Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Brúardalir Sauðárdalur í Laugarvalladal skammt sunnan Múla. Í HafrahvÖmmum VÍð JÖkulsá á BrÚ. Ljósm.: Björn Ingvarsson eftir Björn Ingvarsson Síðast þegar ég skildi við ykkur vorum við stödd við Hatthrygg austan Fagradals á Brúaröræfum. Við ætlum núna að halda áfram ferð okkar og stefnum austur að Sauðá. Langt í austri rís Snæfell úr blámóðunni og ber önnur fjöll ofurliði, nær óg norðar rísa Kára- hnjúkar og næst okkur í norðaust- urátt eru Iívannstóðsíjöll. Brátt fer að halla niður að Sauðá, við förum yfir Vesturdalslæk, litla sprænu, sem hefur gróðurtorfur meðfram bökkum. Sauðáin rennur til norð- austurs í víðum grunnum dal, hún getur verið vatnsmikil og kolmó- rauð eða blátær og meinlaus allt eftir örlæti jökulsins. Allvel gróið er niður með Sauðá en víðast þurrt, handan árinnar er Sauðárháls og fjær Sauðafell og Sauðafellsalda en þar suður af Kringilsárrani. Slóðin sveigir nú norðaustur með Sauðá og fljótlega förum við framhjá slóð sem liggur í norðvestur en hún ligg- ur út á Háumýrar og þaðan út á Vesturdal, héðan eru um þrír km að Sauðárfossi. Talið er að Jökulsá á Brú hafi i fyrndinni runnið vestan Skógarháls og út með Fjallgörðum allt til Vopnaíjarðar. Sauðárdalur, Laug- arvalladalur og Fiskidalur eru því leifar af Jökuldal hinum foma. Eld- virkni hrakti síðan Jöklu austur á bóginn þar sem hún gróf sig niður á núverandi slóðum. Sauðá fylgir síðan á eftir og hættir að renna út Sauðárdal en steypir sér þess í stað austur í sí dýpkandi farveg Jökuls- ár. Við þessar aðstæður myndast Sauðárfoss þar sem áin steypist fram af dalbrúninni ofan í þröngt og alldjúpt gljúfur. Sauðárfóss er tilkomumikill þegar Sauðá er vatns- mikil og stendur oft úðastrókur upp úr fossgljúfrinu. Skammt frá fossin- um má sjá ljósar hveraútfellingar sem vitna um kulnaðan jarðhita. Kárahnjúkar blasa nú við í norð- austri handan Jökulsár en innan þeirra er Sandfell. Vegarslóðin sveigir nú til norðurs út á Skógar- háls og hæst ber Lambafell fram- undan en handan Sauðárdals í norð- Skógarháls vesturátt rísa Hvannstóðsfjöll. Við skulum aka dágóðan spöl út eftir hálsinum og ef skyggni er gott fæst feiki gott útsýni í suður og suðaustur þegar komið er upp und- ir Lambafellið. Austan Jökulsár á móts við Sauðafell og þar innaf heitir Háls, þar era hlíðar Jökuldals- ins vel grónar og teygir sá gróður sig upp á Vesturöræfi sem er mikil votlendisspilda þar austur af. í Hálsi er aðal burðarsvæði hrein- dýra á Austurlandi. Neðan við gróð- urlendið í Hálsi era miklir malar- hjallar með áberandi sléttu yfir- borði. Á síðustu ísöld fyrir u.þ.b. 12 þúsund áram opnaðist gosspr- unga í farvegi Jöklu og gaus mest þar sem nú era Kárahnjúkar, þessi eldvirkni stíflaði Jökuldalinn og myndaðist þá mikið lón innan Kára- hnjúka og bar Jökla mikinn aur fram í það. Smám saman gróf áin sig niður í gegnum unga gosmynd- unina við vestanverða Kárahnjúka þar sem nú era Hafrahvammagljúf- ur. Áin reif með sér megnið af aum- um úr lóninu en eftir standa malar- hjallarnir sem við getum enn séð og hin stórfenglegu Hafrahvamma- gljúfur. Við skulum halda áfram norður fyrir Lambafell en þar liggur slóð til austurs niður að utanverðum gljúfrunum. Við