Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Þingi var frest- að á átakafundi Búvörulagabreytingar til umræðu en ekki atkvæðagreiðslu ALÞINGI íslendinga hefur gert hlé á störfum sínum til hausts. Um kl. hálfeitt aðfaranótt síðasta sunnudags las Davíð Odds- son forsætisráðherra upp forsetabréf um frestun á fundum 116. löggjafarþings til septemberloka. Síðustu fundir þingsins drógu mark sitt mjög af deilum um afgreiðslu á 504. máli þingsins, þ.e.a.s. breytingu á búvörulögum vegna EES. Kröf- um eða tillögum sljórnarandstæðinga um atkvæðagreiðslu um málið var hafnað. 176. fundur Alþingis var settur kl. 9 á laugardagsmorgun. Á dag- skrá þess fundar var m.a. 2. um- ræða um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum og breyt- ingartillögur meirihluta land- búnaðarnefndar við þetta frum- varp. Það var alkunna að breyting- artillögurnar voru mjög umdeildar innan stjómarflokkanna, voru a.m.k. þrír ráðherrar þeim andvíg- ir. Hins vegar var sú fullyrðing Egils Jónssonar (S-Al), formanns landbúnaðarnefndar, að breyting- artillögurnar nytu meirihlutafylgis í þinginu, talin mjög líkleg. Málið var tekið til umræðu á þessum þingfundi og lauk henni um kvöld- matarleytið, en atkvæðagreiðslu var frestað. Grunsemdir vakna Á níunda tímanum á laugar- dagskvöldið var tekin til umræðu þingsályktun um heimild á frestun á fundum Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) lýsti undrun á því að að þessi tillaga væri tekin fyrir nú áður en dagskrá fundarins væri lokið, gengið til atkvæða um útrædd mál og óvíst væri um af- greiðslu þingmála. Salome Þor- kelsdóttir, forseti Alþingis, sagði það ekki ætlunina að greiða at- kvæði um þingfrestunartillöguna á þessum fundi. Stjómarandstæðingar spurðu sérstaklega hvað væri fyrirhugað um afgreiðslu 504. þingmáls, þ.e.a.s. búvömlagabreytinganna. Létu sumir þeirra í ljós gmnsemd- ir um að ríkistjórnin ætlaði sér að láta það mál ekki koma til at- kvæða. Þingforseti sagði að á dag- skrá næsta fundar yrðu öll þau mál sem ætti eftir að greiða at- kvæði um. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) sagði oft hafa verið hita í kringum þingslit og nefndi þingrofið 1931 í því sambandi. Framsóknarmönn- um væri því ekki brugðið. Ólafur sagði að sumir stjórnarsinnar hefðu haft stór orð um að „ákveð- ið mál“ yrði að fara í gegn. Ólafur vænti þess að þeir hinir sömu myndu greiða atkvæði gegn þing- frestuninni ef það mál væri óaf- greitt. Að lokinni umræðu um tillögu til þingfrestunar var 176. þing- fundi slitið en 177. þingfundur boðaður með nýrri dagskrá. Nýr fundur í upphafi 177. fundar var kosið í stjórnir nokkurra stofnana og rík- isfyrirtækja. Einnig voru greidd atkvæði um nokkur þingmál, þ. á m. um tillöguna um þingfrest- un. Hins vegar voru ekki greidd atkvæði um hið umdeilda búvöru- lagafrumvarp. Tillagan um þing- frestun var samþykkt með 29 at- kvæðum stjómarsinna gegn 18 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Við þessa atkvæðagreiðslu greindu sumir stjórnarandstæðingar frá grunsemdum um að nú væri verið að undirbúa það að vilji meirihluta Alþingis varðandi búvömlaga- frumvarpið fengi ekki að koma fram í atkvæðagreiðslu. Þeir fóru fram á fundarhlé svo þeir gætu borið saman bækur sínar. Ráðherra ráði málum í þessu fundarhléi ræddu þing- flokksformenn eða varamenn þeirra við forseta Alþingis og for- sætisráðherra. Að loknu fundarhléi kvaddi Jóna Valgerður Kristj- ánsdóttir (S-Vf), varaformaður þingflokks Samtaka um kvenna- lista, sér hljóðs um gæslu þing- skapa. Jóna Valgerður sagði: „Því miður er það svo að það er hæst- virtur forsætisráðherra sem segir fyrir um það hvaða mál skuli fá afgreiðslu og í hvaða röð.