Morgunblaðið - 07.04.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
35
Minning
Skútí Pálsson
íLaxalóni
Fæddur 8. október 1906
Dáinn 31. mars 1993
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Skúla á Laxalóni eins og
ég kallaði hann á meðan hann bjó
þar.
Það er margs að minnast þegar
sest er niður og rifjaðar upp sam-
verustundir. Sérstaklega minnist ég
jólanna hér áður fyrr, þegar foreldr-
um mínum og okkur systkinunum
var boðið upp á Laxalón á jóladag
í jólaboð. Alltaf var Skúli tilbúinn
að koma og ná í okkur, því að þá
voru foreldrar mínir ekki búnir að
eignast bíl. Sérstaklega er mér
minnisstæður gamli jeppinn sem
Skúli kom á til að ná í okkur og
tilhlökkunin var alltaf jafn mikil.
Að fara upp á Laxalón úr Vestur-
bænum í Reykjavík var eins og að
fara langt upp í sveit. Og móttök-
urnar voru alltaf höfðinglegar hjá
þeim Svövu og Skúla.
Þó að hin síðari ár hafi samveru-
stundimar verið færri, þá veit ég,
að alltaf var hann að spyrja um líð-
an okkar systkinanna og fjöl-
skyldna okkar þegar foreldrar mín-
ir hittu þau Svövu og hann vildi
fylgjast með okkur, þótt úr íjarlægð
væri.
Mikill og góður vinskapur var á
milli foreldra minna og þeirra Svövu
og Skúla og hittust þau alltaf reglu-
lega til skrafs og ráðagerða eða
tóku í spil.
Margt fleira mætti til taka en
ég geymi það í huga mér því að
allt eru það góðar minningar.
Innilegar kveðjur til Svövu og
fjölskyldunnar.
Anna Björg Þorláksdóttir.
Afi er farinn. Afa fáum við aldr-
ei að sjá, faðma né tala við aftur.
Svona hugsunarháttur er ógnvekj-
andi, en því miður kemst maður
ekki hjá honum. Nú tekur við tíma-
bil fullt af sorg og söknuði og verð-
ur maður lengi að sætta sig við
þennan mikla missi.
En þó sál hans og líkami séu
farin mun í huga okkar og hjarta
hvíla minning um góðan mann og
sitja fast í okkur þangað til við
förum sömu leið og hann afi. Ferð-
ina löngu sem enginn veit með vissu
um. Þetta eru mín fyrstu kynni af
tilfinningunni sem heltekur huga
manns og lætur likamann dofna
þegar maður fréttir andlát nákom-
ins ættingja. Þessi sorgarfrétt vek-
ur upp mikla reiði, sorg og söknuð
og spyr ég sjálfa mig óteljandi
spurninga, en því miður fást engin
svör og munu aldrei fást.
Ég man hvað ég fór alltaf ánægð
heim frá afa ef hann hafði kreist
hönd mína eða nefnt nafnið mitt,
því að þá vissi ég að hann hafði
skynjað nærveru mína.
Afi átti langt og gott líf sem
hann eyddi með ömmu, Svövu
Skaftadóttur, sem hjúkraði honum
mjög vel heima fyrir síðustu mán-
uði í lífi hans. En þrátt fyrir að afi
hafi verið mjög máttvana síðustu
mánuðina, hafði hann kraft fyrir
gamla skapið og lét líka heyra í sér
ef honum líkaði ekki eitthvað eða
eitthvað gekk ekki með þeim hraða
sem hann óskaði sér.
Nú er afí kominn á leiðarenda
og skilur okkur eftir í þessum kalda
he'imi. Ég er mjög þakklát því að
hafa fengið að kynnast afa vel.
Bið ég um styrk fyrir ömmu í
gegnum þennan erfiða tíma sem
nú er fyrir höndum og hún má vita
að við úr fjölskyldunni verðum
henni ávallt innan handar.
