Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 12

Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 Svava Björasdóttir Svava Björnsdóttir: Án titils. 1992 Myndlist______________ Eiríkur Porláksson í austursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning á nokkrum verkum listakonunnar Svövu Björnsdóttur. Þó Svava eigi ekki langan feril að baki hefur list hennar þegar vakið athygli, einkum vegna þess efnis sem hún hefur valið sér að vinna með. Að loknu stúdentsprófi hélt Svava til Parísar, þar sem hún hugðist stunda listnám, en sneri þaðan aftur eftir tvö ár og lauk BA-námi við Háskóla íslands. Að þvi loknu hélt hún til náms við Myndlistarakademíuna í Munchen, þar sem hún stundaði nám á árun- um 1978-84. Þar var hún m.a. und- ir handleiðslu þeirra Roberts Jacob- sen og Eduardo Paolozzi, sem báð- ir eru meðal helstu jöfra högg- myndaiistarinnar á þessari öld. Paolozzi beindi fyrstur áhuga Svövu að pappír sem mögulegum efnivið í höggmyndir og síðan hefur hún að mestu unnið með það efni. Svava hefur haldið einkasýningar bæði hér á landi og erlendis, einkum í Þýskalandi, og verk hennar hafa verið á samsýningum víða um lönd. Svava var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1990 og má segja að þessi sýning tengist óbeint því starfsári, sem hún naut þá. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum getur að líta sex verk, öll unnin úr pappírsmassa. Vinnsluferlið er svip- að og við gerð annarra verka, sem eru steypt í móti; helstu frávikin frá hefðum eru að listakonan vinnur frummyndina í létt frauðplast í stað leirs, þ.e. með skurði fremur en mótun, og síðan er liturinn oftast blandaður í pappírinn sem fer í steypumótið, en ekki lagður utan á verkið sem kemur úr mótinu. Þessi munur á vinnuaðferðum er ekki nægur til að skýra það and- rúmsloft, sem einkenna þessi papp- írsverk Svövu. Efnið, sem kann að virðast auvirðilegt og vart til pess fallið að nota í fullgild listaverk, reynist hafa ýmislegt til að bera, sem hefðbundnari efni hafa ekki. Við nálæga skoðun er eðli efnisins ráðandi, hrörleiki þess og ójafnt gildi; úr fjarlægð verða formin meira ríkjandi, ásamt skynhrifum áferðarinnar. Efnið er létt og því virðast verkin svífa út frá veggjum salarins, fremur en hanga á þeim. Það tekur vel við lit, þanrt- ig að hér má sjá verk, sem eru dimmblá, gulli slegin eða marmaralit, eft- ir því sem lista- konunni kann að þykja henta hverju sinni. Efnið gerir einnig mögu- lega afar ijöl- breytta áferð verkanna, sem nýtur sín best úr ákveðinni íjarlægð; svipur þeirra er allt frá því að minna á hörku steinsins, mýkt flauels eða ryð málmsins. Verk úr hefðbundn- ari efnum höggmynda (málmi, tré, steini) geta tæpast boðið upp á sömu fjölbreytni. Einn er sá eiginleiki efnisins sem þó blundar ætíð í huga áhorfandans við skoðun verkanna, en hann snertir eðli tímans. Án sérstakra aðgerða munu þessi verk hrörna hratt og eyðast; þannig er hverful- leiki lífsins og eðlileg hrörnun alls efnis sterkur hluti af þeim verkum, sem Svava skapar á þessari sýn- ingu. MAZDA121 lítill bíll! Okkur er mikil ágægja að kynna nýjan bíl; MAZDA121, sem skarar fram úr öðrum smábílum á flestum sviðum: j Aflmikil 1300 cc vél með 16 ventlum, beinni innspýtingu og mengunarvörn. j Meira rými fyrir höfuö og hné en í sambærilegum bílum - hentar vel nýrri kynslóð hávaxinna íslendinga I oSlaglöng og þýð gormafjöðrun á öllum hjólum. a Léttur og lipur í umferðinni - hægt að leggja honum næstum hvar sem er. Því ekki að kynnast MAZDA121 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma, skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl, ásamt öðrum geröum af MAZDA. SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S.61 95 50 Það eykur enn á dulúðina og til- vísun verkanna til eðlis lífsins, að þau eru öll hylki af einni gerð eða annarri. Sú innilokun sem felst í þessu minnir um margt á tilurð lífs- ins, eggið og aðrar lokaðar, hlýjar og dimmar ímyndir upphafsins. Þó að ' formrannsóknir virðist vera helsta viðfangsefni listakonunnar hér sem fyrr getur það tæpast ver- ið tilviljun að hún hafi að þessu sinni valið að sýna nær eingöngu verk sem tengjast þessum minnum. Uppsetning sýningarinnar veldur nokkurri