Morgunblaðið - 11.05.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.05.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 3 Ætlaði ölv- aður á vöru- bíl norður TVÍTUGUR karlmaður stal vöru- bifreið með tengivagni á Skóla- vörðuholti aðfaranótt laugardags og hugðist hann aka til Akur- eyrar. Lögreglan stöðvaði hins vegar för hans á Grensásvegi og þótti mildi að ekki skyldi hljótast slys af akstri mannsins, en hann var ölvaður. Lögreglan var á eftirlitsferð á Grensásvegi um nóttina, þegar vöru- bílnum var ekið viðstöðulaust inn á götuna af Sogavegi og hundsaði ökumaðurinn stöðvunarskyldu- merki. Vörubíllinn stefndi beint á lögreglubílinn, en ökumanni hans tókst að sveigja frá og gefa stöðvun- armerki. Ökumaður vörubílsins virt- ist á báðum áttum um hvort hann ætti að sinna því, en varð að stöðva á næstu gatnamótum vegna umferð- arljósa og annarrar umferðar. 7.890 kíló Þegar lögreglan kannaði för mannsins kom í ljóst, að hann hafði brotið hliðarrúðu í 7.890 kg þungum vörubílnum, þar sem hann stóð á Skólavörðuholti. Eftirleikurinn var auðvéldur, þar sem bíllyklamir voru við hlið ökumannssætis. Lögreglan telur mikla mildi, að tekist hafi að stöðva ökutækið í tíma, áður en óhapp hlaust af, en maðurinn gaf þá skýringu á ferðum sínum að hann væri á leiðinni til Akureyrar. Sjaldséðir fuglar Brúnheiðir fyrir austan og á Akranesi BRÚNHEIÐIR sást í Öræfasveit fyrir skömmu og seinna sást til fuglsins á Akranesi. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings, er þetta í annað sinn sem hann sést hér á landi en hann sást síð- ast árið 1944 á Kvískerjum í Ör- æfasveit. Þá sást sparrhaukur nýlega fyrir austan sem einnig er sjaldséður hér en hann hefur þó sést oftar. Brúnheiðir er ránfugl á stærð við fálka og lifir mest á músum sem hann veiðir sér til matar. Hann er lágfleygur og fer hægt yfir. Heim- kynni hans eru Mið- og Suður- Evr- ópa. Talið er að fuglinn sem sást á Akranesi hafi verið sá sami og sást fyrir austan. Sparrhaukur er með sjaldgæfari fuglum hér á landi. Hann er minni en brúnheiðir en aðeins stærri en smyrill. Heimkynni hans eru á sömu slóðum í Evrópu. ------------ Viðeyjarfeijur Eysteinn tekur við EYSTEINN Ingvason tók við ferjurekstri í Viðey frá og með I. maí síðastliðnum af Hafsteini Sveinssyni. Hann rekur einnig Hríseyjarfeijuna, Sæfara í Eyja- firði. Eysteinn sagði að rekstur Viðeyj- arferjunnar yrði óbreyttur en hugs- anlega yrði boðið upp á ferðir um sundin. Sem fyrr eru Viðeyjarferj- urnar tvær, Maríusúð og Skúlaskeið. Wilkhahn IsunDOl Stál$Stil Wilkhahn skrifstofustólar, biðsæti og ýmis önnur húsgögn fyrir vandláta kaupendur. SundoAB skólahúsgögn. Staal & Stil AS ERO skristofustólar. Kinnarps AB skrifstofuhúsgögn ásamt ýmsum stólum, sófum og borðum. 80 ára gömul brú end- urnýjuð VINNA við endurnýjun gömlu brúarinnar á Hrúta- fjarðará hjá Brú er hafin. Guðmundur Sigurðsson, brúarsmiður á Hvammstanga, sem hér sést með brúna í baksýn, stjórnar verkinu. Til stóð að byggja nýja brú töluvert fyrir norðan núverandi brú og að ein brú yrði byggð í stað brúa yfir Síká og Hrúta- fjarðará en þeirri framkvæmd hefur verið frestað og því þarf að laga gömlu brúna. Það er gert með því að brúin, sem byggð var 1912 og endurnýjuð 1946 og 1983, er notuð sem kjarni fyrir nýja brú og mun halda mótunum uppi. Guðmundur sagði að nýja brúin væri byggð utan um þá gömlu. Með því móti verður tiltölulega lítið rask í ánni í upphafi laxveiðitímans. Guðmundur segir að brúnni verði lokað í um það bil mánuð í vor og verði útbúið framhjáhlaup með bráðabirgða- brú fyrir umferðina á meðan. Brúin verður 7,8 m breið með tveimur akreinum en núverandi brú er með einni akrein. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við höftim fengið nýjan umboðsaðila á íslandi Þar sem Sess hf. hefur hætt starfsemi hafa eftirtalin íyrirtæki gert samning við Pennann sf. um að taka að sér þjónustu, sölu og dreifingu á vörum sfnum á Islandi: ^ánnorpv Stálfií Stil jsuhpöi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.