Hrund Sveinsdóttir.
Mikill afbragðsmaður er fallinn í
valinn. Skúli Pálsson fæddist 8.
október 1906 á Kirkjubóli í Korpu-
dal í Önundarfirði, sonur hinna
ágætu hjóna Skúlínu Hlífar Stefáns-
dóttur og Páls Rósinkranssonar
bónda og skipstjóra er bjuggu þar
rausnar- og myndarbúi.
Þau eignuðust 14 börn. Nú lifir
aðeins einn bróðir Skúla, Páll R.
Pálsson f.v. bryti til heimilis á Ei-
ríksgötu 2 í Reykjavík. Þegar Skúli
fæddist voru atvinnutæki harla ólík
þeim er við venjumst í dag. í íslands-
ljóði Einars Benediktssonar, Sögur
og kvæði, fyrstu bók Einars útgefin
1897, segir Einar:
Þú fólk með-eymd í arf!
Snautt og þyrst við póttir lífsins linda
litla þjóð, sem geldur stórra synda,
reistu í verki
viljans merki
vilji er allt, sem þarf.
Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi.
Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi.
Bókadraumnum,
bopglaumnum
breyt í vöku og starf.
. Framsýni Skúla og hugur til
sköpunar nýrra atvinnugreina hér á
landi er kunnur, sérstaklega braut-
ryðjendastarf hans í fiskeldi. Um
tvítugt hóf hann útgerð og gerði
út 12 tonna bát á reknet og hand-
færaveiðar. Skúli stofnaði fyrstu
veiðarfæragerð hérlendis árið 1933,
Veiðarfæragerð íslands, til húsa í
bakhúsi á Laugavegi 42 í u.þ.b. 200
fermetra húsnæði. Vélar keypti
hann frá Noregi. Réð Skúli norskan
mann til að sjá um framleiðsluna
sem var fiskilína af ýmsum sver-
leika. Þegar síðari heimsstyijöldin
skall á var ekki unnt að flytja inn
veiðarfæri frá Danmörku og Noregi
eins og verið hafði. Aldrei kom til
veiðarfæraskorts á stríðsárunum og
má þakka það forsjálni manna eins
og Guðmundar Guðmundssonar í
Hampiðjunni og Skúla.
Árið 1940 stofnaði Skúli Laxinn
hf. hér í Reykjavík sem hafði aðset-
ur á Klapparstíg 8. Keypti hann fisk
af bátum, lét flaka hann og dreifði
í fískbúðir og til hersins, fyrst
breska og síðar þess bandaríska.
Hagnaðist Skúli vel á þessum árum.
Árið 1946 fluttist hann með fjöl-
skyldu sína til Suðureyrar við Súg-
andafjörð og rak hann þar frystihús-
ið ísver um nokkurra ára skeið. Þá
átti Skúli hlut í frystihúsinu ísfelli
á Flateyri með frændum sínum.
Aðal lífsstarf Skúla var braut-
ryðjendastarf við eldi lax og regn-
bogasilungs. Hann hóf starfsemi
sína um 1950 við Grafarholt og
nefndi staðinn Laxalón, hefur hann
verið kenndur við þann stað síðan.
Skap nokkurt hafði Skúli til að bera
sem títt er um framkvæmdamenn.
Ekki munu rakin hér frekari störf
hans eða hugsjónir, en af mörgu
væri að taka. 8. október 1939
kvæntist Skúli Svövu Skaftadóttur
frá Viðey, varð það hans gæfa að
eignast slíka afbragðs konu. Synir
þeirra hjóna eru Skafti skipstjóri,
kona hans er Jónína Sigþórsdóttir,
Sveinn Hlífar útibússtjóri hjá ís-
landsbanka, kona hans er Sólveig
Erlendsdóttir og yngstur Ólafur Ingi
framkvæmdastjóri, kona hans er
Hildur Haraldsdóttir. Barnabörnin
eru nú orðin 10 samtals. Ég sem
þessar línur rita minnist með hlýhug
bernsku minnar er frændi minn, þá
ókvæntur, fór með mig á sunnu-
dagsmorgnum í göngutúra niður að
Reykjavíkurtjörn og um höfnina.
