Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 21

Morgunblaðið - 11.05.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 21 hins vegar engin smáræðis spurning hver eigi að vera ábyrgð ráðherra og embættismanna í einstökum mál- um. Og hvernig á að taka á ábyrgð- inni, á líka að refsa? Umboðsmaður- inn kemur hvergi nálægt slíkum vangaveltum, eins og áður er sagt, heldur er ákveður þingið hvað gera eigi. í þeim tilvikum sem lög hafa verið brotin og refsing liggur við, geta mál komið til kasta ríkissak- sóknara, sem ákveður hvort höfða beri opinbert mál á hendur embætt- ismanni. I Danmörku getur þingið gripið til ýmissa ráða. Það getur samþykkt vítur á ráðherra, sem ganga undir því skondna nafni „nef“, því hugsunin á bak við er að viðkomandi sé gefið langt nef. Van- traust er annað ráð. En áðilr en til þess kemur kýs ráðherra oft að segja af sér, bæði til að forða sér, flokki sínum og stjórninni frá vandræða- legum umræðum. En nú er í augsýn að ríkisréttur verði settur yfir Ninn- Hansen, fyrrum dómsmálaráðherra. Það er nokkurs konar dómur, sem alltaf situr, skipaður fimmtán hæstaréttardómurum og fimmtán fulltrúum þingsins, ekki þingmönn- um. Hann hefur ekki komið saman síðan 1911. Snemma í vetur sagði Anders Fogh Rasmussen, þáverandi skatta- ráðherra, af sér embætti. Fyrsta stig málsins var að ríkisendurskoð- unin hafði gert athugasemd við bók- hald ráðuneytisins, því ákveðinn út- gjaldaliður hafði verið færður yfir á útgjöld ársins á eftir, til að fela að ráðuneytið hafði farið fram úr fjár- veitingum sínum. Þetta var lagfært, en þingið krafðist þess að fá skorið úr um hvort þetta hefði verið gert með vitund ráðherrans. Niðurstaða rannsóknardómara var að ráðherr- ann hefði vitað af þessu. Sama dag og niðurstaðan lá fyrir sagði ráð- herrann af sér. Áður lá ráðherrann undir ámæli fyrir að hafa sett á gjald, sem síðar kom í ljós að stríddi gegn reglum EB um virðisauka- skatt. Tekjur ríkisins af gjaldinu námu sem svarar um 500 milljörðum ISK, en enn er ekki útséð um hvort féð verður endurgreitt. Þriðja málið er snerti ráðherrann varð.aði gjald á ökuskírteini, vegabréf og fleira, sem dæmt var skattur án þess að laga- heimild væri fyrir honum. Bók- færsludæmið var kornið sem fyllti mælinn. Af hverju segja íslenskir ráðherr- ar aldrei af sér? Af því að þeir gefa ekkert tilefni til þess? Spurningunum er vandsvarað, en burtséð frá tilefn- um liggur skýringin í ólíkum aðstæð- um og því að pólitískar hefðir á ís: landi eru aðrar en í Danmörku. í Danmörku hefur lengst af verið minnihlutastjórn eftir stríð. Venju- lega er sagt að þegar minnihluta- stjórn er við völd, sé þingið sterkt og stjórnin veik, en öfugt þegar meirihlutastjórn er. Danskar stjórnir hafa því átt líf sitt undir flokkum, sem ekki áttu sæti í stjórn. Þingið hefur því að öllu jöfnu verið gagn- rýnið á stjórnina. í þingræðisríki standa átökin venjulega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þegar minnihlutastjórn situr og sumir flokkar eru ekki í stjórn, en heldur ekki í stjórnarandstöðu, kemur upp sérstök staða og dönsk stjórnmál bera þessa mjög merki. Skilin verða ekki eins skörp og ella og þingið er gagmýnið á stjórnina. Á Islandi hafa meirihlutastjórnir nánast verið algjör regla. Þingmeiri- hlutinn styður stjórnina, styður við ráðherrana. Hlutverk stjórnarand- stöðu er að veita stjórninni aðhald og halda uppi gagnrýni. Það er eng- in von til að meirihlutinn gagnrýni stjórnina, sem samanstendur af full- trúum hans. Smæðin hefur vafalaust líka sitt að segja. Menn þekkjast öðruvísi í litlu þjóðfélagi. Almenn- ingur á íslandi beitir stjórnmála- menn sína ekki sama þrýstingi og í Danmörku eða Bretlandi. Siðferði er næstum aldrei rætt. Meðan fjöl- miðlar voru næstum allir tengdir stjórnmálaflokkunum var öll um- ræða á flokkspólitískum línum og ekkert faglegt mat komst að. En Tamílamálið hefur ekki aðeins haft örlagarík áhrif á ævi nokkurra stjórnmálamanna. Embættismenn hafa heldur ekki farið varhluta af því. Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið fluttir í annað starf, nokkrir háttsettir embættismenn hafa verið færðir til og enn er óljóst hvort ein- hveijir þeirra verði sóttir til saka fyrir vanrækslu í starfi. Ástæðan er sú að þeir þóttu ekki hafa varað ráðherra við ólöglegu eða vafasömu athæfí. Embættismenn hafa þá skyldu á herðum að sjá til þess að farið sé að lögum. Ef ráðherrar fara út fyrir lögin, ber embættismönnunum skylda til að benda þeim á það. Ráðherra ber endanlega ábyrgð á störfum ráðuneytisins, en embættis- mennirnir bera líka ábyrgð. Það fer hins vegar ekki alltaf saman hvað telst pólitískt hagkvæmt og hvað telst löglegt. Embættismaður sem stendur uppi í hárinu á ráðherra getur stefnt starfsferli sínum í voða. Eftir reynsluna af Tamílamálinu hefur verið rætt um það í Danmörku að heppilegra sé að embættismenn fari á milli ráðuneyta, en eigi ekki allt sitt undir því að hækka í tign í sama ráðuneytinu. Siðferði eitt og pólitík annað? Þó að á yfirborðinu líti út fyrir að Danir séu siðferðislega þenkjandi þegar stjórnmál eru annars vegar, má einnig líta á aðrar hliðar. Þegar Þjóðþingið ákveður að fylgja ein- hveiju máli eftir og draga ráðherra og embættismenn til ábyrgðar lítur það vissulega út sem aðgerð byggð á siðferðislegum forsendum, án póli- tískra tengsla. En þegar allt kemur til alls er erfitt að ímynda sér að siðferðið eitt ráði ferðinni í stjórn- málaumræðu. Hvað með sjálf stjórn- málin, togstreitu stjórnar og stjórn- arandstöðu? Ýmsir hafa bent á að sú staðreynd að Jafnaðarmanna- flokkurinn þrýsti á um umfangs- meiri rannsókn Tamílamálsins verði ekki slitin úr samhengi við að það var að myndast ný blokk í þinginu undir stjórn jafnaðarmanna, sem sá tækifæri til að komast á út á Tamíla- málið, en ekki stjórnmálastefnu sína. Jafnaðarmenn eiga erfitt með að láta stöðvast nú, þó fýrir sumum sé tilhugsunin um ríkisrétt yfir fyrrver- andi ráðherra á áttræðisaldri næst- um eins og að skjóta á mýflugu með fallbyssu eða sparka í liggjandi mann. Hvernig meta á misgjörðir ráðherra er sannarlega ekki einfalt mál. Um auðgunarbrot eða ofbeldi eru hreinar línur, en hvernig er með ráðherra, sem misnotar vald sitt í anda þess sem hann álítur vilja stjórnarinnar? Og jafnarmenn hafa einnig sitt að hugsa. Rifjað hefur verið upp að í ráðherratíð sinni flæktist Svend Auken í mál sem hefði getað gefið tilefni til ríkisréttar yfir honum. Af þessu er hægt að draga þá ályktun að vissulega eigi siðferði erindi í stjórnmálaumræður og sið- ferði stjórnmálamanna og embætt- ismanna á að vera hafið yfir vafa. Þeir eiga ekki að geta setið og ráð- stafað valdi, embættum og fé að eigin geðþótta, innheimt skatt ef þeim dettur í hug. Vorhreingerning- in í ítölskum stjórnmálum gengur út á að útrýma ýmsu, sem íslending- um kemur kunnuglega fyrir sjónir, þó á miklu minni mælikvarða sé. Siðferði á fullan rétt á sér í stjórn- málaumræðu, en þegar allt kemur til alls dregur það dám af hinu póli- tíska litrófi hvers tíma. Hinn al- menni borgari ætti því sjálfur að hugsa málin í botn, en hvorki að láta einstaka stjórnmálamenn eigna sér siðferðið, né láta blaðamenn í dómaraleik um að úthluta vítum og dómum. Stundum er haft á orði að hver þjóð fái þá stjórnmálamenn, sem hún á skilið. En stjórnmálamennirnir eru af sama kyni og þjóðin. Réttara væri að segja að siðferði stjórnmála- manna endurspeglaði siðferðisvitund þjóðarinnar. Meðan almenningur hefur ekki áhuga á að farið sé að lögum og reglum í stjórnsýslunni, þá er kannski varla von að stjórn- málamenn sinni því heldur. Vaclav Havel skrifaði einu sinni: „Aftur og aftur verð ég að útskýra að ef við reynum ekki öll að uppgötva eða finna aftur eða rækta í okkur sjálf- um það sem ég kalla „æðri ábyrgð", þá fer illa fyrir landi okkar.“ Orð Havels eiga örugglega við um fleiri lönd en hans eigið. Höfundur er fréttaritari Morgunbiaðsins í Kaupmannahöfn. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 Grand cherokee laredo -fullkominn farkostur! Farkostur þeirra SEM BERA SKYNBRAGÐ Á FULLKOMNUN! Grand Cherokee Laredo var valinn jeppi ársins 1993* í Bandaríkjunum og ekki að ástæðulausu. Glæsileiki í hönnun og útliti, einstakir aksturseiginleikar ásamt- ríkulegum útbúnaði skipa Grand Cherokee í fremstu röð. LoftpúOi í stýrí cr staðalbúnaöur í öllum Chrysler bílum. •Four Whceler 4x4 Sport/ Utility Truck of the Year 1993. Grand Cherokee Laredo er búinn 6 strokka, 190 hö. vél (10,3 sek. '0-100 km/klst) og 4 þrepa sjálfskiptingu. Vélaraflið er virkjað með háþróuðu, sítengdu aldrifi (Quadra-Trac) með tregðulæsingu í millikassa, læstu afturdrifi og heilunt öxlum framan og aftan. Fjögurra stffu gormafjöðrun (Quadra-Coil) og hemlalæsivöm (ABS) tryggja hámarks öryggi og þægindi við allar aðstæður. Læsivömin og loftpúði í stýri em staðalbúnaður í Grand Cherokee, sem og fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og hraðafestir, svo fátt eitt sé talið. Grand Cherokee Laredo kostar kr. 3.757.000.- Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600. Á FUHM.FCKOÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.