Morgunblaðið - 11.05.1993, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993
Sannleíkanum verð-
ur hver sárreiðastur
eftir Eystein
Sigurðsson
Þetta gamla orðtak kom mér í
hug, er ég las skrif Friðriks Sigurðs-
sonar, forstjóra Kísiliðjunnar hf., í
Morgunblaðinu 24. apní og Degi 27.
apríl. Tilefni þessa er grein, sem
birtist í sömu blöðum skömmu áður
(Dagur 15.4., Morgunblaðið 17.4.)
- frá undirrituðum. Hún var skrifuð
vegna þess, að mér og mörgum fleiri
hefir blöskrað málflutningur for-
stjóranna og framganga öll, frá því
hann tók hér til starfa. Um þverbak
hefir keyrt á síðustu vikum, er for-
stjórinn eys sveitunga sína svívirð-
ingum í fjölmiðlum, séu þeir andvíg-
ir Kísiliðjunni. Öll er grein Friðriks
ómálefnaleg, og leitar hann víða
fanga til að finna höggstað á þeim,
sem tortryggja Kísiliðjuna. Allt eru
þetta þó vindhögg, og ekki bendir
þessi aðferð til þess, að hann hafi
góðan málstað að veija.
„Hrokafullur félagsskítur"
Þessi grein mín var, að ég tel,
níálefnaleg og studd fullum rökum,
og virðist hún hafa komið illa við
forstjórann, en ég harmaði líka, að
hann skuli hafa uppi þann málflutn-
ing sem raun ber vitni og er engum
tii hagsbótar. Ég dró ekki saman
niðurstöður í minni grein varðandi
persónu Friðriks Sigurðssonar, sá
var ekki tilgangurinn, heldur að
hrekja skoðanir og gagnrýna mál-
flutning hans. í grein sinni segir
Friðrik, að ég dragi upp mynd af
honum sem „hrokafullum félagsskít,
•4£m hafi þann tilgang einan í Mý-
vatnssveit, að troða öðrum um tær
og ala á sveitarríg“. Mér sýnist for-
stjórinn fara nærri hinu sanna með
þessari lýsingu á sjálfum sér, og
greinin öll staðfestir þá skoðun. Hún
undirstrikar vanþekkingu hans á
mönnum og málefnum í sveitinni,
en staðfestir um leið þá nafngift,
sem hann hefir valið sér og fyrr er
vikið að.
Heittrúarsöfnuðurinn
Friðrik ræðir í upphafi greinarinn-
ar um „fámennan hóp veiðibænda á
Mývatns- og Laxársvæðinu" sem
hafi fyrir trúarbrögð að vera á móti
Kísiliðjunni, og hafi svo verið í aldar-
fjórðung. Þeir eru líka á móti land-
græðslu, breyttri skipan skólamála
og fleiri æskilegum breytingum í
„þessari menningarsveit“.
Eins og málum er nú komið í
Mývatnssveit, virðist menningin
harla rótlaus, og á sömu leið botn-
gróður í Ytri flóa, sem dælt hefir
verið upp. (Hann visnar og deyr.)
Svikamyllan
Nú eru skólamál hér í brenni-
punkti, og svo að heyra sem mörgum
komi á óvart, að deilur rísi. Engan,
sem til þekkir, á þó að þurfa að
undra það. Á almennum sveitarfundi
í desember 1982 var kynnt skóla-
stefna, sem 2. samkomulag hafði
tekist um og enn er í gildi. Jafn-
framt var gerð grein fyrir hugmynd-
um um skólabyggingu í Reykjahlíð.
Þær voru í engu samræmi við skóla-
stefnuna, og augljóst, að ef þær
gengju eftir, yrði Skútustaðaskóli
lagður niður. Eftir þennan fund
sagði ég, að e/ svo héldi fram sem
horfði um skólabyggingu, mundi
sveitarfélagið klofna. A árunum
1986-90 benti ég margoft á það í
sveitarstjóm, að sú skólabygging,
sem þá var hafin, samrýmdist ekki
skólastefnunni, m.a. vegna þess að
öllum normum, sem hreppurinn ætti
rétt á, hefði þegar verið ráðstafað.