Ég var þá dubbaður upp í matrósa-
föt.
Eftir að Svava og Skúli stofnuðu
heimili sitt er ótal samverustunda
að minnast af Laufásvegi, Baróns-
stíg og ekki síst frá Laxalóni og
nú síðast úr Efstaleiti, sannkallaðra
gleði- og ánægjustunda. Þjóðmál
voru rædd af kappi svo og líðandi
stund. Ætíð var gestkvæmt hjá
þeim hjónum og gestrisni mikil þó
að á tímabili áraði ekki sem best.
Sérstaklega skulu þökkuð fjöl-
skyldubönd, vinskapur og kærleikur
við foreldra mína og heimili mitt í
gegnum árin.
Úr bók Ólafs Jóhanns Ólafsson-
ar, Markaðstorg guðanna: „Sjötíu
ár. Sjö áratugir: strá á endalausum
völlum eilífðarinnar. Enda fínnst
mér að árin þau arna hafi liðið hratt.
Já, eins og hendi væri veifað. Mér
var úthlutað örlitlu broti af dagat-
ali eilífðarinnar. Dagamir þutu
hjá ...“ Já, þessar samvemstundir
hafa liðið hratt, allt of hratt. Nú
skiljast leiðir um hríð. Það var lán
að eiga samleið með slíkum manni.
Ég og ijölskylda mín vottum Svövu
og fjölskyldu dýpstu samúð.
P.V.
Hann afí minn, Skúli Pálsson, dó
á heimili sínu í Reykjavik hinn 31.
mars síðastliðinn. Þegar slíkur vá-
gestur sem dauðinn er kveður dyra
svo nærri manni, sæ'kja óneitanlega
margar hugsanir að. Maður er á
hinn óþægilegasta máta rifinn úr
ljósbláum léttleika tilverunnar og
neyddur til að horfast í augu við
ískaldan og miskunnarlausan veru-
leikann. Hugsanir sem heija á mann
eru margar og við þeim fæstum er
til nokkurt svar, ég veit í raun ekki
hvort ég kærði mig um að vita svör-
in þótt þau væru til staðar. Af hveiju
eru hjón aðskilin eftir nær sextíu
ára samlíf? Af hveiju er einstakling-
ur hrifinn á brott svo að hann getur
ekki lengur fylgst með börnum sín-
um, barnabörnum og bamabarna-
bömum og öllu því sem honum er
kærast? Hví er lífið svona og hver
er tilgangurinn með þessu, ef hann
er einhver?
Afí var maður af gamla skólanum
sem kallað er. Ákveðinn, staðfastur
og réttsýnn. íhaldssamur í háttum,
en framsýnn í hugsun og verkum
eins og lífsganga hans ber vitni um.
Afí var trúaður maður, hann gekk
á guðs vegum og var sáttur við að
deyja, fyrst það var lífsins gangur
og guðs vilji. Slík hugsun friðar því
miður ekki minn huga, ég er ekki
sáttur og sættist ekki á óréttlæti
heimsins með tilvitnunum í guðs
vilja. Ég vil hafa allt eins og það var.
Staðreyndin er sú, svo sár sem
hún er, að öllu lífi er markaður tími.
Lífshlaup sitt verður maður að sam-
ræma þessum tíma, reyna að gera
það sem áhuginn leiðir mann til og
aðstæðurnar kalla á. Afí gerði slíkt.
Fiskeldi átti hug hans allan og fyrir
þá þijósku, þrautseigju og dug sem
persónuleiki hans bjó yfir leyfði
hann sér að heíja fískeldi fyrstur
manna hér á landi. Leyfði sér að
skrifa ég því að ekki leyfði kerfið
það og kastaðist fljótt í kekki, en
þá leiðu sögu þekkja þeir sem á
annað borð gefa sér tíma til að lesa
þessar línur.
