Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 Margt smatt gerir eitt stort eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur Það var að tillögu Kvennalistans að Reykjavíkurborg keypti Morgunblaðshúsið undir starfsemi Borgarbókasafnsins. Kom þar að- allega tvennt til: Mikil húsnæðis- þörf safnsins og nauðsyn þess að styrkja starfsemi í miðbænum. Borgarbókasafnið hefur því nú fengið veglegan sess í miðborginni og mun nú geta aukið þjónustu við borgarbúa auk þess sem bætt er úr brýnni húsnæðisþörf. Kvennalistakonur töldu sjálf- sagt og eðlilegt að flytja tillögu um breytingu á framhlið hússins, þar sem nú stendur til að hýsa þar aðra starfsemi en verið hefur. Með nýju hlutverki fengi húsið nýtt útlit. Því var svohljóðandi tillaga flutt á fundi borgarstjórnar: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að fram fari samkeppni um listskreytingu á framhlið Morgun- blaðshússins (Aðalstræti 6). Unnið verði að samkeppninni á sambæri- legan hátt og verið hefur um aðrar listskreytingar á vegum borgarinn- ar, sbr. listskreytingu á ráðhúsi. Um samkeppnina sjálfa giltu sam- keppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Borgarráði verði falin nánari útfærsla á tillög- unni, m.a. viðræður við meðeigend- ur hússins og arkitekt þess. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að listskreyting á þetta hús gæti orðið mikil lyftistöng, bæði útliti hússins og ímynd mið- bæjarins, þá sérstaklega með tilliti til þeirra framkvæmda sem gera á við Ingólfstorg og Grófartorg. Að sjálfsögðu verður haft samráð við handhafa höfundarréttar á arki- tekúr hússins og allar hugmyndir vandlega skoðaðar.' Borgarráð hef- ur þessa tillögu til umfjöllunar og er það von mín að málið fái þar ítarlega umfjöllun. Betra aðgengi - aukin atvinna skólafólks Á sama borgarstjórnarfundi bar ég einnig upp tillögu um gerð fláa í gangstéttir en hún er framhald fyrirspurnar um gerð hjólreiða- stíga við Sæbraut og fláagerð fyrr í vetur. Lagt er til að gatnamála- saman áður en almennur veiðitími hefst. Hinu er við að búast, að ýmsum leikmönnum kunni að virðast erfitt að fylgjast með og skilja til hvers er verið að þessu. Einhveijir fleiri en ég gætu auk þess átt til að spyrja, hvaðan starfs- mönnum Veiðimálastofnunar komi lagaheimildir til að lengja laxveiði- tímabil á einstökum vatnasvæðum um allt að 50 daga úr 90 dögum í allt að 130 til 140, eða frá 1. júní til kannski tíunda eða tuttugasta október! Hver hefur veitt heimild til svo stórfeldra frávika frá skýrum lagafýrirmælum? Hefur ráðherra e.t.v. gert það; Veiðimálanefnd, og þá á hvaða grundvelli? Ekki hafa vlsindin á Selfossi tekið þetta upp hjá sér, fjandakornið. Hvað á þetta að halda lengi áfram — og til hvers? Er ekki meira en tímabært að gera þá kröfu til Veiðimálastofnun- ar að hún kanni á ærlegan hátt það sem er að gerast á vatnasvæði Olf- usár- Hvítár, sífellt minnkandi fisk- gegnd, stórhættulega ofveiði í Ölf- usá, einkum við árósinn — og fram úr hófí rangláta skiptingu veiði- fangsins? Að hún beiti sér fyrir breytingum, eins og henni ber laga- skylda til — í stað þess að láta sem ekkert sé, geri sig jafnvel að at- hlægi ár eftir ár með meira en ónýtri, barnalegri og skaðlegri þjón- ustusemi við raunverulega eða ímyndaða hagsmuni fáeinna neta- manna — og kalli það vísindi! stjóri geri í þessu skyni áætlun fyrir hverfi borgarinnar og fái til þess aukafjárveitingu. í greinar- gerð með tillögunni segir m.a. að verkefnið skuli vera liður í atvinnu- skapandi aðgerðum fyrir skólafólk. Mikilvægt sé að gengið verði skipulega til verks og útivistar- og göngusvæði verði sett í forgang. Verkefni sem þetta gæti skapað atvinnu handa skólafólki hér í borginni en fyrirséð er mikið at- vinnuleysi í þeim hópi. Þessari til- lögu var einnig vísað til borgarráðs en mikilvægt er að vinna við gerð fláanna sé unnin samhliða gerð hjólreiða- og gangstíga í borginni og nauðsynlegt að gera 3-3 ára áætlun í þeim efnum. Bætt hjólreiðamenning Á vegum fræðsluskrifstofu borgarinnar starfar nú hópur um bætta hjólreiðamenningu en Guð- rún Þórisdóttir er í forsvari hans. Hópurinn hefur starfað í 2 ár en meginverkefni hans er að tryggja öryggi grunnskólanema á hjólum en slíkt starf nýtist að sjálfsögðu öllum borgarbúum. Starf þessa hóps er til fyrirmyndar