“ Jóna Valgerður tilgreindi 11 mál á dag- skránni sem hún sagði að forsætis- ráðherrann hefði ákveðið að fengju afgreiðslu. Þetta væri listi forsæt- isráðherrans, „stjórn þingsins hef- ur ekki gefið þetta upp“. Hún mótmælti þessum vinnubröðum. Steingrímur J. Sigfússon sagði það mikil tíðindi að ríkisstjórn Is- lands stöðvaði eigin mál vegna þess að hún væri að því „komin að springa útaf ágreiningi um eig- in frumvörp". Steingrímur talaði um „hreina valdníðslu forsætisráð- herra gagnvart þinginu og þin- græðinu“. Steingrímur sagði Egil Jónsson, formann ' landbúnaðar- nefndar, hafa notað orðin „pólitískt ofbeldi“ ef 16. dagskrármál, þ.e. búvörulagabreytingarnar næði ekki fram að ganga. Útaf dagskrá Gengið var til dagskrár og mál voru tekin fyrir samkvæmt núm- eraröð fram að 16. máli, þ.e.a.s. búvörulagafrumvarpinu. Að lok- inni afgreiðslu 15. máls var 17. mál tekið fyrir. Stjómarandstæð- ingar mótmæltu og sögðu að hér væri „minnihlutinn að níðast á meirihlutanum“. Þeir kröfðust þess að forseti bæri það undir þingið hvort 16. mál kæmi til atkvæða. Fimm stjómarandstæðingar lögðu fram dagskrártillögu þess efnis að þegar í stað yrði gengið til at- kvæða um 16. mál. Þingforseti AIMAOI minnti á að hún hefði verið búin að taka fyrir 17. mál þegar þing- skapaumræða hefði hafist. Hún frestaði fundi í tíu mínútur. Að loknu fundarhléi kvað þing- forseti upp þann úrskurð að tillaga stjómarandstæðinga ætti sér ekki stoð í þingskapalögum og málið því tekið útaf dagskrá. Steingrím- ur J. Sigfússon mótmælti þessu og sagði það sagði leiða af 4. kafla þingskapalaga um fundarsköp að það væri meirihluti þingfundar sem í raun hefði vald um framgang fundarmála á þingfundinum. Hann sagði einnig ljóst að samkvæmt 62. grein þingskapalaga væri þing- mönnum heimilt að krefjast þess að gengið væri til atkvæða um eitthvert þingmál umræðulaust. Nú hefðu fimm þingmenn farið fram á nákvæmlega þetta. Var vitnað til 62. greinar: „Heimilt er þingmanni að krefjast þess að gengið sé til atkvæða um eitthvert þingmál umræðulaust, en það skal aðeins gert að tveir þriðju hlutar fundarmanna séu því samþykkir.“ Steingrímur óskaði eindregið eftir því að þingforseti endurskoðaði úrskurð sinn. Salome Þorkels- dóttir þingforseti kvaðst hafa kannað þetta mál, úrskurður sinn væri sá sami. Hvað varðaði tilvísun til fyrri málsgreinar 62. greinar þingskapa, þá ætti hún við þegar óskað væri eftir því við tiltekna umræðu um mál, að hún færi ekki fram. Hún benti á að umræða um búvörulagabreytingafrumvarpið hefði farið fram. Steingrímur J. Sigfússon bar eigi að síður fram munnlega ósk um að 16. mál yrði tekið til atkvæða með vísan til 62. greinar. Salome Þorkelsdóttir forseti minnti á að 16. mál hefði verið tekið útaf dagskrá. Óvænt frestun Það kom til harkalegrar umræðu um túlkun 62. greinar þingskapa- laganna. Steingrímur J. Sigfús- son talaði um „hreint ofbeldi við fundarstjórnina“. Svavar Gests- son (Ab-Rv) sagði það „valdníðslu" að greiða ekki atkvæði um einfalda tillögu stjórnarandstæðinga. Þessi framkoma myndi spilla samstarfí stjórnar og stjórnarandstöðu, ekki bara á þessu þingi heldur og því næsta. Hann skoraði á þingforseta að láta ganga til atkvæða um ann- aðhvort hina munnlegu tillögu Steingríms eða hina skriflegu til- lögu stjómarandstæðinga. Ef það væri ekki gert, þá væri það eins og „köld vatnsgusa framan í þing- menn stjórnarandstöðu og þing- ræðið sjálft“. Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) benti á það að umræðu væri lokið um 16. dagskrármálið og 62. grein þingskapa ætti fyrst og fremst við þegar koma ætti í veg fyrir um- ræðu um eitthvert mál. Úrskurður forseta væri því hárréttur. „Ég skil bara ekkert í háttvirtum þing- mönnum að vera byrsta sig svona með allskonar hótanir." Þegar hér var komið sögu steig Davíð Oddsson forsætisráðherra I ræðustól og las forsetabréf um umboð til forsætisráðherra, að til- skyldu samþykki Alþingi, til að fresta fundum Alþingis ef nauðsyn krefði til septemberloka. Sam- kvæmt þessu umboði og með tilvís- un til samþykktar Alþingis frestaði Davíð Oddsson forsætisráðherra fundum 116. löggjafarþingis. Þegar forsætisráðherra frestaði Alþingi voru 17. mál óafgreidd, þ. á