Með teknu tilliti til þeirra for-
sendna ssem lögmál lífs og dauða
skorða mannlífið með, hvað er þá
glæsilegra en að hlynna að helsta
hugðarefni sínu, gera það sem hug-
urinn stendur til, standa í baráttu,
tapa keikur orrustum en sigra í
stríðinu, lifa við góða heilsu í hárri
elli, hafa lífsförunaut sinn til að
hjúkra sér á banalegunni og deyja
sáttur á heimili sínu, þeim drottni
sem maður trúir á? Það er ekki
hægt að lifa fyllra lífi. Slíkir ein-
staklingar standa upp úr í einsleitu
samfélagi nútímans hvar mennirnir
haga sér oftast eins og úlfar hver
gagnvart öðrum.
Afi hætti aldrei að hugsa um
hugðarefni sitt. Lokaorð hans til
mín og ömmu voru að við ættum
að láta fiskana í sjóinn. Þó að líkam-
inn lægi máttvana í rúminu þá var
hugurinn önnum kafinn á óheftum
stöðum að sinna fiskeldi.
Afi var á áttugusta og sjöunda
aldursári þegar hann dó. Það er
undarleg hugsun þegar einhver sem
hefur ætíð verið svo stór hluti lífs
manns deyr, að allt mitt lífshlaup
nær ekki að fylla einn ijórða af
þeim árum sem hann hafði að baki.
Mesta gæfan í lífi afa var hún
amma. Amma stóð eins og klettur
við hlið hans alla tíð, barátta afa
var barátta ömmu. Trygglynd
hjúkraði hún honum síðustu mánuð-
ina og með aðstoð og hlýhug ætt-
ingja og vina að ógleymdri ómetan-
legri aðstoð Heimahlynningar
Krabbameinsfélags íslands tókst að
hafa afa heima til hinstu stundar,
sem var einlæg ósk og vilji þeirra
beggja.
Ég kveð afa nú hinstu kveðju og
þakka honum fyrir allar þær stund-
ir sem við áttum saman og öll heil-
ræðin.
Steinar Þór Sveinsson.
Margar ljúfustu bernskuminning-
ar mínar tengjast Laxalóni og fólk-
inu sem þar hefur búið. Húsbóndi
þar í langan tíma var Skúli Pálsson,
löngum kenndur við staðinn, sem
stendur svo fallega í jaðri Reykja-
víkur. Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara í heimsókn að Laxalóni
með foreldrum mínum; bíða eftir
að Skúli kæmi að sækja okkur í
Vesturbæinn á jeppanum sínum,
með hattinn og vindilinn. Það voru
spennandi sunnudagar. Framundan
var langt ferðalag fyrir ungan
mann, á holóttum vegum í reyk- og
rykmettuðum jeppanum, en ákefðin
var mikil að komast uppeftir, því
að þar hófust ævintýrin fyrir alvöru.
Kannski fékk maður leyfí til að
skoða kviðpokaseiðin í skrítria klak-
húsinu, fískana í tjörnunum eða ef
til vill að renna fyrir físk í læknum
neðan tjama. Það var nú hápunktur-
inn. Þessi atvik em mér enn í fersku
minni þegar Skúli Pálsson á Laxal-
óni er allur, 86 ára gamall.
Síðar meir, er ég óx úr grasi,
kynntist ég Skúla Pálssyni vel og
sá þá fljótt, að þar fór um margt
óvenjulegur maður með háleitar
hugsjónir og ódrepandi baráttuþrek
fyrir málstað sínum og uppbyggingu
nýrrar atvinnugreinar á Islandi. Svo
sannarlega var Skúli frumkvöðull í
fískeldi á íslandi með þeirra tíma
tækni og hann hafði tröllatrú á þess-
ari atvinnugrein, sem gæti falið í
sér miklar gjaldeyristekjur og at-
vinnusköpun fyrir ísland framtíðar-
innar, landið sem hann hafði svo
mikla trú á.