í alla staði en hann hefur samráð og samstarf við ýmsa aðila, s.s. fulltrúa Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis. Umferðarráð, SAMFOK, Borgarskipulag og Vinnuskóla Reykjavíkur. Fulltrúar Kvennalistans og Nýs vettvangs hafa bókað ánægju sína með starf hópsins og einnig beint því til borgarverkfræðings að kartna hvort ekki megi efla starf á vegum hópsins og skapa á þann hátt nokkur störf í atvinnuleysinu. Jafnframt er vakin athygli á þörf- inni fyrir örugga leið hjólreiða- verkalýðsfélaga? (lesist leiðbein- endur). í ljós kom að grunur minn reyndist á rökum reistur, enda hafa kennarar yfirleitt verið ráðnir til starfans en þeir hafa þá tekið laun annars staðar og greitt af þeim tilheyrandi gjöld. Af þessu tilefni flutti ég tillögu í borgar- stjórn um að nýr háttur verði hafð- ur á ráðningum í þessar stöður og nú verði það aðallega „... náms- menn í uppeldisfögum, svo og hluti þeirra sem áður hafa starfað og hafa reynslu á þessu sviði, en eru ekki á launum annars staðar ...“ sem fengju þessi störf. í tillögunni segir ennfremur: „Mikilvægt er að réttarstaða þeirra, sem ekki eru námsmenn né á launum annars staðar, sé skoðuð og verði starfs- mannastjóra falið að skoða stöðu þess hóps hvað stéttarfélagsaðild 'varðar ... Þetta er mjög mikilvægt vegna réttar þessa fólks til at- vinnuleysisbóta síðar meir.“ Þessi tillaga fékk jákvæðar und- irtektir og var henni einnig vísað til borgarráðs og mun starfs- mannastjóri borgarinnar væntan- lega fara ofan í saumana á mál- inu. Borginni er skylt að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja sjálfsögð réttindi starfs- manna sinna. Ég vona að lesendur séu ein- hveiju nær um tillöguflutning Kvennalistans í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er von mín að tillögur okkar, stórar jafnt sem smáar, fái áfram jákvæða af- greiðslu í borgarstjórn. Margt smátt gerir eitt stórt og auðvitað tökum við á móti öllum ábending- um til úrbóta fyrir borgarbúa, kon- ur, börn og karla. Höfundur er borgarfulltrúi Kvcnnalistans. Guðrún Ögmundsdóttir „Það er von mín að til- lögur okkar, stórar jafnt sem smáar, fái áfram jákvæða af- greiðslu í borgar- s1jórn.“ manna og fólks með barnavagna úr Heima- og Vogahverfi yfir á útivistarsvæðið í Elliðaárdal. Vinnuskóli Reykjavíkur - réttur leiðbeindenda Á fundi borgarráðs 6. apríl sl. bar undirrituð fram eftirfarandi fyrirspum: Er það rétt, að þeir, sem ráðnir eru hjá Vinnuskóla Reykjavíkur greiði ekki gjöld til Steingrímur á stofnfund nefndar um „Stór-Evrópu“ STEINGRÍMI Hermannssyni formanni Framsóknarflokksins hefur verið boðið til stofnfundar nefndar um „Stór-Evrópu“ sem halda á í Vín í Austurríki. Á fundinum verða ýmsir stjórnmálaleiðtogar og einstaklingar í Vestur-Evrópu og leiðtogar rússneskra umbótasinna. Frumkvæði að stofnun nefndar- innar eiga Alois Mock, utanríkis- ráðherra Austurríkis og forseti Evrópusamtaka demókrata og Otto Graf Lambsdorff forseti Al- þjóðasamtaka fijálslyndra flokka, en Steingrímur Hermannsson er einn af varaforsetum þeirra sam- taka. „Stór-Evrópunefndin“ mun hafa aðsetur í Vín. í frétt frá Framsóknarflokknum segir, að nefndin verði alþjóðleg án þátttöku stjórnmálaflokka og hafi að leiðar- ljósi hugmyndina um- Stór-Evrópu sem nái út fyrir landamæri Evr- ópubandalagsins. Nefndinni verð- ur ætlað að stuðla að samvinnu allra Evrópuríkja á sviði stjórn- mála, fjármála, öryggismála og menningarmála. Chevrolet Corsica Lwxury 93' Á kr. 1.869.000.- á götuna með ryðvörn og skráningu. Aukalega í Luxury: • Alfelgur. • Vindskeið. • Mótaðar aurhlífar. • BreiS dekk með hvítum stöfum. Luxury tilboðið stendur til 30. júní Staöalbúnaður í Corsica er hreint ótrúlegur: ABS bremsur, sjálfskipting, útvarp/segulband, öryggisloftpúöi í stýri, samlæstar huröir, rafdrifnar rúður og m.fl. Alger nýjung í lánamálum á íslandi. Við lánum 3/4 af andvirði bílsins í 36 mánuði. Standi illa á hjá þér á tímabilinu er hægt að hliöra greiðslum allt að sex sinnum og færa þær aftast. Þú greiðir þá bara vexti. Þannig getur lánið orðið til 40 mánaða. Til að auðvelda þér bílakaupin enn frekar, tökum viö vel með farna notaða bíla uppí. Bílheimar hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 63 4000/634050 Höfundur er veiöimaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.