Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Ágreiningur í Kvennalista um af- greiðslu á tillögu í Landsbankaráði Ekki sáttar við að tillagan skyldi felld FULLTRÚI Kvennalistans í bankaráði Landsbankans studdi frávísun- artillögu formanns bankaráðsins á tiilögu Lúðvíks Jósefssonar fulltrúa Alþýðubandalagsins á fundi ráðsins á fimmtudag. Lúðvík lagði til að bankastjórum Landsbankans yrði falið að taka upp viðræður við starfs- mannafélag Landsbankans, um framgang þeirra 76 uppsagna sem þegar hafa átt sér stað og að leitað yrði leiða til að milda áhrif þess- ara uppsagna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalista segir Kvennalistakonur ekki vera Sigrún Magnúsdóttir, varafulltníi Framsóknarfiokksins, studdi tillögu Lúðvíks en frávísunartillaga kom fram á tillöguna frá Kjartani Gunn- arssyni, starfandi formanni banka- ráðs og var hún samþykkt með hans atkvæði og atkvæðum þeirra Krist- ínar Sigurðardóttur, fulltrúa Sam- taka um kvennalista í bankaráðinu og Önnu Margrétar Guðmundsdótt- ur, sem situr sem varamaður í bank- aráðinu, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Kristín Sigurðardóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún hefði samþykkt frávísunartillöguna vegna þess að starfið við að milda aðgerð- imar hefði þegar verið hafið og allir verið sammála um að þetta erfíða verkefni yrði að vinna eins vel og kostur væri. Tillaga Lúðvíks hefði því verið óþörf. Pólitískt hæpið „Ég tel það pólitískt mjög hæpið sáttar við að tillagan skyldi felld. að hafa fellt þessa tillögu," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í sam- tali við Morgunblaðið. „Við Kvenna- listakonur teljum mjög mikilvægt að haft sé samráð við starfsfólk bankans við þessar aðstæður og erum ekki sáttar við að þessi tillaga skyldi felld. Sjálfsagt hefur Kristín litið svo á að þetta samráð væri hafið og þess vegna samþykkt frá- vísunartillöguna. Það er hins vegar okkar skoðun að þó svo að banka- stjórarnir væru komnir út í eitt- hvert slíkt samráð við starfsmenn- ina, þá hefði ekki skaðað að hafa samþykkt bankaráðs á bak við sig.“ Þingflokkur Kvennalistans sendi, í gær frá sér ályktun þar sem átal- ið er harðlega hvemig staðið hafi verið að því að ná fram spamaði í rekstri Landsbankans en þær að- gerðir hafi fyrst og fremst birst í uppsögnum. Morgunblaðið/Sverrir Komnir af jökli LEIÐANGURINN, sem fór á skíðum yfir Grænlandsjök- angra er um 35 sólarhringar. Þeir voru skeggjaðir eftir ul, kom heim í gær, en þremenningamir Ólafur Öm útivistina löngu, en ánægðir með árangurinn þegar þeir Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjamason fóru komu heim í gær. Á myndinni eru, frá vinstri, Haraldur, leiðina á rúmum 26 sólarhringum. Meðaltími slíkra leið- Ólafur Öm og Ingþór í Leifsstöð við heimkomuna. Friðrik Olafsson keppir á nýjan leik FRIÐRIK Ólafsson stórmeist- ari i skák mun tefla á skák- móti í Vínarborg 6. til 22. júní nk. en hann hefur ekki telft á móti erlendis í rúman áratug. Mótið, sem nefnist Valsa-mót- ið, er nokkuð sérstakt því þar munu gamlar kempur úr skák- heiminum keppa við fremstu skákkonur nútímans. Sex verða í hvom liði og sam- herjar Friðriks verða Rússamir Smyslov og Geller, Júgóslavinn Ivkov, Daninn Bent Larsen og Duckstein frá Austurríki. Þeir munu etja kappi við Polgar-syst- urnar Sofiu og Zsuzsu, Xie Jun heimsmeistara kvenna, Arak Hamia og Maju Tsjíburdanidze frá Georgíu og Galliu Mova frá Úkraníu. Aðspurður sagði Friðrik að það væri óneitanlega skemmti- leg tilfinning að taka þátt í skákmóti á ný. Þetta mót væri þó ólíkt venjulegum keppnis- mótum og mest til gamans gert. Hann sagðist lítið hafa teflt undanfarin ár en reynt að fylgj- ast með. Landsbankinn og ríkið skrifa undir samning vegna eiginfjárstöðu Samið um ríkisframlag- á móti rekstrarhagræðingu BANKASTJÓRAR Landsbankans, viðskipta- ráðherra og fjármálaráðherra skrifuðu í gær undir samning í samræmi við lög sem sett voru í mars um framlag ríkisins til bankans til að styrkja eiginfjárstöðu hans. I samningn- um skuldbindur Landsbankinn sig til að að draga úr rekstrarkostnaði með ýmsum hætti. Jafnframt er kveðið á um að bankinn fái tveggja milljarða króna skuldabréf frá rík- inu. Það bréf, sem afhent var í gær, á að greiðast árið 2013 og ríkið mun greiða vexti af því til þess tima. Einnig mun bankinn sækja um víkjandi lán hjá Tryggingasjóði viðskiptabanka upp á 1 milljarð króna til að bæta eiginfjárstöðuna. Um er að ræða rammasamning þar sem bank- inn skuldbindur sig til að ná fram sparnaði í rekstri, annars vegar