Því yrði ekki hægt að gera nauðsyn-
legar lagfæringar á Skútustaða-
skóla, þannig að framkvæma mætti
á sómasamlegan hátt það kennslu-
fyrirkomulag, er skólastefnan bygg-
ir á. Allt voru þetta kallaðar illar
getsakir, jafnframt látið í veðri vaka,
að um leið og skólabyggingunni lyki,
yrði hafist handa með lægfæringar
á Skútustöðum. Þá var og gildandi
skólastefna ítrekuð með samþykkt
sveitarstjómar 26. jan. 1989. En það
fékkst líka staðfest um sama leyti
í Menntamálaráðuneytinu, að á
haustdögum 1984, þegar tveir full-
trúar þess voru hér á ferð, hefði því
verið að þeim hvíslað, að stefnt
væri að því að leggja niður skóla á
Skútustöðum. Enda er staðreyndin
sú, að hinn nýi skóli, sem var sagð-
ur byggður fyrir 60 nemendur, á
nú að hýsa um 80 í 1.-9. bekk, og
þar að auki 10. bekk og tónlistar-
skóla. Þar með telur sveitarstjómin
sjálfsagt að ganga á margendurtek-
in loforð sín og leggja Skútustaða-
skóla niður, þótt það valdi mörgum
nemendum og aðstandendum þeirra
geysilegum óþægindum. Allt er
þetta mál einn blekkingavefur, hrein
svikamylla.
Niðurstaðan af þessu er sú, að
nú ríkir í sveitarfélaginu algjört upp-
lausnarástand, sem staðfestir þau
orð mín um árið, að þetta kynni að
leiða til klofnings sveitarfélagsins.
Það verður seint hægt að kenna
fámennum trúarsöfnuði á bökkum
Laxár og Mývatns um þá stöðu
skólamála, sem upp er komin, og
þeim einum er um að kenna, sem
blekkingarvefinn ófu á undanfömum
10-12 árum. Ekki verður Kísiliðjan
hreinþvegin, sem auðvelduðu
sveitarfélaginu byggingu skólans,
en gerðu það þá um leið háðara
Kísiliðjunni.
Áhrif veðurfars
„Tíðni suðvestanvinda í Reykja-
hlíð hefur stóraukist undanfarin 30
ár og tíðni logndaga stórminnkað“,
segir Friðrik í grein sinni. Ég hefi
Eysteinn Sigurðsson
„Forstjórinn þarf engar
áhyggjur að hafa af
því, að við leitumst ekki
við að umgangast nátt-
úruna á ábyrgan hátt.
Hitt er þó ofrausn og
reyndar misskilningur
hans, að ætla okkur
hafa fundið upp og inn-
leitt hér varúðarregl-
una. Það bætast stöðugt
nýir liðsmenn þessum
ágæta söfnuði, nú síðast
ráðherrar iðnaðar- og
umhverfismála. “
engar verðurfarsskýrslur undir
höndum, en rengi ekki þessi orð.
Hins vegar þarf inargs að gæta í
þessu efni, eins og þvi, hvort aukn-
ingin verður á þeim árstíma sem
vatnið er ísilagt eða ekki, en þó eink-
um því, við hvað er miðað. Það mun
örugglega ekki miðað við næstu 30
árin fyrir 1960, sennilega eru ekki
til veðurfarsskýrslur frá þeim árum
í Reykjahlíð. Tilvitnunin er ónákvæm
og segir lítið.
Ef litið er á málið út frá al-
mennri skynsemi, er mín niðurstaða
þessi: Árin 1963-70 hafa, a.m.k-. á
Norðausturlandi, verið nefnd „kal-
ár“, köld ár, flestir veturnir snjó-
þungir, en þetta þýðir að suðlægar
áttir hafa hopað fyrir norðlægum.
Eftir 1970 batnaði tíðarfar nokkuð,
margir vetur snjóléttir, en það bend-
ir á meiri sunnanátt, þegar Mývatn
er undir ís. Hitt er aðalatriði þessa
máls, að frá 1925-60 var hlýinda-
skeið á landi hér, og það segir okk-
ur, að suðlægar áttir hafi ríkt, enda
er það alkunna, að hér voru suðvest-
lægir vindar nánast árvissir í ágúst
og september á þessum árum, og
um þetta vitnar margt eldra fólk í
sveitinni. Á þessum árum var hér
þó blómlegt fuglalíf og silungsveiði
mjög góð.
Köfnunarefnismengun
Forstjórinn vitnar í skýrslu sér-
fræðinganefndar um Mývatnsrann-
sóknir, en kýs að birta ekki orðrétt-
ar tilvitnanir, það hentar ekki hans
málflutningi. Varðandi aukningu
köfnunarefnis í Mývatni segir hann,
að nefndin hafi ekki áhyggjur af
þeim þætti, einurtgis sé bent á, að
frekari rannsókna væri þörf á set-
flutningum. Þetta er rangt. Nefndin
benti m.a. á að rannsaka þyrfti frek-
ar hegðun vatnablómans vegna
hækkunar á N:P-hlutfalli í vatninu.
Þetta kemur fram m.a. á bls. 29 og
56 og víðar í nefndarálitinu.
Afrek heittrúarmanna
Sá trúarsöfnuður, sem Friðrik
talar um í upphafi greinar sinnar,
og ég hefi áður vikið að, er ekki svo
ýkja fámennur og á víða hauka í
homi bæði hérlendis og erlendis.
