Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 43- SMAÞJOÐALEIKARNIR A MOLTU Met bætt um tæpar 17 sek, Jslenska sundliðið hélt uppteknum hætti og var í sviðsljósinu í laug- inni í gær. Hæst bar glæsilegt Is- lands- og mótsmet strákanna í 4x200 m skriðsundi, þar sem þeir bættu ís- landsmetið um tæpar 17 sekúndur. íslands- og mótsmeti stúlknanna í sömu grein var einnig ákaft fagnað, en ekki er orðum aukið að krakkarnir eigi hug og hjörtu áhorfenda, en yfir- Steinþór Guöbjartsson skrífar frá Möltu leitt eru um 3.000 til 3.500 manns að fylgjast með. Strákamir settu punktinn yfir i-ið með frábæru sundi í síðustu grein. Arnar Freyr náði strax for- ystunni og fór á 57,67. Orð fyrr um daginn þess efnis að metið yrði slegið fengu þegar byr undir báða vængi og eftir sprett Richards var ljóst að það yrði að veruleika. Hörð- ur jók enn við forystuna og Magnús Már var ekki eftirbátur hinna. Mótsmet Mónakó frá 1991 var 8.04,65 og íslandsmetið 8.13,34, en strákamir syntu á 7.56,41. Stelpumar höfðu llka talað um að setja met og þær stóðu við það. Bryndís byrjaði sem elding, Elín bætti við, Ama Þórey lét sitt ekki eftir iiggja og Helga sá um að Ijúka dæminu. Bryndís sigraði örugglega í 50 m skriðsundinu og Birna Björnsdóttir virtist á góðri leið með að sigra í 200 m bringusundi. Hún var fyrst þar til um 40 metrar voru í mark, en þá skaust stúlka frá Kýpur fram úr. Birna var hins vegar aðfram- komin og eftir að hafa náð öðm sæti var hún dregin upp á bakkann og borin inn í sjúkraherbergi. Hún hafði fengið astmakast og gat ekki tekið við verðlaununum, en Eydís hljóp í skarðið. Bima, sem var frá- bær í boðsundinu í fyrradag, var þreytt og sögðu þjálfararnir að ryk- ið í herbergi hennar og víðai- hefði greinilega farið í hana, en þetta var síðasta grein hennar. URSLIT Fylkir-Valur 2:1 Fylkisvöllur, íslandsmótið í knattspymu - 1. deild karla - föstud. 28. maí 1993. • Aðstæður: Nokkur vindur og heldur kalt, sól í síðari hálfleik, völlurinn leit vel út. Mörk Fylkis: Kristinn Tómasson 2 (43. og 78.). Mark Vals: Kristinn Lárusson (51.). Gult spjald: Steinar Adolfsson, Val (29.), fyrir að handleika knöttinn. Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 516. Dómari: Ólafur Ragnarsson, stóð sig vel. Línuverðir: Gylfi Orrason og Gfsli Jó- hannsson. Fylkir: Páll Guðmundsson - Helgi Bjarna- son, Zoran Micovic, Gunnar Þ. Pétursson - Aðalsteinn Víglundsson (Bergþór Ólafs- son 77.), Finnur Kolbeinsson, Salih Porsa, Baldur Bjamason (Björn Einarsson 46.), Ásgeir Ásgeirsson - Þórhaltur Dan Jó- hannsson, Kristinn Tómasson. Valur: Bjarni Sigurðsson - Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson, Sævar Jóns- son, Jón S. Helgason - Þórður B. Bogason (Sigurbjörn Harðarson 81.), Baldur Bragason (Gunnlaugur Einarsson 70.), Ágúst Gylfason, Hörður M. Magnússon - Kristinn Lárusson, Anthony Karl Gregory. Kristinn Tómasson, Fylki. Helgi Bjamason, Finnur Kolbeinsson, Gunnar Þ. Pétursson og Salih Porsa, Fylki. Ágúst Gylfason, Jón S. Helgason, Steinar Adolfsson og Kristinn Lárusson, Val. 1. deild kvenna Þróttur N. - Stjarnan.............2:2 Sirrý Haraldsdóttir (57.), Jóhanna Guðjóns- dóttir (60.) - Guðný Guðnadóttir (63.), Harpa Hermannsdóttir (76.). 2. deild karla: KA-Stjaman........................1:2 Pétur Oskarsson (20.) - Haukur Pálmason (40.), Leifur Geir Hafsteinsson (68.). 3. deild karla: Grótta-Magni......................1:1 Kristján Haraldsson - Hreinn Hringsson. Haukar-Víðir......................1:1 Haraldur Haraldsson - Grétar Einarsson. Völsungur - Dalvík................1:1 Róbert Skarphéðinsson - Örvar Eiríksson. Selfoss - Rcynir S.................4:1 Valgeir Reynisson 2, Gísli Bjömsson 1, Guðjón Þorvarðarson - Jónas Jónasson. Skallagrímur - HK.................1:6 Þórhallur Jónsson - Zoran Ljubicic 4, Helgi Kolviðsson 2. 