Morgunblaðið - 07.04.1993, Page 36

Morgunblaðið - 07.04.1993, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 36 Sveinbjöm Finnsson frá Hvilft - Minning Mig langar, með örfáum orðum, að minnast afa míns sem lést hinn 1. apríl síðastliðinn. Þá var hann búinn að heyja langt stríð og var eflaust hvíldinni feginn. Eitt af því fyrsta, sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um liðn- ar samverustundir, tengist því þegar ég, pínulítil, kom í heimsókn til afa og farmor. Það var alltaf mikið ævintýri. Ég man eftir stofunni með þykku teppi þar sem ég fékk lánuð gömul spil og byggði úr þeim kast- ala; ég fékk að glamra á flygilinn og síðast en ekki síst man ég eftir því að það fyrsta sem ég gerði í slíkum heimsóknum var að fá afa með mér út í garð. Þar var svolítið skrýtið fyrirbæri, nefnilega galdra- tré. Leið okkar lá alltaf að ákveðnu tré í garðinum. Og á meðan ég beið eftirvæntingarfull hristi afi tréð. Og viti menn, við það duttu úr því kar- mellur, mér alltaf til jafnmikillar undrunar. Og það sem meira var, þetta gerðist bara þegar afi hristi tréð, enginn annar bjó yfír þessum hæfíleika. Þegar ég var fímm ára fluttist ég ásamt fjölskyldu minni austur á Reyðarfjörð. Það hafði í för með sér að fjölskylduna í Reykjavík sáum við ekki eins mikið og áður. En þegar við brugðum okkur bæjarleið einu sinni til tvisvar á ári bjuggum við hjá afa og farmor. Ég man að afi var alltaf kominn á fætur á und- an mér og Þyrí, systur minni, en þegar hann heyrði okkur rumska var hann jafnóðum kominn með ferskan appelsínusafa sem hann færði okkur í rúmið. Góð byijun á nýjum degi! Á jólunum breytti hann hins vegar út af venjunni og færði okkur heitt súkkulaði. Okkur leið bókstaflega eins og prinsessum. Og á kvöldin þegar við fórum að sofa bauð hann okkur góða nótt á fram- andi máli: Buona notte, dorma bene. Þetta notum við systur oft,' enn þann dag í dag, og minnumst afa í leiðinni. Afa þótti mjög vænt um garðinn sinn. Hann undi þar, ásamt farmor, flestum frístundum sínum, enda bar garðurinn þess skýr merki. Hann var stór og undurfallegur. Stundum fékk ég að hjálpa afa með dalíum- ar. Yfír hásumarið settu þær mestan svip á garðinn, enda voru þær stór- ar og kraftmiklar, því að vel var hugsað um þær. Eftir að afí og far- mor fluttust í minna húsnæði og ég, ásamt foreldrum mínum og systkin- um, fluttist í gamla húsið héldu þau áfram að koma í garðinn. Hann var þeirra líf og yndi. Afí var mikill grínisti og stríðinn var hann líka. Til eru ótai sögur af brögðum hans sem komu öllum til að hlæja. Afí ferðaðist mikið á yngri árum í sambandi við störf sín. í þá daga voru slík ferðalög, heimshomanna á mili, ekki eins algeng og nú og ferðamátinn allt öðruvísi. Núna, síð- ustu árin, þegar ég hef heimsótt afa og farmor, hefur hann alltaf sagt mér sögur af ferðum sínum og upp- lifunum, mér til mikillar skemmtun- ar. Það vantaði ekki minnsta smáat- riði í frásagnirnar og fyrir rúmum tveimur mánuðum sat ég síðast hjá nonum og hlustaði. Það er gott að minnast góðs manns. Ég vil biðja Guð að styrkja far- mor og við afa vildi ég segja: Buona notte, dorma bene. Björg. „Trúin og kærleikurinn er það tvennt sem mér þykir mest um vert í lífí mínu.