Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 17 Erill OFT ER mikið að gera á slysadeildinni. Morgunblaðið/Bjami og markvissari. Það er meiri háttar misskilningur að dreifa svona ein- ingum víða. Sumir eru að tala um að það þurfi að vera tvær slysa- deildir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum, að heildarárangur er mun verri þar sem einingar eru smærri og fleiri. Allir eru sammála um að ef það á að reka slysadeild þá eigi hún að vera kröftug og í stakk búin að taka á öllu sem upp á kemur. ísland er mjög lítið og því fyrir bestu að ein kröftúg slysa- deild sinni sunnaverðu landinu. Það þarf síðan að vera önnur góð á Akureyri fyrir Norðurlandið. Mót- taka fyrir lítið slasaða getur og verður að vera víðar en þá þarf að tryggja góða sjúkraflutninga," seg- ir Brynjólfur. Brynjólfur bendir á fleira sem þurfí að hyggja vel að er horft er til framtíðarinnar frá þessum tíma- mótum. Eitt af þvi er forvarnastarf til þess að draga úr slysa- og veik- indatíðni. „Slys kosta þjóðarbúið 8 til 10 milljarða á hveiju ári. Þetta eru óheyrilegar upphæðir og því skiptir miklu að reyna að draga úr þeim og ein leið er markvisst forvarnastarf. Eitt af því sem er í bígerð er að bæta orsakaskráningu. Hvers vegna verða slysin? Vönduð úttekt á orsökum slysa yrði stórt skref til þess að draga úr slysat- íðni. Annað sem þarf að gera er að samræma slysaskráningu. Auð- vitað eru slys alls staðar skráð, en það þarf að samræma þær til að auðvelda úrvinnslu." Brynjólfur telur að slysadeildin sé vel í sveit sett, stjómmálamenn geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi hennar, enda hafi deildin til þessa getað afkastað í samræmi við mannskap, tækni, aðstöðu og þekk- ingu. „Það hefur verið stutt vel við bakið á okkur, enda skynja yfirvöld að svona deild skilar óhemju miklu til baka af því sem í hana er lagt. Nægir að benda á að á þeim 25 árum sem deildin hefur starfað hafa rúmlega 860.000 manns leitað til hennar, bæði slasaðir og veikir. En til að gera þetta vel þarf mikið fé. Rekstur á slysadeild, endur- komudeild og gæsludeild kostar um 150 milljónir á ári og er þá allt talið. Menn geta þá séð í hendi sér, að ef það ætti að byggja upp aðra einingu á svæðinu myndi það kosta annað eins og einungis verða til að draga úr nýtingu á þeirri sem fyrir er. Þetta eru það miklar fjár- hæðir að brýnt er að nota pening- ana rétt. Á sama hátt væri það hrapallegt að skera. niður framlög til starfseminnar, en við höfum ekki þurft að mæta slíkum aðgerð- um,“ segir forstöðumaðurinn. Og hann lýkur máli sínu með því að draga saman í stutt mál inntakið í starfsemi slysadeildarinnar: „Flestir vita, að deildin er opin fyr- ir slasaða og veika allan sólarhring- inn alla daga, árið um kring. Inn- takið er að fólk eigi sér samastað hér, hvað sem á bjátar. Hér er þekking og reynsla til staðar. Fólk getur leitað hingað ef á þarf að halda.