undrun og virðist vannýta möguleika salarins og einstakra verka. Verkin sex eru öll sett upp á einn vegg, í sömu hæð, í jafnri röð, en að öðru leyti er salurinn auður. Þessi uppsetning vinnur gegn áhrifum einstakra verka, sem geta auðveldlega staðið sér, t.d. í mismunandi hæð, til að auka sjón- hrif áhorfandans. Hinir auðu veggir salarins skilja eftir tómleikatilfinn- ingu sem rýra minningu verkanna sjálfra. Fyrir sýninguna hefur verið unn- in vegleg sýningarskrá, þar sem má finna fróðlega ritgerð um lista- konuna og vinnuaðferðir hennar; slíkt framtak er til fyrirmyndar á boðssýningum sem þessum. Ljós- myndirnar í skránni sýna hins veg- ar verkin (sem eru tiltölulega jöfn að stærð) frá mismunandi sjónar- hornum og misstór, sem kann að virka villandi. Auk þess eru þama ljósmyndir af fleiri verkum, sem ekki hafa ratað á sýninguna af ein- hveijum orsökum; hví eru þær þá í skránni (sem ætti eðli málsins samkvæmt að vera heimild um sýn- inguna, en ekki annað)? Verk Svövu Björnsdóttur eru af- ar sérstök og formrannsóknir henn- ar í þessu efni hafa eignast marga aðdáendur hér á landi og víðar. Listakonan er í starfi sínu að þenja út mörk höggmyndalistarinnar og það er ávallt áhugaverk að fylgjast með framgangi þeirra listamanna sem þannig leggja sitt af mörkum í listalífinu. Sýning Svövu Björnsdóttur í austursal Kjarvalsstaða stendur til sunnudagsins 16. maí. Linda Vilhjálmsdóttir Ljóðasýningar hafa nú í nokkur misseri verið fastur hluti af sýning- ardagskrá Kjarvalsstaða og hefur það orðið til að auka gildi Kjarvals- staða sem menningarmiðstöðvar fyrir Reykjavík. Hins vegar hafa þessar ljóðasýningar tekist misvel vegna þess hversu erfitt hefur reynst að finna ljóðunum þann sjón- ræna vettvang sem hentar þeim á þessum stað. Eftir því sem sýning- arnar hafa orðið fleiri hefur upp- setning þeirra þó batnað, þannig að hin sjónræna reynsla áhorfand- ans/lesandans/hlustandans hefur orðið jafnmikilvægur hluti ljóðasýn- ingarinnar og orð skáldsins. Nú stendur yfir í vesturgangi Kjarvalsstaða sýning á ljóðum ungrar skáldkonu, Lindu Vilhjálms- dóttur. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðabækur, Bláþráð (1990) og Klakabörnin (1992). Ljóðin á sýn- ingunni eru að mestu fengin úr þessum tveimur bókum. Fyrirkomulag sýningarinnar að þessu sinni er nýstárlegt og það gerir nokkrar kröfur til forvitni og einbeitingar sýningargesta. Þeim sem eru vanir alvarlegra umhverfi fyrir ljóðið kann að finnast þetta vanvirða, en aðrir munu líklega sjá hér nýtt samhengi fyrir innihald ljóðanna. Hið fyrsta sem menn reka augu í er sjálfsali á vegg, þar sem kaupa má ljóð í lausasölu; þannig eru ljóð- ið sett í svipað samhengi og sígar- ettur, sælgæti eða smokkar, sem hægt er að kaupa í líkum vélum. Það er ekki oft sem ljóð er þannig gert að söluvöru, en þessi vél bend- ir kankvíslega á að ljóðið er afurð mannshugans og getur þannig ver- ið markaðsvara eins og hvað annað. Næst ber að nefna ljósaborða, þar sem ljóðin renna í gegn líkt og fréttaskeyti. Slíkir borðar tengjast oftast fréttum, því sem er að ger- ast í augnablikinu, í hraða dagsins. Það er ákveðin kaidhæðni að setja ljóð, sem er ætlað að vera hugskot, Linda Vil- hjálmsdóttir andstætt dag- legu amstri, í slíkt samhengi. Mest áber- andi þáttur sýn- ingarinnar er þó fimm sjónvarps-' skjáir. Þar ganga mynd- bönd, sem sýna fimm kunnug- legar konur (þulur Ríkis- sjónvarpsins) lesa upp nokkur ljóð Lindu. Þarna er að finna góðan og skýran upplestur, sem beinir at- hyglinni að einföldum lýsingum ljóðanna, skýrleika þeirra og mynd- rænum tilvísunum. Myndbandið gengur nokkuð á víxl á skjáunum fimm, þannig að með nokkru milli- bili má heyra sama ljóðið lesið upp á mörgum skjám, og verður þessi aðferð til þess að styrkja hin stuttu ljóð Lindu og auka kraft þeirra. Hér er á ferðinni ein best heppn- aða Ijóðasýning Kjarvalsstaða til þessa og er rétt að hvetja gesti stað- arins til að staldra við stundarkorn og njóta ljóðlistarinnar. Sýningin á ljóðum Lindu Vil- hjálmsdóttur á Kjarvalsstöðum stendur, líkt og aðrar sýningar sem þar eru nú uppi, til sunnudagsins 16. maí. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamidill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.