Barátta fyrir vemdun þessa svæðis
hófst fyrir a.m.k. 35 árum, þegar
stíflur voru reistar við Mývatnsósa.
Söfnuðurinn átti þátt í að lagfæra
að nokkm þau spjöll, er þar voru
unnin, með þeim hætti, að athygli
vakti langt út fyrir landsteinana, og
olli straumhvörfum í umgengni við
náttúmna hér á landi. Þá kom hann
í veg fyrir vatnaflutning frá Skjálf-
andafljóti til Mývatnssvæðis og að
Laxárdal yrði sökkt. En barátta
þessa fólks leiddi enn fremur til þess,
að jarðgufuvirkjun reis við Kröflu,
Flatbrauð
með villtum jurtum
Imaí var hátíðisdagur verkalýðsins, en sá dagur er líka afmælisdagur mannsins míns.
Þá er opið hús hjá okkur, enda eiga allir frí. Ekki var amalegt að litast um í morgun,
® hvít snjóbreiða yfir öllu og grýlukertin héngu niður úr þakskegginu, en einhvem
veginn passaði þetta ekki. Þó virtust farfuglamir ekki láta þetta mgla sig í ríminu, hrossagauk-
urinn hneggjaði og steypti sér niður á fannhvíta mosaþúfu og lóan vappaði um í snjónum og
söng sitt dirrindí, stelkurinn kvað sitt daggadagg og þrestimir kepptust við að syngja í snævi-
þökktum trjánum. Ég hresstist við þessa sumargleði fuglanna, bjó til deig í kleinur og flatbrauð
og ætlaði að kveikja undir feitinni á eldavélinni, en rafmagnið var farið. Hvað var til ráða?
Gasgrillið stóð fyrir utan eldhúsdymar á kafi í snjó, en hann mátti sópa af. Logn var og auðvelt
að grilla flatbrauðið, en hvað með kleinudeigið. Auðvitað var
hægt að hita feitina í potti á grillinu, en allir mínir þunnbotna
pottar em of litlir og wokpannan of grunn, en emeleraði steik-
ingarpotturinn, hann er stór og sæmilega hár. Hann var notað-
ur og kleinubaksturinn tókst vel og ekki sá á pottinum. Ég
mæli þó ekki með þessari aðferð, og var raunar með lífið í
lúkunum allan tímann, þrátt fyrir gott brunateppi, sem haft
var við hendina. Ég hefi alltaf haldið því fram að allt væri
hægt að matbúa á gasgrilli, en svona langt hélt ég ekki að
ég myndi ganga. Hér er uppskrift af flatbrauði á grillið, og
em hundasúrar í annarri tegundinni en fíflablöð í hinni. Þessar
jurtir spretta af krafti og veita okkur sumarbirtu, en þær láta
hvorki frost né snjó hafa áhrif á sig.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
út og skerið undan diski.
4. Hitið grillið, setjið flatkök-
urnar beint á grindina og steikið
við mesta hita í um 3 mínútur á
hvorri hlið.
5. Bleytið hreint stykki, vefjið
flatkökurnar jafnóðum í það og
setjið í plastpoka.
Ég hitti nokkrar seyðfirskar
fermingarsystur í dag, þær hlógu
mikið af því að ég hefði sagt í
síðasta þætti að hræra ætti
kleinudeigið, þær vildu hnoða það.
Það geri ég auðvitað líka.
Flatbrauð með fíflablöðum
10 stk. 20 sm í þvermál.
2 hnefar fíflablöð
4 dl sjóðandi vatn
5 dl rúgmjöl
4 dl heilhveiti
‘Atsk. salt
1. Þvoið fíflablöðin, klippið þau
síðan smátt með skærum. Hellið
sjóðandi vatni yfír þau.
2. Setjið rúgmjöl, heilhveiti og
salt í skál, setjið fíflablöðin og
sjóðandi vatnið út í. Hnoðið vel
saman. Gott er að hnoða þetta í
hrærivél, þar sem deigið er mjög
heitt.
3. Skiptið deiginu í bita, fletjið
Am-AA#
Flatbrauð með hundasúrum
2 hnefar hundasúrur
4 dl sjóðandi vatn
3 dl rúgmjöl
4 dl haframjöl
2 dl hveiti
‘A tsk. salt
1. Þvoið hundasúrumar og
klippið þær síðan smátt með skær-
um, hellið sjóðandi vatni yfír þær.
2. Setjið rúgmjöl, hafran\jöl,
hveiti og salt í skál, hellið vatninu
og hundasúrunum út í og hnoðið
saman.
Farið síðan að eins og segir í
uppskriftinni hér að ofan — flat-
brauð með fíflablöðum.