Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 4
fjrtft 4 I IAM JUiDAClMAö'JAJ UiaA.lttMUiM10M MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Tólf ára piltur úr Vestmannaeyjum mikið slasaður eftir slys við bjargsig í Hánni Hrapaði 30 metra en ætlar að ná sér fyrir þjóðhátíð „ÉG MAN að ég var alltaf að bíða eftir að sumarið kæmi þegar ég var ennþá í skólanum. Svo gerist þetta og sumarið er farið,“ sagði Sævar Þór Hallgrímsson, 12 ára Vestmanneyingur, viku eftir að hann féll 25-30 metra í Hánni í Vestmannaeyjum. Sævar Þór var ásamt tveimur kunningjum sínum að síga eftir fílseggjum í bjarginu þegar kaðall, sem þeir notuðu til sigsins, gaf sig með fyrrgreindum afleiðingum. Hann liggur nú á barnadeild Landspítalans, tvílærbeins- brotinn, handleggsbrotinn, rifbeinsbrotinn og marinn á baki en hress í anda og segist ætla að ná sér fyrir þjóðhátíð. Sigið Sævar og félagar hans eignuðu sér kaðal úr skútunni Nakka og fengu lánað sigbelti hjá vini sínum. Þremenningamir sigu nokkrum sinnum niður bjargið þar sem það var mjög hátt en svo komu þeir að Hánni og fikraði Sævar sig fyrstur niður. Hann var þó ekki kominn langa leið þegar hann leit upp og sá þá kvamast úr kaðlinum og stuttu seinna tók við fijálst fall niður bjargið í skriðu fyrir neðan. Maður í nærliggjandi prent- smiðju sá til Sævars og hringdi eftir lækni og lögreglu. Hann tók síðan á rás í átt til Sævars og sömu sögu er að segjá af féiögum hans. Skömmu seinna var Sævar fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum og var þar ákveðið að fljúga með hann í sjúkraflugi til Reykjavíkur. Fermingarveisla á sunnudegi Pabbi og mamma Sævars voru i óða önn að undirbúa fermingar- veislu systur hans á sl. sunnudag þegar þeim var sagt frá slysinu. Skömmu seinna vom þau komin upp í flugvél á leið til Reykjavíkur og Helga Vattnes Sævardóttir, mamma hans, minnist þess að hafa séð Heijólf koma inn til Eyja með fermingargestina þegar hún leit niður úr vélinni. Allt útlit virtist fyrir að ekkert yrði úr veislunni, en foreldrar Sævars fóru aftur til Eyja um hádegi á laugardag og komu til baka á mánudag. 8 vikur á sjúkrahúsi Sævar þarf líklega að dveljast á sjúkrahúsi í Reykjavík í a.m.k. 8 vikur en þegar sá tími er liðinn verður fóturinn settur í gifs og í kjölfarið fær Sævar að fara heim - til Eyja. Eftir það sem á undan, er gengið segir hann fremur ólíklegt að hann fari áftur í bjargið en ef Morgunblaðið/Sverrir Á batavegi HALLGRÍMUR, Sævar Þór og Helga á barnadeild Landspítalans. Foreldrarnir segjast hafa bannað Sævari að síga eftir eggjum en erfitt sé að fylgjast með hverri hreyfingu stráka á hans aldri. Þess má geta að Sævar var með gleraugun á sér í fallinu en fyr- ir utan beyglu á umgjörðinni skemmdust þau ekki. svo fari sé a.m.k. öruggt að hann kanni vel útbúnað sinn. Fyrir slysið átti bjargið hug Sævars allan og hann hafði farið á tvö námskeið í sprangi og sigi til Súlla Johnsen á Saltabergi. Að- eins einn þremenninganna hafði sigið áður eftir eggjum. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 29. MAI YFIRLIT: Yfir Norður-Grænlandi er víðáttumikil 1.037 mb hæð, en grunn lægð austur við Noreg. Við suðurströnd landsins er grunnt lægðardrag sem eyðist í kvöld. 8PÁ: Norðaustanátt, strekkingur um landið vestanvert. Él eða slydduél víða um landið norðanvert og hiti 1-5 stig, en syðra verður víða bjartara og 5-10 stiga hiti að deginum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Norðaustanátt, nokkuð stíf á mánudag en síðan hægari. Él eða skúrir norðan- og austan- lands en léttskýjað suðvestanlands. Hiti 5-11 stig yfir hádaginn sunnan- lands en annars 0-4 stiga hiti. