Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 14

Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Ríkey Ingimundardóttir myndhöggvari Dýrkun hnoðsins Teikningar ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Vegir listarinnar eru órannsak- anlegir að segja má og ásjóna henn- ar hefur tekið stakkaskiptum á hverj- um áratug á þessari öld uppstokkana á öllum sviðum mannlífsins. Listin fylgir nefnilega mannlífinu og er æðasláttur þess. Endurvarpar þeim gildum sem framarlega standa hverju sinni og eins og ég hef marg- bent á í skrifum mínum, þá er lista- maðurinn ekki á undan samtíð sinni heldur stendur báðum fótum í henni og horfíst í augu við hana. Alit ann- að er óhugsandi og óeðlilegt. Þannig opnaði t.d. efnaiðnaðurinn myndlistarmönnum 19. aldar ótak- markaða möguleika til notkunar sterkra litasambanda, sem áður var hreinn lúxus, og það átti dijúgan þátt í fæðingu impressjónismans og fleiri stílbragða. Eftir því sem leið á öldina urðu litir ódýrari og að lokum gátu menn jafnvel gengið að fágæt- ustu litategundum í næstu litavöru- búð. Glaðbeittir héldu listamenn klyfj- aðir ölium litum litrófsins út í nátt- úruna í fyrsta skipti í sögunni og vildu sýna hiða sanna eðli hennar, litadýrð og ljósbrigði. Kúbisminn var svo afkvæmi nýrra rannsókna á myndfletinum, sem hin fersku viðhorf höfðu m.a. framkall- að, og liststefnumar expressjónismi og les Fauves urðu m.a. til fyrir þá sök, að menn stóðu ölvaðir af sköp- unargleði mitt í öllum þessum litarík- dómi, sem þeir nú höfðu aðgang að og breiddu úr þeim á strigann í ótak- markaðri sköpunargleði. Vélaöldin fæddi svo af sér sérstakt afbrigði listarinnar, sem skýrlega kemur fram í málverkum Fernand Légers. Þá höfðu nýjar kenningar í sálar- fræði mikil áhrif á myndlistarmenn og nægir að nefna tvo risa, þá Nietsche og Freud, og svo sigruðust menn á þyngdarlögmálinu og lyftu sér upp frá jörðinni og tóku að svífa um loftin blá. Lengra þarf ég ekki að halda til að útskýra mál mitt en auðvitað kem- ur margt annað til og gleymum svo alls ekki tveim heimsstyijöldum, sem rústuðu ekki aðeins borgir og breyttu landamærum, heldur kostuðu millj- ónatugi mannslífa, krömdu hjörtu og skóku sálarlíf fólks. Á síðustu tveim áratugum hefur orðið mikil breyting á gildismati í listum og má segja að hlutimir svífí nú í lausu lofti, þó að menn séu að reyna að jarðtengja fyrirbærin með hvers konar heimspeki og tilvitnun- um í goðafræði fornaldarinnar. Hið nýjasta er m.a. tileinkunar- stefnan, sem felst í því að menn taka hluti úr umhverfinu, t.d. ódýra list og hnoð, setja á stall og segja: „Þetta er listin í dag.“ Gylltir Tivolibangsar í yfírstærð- um hafa þannig ratað inn á listasöfn ásamt ýmsum fyrirbærum teikni- myndasagnanna og ýmis fyrirbæri, sem hið þjálfaða auga dáðist áður að í hlutveruleikanum, rata nú á söfn sem nýuppgötvuð sannindi. Ætli heita vatnið verði ekki bráðum orðið að sýningargrip á núlistasafni sem nýuppgötvuð sannindi ferskra og framsækinna fijósprota listarinnar? Frægastur fulltrúi hnoðsins og glingurlistarinnar telst um þessar mundir Ameríkumaðurinn Jeff Koons, fyrrum eiginmaður gljád- rósarinnar Ciccolínu, og hann hefur að sjálfsögðu margt til síns máls í tiltektum sínum en það er annar umræðugrundvöllur. Að þessu öllu er vikið vegna sýningar Ríkeyjar Ingimundardóttur í Menningarstofn- un Bandaríkjanna, sem stendur til 14. maí. Einhvern veginn minna skúlptúrar Ríkeyjar mig á svo margt í nútímanum, bæði í listinni og af vettvangi dagsins, þannig endur- spegla verk hennar á sinn hátt nútím- ann og öðlast fyrir það ákveðinn til- verurétt og vísa ég hér einkum til postulínslágmyndanna á sýningunni. Og hver yrðu viðbrögð „framsæk- inna“ íslenzkra núlistamanna ef þetta væri nýjasta æðið frá New York, t.d. úr listhúsum Leo Castelli eða Mary Boone og væri eftir útlend- ing með fjarrænt nafn, stutt og hljómmikið, svo hæfí einræðisherra, segjum t.d. Bolus Krím? Það er hin stóra spuming.. . Málarinn Kjartan Guðjónsson er þekktur fyrir að ganga umbúðalaus til verks og tala tæpitungulaust um hlutina. Fyrir margt löngu á tímum Septembersýninganna var hann reiður ungur maður og talaði máli núlista tímanna af mikilli einurð og ósveigjanleika. Þeir ungu menn, er þá voru, vissu að þeir höfðu góðan