Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993
9
SUMARFRAKKAR
20% AFSLÁTTUR
B O G N E R
sérverslun v/Óöinstorg, sími 25177
VIÐ RYMUM TIL
Vegna breytinga mikill
AFSLÁTTUR
af nýjum sumarvörum.
Dragtir - pils - buxur o.m.fl.
aórm,r
FAXAFENI5
Geirmundur, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir,Ari Jónsson, Maggi Kjartans
Kynnar: Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal.
S\talseáill:
'Rjómasúpa Trincess m/JuqlaHjöli
■Camba- oq qrísasieik m/ rjómasveppum oq rósmarínsósu
/Xppelsínuís m/ súkkulaSisósu
Lifandi tónlist fyrir matargesti: Stefán E. Petersen, pianó
og Arinbjörn Sigurgeirsson, bassi.
Hljómsveit GeirmundarValtýssonar
Þríréttaður leikur fyrir dansi
kvöldverður kr. 3.900
Verð á dansleik kr. 1.000 IKOTEL JrVjjAND
Þú sparar kr. 1.000 sími 687111
Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel islandi.
Þrefalt öryggi: •
Stáltá,
stálþynna í sóla •
og það nýjasta er |
slithetta á tá! •
I
I Vinnuvernd
„ í verki
I
Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70
Helzta vöruflutningamid-
stöð landsins
Reykjavíkurhöfn, sem er 75 ára um þessar
mundir, er helzta vöruflutningamiðstöð lands-
ins. Land Reykjavíkurhafnar spannar
1.100.000 fermetra. Bryggjulengd er um
4.200 metrar. Um 65% alls innflutnings og
um 35% af heildarútflutningi fara um höfn-
ina. Höfnin er jafnframt ein stærsta fiskihöfn
landsins og þar er rekin margháttuð við-
gerða- og þjónustustarfsemi í þágu sjávarút-
vegs og flutninga. Borgaryfirvöld hafa tryggt
Reykjavíkurhöfn þróunarsvæði í Eiðsvík „til
að nýta tækifæri sem bjóðast á nýrri öld“.
3,2 milljónir
tonnaum
Reykjavíkur-
höfn 1991
Meirihluti landsmanna
býr nú orðið í grennd
ReyRjavikurhafnar.
Hannes Valdimarsson,
hafnarstjóri, segir í grein
í Sveitarstjórnarmálum
um Reykjavíkurhöfn 75
ára, að „óhætt sé að kalla
hana lífæð borgar og
þjóðar.“ Hér á eftir fara
nokkrar tilvitnanir í
greinina:
„Hafnarsvæði er það
land sem er í eigu hafn-
arsjóðs og ráðstafað er
af hafnarstjóm. Síðustu
tvo áratugi hefur land
Reykjavíkurhafnar auk-
izt verulega og var í lok
síðasta árs samtals
1.100.000 fermetrar og
bryggjulengd um 4.200
metrar. Árið 1991 fóm
tæplega 3,2 milljónir
tonna af vörum, olíu,
fiski og steinefnum um
Reykjavíkurhöfn. AUs
fóm 186.000 gámaein-
ingar (TEU) um höfnina
en fjöldi þeirra hefur
rúmlega þrefaldast á
fimm árum. Skipakomur
til hafnarinnar vom
2.500. Rekstur hafnar-
innar fer aðallega fram
á tveimur hafnarsvæð-
um, þ.e. fiski- og þjón-
ustuhöfn í Gömlu höfn-
inni og flutningahöfn í
Sundahöfn. Iðnaðar-
starfsemi er að hluta til
í flutningahöfn og hafn-.
arsvæði em fyrir flutn-
ingatengdan iðnað í
Grafarvogi og Eiðsvík og
þar em náttúrukostir til
þróunar stórrar hafnar".
Þróunarsvæð-
ið í Eiðsvík
„Samkvæmt áætlunum
hafnarsljómar er reiknað
með að uppbygging
Gömlu hafnarinnar og
Sundahafnar verði langt
komin á fyrsta áratug
næstu aldar. Til að
tryggja atvinnulífi í
Iteykjavík rými til at-
hafna hafa borgaryfir-
völd í nýju aðalskipulagi
tryggt þróunarsvæði í
Eiðsvík fyrir höfn og at-
vinnustarfsemi. Með þvi
skapast vaxtarmöguleik-
ar fyrir höfnina og
tengda atvinnustarfsemi
til að nýta tækifæri sem
bjóðast til sóknar á nýrri
öld. Við skipulag og þró-
un hafnarinnar í framtíð-
inni er mikilvægt að líta
heildstætt á rekstur hafn-
arsvæða með það að
markmiði að bæði
Reykjavíkurhöfn og öll
starfsemi þar sé sam-
keppnishæf og skili hag-
kvæmum árangri fyrir
höfnina sjálfa, eigendur
hennar, Reykjavíkur-
borg, fyrirtæki sem þar
starfa og þjóðfélagið í
heild“.
Miðbakki og
Gamla höfnin
„Um þessar mundir
standa yfir viðartiiklar
framkvæmdir í Gömlu
höfninni vegna Reykja-
víkurhafnar. Unnið er að
endurbyggingu á eldri
hluta Austurbakka og alls
Miðbakka. Hafnarbakk-
arnir verða færðir utar í
höfnina til að skapa rými
fyrir væntanlega Geirs-
götu sem lögð verður frá'
Kalkofnsvegi að Mýrar- i
götu norðan húsanna við
Tryggvagötu. Gert er ráð
fyrir að frágangi hafnar-
bakka ljúki á miðju ári
og að umferð verði hleypt
á nýja Geirsgötu haustið
1993. Um leið og Mið-
bakki er færður utar til
að skapa aukið rými fyrir
götu opnast nýir mögu-
leikar fyrir notkun hafn-
arbakkans. Við nýja
bakkann verður mn 270
m viðlega með ýmsum
möguleikum til nota, t.d.
afgreiðslu og þjónustu við
stærri fiskiskip og mót-
töku ferðamannaskipa.
Undanfarin ár hafa
skemmtiferðaskipin nær
undantekningarlaust
þurft að leggjast að
bryggju í Sundahöfn en
geta með tilkomu þessa
nýja bakka mörg hver
komið í Gömlu höfnina.
Farþegar þessara skipa
eiga þvi í auknum mæli
kost á að sækja verzlun
og þjónustu í miðborgina
og njóta þess sem hún
hefur að bjóða, en áætlað
er að taka á móti um 40
skemmtiferðaskipum í
Reykjavík á næsta sumri
og mun um helmingur
þessara skipa geta lagst
við bryggju í Gömlu höfn-
inni“.
Nýtt útbob spariskírteina
ríkissjóbs fer fram
mibvikudaginn 12. maí
í dag kl. 14:00 fer fram nýtt útboö á
spariskírteinum ríkissjóðs. Um er aö
ræða hefðbundin verðtryggð
spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
Þessir flokkar em skráðir á Verðbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin verða seld með
tilboðsfyrirkomulagi. Löggiltum
verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum
gefst einum kostur á að gera tilboð í
spariskírteinin samkvæmt tilteknu
tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
spariskírteinin eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerð fyrir
þá og veita nánari upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að
hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn
12. maí. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.
GOTT FÓLK / SlA