Morgunblaðið - 11.05.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.05.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 104. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Veðjað á sönglag Króata London. Reuter. BRESKIR veðbankar telja lag Króatíu sigurstranglegast í söngvakeppni Evrópusam- bands sjónvarpsstöðva sem fram fer í Millstreet á írlandi nk. laugardag. Króatíska lagið, „Don’t Ever Cry“, er þrungið þjóðerniskennd og er talið að flytjendur nái til sín mörgum samúðaratkvæðum. Sigurlíkur þess eru metnar 4/1, þ.e. að það sigraði í einu tilviki af fjórum, en næst kemur breska lagið, „Better The Devil You Know“, og líkur þess á sigri eru metnar 6/1. Þar næst kemur írska lagið. % Bandaríkjamenn ákveða að bíða úrslita í þjóðaratkvæði Bosníu-Serba Akvörðun um hemaðar- íhlutun í Bosníu frestað Sanýevo, Washington, Brussel. Reuter. ÚTVARPIÐ í Sarajevo sagði í gærkvöldi að sveitir múslima og Króata hefðu virt að vettugi vopnahlé sem leiðtogar þeirra sömdu fyrr um daginn í borginni Most- ar. Harðir bardagar hefðu haldið áfram í gærkvöldi í mið- og suðurhluta Bosníu. Bandarísk sljórnvöld ákváðu í gær að fresta ákvörðun um hugsanlega hern- aðaríhlutun í Bosníu fram yfír helgi eða þar til niðurstöður í þjóðaratkvæði Bos- níu-Serba um friðaráætlun Owens lá- varðar og Cyrus Vance, milligöngu- manna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Evrópubandalagsins (EB), lægju fyrir. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að ákvörðun um aðgerðir í Bosníu hefði verið frestað að ósk Evrópuríkja sem viljað hefðu bíða úrslitanna í þjóðaratkvæðinu, sem fram fer 15.-16. maí. Eftir sem áður væri afstaða Bandaríkjastjórnar óbreytt, fulltrúar Bosníu-Serba hefðu hafnað friðsamlegri lausn og því væri nauðsynlegt að beita þá enn meiri þrýstingi til að stöðva stríð- ið, þ. á m. hemaðaraðgerðum. í gær sagðist Pavel Gratsjev, utanríkisráðherra Rússlands, andvígur loftárásum á skotmörk Serba, neyða yrði þá til þess að fallast á friðaráætlunina með efnahagálegum þvingunum. Leiðtogar Bosníu-Serba óskuðu eftir því í gær við sendiherra erlendra ríkja í Belgrad að erlendir eftirlitsmenn fylgdust með þjóðarat- kvæðinu um næstu helgi, bæði undirbúningi þess og framkvæmd. Stöðva aðdrætti Utanríkisráðherrar EB buðust í gær til þess að senda hundruð eftirlitsmanna til þess að fylgjast með því hvort Slobodan Milosevic Serb- íuforseti stæði við fyrirheit um að loka flutn- ingaleiðum til Bosníu fyrst Bosníu-Serbar höfn- uðu friðaráætluninni. Fullyrt var að ákvörðun Milosevics hefði þegar bitnað á Radovan Karazdic, leiðtoga Bosníu-Serba, sem snúið hefði verið við er hann hugðist fara til Belgrad um helgina. Heitt í kolunum íKyoto Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðs- ins stendur nú yfir í Kyoto í Japan og er þar tekist á um hvort bann- ið við hvalveiðum eigi að gilda áfram. Japanir, Norðmenn og nokkrar fleiri þjóðir vilja hefja þær að nýju en Bandaríkjamenn og sum vestræn ríki önnur beita sér fyrir undantekningalausri hvalfriðun. I gær sökuðu Japanir sum vestræn ríki um hræsni, sögðu þau setja hvalinn á stall sem æðri veru en sjá ekkert athugavert við að drepa aðrar skepnur sér til lífsviðurvær- is. Hvalveiðimenn og friðunarsinn- ar hafa látið til sín taka fyrir utan fundarstaðinn í Kyoto. Á stóra borðanum undir uppblásna hvaln- um segir, að Alþjóða hvalveiðiráðið eigi að stuðla að skynsamlegri nýtingu hvala en spjaldberinn