málstað að veija eins og komið hef- ur á daginn, því að list þeirra var í takt við hjartslátt og sál nýrra tíma. Menn voru einungis ekki reiðubúnir til að meðtaka slíkar nýjungar utan úr heimi hér á útskerinu og spyrntu því fast við fótunum. Samt þróuðust hlutirnir mun hæg- ar en seinna varð og áttu sér lengri aðdraganda, því ennþá var vald list- höndlara og fræðinga ekki eins mik- ið, og myndlistin ekki orðin að skól- afagi með miðstýrðu námsmati. Fæstum hafði þá dottið námsmat og próf í hug, þótt slíkt væri til í skrítnum skólum sem brosað var að, jafnvel skellihlegið, því að þrátt fyr- ir prýðilega menntun snillinga tím- anna á myndlistarsviðinu veifuðu þeir engum slíkum gráðum sér til framdráttar. Og þá þurfti ekki heldur að standa yfir listspírum í skólum né koma með lausnir á silfurbakka, því fátt vanpst nema með hörðum höndum og því hugviti sem manni var gefið. En þetta var veröld sem var, og nú eru nýir tímar. Málin hafa þróast þannig að Kjartan er orðinn reiður gamall maður, og enn sern fyrr er hann í fylkingarbtjósti þeirra sem hispurslaust tala um hlutina og fínnst sumum nóg um orðgnóttina og sannfæringarhitann. Það getur líka verið fjári flókið að vera myndlistarmaður í jafn lítlu og einangruðu þjóðfélagi, þar sem jafnvel höfuðborgin er líkust of- vöxnu smáþorpi, þar sem köld skyn- semi efnishyggjunnar hefur oftast borið sigur af hólmi yfir heitum til- finningum og skapandi kenndum. Listamaðurinn Kjartan Guðjóns- son hefur víða komið við eins og margur veit og haldið fjölda mál- verkasýninga, en eitt hefur hann aldrei gert áður sem vekur furðu, og það er að halda sérsýningu á teikningum. Hann er nefnilega löngu viðurkenndur sem afbragðs teiknari, sem hefur m.a. myndlýst bækur og fornsögur auk þess að vera í auglýs- ingastússi um árabil þar sem hann beitti teiknikunnáttunni óspart. Vanmat á öllum hliðargeirum málverksins hefur verið mikið hér í einangruninni, en nú hefur orðið nokkur breyting á og Kjartan hefur þess vegna fundið hjá sér þörf til að ráðast í sýningu á teikningum einum sér. Sýningin er í Listhúsinu í Laugar- dal, er bæði í aðalsal og miðrými og stendur til 16. maí. Það er mikill fjöldi teikninga sam- ankominn á þessari sýningu og flest- ar eru þær nýjar af nálinni sem seg- ir sína sögu, en mikill móður rann á listamanninn eftir að hann hætti kennslu við MHÍ. En einnig eru þarna nokkrar stækkaðar ljósprent- anir fornsögumynda hans og frum- myndir úr Þorpinu eftir Jón úr Vör. Án nokkurs vafa er teikningin sterkasta hlið Kjartans og er skaði að menn skuli ekki hafa nýtt sér betur þessa hæfileika hans og fyrir vikið eru íslenskar bókmenntir, blöð og tímarit mun fátækari af myndlýs- ingum. Leiða má getum að því, að auglýs- ingatímabilið hafi leitt til þess að VEGNA SAMVINNU VIÐ HEIMSFRÆGA TEPPAFRAMLEIÐENDUR GETUM VIÐ BOÐIÐ VÖNDUÐ EINLIT OG MYNSTRUÐ ULLARTEPPI TILBOÐ ÞETTA GILDIR TIL 15. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eigendur Gallerís Prýði ásamt listamanninum Bennó og eiginkonu hans í nýja sýningarsalnuin. F.v. Unnur Siguijónsdóttir, Bennó Ge- org Ægisson, Róbert Sigurmundsson og Svanhildur Gísladóttir. V estmannaeyjar Sýningarsalur Gall- erís Prýði opnaður Vestmannaeyjum. GALLERÍ Prýði, sem hjónin Rób- ert Sigurmundsson og Svanhild- ur Gísladóttir hafa rekið að Kirkjuvegi 12 undanfarin ár, hefur nú fært starfsemi sína. I Prýði hefur verið rekin verslun auk þess sem málverk hafa verið til sýnis og sölu en nú hefur ver- ið opnaður 100 fermetra sýning- arsalur á vegum Prýði á Kirkju- vegi 10. Sýningarsalurinn var opnaður fyrir skömmu með sýningu á 30 vatnslitamyndum Eyjamannsins Bennó Georgs Ægissonar. Að sögn Róberts Sigurmundssonar, eiganda Prýði, hefur sýning Bennó gengið vel, verið vel sótt og talsvert af myndum selst. Þá sagði hann að margir Eyjamenn hafi lýst ánægju með opnun sýningasalar Gallerís Prýði sem muni án efa ýta undir myndlistarsýningar í bænum. Rób- ert sagði að ætlunin væri að verða Bennó Georg Ægisson við eitt verka sinna á sýningunni í Gall- erí Prýði. alltaf með einhveijar myndir ýmissa listamanna til sýnis í salnum og einnig yrði salurinn til reiðu fyrir þá listamenn sem áhuga hefðu á að setja þar upp sýningar. - Grímur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.