verðum að ganga síðasta spölinn niður að gljúfrunum, og komum niður gegnt ytri Kára- hnjúk og era gljúfrin þar vægast sagt hrikaleg að sjá. Utan ytri Kárahnjúks heitir Hnitasporður, en sé gengið spölkom út með gljúfrinu má fara niður í Hafrahvamma sem eru sérkennilegir grónir hvammar niðri í ysta hluta gljúfursins. Hér má lesa jarðsöguna úr þverhníptum gljúfurveggjunum sem rísa lóðréttir hundruð metra upp gegnt okkur. Við Snúum baki í gljúfrin og höldum til baka upp á Skógarháls. Af Skóg- arhálsi fyrir norðan Lambafell er mikið útsýni, í norðaustri sést Fjall- kollur austan Jökulsár, utar á Skóg- arhálsi era Hallarfjall og Nónhnjúk- ur og enn utar Eiríksstaðahneflar. Við sjáum ofan í Laugarvalladal og Fiskidalur blasir við lengra í norðri, þessir dalir eru all vel grónir en uppblástur hefur heijað þar á seinni árum. Laugarvalladalur. Laugarvalladalur er myndaður við jökulrof fyrir um 700 þúsund árum og er hann dæmigerður að lögun. Auðveld ganga er af slóðinni ofan að Laugarvöllum en þar var búið um síðustu aldamót, þar er heit lind og sæmileg aðstaða til að fara í bað, en heitri lindinni er veitt fram af gömlum hverahrúðri og myndast þar steypibað. Á Laugar- völlum er gangnamannakofi og ræfill af gripahúsi. Bílslóð liggur að Laugarvöllum niður af Hálsi sem ar milli Laugarvalladals og Vestur- dals og liggur hún síðan út Háls og aftur niður í Laugarvalladal ut- ar. Fomar mannvistarleifar hafa fundist utar á Laugarvalladal og á Vesturdal einnig undir Fiskidals- Múla og hét þar Múlakot. Við göngum nú aftur að farartækjum okkar uppi á Skógarhálsi og ökum áfram út hálsinn alla leið út að Nónhnjúk en þar sveigir slóðin í norðvestur niður að Reykjará, en eftir að Fiskidalsá sameinast Laug- arvalladalsá heitir áin Reykjará og sveigir þar Laugarvalladalur til norðausturs og Reykjará rennur í Jöklu rúma þrjá km innan við Brú. Við förum yfir Reykjará sunnan undir Fiskidals-Múla og höldum upp Snið austan í múlanum og síðan liggur leiðin upp á Fiskidalsháls og kemur inná Þríhyrningsleið um sex km fyrir ofan Brú á Jökuldal. Hér lýkur í bili veikri tilraun minni til að lýsa leið um Brúardali, hugsan- lega verður sumum þessara dala sökkt undir virkjunarlón innan skamms. Þeim sem vildu kynna sér þetta ósnortna landsvæði nánar vil ég benda á Árbók Ferðafélags ís- lands 1987 sem fjallar um þetta svæði. Höfundur er áhugamaður um útivist og ferðalög. i i j j i Hvað er að gerast á vatna- svæði Olfusár-Hvítár eftir Kristján Gíslason Veiðimálastofnun stendur í stórræðum Nýlokið er aðalfundi Veiðifélags Árnesinga. Heyrst hefur að meðal merkra málefna fundarins hafi ver- ið ákvörðun um framhald á svo- nefndum „vísindaveiðum" laxfiska á vatnasvæðinu næsta vor og í haust. Þessar veiðar era stórmerkilegt mál. Víkjum nánar að þeim: Það var vorið 1987, á aðalfundi, að tillaga kom um það frá framsýn- um Ölfusárbændum, að stjórn fé- lagsins tæki til ýtarlegrar athugun- ar möguleika á að breyta veiðitíma netanna á vatnasvæðinu, þannig að byijað yrði fyrr en áður. Rök- stuðningur sá fylgdi, að markaður- inn sætti sig illa við að fá ekki nýveiddan lax fyrr en 21. júní ár- lega frá þeim austanmönnum. Þetta þótti að vonum hin merk- asta tillaga og var samþykkt