m. þrjú mál sem hann hafði fyrr um kvöldið sagt að ætti að afgreiða á þessum fundi. Sökum þess hve þingfrestunina bar brátt að var ekki mögulegt að fylgja þeirri venju að forseti Al- þingis ávarpaði þingheim og gerði grein fyrir störfum þingsins. Forsætisráðherra um stöðu búvörulaga vegna aðildar að EES Forræði á imiflutningi land- búnaðarvara yrði óbreytt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í þingumræðum á laugardag að ljóst væri að breyta þyrfti búvörulögum vegna aðildar íslands að Evrópsku efnahagssvæði, EES. Einnig sagði forsætisráðherrann að ef umrætt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði ekki afgreitt yrði forræði með innflutningi landbúnaðarvara óbreytt. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), fyrrverandi landbúnaðarráðherra, túlkaði orð forsætisráð- herra þannig að landbúnaðarráðuneyti hefði allt forræði á innflutningi landbúnaðarvara í „víðustu merkingu þess orðs“. Frumvarp um breytingar á bú- vörulögum vegna aðildar íslands að EES var til annarrar umræðu síðasta laugardag og laugardags- kvöld. Allkunnugt var um skoðana- ágreining milli landbúnaðaráðherra annars vegar og utanríkisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra hins vegar um skipan þessara mála. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne), fyrrum landbúnaðarráðherra, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa gengið á hlut landbúnaðarins með samningum um Evrópskt efna- hagssvæði, EES. En úr því sem komið væri, væri sá hluturinn skástur að ganga sem allra tryggi- legast frá þeim þáttum sem væru í valdi íslendinga. Steingrímur J. Sigfússon sagði tillögur meirihluta landbúnaðar- nefndar vera til bóta. Ræðumaður sagði lögfræðileg álit vera fyrir því að landbúnaðarráðuneytið færi með innflutningsmál á búvörum. Stein- grímur vissi ekki betur en það væri þannig skilgreint að þar undir féllu allar landbúnaðarvörur sem teldust búvörur í skilningi búvörulaga. Steingrímur taldi nauðsynlegt að eyða óvissu um forræði þessara mála, ef eitthvert væri. Fyrrum landbúnaðarráðherra taldi þann lagatexta sem nú lægi fyrir gera það með nokkuð ótvíræðum hætti. En til að taka af öll tvímæli vildi hann spyija forsætisráðherra hvort hann væri tilbúinn að staðfesta að það væri hans skilningur og stefna að landbúnaðarráðherra færi með allt forræði innflutnings á landbún- aðarvörum? Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að ef svo færi að þetta mál yrði ekki endanlega afgreitt á þinginu „er það algjörlega ljóst í mínum huga að forræði í þessum málum hefur ekkert breyst, frá því sem hefur verið“. Forsætisráðherra sagði einnig: „Það er alveg ljóst í mínum huga að ef við ætlum að fylgja eftir samnmgnum um hið Evrópska efnahagssvæði hvað þetta varðar þá þarf lagasetning af þessu tagi að koma til, hvort sem það er nú eða á haustdögum." Allt forræði landbúnaðarráðuneytis? Steingrímur J. Sigfússon sagði forsætisráðherra hafa staðfest að forræði landbúnaðarráðherra skyldi haldast óbreytt. Steingrímur vonaði að forsætisráðherra væri sammála sér í þeirri túlkun að um það væri engin deila að landbúnaðarráðu- neytið færi með allt forræði sem lyti að innflutningi landbúnaðar- vara í víðustu merkingu þess orðs. Steingrímur sagði að þar með gæti ekki verið neinn ágreiningur um að afgreiða þetta frumvarp um breytingar á búvörulögum. Og þar með gætu ráðherrar í ríkisstjórninni ekki lagst gegn þessu frumvarpi; með því væru þeir að leggjast gegn skilningi forsætisráðherrans á verkaskiptingu í stjórnarráðinu. Steingrímur taldi því að andstaða við þetta frumvarp uni breytingu á búvörulögum væri byggt á „mis- skilningi" eins og „einn ráðherra leyfði sér stundum að orða það þegar hann fjallaði um skoðanir og meiningar annarra manna“. Annarri umræðu um þetta frum- varp lauk en málið kom ekki til atkvæða og varð því ekki að lögum á 116. löggjafarþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.