með því að lækka launa- kostnað og hins vegar með því að lækka annan rekstrarkostnað. Með samningnum fylgir grein- argerð sem unnin er sameiginlega af Lands- banka og Seðlabanka þar sem stefnumiðin eru útfærð nánar. Frekari fækkun starfsfólks Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kem- ur fram í greinargerðinni að Landsbankinn skuld- bindi sig til þess að spara, hagræða í útibúaneti bankans og fækka starfsmönnum á þriggja ára tímabili um ákveðinn fjölda. Árið 1993 er kveðið á um 100 milljónir króna sem skili sér með fækk- un starfsmanna og ítrekað markmið um að stöðu- gildum fækki um 130 á árinu en það markmið kom fram í greinargerð sem bankinn sendi við- skiptaráðherra í vetur þegar lögin um ríkisaðstoð- ina voru sett. Talið er að þegar sú hagræðing sé farin að skila sér að fullu þýoi það allt að 300 milljóna króna spamað í rekstri bankans árlega. Krafa viðskiptaráðherra fyrir næsta ár mun hafa verið um 65 uppsagnir til viðbótar, sem sparaði bankanum 150 til 200 milljónir króna næsta ár og enn er gert ráð fyrir 200 milljóna króna sparnaði árið 1995, samkvæmt greinar- gerðinni. Alls var rekstrarkostnaður bankans um 4 milljarðar króna á síðasta ári. Þar af nam laun og launatengd gjöld rúmum tveimur millj- örðum og annar rekstrarkostnaður um 1,7 millj- örðum. Bankaráðsmenn áskilja sér rétt til bókana Þetta er samningur bankastjórnar og viðkom- andi ráðuheyta, ekki bankaráðs. Bankaráðs- mennirnir Lúðvík Jósefsson og Steingrímur Her- mannsson hafa báðir áskilið sér rétt til að leggja fram bókanir um hann í bankaráði, þegar samn- ingurinn verður þar til umfjöllunar. Bankastjórar Landsbankans munu hafa tekist á við viðskiptaráðuneytið um ýmis atriði, áður en samningurinn var frágenginn. Þannig mun viðskiptaráðuneytið hafa viljað hafa allar tölurn- ar um niðurskurð, starfsmannafækkun og hag- ræðingu í útibúaneti bankans í samningnum, en á það var ekki fallist, heldur að greinargerð með ákveðnum tölulegum viðmiðunum fylgdi samningnum. Krafa viðskiptaráðherra um enn frekari fækk- un starfsmanna upp á 65 starfsmenn á næsta ári, er þannig ekki inn í samningnum heldur í greinargerðinni. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hyggst bankastjórnin halda áfram hagræðingar- og sparnaðarráðstöfunum, eftir því sem tök leyfa. Mun þá einkum vera horft til þess að semja við starfsmenn sem eru að komast á starfslokaaldur, um að flýta starfslok- um, svo og að ráða ekki nýja starfsmenn í stað þeirra sem hætta fyrir aldurs sakir. Rætt er um að starfsmönnum hafi fækkað um 250 alls nú í árslok, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en það jafngildir um 20% fækk- un starfsmanna, frá því að markviss fækkun starfsmanna hófst í Landsbankanum árið 1990. í dag Á batavegi_______________________ Eyjapeyinn, sem féll 30 metra við bjargsig, ætlar að ná sér fyrir þjóð- hátíð 4 Svandís__________________________ Flugleiðir fengu þriðju Boeing 757-200 vélina, Svandísi, í gær 19 Sjómenn greinir á um ástand þorskstofnsins 22 Leiðarí Betri er hálfur skaði en allur 22 Lesbók ► Nýskólastefnan: Helgu Sigur- jónsd. svarað - Á 125 ára afmæli séra Friðriks - Ferðast um Kína - Fallið sem harmsögulegt efni- Rask og Henderson. SUrfltmMaMIi MÁTTUGIR TONA R iSfsf Menning/Listir ► Kirkjulistahátíð - Leiklist á listahátíð í Hafnarfirði - Tómas bassi Tómasson - Hvað er fyrir handan? - Tríó Reykjavíkur - Ungur gítarleikari á Akureyri Liðinn vetur einn af þeim hlýjustu MEÐALHITINN í vetur var svipaður og á mesta hlýindaskeiði sem hér hefur verið frá því að mælingar hófust, árið 1845. Reynslan sýnir að eftir milda vetur eru litlar líkur á kali og grasspretta góð. Hausthiti á Jan Mayen er talinn benda til þess að horfur séu á mildu ári og lítl- um hafís við landið. Að sögn Páls Bergþórssonar veð- urstofustjóra var meðalhitinn í Stykkishólmi 0,9 gráður á tímabilinu október 1992 til apríl 1993, aðeins 0,1 gráðu lægri en hann var á hlý- indaskeiðinu 1931-1960. Er það mesta hlýindaskeið sem mælst hefur hér á landi síðan mælingar hófust árið 1845. Páll sagði að reynslan sýndi að eftir svo milda vetur væru litlar líkur á kali og grasspretta á túnum yrði að jafnaði góð. Áhrif frá Pinatubo Töluvert kaldara hefur verið á norðurhveli árið 1992 en verið hefur að jafnaði síðan fyrir 1980 og kenna fiestir um gosinu í Pinatubo sumarið 1991. Brennisteinssýra myndaði þá móðu í háloftum, gulleita glýju sem var áberandi hér á landi í fyrrasum- ar en hefur minnkað verulega og sést helst fyrir neðan sólina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.