Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 55

Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Vegurinn í sundur Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Vatnsflaumurinn rauf stórt skarð í veginn eftir að lón, sem myndaðist þegar ræsi hættu að hafa und- an, braust fram. Þjóðvegurinn sunnan við Hólmavík fór í sundur um helgina Kirkjukór Hólmavíkur var ferjaður í gummíbát Hólmavík ^ ÞJÓÐVEGURINN rétt fyrir sunnan Hólmavík fór í sundur við svonefnda Hvítá í miklu vatnsveðri um helgina. Það var strax á laugardagsmorg- uninn að ræsi í gegnum veginn hættu að hafa undan vatnsflaumn- um og myndaðist geysistórt lón fyrir ofan veginn. Það var svo um miðjan dag að það fór að flæða yfir veginn og að lokum gróf vatn- ið stórt skarð í veginn. Veginum var lokað síðdegis á laugardag og var ekki opnaður aft- ur fyrr en aðfaranótt mánudags. Á laugardaginn og fram eftir kvöldi varð björgunarsveitin að sel- flytja fjölda fólks á gúmmíbáti yfir ófæruna. Meðal þeirra sem björgun- arsveitin þurfti að feija voru allir félagar í Kirkjukór Hólmavíkur, en kórinn var að koma frá því að halda tónleika á Hvammstanga og Borð- eyri fyrr um daginn. í þessu mikla vatnsveðri urðu einnig miklar skemmdir víðar í Strandasýslu. Meðal annars tók vatnsflaumurinn mörg þúsund rúm- metra af jarðvegi við Hólmavíkur- flugvöll og bar á haf út. M.H.M. Amnesty harmar mann- réttindabrot í Gvatemala ÍSLANDSDEILD Amnesty Internatíonal lýsir áhyggjum vegna getuleysis Jorge Serrano Elías, forseta Gvatemala, og ríkisstjórnar hans í að stöðva mannréttindabrot lög- reglu á götubörnum, segir í fréttatilkynningu frá deildinni. „Amnesty Intemational hefur um tveggja ára skeið aflað ítar- legra upplýsinga um að lögreglu- menn og meðlimir vopnaðra varð- sveita sem vinna með velþóknun í lögreglu hafi misþyrmt, rænt, pyndað og myrt götubörn. Hinn 17. apríl var enn eitt þess- ara bama myrt, 17 ára gamall Styrki hlutu að þessu sinni fjórir fréttamenn: Ágúst Þór Árnason, sem hyggst kynna sér viðhorf al- mennings í Danmörku, Noregi og Svíþjóð til Evrópusamrunans og til þess hvort aukin norræn samvinna sé valkostur í því sambandi, hlaut styrk að upphæð 25.000 sænskar krónur. Björg Árnadóttir, sem hyggst kynna sér sögu og líf Sama á Norðurlöndum í nútíma þjóðfé- lagi, hlaut styrk að upphæð 10.000 drengur að nafni Henry Yubani Alvarez Benitez. Hann lést sam- stundis eftir byssuskot í höfuðið. Tilræðismaðurinn var að öllum lík- indum lögreglumaður frá einni þessara varðsveita. Amnesty International lýsir einnig áhuggjum vegna ofsóknar á hendur þeim sem vinna að mál- sænskra króna. Karl Garðarsson, sem hyggst kynna sér efnahags- horfur í Færeyjum, hlaut styrk að upphæð 15.000 sænskra króna. Sigurjón Magnús Egilsson, sem hyggst kynna sér sjávarútveg á Norðurlöndum og þá sérstaklega í Norður-Noregi og í Færeyjum, hlaut styrk að upphæð 25.000 sænskar krónur. (Fréttatilkynning) efnum götubarna, svo sem starfs- mönnum Casa Alianza, athvars fyrir götubörn í Gvatemalaborg. Ríkisstjórn Gvatemala hefur al- gjörlega brugðist því hlutverki að vernda þetta fólk, enda sleppa til- ræðismennirnir í langflestum til- fellum án þess að mál þeirra komi fyrir dómstóla." (Fréttatilkynning) —efþu spilar til að vinna! 18. leikvika , 8.