4. deild karla: Ármann - Hafnir...................2:1 Magnús Jónsson, Arnar Sigtryggsson - Kári Guðmundsson. Þrymur - Neisti...................1:1 Bjöm Sverrisson - Jón Þór Óskarsson Ægir - Leiknir R..................1:1 Halldór Páll Kjartansson - Hamar - Afturelding.....................0:3 2. deild kvenna: FH - Fjölnir.......................1:0 Elín Ósk Guðmundsdóttir. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Nýliðar Fylkis lögðu bikarmeistarana „ÞETTA var mjög mikilvægur sigur. Strákarnir sjá að þeir geta þetta og það er aðalatrið- ið,“ sagði Magnús Jónatans- son þjálfari Fylkis, eftir óvænt- an sigur nýliðanna á bikar- meisturum Vals, 2:1, á Fylkis- vellinum ígærkvöldi. „Þeir lögðu sig allir fram í minningu um góðan félaga og léku eins og hann hefði gert; af mikilli baráttu," sagði Magnús, en fyrir leikinn var Indriða Einars- sonar minnst með einnar mfn- útu þögn, en þessi fyrrum leik- maður Fylkis lést í nóvember á síðasta ári. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu nokkur góð færi. Fylkismenn komu meira inn í leikinn er á leið en fengu ekki um- talsverð færi fyrr en fyrsta markið kom á 43. mínútu. Valsmenn mættu ákveðnir til Tvær sóknir -tvömörk Stúlkurnar hjá Þrótti Nes. náðu 100% sóknamýtingu er þær gerðu jafntefli, 2:2, gegn Stjömunni á Neskaupstað í gærkvöldi. Fyrsta sókn þeirra á 57 mín. bar árangur, en þá skoraði Sirrý Haraldsdóttir með góðu skoti af 20 m færi og þremur mín. seinna bætti Jóhanna Guðjóns- dóttir marki við, eftir aukaspyrnu - 2:0. Guðný Guðnadóttir skoraði fýrir Stjörnuna, beint úr aukaspyrnu á 63. mín. og á 76. mín. jafnaði Auður Skúladóttir, 2:2. Ágúst Blöndal, Neskaupstað Stefán Eiríksson skrifar Krlstlnn Tómasson. leiks í síðari hálfleik eins og stund- um er sagt, og jöfnuðu fljótlega. Töluvert fjör færðist í leikinn eftir jöfnunarmarkið og fengu bæði lið ágæt færi. Finnur Kolbeinsson átti gott skot að marki á 56. mínútu sem Bjarni varði vel og Kristinn Lámsson var nálægt því að skora annað mark sitt fjórum mínútum síðar, en Páll Guðmundsson í marki Fylkis varði ágætan skalla hans. Fylkismenn gerðu síðan sigurmark- ið tólf mínútum fyrir leikslok og voru nær því að bæta við þriðja markinu en Valsmenn að jafna, er Bjarni Sigurðsson varði frábært skot Kristins Tómassonar á síðustu mínútu leiksins. Valsmenn voru betri í fyrri hálf- leik en jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Kristinn Tómasson var baneitraður í framlínu Fylkis, lék vel og gerði tvö falleg mörk. Helgi Bjamason og Gunnar Þ. Pétursson léku einnig ágætlega, sem bakverð- ir vinstra og hægra megin, og náðu að halda kantmönnum Vals vel niðri. Ágúst Gylfason var bestur Valsmanna og Kristinn Lárusson var frískur. 1B#%Salih Porsa lék upp hægri kantinn á 43. mínútu og gaf ■ %#einkar laglega.á Kristin Tómasson sem staddur var rétt fyrir utan vítateig Valsmanna. Hann tók knöttinn niður, lék inn í teig og skaut yfírveguðu skoti yfir Bjarna Sigurðsson og ( markið. 1m 4 Ágúst Gylfason tók homspyrnu frá vinstri á 51. mínútu ■ I og sendi knöttinn nánast inn í markteig, þar sem'Kristinn Lánisson sneiddi hann í fjærhomið. 2a afl Sævar Jónsson tók útspark á 78. mínútu sem heppnaðist ■ | ekki betur en svo að knötturinn fór beint til Finns Kolbeins- sonar sem staddur var á miðjum vallarhelming Vals. Hann lék í átt að vítateig og skaut í Sævar Jónsson, knötturinn barst til Kristins Tómassonar sem skaut fostu skoti frá vítateig að marki Vals og hafnaði knötturinn neðst í hægra markhorninu án þess að Bjarni Sig- urðsson kæmi við vörnum. HANDBOLTI Finnur aft- uríVal Finnur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður hjá Val, sém lék með Þór á Akureyri sl. keppnis- tímabil, hefur gengið á ný til liðs við Val. Miklar líkur eru því -að Þórsarar missi tvo aðra leikmenn - þá Rúnar Sigtryggsson, langskyttu, sem mun stunda nám í Reykjavík í vetur og Árna Pál Aðalsteinsson, sem er í íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni. Þessir þrír leik- menn