“ Þannig svaraði tengda- faðir minn spumingu er hann lá banaleguna. Þetta tvennt voru áber- andi þættir í lífsvef hans, sem var margslunginn. Áhugamál hans og viðfangsefni voru afar mörg og ég kynntist mörgum þeirra. Sveinbjöm var mikill ræktunarmaður. Hann ræktaði garðinn sinn og hann rækt- aði frændgarð sinn og fjölskyldu. Hann var trúaður og á tímamótum fjölskyldunnar vitnaði hann oft í heilaga ritningu, sem var honum töm á tungu. Eitt af áhugamálum hans var stangaveiði, sem hann stundaði í áratugi. Þar sameinaðist áhugi hans á útiveru, veiðiskap og þeirri rækt sem hann alla jafna lagði við sína nánustu. Flestar veiðiferðir vom farnar með bömum, tengdabörnum, bræðmm, mágum, en fyrst og síð- ast með tveim æskuvinum hans og frændum, þeim Sveini Jónssyni og Baldvini Sveinbjamarsyni, en þeir em nú báðir látnir. Sveinbjöm var gæfumaður í einkalífí. Hann kynntist konuefni sínu á námsámm í London, en kona hans, Thyra, er af dönsku bergi brotin. Þau hjón eignuðust fjögur börn, en þau em Gunnar, kvæntur Kristínu Érlu Albertsdóttur, Arndís, gift undirrituðum, Hilmar, kvæntur Jósefínu Ólafsdóttur, og Ólafur Will- iam, kvæntur Bryndísi Margréti Valdimarsdóttur. Bamabörnin em tíu og bamabarnabömin tvö. Nú þegar kveðjustundin er mnnin upp er mér efst í huga þakklæti til manns, sem reyndist mér sem vin- ur, félagi og annar faðir. Ég bið góðan guð að styrkja Thym tengda- móður mína og ástvini alla. Blessuð sé minning tengdaföður míns, Sveinbjarnar Finnssonar. Hrafn Jóhannsson. í bænum undir bröttum Qallatindum er bergt af hinum djúpu, tæru lindum og þaðan stafar styrkur sá og hreysti sem stefnir hæst og borgartuminn reisti. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Oft er það á orði haft að bestu vinina eignist maður í bemsku eða á æskuámm. Sumirtakajafnvel það djúpt í árinni að fullyrða að tryggða- vini eignist maður tæpast eftir tví- tugt. Má vera að í þessum hugmynd- um leynist eitthvert brot af sann- leika en þær munu síður en svo al- gildar staðreyndir. Eða mun það vera einsdæmi að bæði böm okkar hjóna hafa fært okkur þá vini í tengdaforeldmm sínum að við höf- um ekki aðra betri átt? Þegar Sveinbjöm Finnsson hefur kvatt og fellt að stöfum þær hurðir sem enginn lokar sér að baki nema einu sinni ljóma í hug okkar minn- ingar um bjartan dag með góðum dreng. Honum var margt til lista lagt. Meðal annars kunni hann flest- um betur að vera góður vinur. Það þurfti ekki meira en heyra nafn hans nefnt svo að manni hlýnaði í sinni, að heyra rödd hans í síma gerði manni glatt í geði, að hitta hann að máli var hátíð. Sveinbjöm Finnsson fæddist að Hvilft í Onundarfírði 21. júlí 1911. Foreldrar hans voru Finnur bóndi á Hvilft Finnsson, Magnússonar bónda á sama stað Einarssonar, og kona hans Guðlaug Jakobína Sveinsdóttir Rósinkranssonar bónda og skipstjóra á Hvilft. Móðir Finns Finnssonar var Sigríður Þórarins- dóttir frá Vöðlum og móðir Guð- laugar Sveinsdóttur var Sigríður Sveinbjarnardóttir af kunnum breiðfírskum ættum. Finnur og Guðlaug bjuggu á Hvilft í fjóra ára- t'ugi og voru forystufólk í héraði um flesta hluti. Bæði vora þau góðum gáfum gædd og betur mennt en bændafólk almennt á fyrra hluta aldarinnar. Finnur Finnsson var fyrstur manna kjörinn heiðursborg- ari í Önundarfirði. Sveinbjörn var elstur