Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 29 Messur um hvítasunnuna Guðspjall dagsins: (Jóh. 14) Hver sem elskar mig. ÁSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíð- armessa kl. 14.00. Þorgeir J. Andrés- son syngur einsöng. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Skírnarmessa kl. 14.00. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11.00. Ferming og altarisganga. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Dómkirkjuprestarnir. Annar í hvíta- sunnu: Hátíðarmessa kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnudag- ur. Hátíðarmessa kl. 11.00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Vígsla prédikunarstóls. Dr. Sigurbjörn Einarsson prédikar. Org- anisti Hörður Áskelsson. Hátíð- arguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigurð- ur Pálsson. Norsk-íslensk guðsþjón- usta kl. 14. Halfdan Tscudi Bondevik dómprófastur í Björgvin prédikar, norskir tónlistarmenn taka þátt í guðsþjónustunni. Sigurður Pálsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson. FRIÐRIKSKAPELLA: Fyrsta guðs- þjónusta í kapellunni hvítasunnudag kl. 17. Sigurður Pálsson. LANDSPITALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ingólfur Guðmundsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hámessa kl. 11. Arngrímur Jónsson. Annar í hvítasunnu: Hámessa kl. 11. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guö- brands biskups. Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju (hópur II og III) syngur. LAUGARNESKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarmessa kl. 11.00. Kór Laugarneskirkju syngur og báðir prestarnir þjóna. Organisti Ronald Turner. Tónleikar í kirkjunni kl. 20.30 á vegum Kirkjulistahátíðar. Norskur kór syngur undir stjórn Þrastar Ei- ríkssonar. Undirleikari Ann Toril Lindstad. NESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11.00. Barnastund á sama tíma. Sr. Frank M. Halldórs- son. Annar í hvítasunnu: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðmundur Oskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Hvítasunnu- dag: Hátíðarmessa kl. 11. Altaris- ganga. Organisti Daníel Jónasson. Annar í hvítasunnu: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Hátíð- arguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Kristín R. Sigurðardóttir og Bjarni Thor Kristinsson syngja þrí- söng. Organisti Violeta Smid. Prest- arnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11 í félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Fluttir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Kl. 12.45: Hátíðarguðsþjónusta í hjúkrunar- heimilinu Eir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Þorgrímur Daníelsson cand. theol. prédikar. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdótt- ir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Annan hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Org- anisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. VIÐEYJARKIRKJA: Annar í hvíta- sunnu: Hátíðarmessa kl. 14. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Fermdur verður Ár- mann Kojic Jónsson, Hávallagötu 47, Reykjavík. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Þórir Stephensen. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Safnaðarprestur. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma hvítasunnudag kl. 17. Sr. Frank M. Halldórsson prédikar. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Annan í hvítasunnu hámessa kl. 10.30. Aðra rúmhelga daga mess- ur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK: Hvítasunnudagur: Almenn samkoma í Kristniboðssaln- um kl. 20.30. „Þér munuð öðlast kraft." Ræðumaður verður Guðlaug- ur Gunnarsson. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta í sumarbúðum í Vind- áshlíð kl. 14.30. Prestur verður sr. Gísli Jónasson. Kaffisala að lokinni guðsþjónustu til kl. 18.00. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. Rauði Kross íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita auglýsa bér með eftir sjálfboðaliðum til að starfa ísérbæfðri BJÖRGUNAR- OG V1ÐLAGASVEIT ICELAIMPIC DISASTER RELIEF UNIT Markmið sveitarínnor er að veita aðstoð ínafni mannúðar vegna náttúruhamfara á alþjóðavettvangi og með því móli öðlast þekkingu og reynslu sem nýtist til forvama og björgunaroðgerða hér á lanai. Stefnt er að þvíað ísveilinni verði í upphafi 12-24 þjálfaðir einstaklingar sem búa sameiginlega yfir þeirrí þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er til slíkra starfa. Leitaðerað; Verkfræðingum, Tæknifræðingum Tæknimönnum, Læknum Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum Björgunarsveitarfólki, Rauðakrossfólki Hjúkrunarfólki, Fjarskiptamönnum og öðrum þeim sem óhuga kunna að hafa. Umsóknum skal skila fvrír 18. júní nk. á þar ríl gerðum eyðublöðum sem fóst afhent eoa póslsend frá skrifstofum samtakanna. Samtökin áskilja sér rétt til að velja einstaklinga úr hópi umsækjenda. + Rauði Kross fslands Rauöarárstlgur 18 Slmi 91-626722 * LANDSBJÓRG toi.ioto/ tjirx’mtnrrlis Landsbjargarhúsinu Stangarhyl 1 91-684040 HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Öll- um opið. BESSASTAÐA- og Garðasóknir: Hátíðarguðsþjónusta í Bessastaða- kirkju kl. 11 hvítasunnudag. Álftane- skórinn og kór Garðakirkju syngja. Einnig syngur Bærum-Bach kórinn frá Noregi. Stjórnandi Þröstur Eiríks- son. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11 og á Hrafnistu kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.30 á Sólvangi. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. Annan í hvíta- sunnu skírnarguðsþjónusta kl. 14. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðsþjón- usta kl. 11. Orgel- og kórstjóri Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14 hvítasunnudag. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta hvítasunnudag kl. 11. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Hátfðar- guðsþjónusta kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. SJÚKRAHÚS Keflavíkurlæknishér- aðs: Guðsþjónusta kl. 13.30. Baldur Rafn Sigurðsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Jón Þorsteins- son. HVALSNESKIRKJA: Hvítasunnu- guðsþjónusta kl. 14. í guðsþjón- ustunni munu börn sem tekið hafa þátt í Vordögum kirkjunnar leggja ríkulega fram krafta sína í söng, lestri og leikrænni tjáningu. Barn borið til skírnar. Organisti Vilberg Viggósson. Bjarni Þór Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA: Hvítasunnudagur kl. 11. í guðsþjónustunni munu börn sem tekið hafa þátt í Vordögum kirkj- unnar leggja ríkulega fram krafta sína í söng, lestri og leikrænni tjáningu. Organisti: Frank Herlufsen. Bjarni Þór Bjarnason. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Messa hvítasunnudag kl. 11. Org- anisti Siguróli Geirsson. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa hvítasunnudag kl. 14. Kór Grindavík- urkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Jóna Kristín Þorvaldsdótt- ir. HRAUNGERÐISPRESTAKALL: Hvítasunnudag hátíðarguðsþjónusta í Villingaholtskirkju kl. 14. Annan í hvítasunnu hátíðarguðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13.30. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðarmessa hvítasunnudag kl. 11. Svavar Stef- ánsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming. STRANDARKIRKJA, Selvogi: Hátíð- armessa hvítasunnudag kl. 14. Rúta fer frá skólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Svavar Stefánsson. HJALLAKIRKJA: Messa annan í hvítasunnu kl. 14. Rúta fer frá skól- anum í Þorlákshöfn kl. 13.30 og til baka að messu lokinni. Svavar Stef- ánsson. SELFOSSKIRKJA: Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 10.30. Sóknar- prestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Fermingarguðsþjónustur kl. 11 og kl. 14 hvítasunnudag. Annan í hvíta- sunnu kl. 14 almenn helgistund. Að stundinni lokinni kaffi í safnaðar- heimilinu þar sem fram fer Biblíum- araþon æskulýðsfélags kirkjunnar til styrktar ferðasjóði unglinganna. Bjarni Karlsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta hvítasunnudag kl. 14. Sigrún Hjálm- týsdóttir syngur einsöng. Einar Sig- urðsson og Þorkell Jóelsson annast hljóðfæraleik. Hanna María Péturs- dóttir. AKRANESKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Há- tíðarguðsþjónusta á dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45. Annar hvítasunnu- dagur: Hátíðarguðsþjónusta í sjúkra- húsi Akraness kl. 10.30. Björn Jóns- son. BORGARPREST AKALL: Hátíðar- guðsþjónusta í Borgarneskirkju hvítasunnudag kl. 11. Hátíðarguðs- þjónusta í Borgarkirkju kl. 14. Annan í hvítasunnu: Guðsþjónusta í Akra- kirkju kl. 14. Árni Pálsson. Ályktun þings Alþýðubandalagsins Vill kalla þing saman I TILEFNI af umræðum í fjölmiðlum um að sett verði bráðabirgða- lög fljótlega til að hrinda í framkvæmd ákveðnum þáttum kjarasamn- inga vill þingflokkur Alþýðubandalagsins taka fram eftirfarandi: „Eftir seinustu alþingiskosningar lögum um Hagræðingasjóð og því var stjómarkránni breytt og reglur um setningu bráðabirgðalaga þrengdar. Jafnframt var ákveðið að þingi sé ekki slitið að vori heldur sé fundum frestað. Þess vegna er nú unnt að kalla saman þing með stutt- um fyrirvara. Þingflokkurinn telur fráleitt með öllu að ríkisstjórnin setji nú bráða- birgðalög enda eru engar þær kring- umstæður fyrir hendi sem réttlæta slíkt. Ríkisstjórnin hafnaði því fyrir fáeinum vikum að Alþingi breytti er fullkomlega óeðlilegt og í andstöðu við grundvallarþætti þingræðisins að nú verði beitt bráðabirgðavaldi í þessu skyni. Málið liggur fyrir Al- þingi og því ber að afgreiða það með þingræðislegum hætti enda getur þingið komið saman með fárra daga fyrirvara. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur því að kalla beri þing saman álíti ríkisstjórnin nauðsynlegt að bra- yta lögum nú í sumar.“ Annarleg- þrenning Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Löggan, stúlkan og bófinn - Mad Dog and Glory Leikstjóri John McNaughton. Aðalleikendur Robert De Niro, Bill Murray, Uma Thurman, David Caruso. Banadarísk. Paramount 1993. Hún er svo sannarlega ekki dæmigerð Hollywoodafþreying Löggan, stúlkan og bófinn, nýjasta verk McNaughtons, sem vakti tals- verða athygli með myndinni um fjöldamorðingjann Henry. Persón- umar, söguþráðurinn og leikarav- alið, allt kemur þetta áhorfandan- um á óvart. Misjafnlega skemmti- lega að vísu. Söguhetjumar eru þijár. Lögreglumaðurinn De Niro, sem fyrir tilviljun bjargar lífí skúrksins Murray sem geldur lögg- unni lífgjöfína með því að lána honum eitt „leikfanga" sinna, stúlkuna Thurman, í vikutíma. Bjargvætti sínum til ánægju og yndisauka. Lögreglumaðurinn (starfar sem vettvangsljósmyndari) tekur þessa hæpnu greiðasemi óstinnt upp, en örlögin láta ekki að sér hæða því áður en vikan er úti eru þau ást- fangin uppfyrir haus De Niro og Thurman. Og gerast góð ráð dýr hvernig þau geta komist undan ofurvaldi hins sérlundaða glæpa- manns. Hér eru menn að reyna að fara nýjar leiðir og er það hið besta mál. Hinsvegar hangir tæpast nógu mikið á spýtunni til að úr verði eftirminnileg mynd. Það er helst að hún sitji í manni fyir það hug- rekki sem þeir sýna, De Niro og Murray í þessu óvenjulega hlut- verkavali. Lögreglumaðurinn hans De Niro er gufa sem hefur sætt sig við hlutverk sem hann er engan veginn sáttur við. í honum blundar listamaður sem fær litla útrás í eilífum myndatökum af miður geðslegum glæpaverkum. Og okur- lánarinn og misindismaðurinn Murray er illmenni sem nýtur sín þó engu að síður best sem spaug- ari uppá sviði. Þeir eru báðir tveir mislukkaðir og víðs fjarri þeirri köllun sem hugur þeirra stendur til. En það er ekki að sökum að spyija, báðir þessir stórleikarar skila afkáralegum hlutverkum sín- um með ágætum og meira að segja Thurman stendur sig með prýði, en einhverskonar sinnuleysi hefur oftar en ekki einkennt leik þessarar glæsilegu stúlku. Og Caruso er skemmtilega óforskammaður í hlutverki vinar De Niros. Lítið er því útá leikinn að setja. En það gerist vægast sagt fátt umtalsvert, samband persónanna er lengst af fjarlægt og með af- brigðum óraunverulegt — einsog þær sjálfar. Og áður en maður veit af er myndin búin. í miðju kafí. Ofélegur hugarburður Regnboginn: Goðsögnin — „Candyman". Leikstjóri Bernard Rose. Hand- rit Rose, byggt á smásögu eftir Ciive Barker. Tónlist Philip Glass. Aðalleikendur Virginia Madsen, Tony Todd, Xander Berkeley, Kasi Lemmons, Deju- an Guy, Vanessa Williams. Bandarísk. Manifesto Films 1992. í þessari nýju^tu mynd byggðri á sögu eftir hinn afkastamikla hrollvekjuhöfund Clive Barker („Hellraiser", „Nightbreed") er ófreskjan nokkuð nýstárleg, eða eftir því sem hún segir sjálf, hugar- burður. Sem nærist þó á blóði og tómatsósuaðdáendur fá yfrið nóg fyrir sinn snúð í Goðsögninni, ætla ég rétt að vona. Myndin fer vel af stað. Segir af háskólakennaranum Madsen sem vinnur að ritgerð um veggjakrot og stórborgarskrekk. Draga rann- sóknirnar hana á illræmdar slóðir „Candyman", hálfgerðrar goð- sagnar um afturgöngu sem á að hafa drepið ófáa íbúa í fátækra- hverfí í borginni. Og kynnist Mads- en kauða sem vill fá hana yfir til sín, í ódauðleikann og mannsmorð- in. Tekur hún því fálega í fyrstu, menntakonan, en engin má við ör- lögum sínum og eftir að þessi hug- arburður/goðsögn/fjöldamorðingi er búin að klína á hana nokkrum ódæðisverkum fer hún að velta fyrir sér valkostunum . .. Ef kvikmyndagerðarmennimir hefðu borið gæfu og þroska til að halda áfram á þeim nótum sem þeir byija, að hræða áhorfandann með því sem þeir ekki sjá en skynja, væru þeir hæfileikamenn og Goð- sögnin örugglega úrvalshrollvekja. En hugljómun leikstjórans og handritshöfundarins (sem hefur úr bærilegu efni að moða) er tómat- sósa og aftur tómatsósa, limlest- ingar og þessi margtuggnu, úrsér- gengnu veruleika/draumaatriði svo útkoman verður ófélegur og subbu- legur sláturtíðarhasar. Persónu- sköpun afleit en örlar á bærilegum línum. Það eina sem unnið er af einhveijum metnaði eru sláandi óhugnanleg leiksvið og myndir sem öllu öðru betur lýsa þeirri stórborg- arfirringu sem myndin hefur sjálf- sagt átt að fjalla nánar um en raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.