætt
við offjárfestingu, ofnýtingu auð-
linda og óarðbærum rekstri sem
kippir grundvellinum undan byggð-
inni.“ Félagsmálaráðherrasagði:
„„Það er því óhjákvæmilegt að
stækka sveitarfélögin til þess að
treysta byggð í landinu. Með því
skapast skilyrði fyrir markvissari
fjárfestingu, aukinni sérhæfíngu
fyrirtækja, hagstæðari rekstrarað-
MMHCI
stæðum, öflugri vinnumarkaði og
sterkari fjárhagslegum bakhjarli
byggðanna."
Undir lok sinnar ræðu lagði fé-
lagsmálaráðherra að þessu máli
yrði vísað til félagsmálanefndar.
Hún fagnaði þeirri góðu og breiðu
samstöðu sem nú hefði loks tekist
um sameiningu sveitarfélaganna.
Hún hvatti til þess að þetta fengi
afgreiðslu á þessu vorþingi.
Vildi lengra
Umræður í þinginu virtust um
flest staðfesta orð félagsmálaráð-
herra um að nokkur samstaða hefði
myndast um að leiða þetta mál til
lykta. Lýstu þingmenn fylgi við
meginstefnu frumvarpsins um
fækkun sveitarfélaga og atkvæða-
greiðslur þar um. Þingmenn bentu
þó á að skipan sveitarfélaga væri
mörgum tilfínningamál og til þess
yrðu menn, stjórnmálamenn sem
aðrir, að taka tillit. Jón Kristjánsson
(F-Al) þótti félagsmálaráðherra
hafa í sinni framsöguræðu hafa
lagt alltof mikið upp úr efnahags-
legum ávinningi af sameiningu
sveitarfélaga. Jóni taldist svo til að
yfirbygging og stjómunarkostnað-
ur og rekstur margra minni sveitar-
félaga næmi nú ekki þeim stórupp-
hæðum. Hann varaði og félags-
málaráðherra við því að slíkur mál-
Jóhanna Sigurðardóttir
flutningur væri vísasta leiðin til að
draga þetta mál inn í pólitískar
dægurumræður og þrætubók.
I umræðunni mátti félagsmála-
ráðherra sætta gagnrýni fyrir að
hafa unnið að sameiningu sveitarfé-
laga með nokkru ofurkappi og full-
miklu stjórnlyndi. Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra vísaði
þessu á bug en viðurkenndi að hún
hefði gjarnan viljað ganga lengra
en þetta frumvarp gerði ráð fyrir.
En hún sætti sig við þessa lausn
sem svo góð samstaða virtist hafa
tekist um.
Fyrstu umræðu um frumvarp
félagsmálaráðherra lauk um kl. 22
í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var
frestað. Var þá tekið til umræðu
næsta mál, frumvarp félagsmála-
ráðherra til laga um heimild til að
hefja undirbúning að stofnun
reynslusveitarfélaga.
Stuttar þingfréttir
Sérstök greiðslumörk
sauðfjárbænda
Halldór Blöndal landbúnaðar-
ráðherra hefur lagt fram frumvarp
um breytingu á búvörulögum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
Landbúnaðarráðherra verði heimilt
að semja við Stéttarsamband
bænda um önnur fráviksmörk við
greiðslumark sauðfjárafurða en
lögin kveða á um.
Markmið þeirra viðræðna sem
landbúnaðarráðherra fer fram á
lagaheimild verði veitt fyrir eru:
Að sauðfjárbændur á skilgreindum
svæðum, þar sem talin er þörf á
sérstökum gróðurverndar- eða
landgræðsluaðgerðum, verði leyst-
ir undan þeirri kvöð að framleiða
a.m.k. 80% upp í greiðslumark sitt
til að eiga rétt á fullum beingreiðsl-
um. Landbúnaðarráðherra segir að
hér sé eingöngu verið að tala um
valkost til handa bændum, ekki sé
um það að ræða að þeir verði
þvingaðir til fjárfækkunar. Þeir
sem hins vegar vildu taka slíku
tilboði yrðu jafnframt að undir-
gangast kvaðir um nokkurt vinnu-
framlag til gróðurverndar eða upp-
græðslu.
Einnig telur landbúnaðarráð-
herra skynsamlegt að metið verði
að gefa rosknum bændum eldri en
67 ára og öryrkjum rýmri hendur
hvað varðar neðri mörk framleiðslu
heldur en 80% eins og nú er.
Landsdómur
í gær fór fram kosning átta
manna og jafnmargra varamanna
til sex ára, frá 18. mars 1993 til
jafnlengdar 1999 í Landsdóm.