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / r f f f f Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins, nema að hálka er á Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Annars er fært fyrir létta bíla um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar á Vestfjörðum, Lág- heiði er opin jeppum á Norðurlandi, en ófært um öxnadalsheiði og Hólssand á Norðausturlandi. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir ó klæðingum eru víöa hafnar og eru vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kí. 12.00 ígær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 3 skýjsö Reykjavík 5 skýjað Bergen 11 léttskýjað Helsinki 12 skýjað Kaupmartnahöfn 13 rignlng Narssarssuaq 6 lágþokublettir Nuuk vantar Óslö 18 léttskýjað Stokkhólmur 12 hálfskýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 12 rigning. Barceiona 21 léttskýjeð Berlín 18 skýjað Chicago 19 alskýjað Feneyjar 27 hálfskýjað Frankfurt 19 skúr Glasgow 13 skýjað Hamborg 16 alskýjað London 15 skýjað Los Angeles ■14 léttskýjað Lúxemborg 13 skúr Madrtd 19 skýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca vantar Montreal 11 alskýjað New York 17 skýjað Orlando 23 alskýjað París 16 skýjað Madelra 20 léttskýjað Róm 24 skýjað Vín 15 skúr Washlngton 19 alskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Heimild: Veðurstofa ístands (Byggt é veðurspá kl. 16.15 í gœr) f DAG kl. 12.00 Nafnvextir skulda- bréfalána lækka um 0,5 til 0,8% LANDSBANKI, Búnaðarbanki og sparisjóðir tilkynntu í gær lækkun útlánsvaxta sem tekur gildi 1. júní. Islandsbanki tilkynnti á fimmtudag lækkun vaxta á óverðtryggðum skuldabréfum um 0,7%. Engar breyting- ar verða á vöxtum vísitölubundinna útlána. Þá gerir engin lánastofnun breytingar á vöxtum innlána og minnka því vaxtamun. Landsbankinn lækkar kjörvexti á óverðtryggðum skuldabréfum um 0,55% eða úr 10,50% í 9,95% og sama lækkun verður á kjörvöxtum annarra útlána- flokka. Búnaðarbankinn lækkar vexti á almennum skuldabréfalánum um 0,5% en gerir ekki frekari vaxtabreytingar nú en að sögn Stefáns Pálssonar bankastjóra verða vaxtamálin áfrain til skoðunar. Sparisjóð- irnir lækka vexti á öllum útlánaflokkum en gera engar breytingar á innlánahlið. Nafnvextir skuldabréfalána Iækka um 0,8%. í Landsbankanum lækka vextir viðskiptavíxla og almennra víxla um 0,5%. og lækka vextir á almennum víxlum þannig úr 12,50% í 12% og á viðskiptavíxlum úr 15% í 14,50%. Vextir á yfirdráttarlánum lækka úr 15,50% í 15,25%. Fyrsta skref Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að þessar vaxtalækkanir hefðu verið ákveðnar vegna spár um minnkandi verðbólgu í kjölfar kjarasamninga og sagði að þetta gæti hugsanlega verið fyrsta skrefið með tilliti til þess. Hjá sparisjóðunum lækka víxil- vextir um 0,5% og einnig vextir á yfirdráttarlánum sem fara úr 14,7% í 14,2%. Kjörvextir skuldabréfa lækka úr 10,5% í 9,7%. Unnu að útgáfunni ÞEIR SEM.unnu að útgáfu Hómilíubókarinnar. í fremri röð: Guðrún Kvaran, Sigurbjöm Einarsson, Gunnlaugur Ingólfsson og Sigurður Líndal. Aftari röð: Jón Reykdal, Sverrir Kristinsson, Knútur Signars- son og Gunnar H. Ingimundarson. Hómilíubókin komin út eftir átta hundruð ár ÍSLENSK Hómilíubók, Fornar stólræður, er komin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Bókin er gefin út að tilstuðlan Sigurbjörns Einarssonar biskups sem ritar inngang, en ásamt honum unnu að útgáf- unni orðabókarritsljórarnir Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson. Tilhögun bókar var í höndum Jóns Reykdals listmálara og Sverris Kristinssonar framkvæmdastjóra. íslensk Hómilíubók kom fyrst út í aðgengilegri útgáfu 800 árum frá því hún var rituð. Bókin er meðal dýrgripa íslenskra bókmennta, ekki síst fyrir málfar og stíl. Hún hefur verið talin æskileg kennslubók í ritl- ist, jafn nauðsynleg rithöfundum og fjallræðan prestum. Sjá nánar um Hómilíubókina á bls. B7 í Menning/Iistir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.