“ fyrir blóðstreymi og skilja eftir efni í sárinu sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Þar með rennur blóð inn og blóð út þótt ekki sé það endi- lega hin rétta leið út. Eftir nokkra daga er líkaminn sjálfur búinn að búa til nýtt fráflæði. Það er rétt að taka fram, að þetta eru smitfríar blóðsugur, sérræktaðar erlendis og þeim er ekki sturtað ofan í klósettið að notkun lokinni, heldur eru þær brenndar“. Magnús heldur áfram og segir að ennfremur megi tíunda að mikil aukning hafi orðið í aðgerðum á liðagigtarsjúklingum, einkum á höndum, hnjám, öxlum og mjöðm- um. „Liðagigt er bólga í sinaslíðrum og liðum og það er hægt að hefta staðbundið liðagigt með því að nema bólguna brott. Meira að segja í mjög slæmum tilfellum er nú hægt að gera mikið fyrir fólk sem langt er leitt af liðagigt," segir Magnús. Fleira tínir hann til, til að mynda meðferð á liðþófa. Áður var skorið og menn lágu á sjúkrahúsinu í allt að 1 til 2 vikur. Nú er þófinn tekinn með speglun og menn fara heim uppistandandi strax sama dag. Bökin Ragnar bætir við þetta, að ekki séu framfarimar minni í bakskurð- lækningum. Er við hann var rætt var hann nýkominn úr aðgerð. Hann segin „Þetta var aðgerð sem ekki hefur áður verið gerð hér á landi. Sjúklingurinn var 14 ára bam sem fæddist með klofinn hrygg og er lamað í hjólastól. Hryggur barnsins var hins vegar orðinn svo skakkur að það gat vart setið í stólnum. Aðgerðin fólst í því að rétta við hrygginn, þannig að barnið mun eftirleiðis geta setið betur.“ Ragnar bætir við að auk þessa hafi eftirmeðferð bakaðgerða breyst mjög. Nú væri farið að hreyfa fólk, hífa það jafnvel á fætur til æfinga 2 til 3 dögum eftir aðgerð. Jafnvel þegar hryggbrot hefur verið annars vegar. Gamli tíminn sagði að þetta fólk ætti að liggja sem fastast og hreyfa sig sem minnst. Nýi tíminn segir það vera það versta sem þetta fólk geti gert. Sama er að segja um brot á mjöðm og lærleggjum. Svona eru tímarnir breyttir og þeir Magnús og Ragnar segja þetta skila sér í vaxandi afköstum og nýtingu. „Og gæðin era meiri,“ segja þeir. Þeir segjast geta haldið lengi áfram og Magnús gerir raunar gott betur, bætir við lýsingum á því hvemig ákveðnar rannsóknir á úln- liðum séu þegar farnar að skila sér, en úlnliðurinn er flókinn og algeng- ur miðdepill meiðsla. Þetta er allt af hinu góða segja þeir Magnús og Ragnar, Islendingar séu fljótir að taka við sér þegar ein- hver ný læknavísindi era viðurkennd á annað borð. Þeir segja íslenska lækna upp til hópa góða og íslensk sjúkrahús góð. Viðmiðun þeirra eru þau lönd sem þeir lærðu í. Skáksamband íslands Guðmundur G. Þórarinsson endurkjörinn AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn 22. maí sl. í Faxafeni 12, Reykjavík. Forseti sambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, var endurkjörinn. í stjóm eru eftirtaldir menn: Guðmundur G. Þórarinsson, for- seti, Andri Hrólfsson, Guðmundur Benediktsson, Haraldur Baldurs- son, Margeir Pétursson, Pétur Ei- ríksson og Þráinn Guðmundsson. í varastjóm eru: Ólafur H. Ólafs- son, Gunnar Björnsson, Halldór G. Einarsson og Kristján Guð- mundsson. (Fréttatilkynning) 4x með frönskum og sósu =995.- ■TfS$!Ð P| Jarlinn K miðasala í verslunum Steinars, versluninni Hljómalind og sölustöðum Listahátíðar Hafnarf jarðar í þróttahúsi nu K APLAKRiKA Haf narf irði 12.júní kl. 20.30 upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86 Tl 3 HAfNARflOROOR ■3 Æ INTERHATIONAL M f ART f ESTIVAL f I ICELAND V ALÞJOÐLEG . ~ LISTAHATIÐ I HAFNARFIRÐI 4.-30. JÚNÍ 1993 M Ú S-Í-K & M- YKD-I-R T'K'O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.