Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 21 Reuter Heiðursvörður kannaður ELÍSABET II. Englandsdrottning er hér að kanna í „Orrustunni um Atlantshafið“. Þangað eru einnig heiðursvörð á Salthúsbryggju í Liverpool en þar er komin skip frá mörgum löndum, meðal annars varð- þess minnst, að 50 ár eru liðin frá sigri bandamanna skipið Týr. Ráðstefna í Bretlandi um skipulögð glæpasamtök Glæpafélög í Austur- Evrópu hættulegust London. The Daily Telegraph. AUSTUR-evrópsk glæpasamtök verða orðin stórtækust í eitur- lyfja- og vopnasmygli til Bretiandseyja eftir fimm ár. Er það skoðun Davids Veness, yfirmanns þeirrar deildar hjá Scotland Yard, sem hefur með höndum baráttuna gegn skipulögðum glæpa- samtökum. „Umsvif glæpasamtaka í Mið- og Austur-Evrópu munu ekki verða minni en samanlögð starfsemi kín- versku glæpafélaganna, ítölsku mafíunnar og þeirrar kólombísku," sagði Veness og benti á, að vopn, þar á meðal vélbyssur, væru þegar farin að berast frá Rússlandi og öðrum lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi og hefðu stóraukið hættu á „sprengingu" í alvarlegum glæpum. „Enginn vafi er á, að eft- ir fímm ár mun okkur stafa mest hætta af glæpamönnum frá Mið- og Austur-Evrópu." Kom þetta fram á ráðstefnu um glæpi, sem haldin var í Bramshill í Hampshire en Veness telur ólík- legt, að rússnesku glæpasamtökin muni beinlínis starfa í Bretlandi en láta þó til sín taka með öðrum hætti. Sagði hann, að yrði vopna- flóðið frá Austur-Evrópu ekki stöðvað, yrði breska lögreglan að vopnast innan tíðar. Eins og ástatt væri í fyrrverandi kommúnistaríkj- um, væri ekki nokkur von til, að yfírvöld þar gætu gert mikið hjálp- arlaust. Óhefðbundnar aðferðir Á ráðstefnunni, sem sótt var af Reuter rúmlega 100 lögreglumönnum frá meira en 20 löndum, voru menn sammála um, að herða yrði barátt- una gegn glæpasamtökunum áður en þau næðu að ná fótfestu og það kom fram, að fyrirhugað væri að beita ýmsum óhefðbundnum að- ferðum. Meðal annars að lauma mönnum inn í samtök af þessu tagi og einnig að kynda undir óvild þeirra í milli í því skyni að glæpa- mennirnir sjálfír bærust á bana- spjót. VÁKORT 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** Afgrei&siufólk vinsamlegast takið ofangreind kort ur umferð og sendið VISA fslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. ISLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 Kosningum lokið í Kambódíu STUÐNINGSMENN Rauðra khmera mættu í stórum hópum á kjörstaði í Kambódíu í gær en þá var að ljúka kosningunum, sem staðið hafa í sex daga. Fyrstu dagana virtust þeir ekki hafa annan áhuga á kosningunum en spilla fyrir þeim en svo var eins og þeim snerist hugur. Ekki er búist við lokatölum fyrr en um miðja næstu viku. Mikil þátttaka hefur verið í kosningunum en í þeim hafa tekist á tvær meginfylkingar, annars vegar Þjóðarflokkur stjórnarinnar í Phnom Penh og hins vegar konungssinnar. Á myndinni eru hjón í Phnom Penh að kaupa blöðru handa syni sínum áður en farið var á kjörstað. TluUutcv Heílsuvörur nútímafólks Þýski stj órnarskrárdómstóllinn Fóstureyðingar eru óleyfilegar Bonn. The Daily Telegraph. ÞÝSKI stjórnarskrárdómstólinn ógilti í gær samþykkt þingsins um frjálsar fóstureyðingar á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar. Hefur úrskurðinum verið illa tekið af mörgum og taka sumir þann- ig til orða, að Þýskaland hafi verið fært aftur á miðaldirnar. Dómstóllinn úrskurðaði, að fóst- ureyðingar væru ólöglegar en bætti því síðan við, að þær væru ekki refsiverðar. Það þýðir í raun, að konur, sem hafa efni á, geta leitað til einkastofa eftir fóstureyðingu. Þýska tryggingakerfíð mun þó ekki taka neinn þátt í hugsanlegum kostnaði við aðgerðina eða bæta frátafir frá .vinnu. Þetta er í annað sinn á 19 árum, sem stjórnarskrárdómstóllinn ógild- ir samþykkt þingsins um fóstureyð- ingar, og að þessu sinni hefur úr- skurðurinn reitt stjórnarandstöðu jafnaðarmanna og marga stjórnar- þingmenn til reiði. „Þetta er skelfilegt og eins konar afturhvarf til miðalda," sagði Reg- ine Hildebrandt, félagsmálaráð- herra úr flokki jafnaðarmanna í Brandenburg. „Meirihluti kvenna er hlynntur fóstureyðingum og verður nú enn einu sinni að byrja baráttuna.“ Ákvörðunin dómstólsins bindur líka enda á fijálsar fóstureyðingar í Austur-Þýskalandi en þær voru alfijálsar í tíð kommúnista og voru leyfðar áfram með samþykki stjórn- arinnar í Bonn. F æreyingnm hjálpað Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA ríkisstjórnin ætlar að taka á sig hluta af erlendum skuld- um Færeyinga eða breyta þeim í danskt ríkislán, sem verður vaxta- og afborgunarlaust í sex ár. Þá verða færeysku landsstjórninni lánað- ir fimm milljarðar kr. nú og aðrir fimm milljarðar síðar á árinu til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Danska ríkið ætlar að skuld- breyta með þessum hætti 30 millj- örðum kr. en alls skulda Færeying- ar í útlöndum 80 milljarða. Skilyrð- in fyrir skuldbreytingunni og lánun- um eru hins vegar þau, að óarðbær- um fiskvinnsluhúsum verði lokað. Framfaraflokkurinn er andvígur hjálpinni. Segir Kirsten Jacobsen, einn þingmanna hans, að Færeyjar verði eins og botnlaus hít svo lengi sem ekki sé ráðist gegn rót vand- ans — algerlega ábyrgðarlausum stjómmálamönnum. Kjúklinqar á kostabobi Velkomin í kjúklingakrœsingamar okkar Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verð 1990 kr Athugib abeins B98 kr á mann Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitafífranskaLsósa og salat Verð 1290 kr. Pakki fyrir 1 2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verð 490 kr Hraðrettaveitingastaður 1 íhjarta bongarinnar Þú getur bæbi tekið matinn meb þér heim eba borbab hann á stabnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.