Aðalmenn eru: Ólína Ragnarsdótt-
ir, húsfrú, Grindavík. Helgi ívars-
son, bóndi, Hólum. Halla Aða-
steinsdóttir, bóndi, Kolsholti. Jón
Hjartarson, skólameistari, Sauðár-
króki. Margrét Kristinsdóttir,
húsfrú, Akureyri. Adda Bára Sigf-
úsdóttir, veðurfræðingur, Reykja-
vík. Lára V. Júlíusdóttir, fram-
kvæmdastjóri, Reykjavík. Salome
B. Guðmundsdóttir, Gilsárteigi,
Eiðaþinghá.
Varamenn voru kosnir: Hörður
Pálsson, bakarameistari, Akranesi.
Björg Einarsdóttir, rithöfundur,
Reykjavík. Már Pétursson, héraðs-
dómari, Hafnarfirði. Kristjana Þor-
fínnsdóttir, húsfreyja, Vestmanna-
eyjum. Svava Jakobsdóttir, rithöf-
undur, Reykjavík. Ari Hallgríms-
son, verkamaður, Vopnafirði. Drífa
Kristjánsdóttir, Torfastöðum,
Biskupstungum.
Samkvæmd lögum um Lands-
dóm frá 1963 fer Landsdómur með
og dæmir mál þau er Alþingi
ákveður að höfða gegn ráðherrum
útaf embættisrekstri þeirra.
Landsdómur hefur aldrei verið
kallaður saman.
Morgunblaðið/Árni Sœbcrg
Kaldar kveðjur
ÞVÍ hefur löngum verði haldið fram að íslendingar séu afbrags
gestgjafar og taki þjóðum betur á móti þeim útlendingum sem vilja
setjast að í landinu. Af skilaboðunum á þessum bíl má-hins vegar
fremur ráða að um þjóðsögu sé að ræða og a.m.k. suma skorti eitt-
hvað af þeirri gagnkvæmu virðingu sem svo nauðsynleg er í sam-
skiptum fólks.
Samskiptaörðugleikar hjá Stóra leikhúsinu í Gautaborg
Hörð gagnrýni á Garðar
Cortes frá starfsfólki
Gautaborg. Frá Sverri Gudmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins
DEILUR hafa risið upp milli starfsfólks Stóra leikhússins i Gautaborg
og Garðars Cortes, sem er listrænn stjórnandi óperunnar. Það kemur
fram í grein í Göteborgs-Posten, stærsta blaði Vestur-Svíþjóðar. Blað-
ið heldur því fram að stór hluti starfsmanna óperunnar krefjist mik-
illa breytinga, sem blaðið túlkar sem vantraust á Garðar Cortes.
Ástæða óánægjunnar er, að sögn
blaðsins, sú að mörgum starfsmönn-
um óperunnar fínnst skipulagning
verkefna í hinu nýja óperuhúsi
ganga hægt. Að sögn eins starfs-
manns er Garðar Cortes ekki nógu
ákveðinn í að fá það fjármagn sem
til þarf. Þeirri gagnrýni vísar Garðar
á bug:
„Við höfum ekki fengið þá pen-
inga sem okkur var lofað í upphafi,
vegna hins slæma efnahagsástands
sem ríkir,“ segir hann við Morgun-
blaðið. „Af þeirri ástæðu er erfitt
að gera áætlanir," segir hann.
Erfiðir þröskuldar
Áætlað er að flytja í nýja óperu-
húsið haustið 1994, en að sögn Garð-
ars geta fjárframlög sett þar strik
í reikninginn. Ákvörðunin um að
byggja nýtt óperuhús í Gautaborg
vafðist lengi fyrir ráðamönnum.
Ákvörðun um staðsetningu hússins
og kostnaður við byggingu og rekst-
ur þess voru erfiðir þröskuldar sem
leystist með samkomulagi um að
reksturinn yrði ekki dýrari en í
gamla húsinu. Ýmis teikn eru nú á
lofti varðandi þetta atriði, en ekki
er auðvelt að fá ríkisvaldið til að
hlaupa undir bagga með leikhúsinu
við þær aðstæður sem nú ríkir í
Svíþjóð.
Göteborgs-Posten skýrir einnig
frá samstarfsörðugleikum sem, að
sögn blaðsins, stafa af stjórnunar-
stíl Garðars Cortes. Blaðið hefur
eftir einum fulltrúa starfsmanna að
Garðar hafí ekkert samstarf við
neinn í Stóra leikhúsinu. Starfs-
mennirnir krefjast að þar verði
breyting á. Það túlkar Göteborgs-
Posten sem ósk um að hann verði
látinn hætta.