bama þeirra. Hin voru: Ragnheiður kenn- ari, Hjálmar viðskiptafræðingur, Jakob (dó ungur stúdent), Sigríður hjúkranarkona, Sveinn lögfræðing- ur, Jóhann tannlæknir (látinn), María hjúkranarkona, Málfríður hjúkrunarkona, Kristín nuddkona og Gunnlaugur fyrram alþingismað- ur, bóndi á Hvilft og kennari. Ekki hefur verið slakur heiman- búnaður þeirra Hvilftarsystkina. Öll hafa þau borið fagurt vitni foreldr- um sínum og íslenskri bændamenn- ingu — sem skammsýnir oflátar vilja nú helst feiga. Sveinbjöm lagði fyrstur þá slóð sem hin fetuðu síðan á eftir honum. Hann hélt til Akur- eyrar og lauk stúdentsprófí frá MA 1933. Hefði hann því orðið 60 ára stúdent um sólstöður í sumar ef honum hefði enst aldur. Sveinbjörn bast bekkjarsystkinum sínum traustum vináttuböndum, hafði ánægju af samfundum við þau og aðra norðanmenn. Flestir samstúd- entar hans eru nú af heimi horfnir. Þá var Sveinbjörn mjög handgeng- inn Sigurði Guðmundssyni skóla- meistara, einum stórbrotnasta skólamanni þessarar aldar, og lýsir vinátta þeirra báðum nokkuð. Sveinbjöm Finnsson stundaði nám í Lundúnum við London School of Economics og lauk þaðan prófí 1939. Jafnan vann hann fyrir sér meðan á námi stóð, var meðal ann- ars við störf í Síldarverksmiðju rík- isins á Sólbakka við Önundarfjörð og verksmiðjustjóri þar 1935-1937. Til Lundúna sótti Sveinbjörn ekki einungis menntun heldur og þá gjöf sem honum var dýrast gefin, konu sína frú Thyra. Hún er danskrar ættar og vora foreldrar hennar Will- iam Olsen skókaupmaður í Slagelse á Sjálandi og kona hans Olga Olsen píanókennari. Thyra Finnsson. er stúdent og vann lengi sem ritari, auk þess sem hún gegndi húsfreyju- störfum með þeim þokka og glæsi- brag sem seint mun gleymast þeim sem til þekktu. Heimili þeirra Svein- bjamar var fagurt og sérstætt. Málverk, bækur, blóm og fallegir gamlir munir gæddu það menning- arlegum blæ. Bæði vora þau rækt- unarfólk og undu mörgum stundum í garði og gróðurhúsi þar sem smekkvísi þeirra og listfengi naut sín ekki síður en innanhúss. Sveinbirni og Thyru varð fjögurra barna auðið. Þau era: Gunnar Finns- son rekstrarhagfræðingur hjá Al- þjóðaflugmálastofnuninni í Montreal í Kanada, kvæntur Krist- ínu Erlu Albertsdóttur húsfreyju; Arndís Finnsson hjúkranarkona, gift Hrafni Jóhannssyni tæknifræð- ingi og eiga þau fímm böm, Svein- björn, Mörtu, Guðlaugu, Kristínu Ingu og Olgu; Hilmar Finnsson tæknifræðingur, kvæntur Jósefínu Ólafsdóttur bókasafnsfræðingi, þau eiga þijú böm, Björgu, Evu Þyri og Gunnar; Ólafur William Finnsson viðskiptafræðingur og flugstjóri, kvæntur Bryndísi Margréti Valdi- marsdóttur læknaritara og eiga þau tvö böm, Ragnar og Elísabetu. Þegar Sveinbjöm Finnsson kom heim frá námi á Englandi vora tímar viðsjálir — svo að vægt sé til orða tekið. Kölluðu þá að margvísleg störf í þágu þjóðar sem löngum hafði verið alleinangrað en hafði nú skyndilega sogast inn í hringiðu heimsstyrjaldar. Hann var til að mynda aðstoðarmaður Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra á stofn- fundi Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNRRA) í Bandaríkjun- um árið 1943. Sveinbjöm Finnsson kom víða við sögu. Ferill hans einkennist af því hve oft hann raddi brautir — og jafnan til heilla. Hann var til að