Barátta Skúla, hins kjarnyrta,
hugmyndaríka, vestfirskra atorku-
manns fyrir framgangi fískeldis er
mörgum kunn, en þrátt fyrir mótbyr
og skilningsleysi ráðamanna á
möguleikum þeim, sem gætu falist
í skynsamlegri uppbyggingu físk-
/
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
dýrir
dúúar
HÓPFERÐU
HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐð
FRÁ12TIL65 FARÞHGA
LEITIÐ UPPLYSINGA
HOPFERÐAMIÐSTOÐI
Bíldshöfða 2a,
sfmi 685055, Fax 674969
eldis á íslandi, gafst hann aldrei upp
og var sannfærður um það til hinztu
stundar að hér á landi væru ekki
síðri skilyrði og tækifæri í þessari
grein en í nágrannalöndum okkar,
þar sem hann hafði kynnt sér fram-
gang mála mjög ítarlega. í þessum
efnum lagði Skúli Pálsson sannar-
lega sitt af mörkum.
Það er skoðun mín, að ef hlustað
hefði verið betur á áform og fyrir-
ætlanir Skúla Pálssonar í atvinnu-
málum, einkum þeim er sneru að
fískeldi, á árunum upp úr 1950,
væru fleiri tekjuskapandi tækifæri
í íslenzku þjóðlífí í dag og þá væri
hægt að skrifa ijölbreyttari og já-
kvæðari atvinnusögu íslendinga.
Skúli var stefnufastur maður,
einlægur baráttumaður fyrir frelsi
einstaklingsins, ákafur talsmaður
vestrænnar samvinnu og aðdáandi
stjómarfars og tækifæra í banda-
rísku þjóðlífi. Marga rimmuna háð-
um við Skúli á menntaskólaárum
mínum, er hjartað í mér sló ótt og
títt vinstra megin og viðkvæm styij-
öld var háð í Suðaustur-Asíu. Þar
brást ekki stuðningur hans við
stefnu Bandaríkjamanna í utanrík-
ismálum gegn kommúnisma og
frelsiseyðingaröflum, sem hann
nefndi svo, og var oft heitt í kolun-
um. Inn á milli fórum við í þagnar-
bindindi hvor gagnvart öðmm til
að bjarga fjölskylduboðunum. Já,
margt hefur verið sagt og mörg orð
fallið. Síðan hefur líka margt breyst.
Skúli kvæntist föðursystur minni,
Svövu Skaftadóttur, mikilli kjam-
orkukonu, sem lifír mann sinn. Hún
stóð órofa við hlið Skúla í allri bar-
áttunni á misjöfnum tíma í gengi
og efnum. Hún bjó Skúla og sér
reisulega umgerð í Laxalóni. Þar
var fallegt og höfðinglegt heimilis-
líf, sem reis langt upp úr meðal-
mennskunni. Það kunni Skúli líka
vel að meta.
Þau eignuðstu þijá syni, sem all-
ir eru vel metnir menn í þjóðfélaginu
í dag.
Mikill maður er genginn. Ég votta
aðstandendum Skúla Pálssonar
samúð mína. Blessuð veri minning
hans.
Örn Þorláksson.
—
GDAHÍSARÁGÓÐUVESÐI
jiB iífl
IU
i IIS
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
Séiiræðingar
i bióniaskroytiiiguin
við öll la'kihrri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstadastrætis,
sími 19090
Glæsilq* kaíii-
hlaðlxirð i’allcgir
salir og mjög
gtíð þjónnsta.
L’ppíýsmgar
í síma 2 23 22
FLUGUEIDIR
HðTEL L0FTIE1IIK