Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 29. MAÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Ný tækifæri gefast í vinn- unni. Horfðu til framtíðar í stað þess að einblína á skammtima erfiðleika sem auðvelt verður að leysa. Naut (20. apríl - 20. maí) Tómstundaiðja og ferðalög eru á dagskránni í dag. Fé- laga greinir á um innkaup. Allt gengur þér í hag í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tilboð sem þér berst getur verið skilyrðum bundið. Breytingar heima fyrir eru til bóta. Varastu að gagn- rýna aðra. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Félagar eru samstíga í dag og njóta tómstundanna saman. Einhver orðrómur er á kreiki, en á ekki við rök að styðjast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ættingi er eitthvað ósáttur við vin þinn. Þú færð góða hugmynd sem getur leitt til tekjuaukningar í framtíð- inni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Láttu engan fá þig til að gera eitthvað sem stríðir gegn betri vitund þinni. í dag gefst þér tóm til að sinna áhugamálunum. Vog (23. sept. 22. október) Ferðalangar ættu að hafa auga með farangri .sínum. Heimilislífíð veitir þér meiri ánægju í kvöld en skemmt- analífið. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) **j(j0 Það læðist að þér grunur sem ekki á við rök að styðj- ast. Þú skemmtir þér vel í hópi góðra vina. Varastu deilur um peninga. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) & Dæmdu ekki vin þinn of hart. Óvænt þróun á vinnu- stað leiðir til aukinna tekna. Hafðu augun opin og láttu ekkert fram hjá þér fara. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Dagurinn hentar sumum mjög vel til ferðalaga, eða tii að bjóða heim gestum. Þú færð góðar hugmyndir sem gagnast vel. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú þarft að kanna betur hugmynd um fjárfestingu. Þér berast óvæntar fréttir í kvöld. Ekki ætlast til of mikils af öðrum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) S* Þú ert ef til vill ekki alveg sammála ættingja í dag. Þú skemmtir þér með gömlum og góðum vinum í kvöld. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Hvernig á að bregðast. við slæmu spili? Einn möguleiki er að taka spilabakkann og henda honum í næsta vegg. Eins og greint var frá í þessum þætti fyrir nokkrum dög- um, brást Bandaríkjamaðurinn Tom Sanders þannig við þegar hann og félagi hans Russ Arnold fóru út af sporinu í sögnunum í viðkvæmu spili í úrslitaleik Vanderbilt-keppninnar. Sú útrás virðist hafa haft góð áhrif á Sanders, því skömmu síðar tókst honum að vinna 4 hjörtu á 4-3-sam- legu í þessu spili: Vestur gefur: AV á hættu. Norður ♦ Á ▼ ÁD4 ♦ K105432 ♦ Á64 Vestur ♦ D109654 llllll ♦ V K1083 ♦ D * DG9872 Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 hjarta Dobl' 3 spaðar Pass 4.tíglar Pass 4 þjörtu Pass Pass ■ stuðningsdobl, sýnir 3-lit í hjarta Útspil: spaðanía. Sanders var í miklum vanda yfir 4 tíglum makkers. Besti samningur- inn er greinilega 5 lauf, en norður gat hæglega varið skiptinguna 2-3- 7-1 miðað við sínar sagnir, svo það var varla raunhæfur kostur fyrir suður að segja 5 lauf. Vaiið stóð á milli þess að reyna 4 hjörtu. (Sem segir okkur þá sögu að það sé betri sögn í norður að dobla 3 spaða til úttektar.) Sanders ákvað að reyna hjarta- geimið og spilaði það síðan af stakri prýði. Strax í öðrum slag spilaði hann litlu laufi úr borðinu. Austur fór upp með kónginn og spilaði spaða til að veikja blindan í hjartanu. Sand- ers trompaði með fjarkanum og tók ÁD. Spilaði svo litlu laufi á drottn- ingu heima, tók kóng og tíu í hjarta og ruddi laufinu leið með því að henda ásnum úr borði! SKÁK ¥ G6 ♦ Á76 + 103 Vestur Pass 1 spaði Pass Pass Austur ♦ KG72 ¥ 9752 ♦ G98 ♦ K5 Umsjón Margeir Pétursson Fyrsta alþjóðlega skákmótið í Bangladesh var nýlega haldið í höfuðborginni Dacca. Þessi staða kom upp í viðureign heimamann- anna Zia Rahmans (2.430) og Rifats bin Sittars (2.385), sem aðeins er 18 ára og hafði svart og átti leik. Svartur hefur vinn- ingsstöðu og getur leikið 43. — Dxe5, en hann fann miklu fljót- virkari vinningsleið. 43. - Hf7!, 44. Dxf7 (Nú mátar svartur í fimmta leik með laglegu stefi) 44. — Hxdl+, 45. Rgl — Hxgl+, 46. Kxgl — Dd4+! Það er auðvelt að missa af slíkum millileikjum, en nú gafst hvítur upp, því mátið blasir við. Rifat bin Sittar teflir afar hvasst, hefur gott auga fyrir fléttum og á þessu móti náði hann auðveldlega áfanga að alþjóðlegum meistarat- itli. Bangladesh státar af einum stórmeistara, Niad Murshed, sem er einn öflugasti skákmaður Asíu með 2.520 skákstig. Skáklistin er á geysilegri upp- leið í þessum heimshluta, ekki síst vegna afreka Indverjans Vyswan- athans Anands, sem er nú orðinn þriðji stigahæsti skákmaður heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.