mynda fyrsti verðlagsstjóri á íslandi 1943-1946. Hafði hann áður verið fulltrúi verðlagsnefndar 1939- 1941, fulltrúi Tveggjamannanefnd- arinnar 1941-1942 og skrifstofu- stjóri viðskiptanefndar 1942-1943. Hann var framkvæmdastjóri vöru- skipta á Ítalíu á áranum eftir heims- styijöldina, 1946-1948. Hann gerð- ist brautryðjandi í vinnslu humars hériendis, byggði upp veiðar og vinnslu og vann vöranni markað á áranum 1950-1954. Hann var for- göngumaður um stofnun Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra og fyrsti framkvæmdastjóri þess 1957- 1962. Hann sat og í fyrstu stjórn Öryrkjabandalags Islands. Hann var kennari og síðast yfírkennari við gagnfræðadeildir Vogaskóla í Reykjavík 1963-1979 og gerðist þá einn brautryðjenda um starfs- fræðslu í skólum. Þá ber þess að geta sem mér fínnst merkast á fjölbreyttum starfsferli hans að hann vann mjög að endurreisn Skálholtsstaðar ásamt vini sínum, snillingnum Sig- urbirni Einarssyni biskupi, og fleiri góðum mönnum. Hann fór meðal annars nánast um allt land til að efla áhuga á því máli. Síðar gerðist hann staðarráðsmaður á biskups- stólnum forna, hinn fyrsti á síðari tímum, og gegndi því starfí frá 1964 og fram undir áttrætt eða til 1990. Fór vel á því að hagfræðingur frá Englandi skyldi veljast til þess starfa því að frá Bretlandseyjum bárast heillavænleg áhrif út hingað á fyrstu árum Guðs kristni í landinu. Sveinbjöm Finnsson var karl- menni. Hann raddi víða nýjar braut- ir. Hann var tíðum í fararbroddi er liði var skipað til baráttu fyrir mál- um sem til heilla horfðu. Honum var gefíð þrek og þolgæði og sú mannslund sem gleðst meira yfír vel unnu verki en laununum sem goldin eru fyrir það. Göfgasta gleði í sál gefur raér unnið verk, kvað Jóhannes úr Kötlum og mun slík gleði ekki hafa verði framandi Sveinbimi Finnssyni. En eitt tamdi hann sér aldrei og kunni ekki: að hreykja sér og sýnast. Hógværð hans og hlédrægni var slík að á honum sannaðist að „fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá“. „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini," sagði Bera við Ljósvíkinginn. Maður er, eins og af sjálfu sér, staddur í mikilli birtu ef hugsað er til Sveinbjarnar Finnsson- ar. Hann var maður birtu, hlýju og gleði. Yfír honum var heiðríkja og frá honum stafaði ljóma, jafnvel eftir að sjúkdómur sá sem honum varð að aldurtila hafði gripið hann heljartökum. Við minnumst hans með virðingu og þökk fyrir daginn, fagran og mildan, vottum frú Thyra og öðram Sigmjón Magnús- son - Minning Siguijón Magnússon háloftamað- ur lést að morgni laugardagsins 27. mars 1993 að heimili foreldra sinna, Sæbóli, Seltjamamesi. Siguijón útskrifaðist frá Versl- unarskóla íslands með verslunarpróf og starfaði við verslunarstörf í fyrstu en réðst síðan til Veðurstofu Islands 14. mars 1962, og var fastráðinn 1. ágúst sama ár. Hann var duglegur og gáfaður maður og starfíð lék í höndum hans þrátt fyrir nokkra erf- iðleika, sem hann átti við að stríða. Við Siguijón störfuðum saman í rúm 30 ár og á tímabili var Siguijón trúnaðarmaður á vinnustað og innti það starf af hendi með ágætum og komst ég þá enn betur að því, hve Siguijón gat verið sanngjarn og sam- vinnuþýður þrátt fyrir stefnufestu og eindrægni. Siguijón var ekki