held- ur því fram, að Japanir styðji sér- stök griðasvæði fyrir hvali. Sjá „Norðurlönd sögð styðja hvalveiðar" og fleiri fréttir um hvalveiðimál á bls. 26. Reuter Fyrstu forseta- og þingkosningar í Paraguay í 182 ára sögu landsins Colorado-flokkurinn hrósar öruggum sigri Asuncion. Reuter. JUAN Carlos Wasmosy, frambjóðandi Col- orado-flokksins, stjórnarflokks Suður- Ameríkuríkisins Paraguay í 45 ár, virtist í gær hafa farið með sigur af hólmi í for- setakosningum sem fram fóru á sunnudag. Þegar 67% atkvæðanna höfðu verið talin var Wasmosy með sjö prósentustiga forystu á Guillermo Caballero Vargas, frambjóðanda Þjóðareiningar- flokksins, og þriðji Domingo Laino, frambjóðandi Fijálslynda róttæka flokksins. Wasmosy lýsti yfír sigri á sunnudagskvöld. Rúmlega 200 erlendir eftirlitsmenn fylgdust með kosningunum, sem fóru friðsamlega fram þótt marg- ir hefðu búist við átökum við kjörstaði. Jimmy Cart- er, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem fór fyrir einni eftirlitsnefndinni, kvaðst ekki hafa orðið var við alvarlegt kosningasvindl. Meirihluti á þingi? Þetta eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í 182 ára sögu landsins. Ennfremur voru kosnir 40 öld- ungadeildarþingmenn og 85 fulltrúadeildarþing- menn. Búist var við að Colorado-flokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu. Alfredo Strössner hers- höfðingi, sem ríkti í 34 ár í skjóli hervalds þar til honum var steypt 1989, var frambjóðandi flokksins í nokkrum kosningum sem einkenndust af miklu kosningasvindli. Andres Rodriguez forseti, sem stjórnaði valdaráninu, vann yfirburðasigur í forseta- kosningum þremur mánuðum síðar og studdi Wasm- osy í kosningunum á sunnudag. Reuter Kosningaeftirlit JIMMY Carter, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, kannar kjör- stað í Asuncion, höfuðborg Paraguay. Verkfalli hótaðí Finnlandi Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. FINNSKA alþýðusambandið (SAK) hótar víðtækum verk- föllum til að koma í veg fyr- ir breytingar á vinnulöggjöf- inni. Lauri Ihalainen, for- maður SAK, sagði í gær að sér þætti leitt að þurfa að hóta verkföllum en nú væri nóg komið af einhliða að- gerðum ríkissljórnarinnar. Stjórnin hefur íhugað að breyta vinnulöggjöfinni með þeim rökum að fækka þurfi þeim ákvæðum sem gera ráðningu vinnuafls óhagstæða fyrir atvinnurekendur. Að mati stjómarinnar stafar atvinnuleysið í landinu að hluta af þeim lögum og samningum sem takmarka samn- ingsrétt einstaklinga við vinnuveit- endur. Því sem næst öll launþegasamtök Finnlands eru óánægð með aðgerð- ir Illkas Kanervas vinnumálaráð- herra (Hægriflokknum) sem eru aðeins sagðar miða að lækkun launa og því að draga úr áhrifum verkalýðsfélaganna. Að mati sam- takanna reynir hægristjórnin að draga úr gildi allsheijar kjarasamn- inga með því að lögleiða ýmsar mikilvægar undantekningar á þeim. Fyrsta skrefið í þá átt hafi verið hugmynd vinnumálaráðuneytisins um að stuðla að ráðningu ungra atvinnuleysingja á lægri launum en samið hefur verið um í kjarasamn- ingum. Launþegasamtökin vöruðu við því að þetta gæti orðið til þess að vinnuveitendur segðu upp eldra fólki til að geta ráðið yngra og ódýrara vinnuafl. Stjórnin kveðst ætla að leggja fram frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfinni á fimmtudag nái aðilar vinnumarkaðarins ekki sam- komulagi um samsvarandi breyt- ingar fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.