voru lykilmenn Þórsliðsins sl. keppnistímabil. BADMINTON Tap í síð- asta leik Islenska iandsliðið í badminton varð að sætta sig við að tapa fyrir Tékkneska lýðveldinu 0:5, í úrslita- leik 6. riðils á heimsmeistaramótinu í Birmingham í gær. Þar með var draumur íslands úti um að hækka um styrkleikaflokk. Leikimir gegn Tékkneska lýðveld^ inu voru ekki eins ójafnir og úrslitin gefa til kynna. Tveir af fimm leikjum fóru í oddalotu. Ámi Þór Hallgríms- son og Guðrún Júlíusdóttir töpuðu tvenndarleiknum, 15:8, 4:15 og 12:15. Bima Petersen tapaði 7:11 og 2:11 í einliðaleik kvenna. Broddi tapaði 12:15, 15:10 og 9:15 í einliðaleik karla. Hann meiddist í oddaleiknum á olnboga og gat því ekki beitt sér að fullu. Hann gat ekki leikið tvíliðaleikinn. Reiknað er með að hann verði þó búinn að náf^ sér áður en einstaklingskeppnin hefst- á sunnudag. Birna og Guðrún töpuðu í tvíliða- leik, 10:15 og 12:15 og Ámi Þór og Þorsteinn Páll Hængsson töpuðu tvíl- iðaleiknum, 16:17 og 6:15. Tékkneska lýðveldið sigraði í riðl- inum, vann alla þtjá leikina. ísland hafnaði í öðm sæti_, vann tvo leiki, Bandaríkin einn og Irland rak lestina og féll um styrkleikaflokk en sæti íra taka Svisslendingar. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 2 2 0 0 6: 0 6 ÍBK 2 2 0 0 4: 2 6 VALUR 2 1 0 1 4: 3 3 KR 2 1 0 1 2: 1 3 FRAM 2 1 0 1 3: 3 3 FYLKIR 2 1 0 1 3: 3 3 ÞÓR 2 1 0 1 2: 3 3 VÍKINGUR 2 0 1 1 1: 3 1 FH 2 0 1 1 0: 5 1 ÍBV 2 0 0 2 2: 4 0 Stjarnan með fullt hús Stjarnan gerði góða ferð norður á Akureyri, þar sem Stjömu- menn lögðu KA að velli, 1:2. Leifur Geir Hafsteinsson skoraði sigur- markið með skalla, eftir fyrirgjöf frá Iraldi Kalubja. Það voru KA-menn sem skoruðu fyrsta mark leiksins - Pétur Ósk- arsson af stuttu færi, en Haukur Pálmason jafnaði fyrir Stjörnuna fyrir leikshlé, með skoti af 20 m færi - Haukur Bragason, mark- vörður KA, náði að koma við knött- inn, en missti hann yfír sig. Leikurinn var lítt fyrir augað - aðstæður voru ekki góðar, strekk- ingsvindur og kuldi. Reynir Eiríksson Akureyri Knattspyrnufélagið Valur Unglingaráð Knattspyrnuþjálfari Óskum að ráða þjálfara fyrir einn af kvennaflokkum félagsins sem fyrst. Upplýsingar gefur Helgi Kristjánsson í síma 623730 á skrifstofu knattspyrnudeildar Vals að Hlíðarenda. Unglingaráð knattspyrnudeildar Vals. HANDKNATTLEIKUR Héðinn í stjömulið - sem leikur kveðjuleik Pólverjans Tluczynski hjá Fredenbeck H léðinn Gilsson hefur verið val- inn í stjömulið leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik, sem leikur kveðjuleik Pólverjans Zbigniew Tluczynski hjá Fedenbeck, en hann er á förum til Nettelstedt. Leikurinn verður í Geestlandöllinni í Fredenbeck. Héðinn hefur leikið vel með Dusseldorf í vetur og er hann í fímmta sæti yfir markahæstu menn í úrvalsdeildinni - skoraði 179/44 mörk, en Andreas Dörhöfer hjá Gummersbach varð markahæstur með 212/82 mörk. Héðinn, sem er talinn einn skotfastasti leikmaður- inn í úrvalsdeildinni skoraði 135 mörk með langskotum og var í fjórða sæti yfir langskyttur, en efst- ur á blaði var Hvít-Rússinn Tutschkin hjá Essen, sem skoraði 161 mark með langskotum, en næstur kom gamla kempan Borc- hard hjá Rostock með 151 mark. Héðinn, sem skoraði 11 mörk í leik gegn Rostock, var útnefndur í lið vikunnar eftir leikinn. Frjálsíliröttanámskeið fyrir krakka á aldrinum 7—10 ára 7.-24. júní Leiðbeinendur: Oddný Árnadóttir og Þorbjörg Jensdóttir. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. júní. Kennt verður 3 daga vikunnar; mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00-16.00. Námskeiðið verður haldið á Valbjarnarvelli, Laugardal (völl- urinn ofan við aðalleikvanginn). Mót og grill á síðasta degi. Námskeiðsgjald kr. 3.000,- greiðist á fyrstu æfingu. Skrán- ing í síma 2 82 28 og 7 46 40 milli kl. 15.00 og 16.00, eða á fyrstu æfingu. Ath. takmarkaður fjöidi þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.