með þorra atkvæða. Forsvarsmönnum þótti samt vissara að fara að öllu með gát — þennan akur þurfti að plægja af vandvirkni. Mun menn hafa grunað að ýmsir uppsveitamenn tækju því varla fagnandi að gerð yrði sérstök aðför að dýrmætum vorfiskum, t.a.m. Stóra Laxár — enda teldu margir að sú á ætti þessum fiskum að þakka að ekki væri enn ver komið hennar hlut en raun er á. Liðu nú tvö ár án aðgerða. Já, Ölfusármenn hafði lengi grunað að einhveijir laxar, kannski margir, ættu það til að þjófstarta á hveiju vori — skjótast upp í ána áður en netin væru tilbúin að taka við þeim. Þetta hafði þeim ætíð fundist hin mesta ósvinna, sem von- legt var — og erfitt undir að búa. En nú var virkjuð til þátttöku í leiknum hin eilífa forvitni vísind- anna; þessar alvarlegu grunsemdir netamanna mátti til að rannsaka í botn. Ættu þær við rök að styðj- ast, dugði náttúrlega ekki að horfa á eftir svo og svo miklum verðmæt- um upp til fjalla — mitt í fátækt Ölfusárbænda — og hungurnauðum markaðarins! Svo lögð voru í nafni vísindanna „tilraunanet" á aðskiljanlegum „Einhverjir fleiri en ég gætu auk þess átt til að spyrja, hvaðan starfs- mönnum Veiðimála- stofnunar komi laga- heimildir til að lengja laxveiðitímabil á ein- stökum vatnasvæðum um allt að 50 daga.“ stöðum, mörgum dögum fyrir lög- leyfðan veiðitíma. Og mikið rétt! Fiskar reyndust vera komnir í ána — og voru allmargir veiddir til sannindamerkis um að Ölfusár- menn hefðu átt kollgátuna! En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi í ljós, að fisk- arnir sem veiddust voru flestir hrygnur! — Og höfðu dvalið tvö ár í sjó! Reyndar voru þetta ekki merki- legri tíðindi en svo, að fjölmargir menn á vatnasvæðinu höfðu lengi vitað — og vísindamenn Veiðimála- stofnunar auðvitað flestum betur. En ekki dugði að rannsaka að- eins fyrir Ölfusármenn; eigendur bergvatnsánna og annarra stang- veiðisvæða skyldu einnig fá sínar rannsóknir — svo ekki hallaðist á. Ýmsum spumingum þurfti að svara þar efra, einkanlega þó þeirri, hvort hugsanlegt væri að laxar tækju agn eftir 20. september! — en það hafði verið talið heldur ólík- legt á kontórum vísindanna fram til þessa. Vora nú hafnar víðtækar spurn- ingaveiðar vítt og breitt um vatna- svæðið — og stóðu linnulaust langt fram í októbermánuð. Fjöldi laxa var veiddur — tugum, kannski hundraðum sáífnan reyndust þeir til í að taka agn, enda þótt komið væri fram y£jr lögleyfðan veiðitíma. Þannig era vísindin — ætíð að leiða í ljós nýja og merkilega vitn- eskju, furður sem menn óraði ekki fyrir áður! Nú lá það með öðrum orðum fyrir haustið 1989, að laxar áttu til að ganga í Öifusá fyrir 21. júní — og einnig hitt, að þeir voru tilbún- jr að taka agn eftir 20. september I I Kristján Gíslason — kannski fram undir jólaföstu! Hér voru mikil tíðindi orðin, og j með ólíkindum. Enda var þeim alls ekki trúað. Heldur var haldið áfram að spyija sömu spurninganna og þrá- spyija - 1990, 1991, 1992.“ Svörin voru, eins og spurningarn- i ar, ætíð hin sömu, en virtust ávallt koma spyrjendum jafnmikið á óvart. Enda skal enn haldið áfram að sþyija 1993; enn skal ráðist á vorfiska Stóru-Laxár og annarra bergvatna, þeir drepnir hundraðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.