lengi í hjóna- bandi, en þau hjónin eignuðust dótt- ur. Siguijón talaði ávallt hlýlega um fyrrverandi eiginkonu sína og auð- heyrt var að dóttirin var augasteinn- inn hans. Ég færi dóttur og móður hennar, svo og öldraðum foreldram Sigur- jóns, systkinum hans og frændliði okkar innilegustu samúðarkveðjur því að ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar allra, sem unnum með Sigur- jóni á Veðurstofunni. Borgþór H. Jónsson. ástvinum hans djúpa samúð og biðj- um Guð að gefa honum nú raun lofí betri. Olafur Haukur Árnason. Við þáttaskil eykst bjartsýni, þeg- ar vænst er framtíðar, sem þá virð- ist færast nær með auknum mögu- leikum. Þannig var 1963, þegar ís- lenska ríkið afhenti þjóðkirkjunni á ný Skálholtsstað til eignar, forsjár og ábyrgðar og lét að auki fylgja með nokkurn heimanmund, sem nam einni milljón til frekari upp- byggingar og rekstrar. Ljómi fomrar sögu lék líka um hugi og stað, þegar á ný var ráðinn ráðsmaður til Skálholts. Þótti þá sumum sem þegar mætti greina þá nýju tíma, sem vænst hafði verið og gerðir að bænarefni um langa hríð. Fáir glöddumst sem Sveinbjörn Finnsson og fagnaði ekki aðeins áföngum og nýjum möguleikum, heldur einnig því að mega áfram leggja sitt fram og vera kvaddur til nokkurrar forystu. En hann var ráðinn staðarráðsmaður i Skálholti og skyldi hafa forsjá mála og leggja þeim lið svo sem nokkur kostur var. Sveinbjörn hafði skipað sér í sveit þeirra, sem í Skálholtsfélaginu höfðu unnið að endurreisn þessa göfugasta staðar íslands. Það var því vel við hæfi, að honum skyldi falin ráðsmennskan á hendur og dró hann heldur hvorki af sér né lét sér detta úrtölur í hug. Hann gekk til starfa af þeirri reisn sem honum var eðlislæg og sópaði að honum á stéttum og orð féllu létt og eðlilega, þegar hann lýsti verkum og túlkaði vonir. Og þótt honum það gott, þeg- ar útlendingar sóttu staðinn heim og hann fræddi þá og leiðbeindi. Og þó var það enn best, þegar slík- ir vora frá frændþjóðum á Norður- löndum og höfðu hug á því að styðja stofnun lýðháskóla á þessu forna og merka fræðasetri. Þá brosti Sveinbjöm breitt og bauð styrkan faðm traustrar vináttu. Enda vora vinir Skálholts vinir hans og vegur Skálholts honum mikið kappsmál. Þó varð ráðsmennskan aðeins hlutastarf. Og ekki fylgdi árleg milljón heimanmundar verðlagi og kostnaðarhækkunum á flestum sviðum. Þó breytti slíkt ekki öllu fyrir Sveinbirni, þótt gjarnan hefði hann kosið að vinna Skálholti án þess sitthvað annað krefðist tíma hans og þjónustu. Hann var ævin- lega reiðubúinn og sífús og bjart- sýni hans var örvandi og hollustan hvetjandi. Fyrir hönd þjóðkirkju Islands þakka ég Sveinbirni Finnssyni nú að leiðarlokum merkrar farar, þar sem víða var komið við. Þakka hon- um sérstaklega fyrir Skálholt og forystu hans á þeim vettvangi. Við kveðjum Sveinbjöm Finns- son, staðarráðsmann Skálholts, og felum Guði góðar minningar og örv- andi upprifjan hvatninga hans og fyrirmyndar. Biðjum ástvinum hans blessunar Guðs — og Skálholti og þeim, sem að málum þessa merka staðar starfa. Fyrir hönd þjóðkirkjunnar og kirkjuráðs er mætum syni íslands og hollvini Skálholts þakkað og hann Guði falinn til eilífrar fórsjár. Ólafur Skúlason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.