-9. mai 1993 Nr. Leikur: Röóin: 1. Bragc - Halmstad - - 2 2. Degcrfors - Hacken - - 2 3. Norrkfíping - Örebro 1 - - 4. Örgryle - AIK - - 2 5. öster - Helsingborg - - 2 6. Arsenal - Crystal Palace 1 - - 7. Blackbum - ShelT. Wed. 1 - - 8. Ipswich - Notth. Forest 1 - - 9. Liverpool - Tottcnhani 1 - - 10. Man. City - Everton - - 2 11. Miildlcsbro - Norwich - x - 12. Oldham - Southampton 1 - - 13. ShcfT. Utd. - CheUea 1 - - Ileildarvinningsupphæðin: 96 milljón krónur 13 réttir: (_ 94.430 1 12 réttir: 2.960 | kr. 11 réttir: T 290 1 10 réttir: 0 Jkr. Norðurlandaráðið styrkir fréttamenn ÍSLANDSDEILD Norðurlandaráðs ákvað 21. apríl hvaða íslenskir fréttamenn hlytu fréttamannastyrk Norðurlanda- ráðs 1993. Styrkir þessir, sem veittir eru árlega, eru veitt- ir til að auka möguleika fréttamanna á að kynna sér nor- ræn málefni og aðstæður annars staðar á Norðurlöndum í því skyni að auka umfjöllun um þessi efni í íslenskum fjölmiðlum. Úrfelli og skriðuföll í Borgarfirði Aurskriða var nærri lent á sumarbústað" Grund, Skorradal. LITLU munaði að aurskriða lenti á sumarbústað í Skorra- dal og ylli miklum skemmdum á laugardag. Eigendur bústað- arins, hjónin Ólöf Sigurgeirsdóttir og Jón Sigurðsson, voru á staðnum þegar skriðan féll. „Við stóðum úti á palli og ég sagði við konuna mína að það væri best að taka myndir af skriðunni því maður gæti hvort sem ekkert annað gert,“ sagði Jón við Morgunblaðið. Aur- og vatnsflaumurinn æddi niður gangstíg og tröppur sem liggja niður að húsinu. Björgunarsveitarmenn úr Borgar- nesi og nágrannar úr næstu sumar- bústöðum hjálpuðu til við að veita ■ vatnsflaumnum frá sumarbústaðn- um svo hann slapp við skemmdir. Lóðin er aftur á móti illa farin — þar sem áður var gras og trjágróður er nú aur og stórgrýti. Einnig féll stór aurskriða við eyðibýlið Háafell en þar urðu einungis gróðurskemmd- ir. Jón Sigurðsson sagðist ekki sýta það tjón sem hann hefði orðið fyrír. „Það er fyrir mestu að það slasaðist enginn og húsið hrundi ekki einu sinni. Það er enginn vandi að bæta skemmdan gróður og girðingar," sagði Jón. Víða skemmdust vegir Ræsi í vegum fluttu ekki það vatnsmagn sem renna þurfti fram, svo þeir rofnuðu víða t.d. fór vegur- inn í sundur á 5 stöðum í Lundar- reykjadal, og varð hann ekki fæjc aftur fyrr en á sunnudag. Á sunný*" dagsmorgun féll svo stór skriða skammt fyrir neðan Hvamm í Skorradal sem teppti veginn í nokkra klukkutíma, eða þar til vegagerðin var búin að láta ryðja veginn og veita vatnsflaumnum frá. Laugardaginn 8. maí varð sólar- hringsúrkoman í Andakílsárvirkjun 73,1 mm. Vatnsborð Skorradals- vatns, sem er 14 ferkílómetrar, hækkaði um 75 cm frá kl. 10.10 á föstudag til kl. 10.10 á laugardags- morgun, en alls um 106 cm frá föstu- dagsmorgni til sunnudagsmorguns. Meðalársúrkoma í Andakílsár- virkjun síðastliðin 42 ár hefur verið 1.403,9 mm, svo þessi eini sólar- hringur skilaði 5,2% af ársúrkomu.~ En meðalúrkoma maímánaðar er á milli 15 og 20 mm. DP Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Aur út um allt AURSKRIÐAN sem féll niður hlíðina teppti alla umferð um veginn í Skorradal um tíma. Á innfelldu myndinni öslar Jón Sigurðsson eðjuna sem skriðan bar með sér niður eft- ir lóð hans. Morgunblaðið/Davíð Pétursson 11^,1 ISLENSKA OPERAN sími 11475 — óardasfurstynjan eftir Emmerich Kálmán AUKASÝNINGAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR Föstudaginn 14. maí kl. 20.00 og laugardaginn 15. maí kl. 20.00. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan opin frá kl. 15-19 daglega, en til kl. 20 sýningard. Simi 11475. Greiðslukortaþjónusta. leikhlislínan 991015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.