Morgunblaðið - 29.05.1993, Page 7

Morgunblaðið - 29.05.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 7 Glitnirhí DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Árinúla 7 108 Rcykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810 Samræmd próf í grunnskólum landsins Hæstu einkunnir í Reykja- vík - lægstar á Vestfjörðum NIÐURSTÖÐUR samræmdra prófa í grunnskólum um allt land liggja nú fyrir. Samræmd próf eru tekin í stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku. Meðaltal ein- kunna reyndist hæst í Reykjavík í öllum fögunum en voru lægst á Vestfjörðum. Samræmd próf hafa verið tekin í grunnskólum frá árinu 1977 í íslensku og stærðfræði en dönsku og ensku var bætt við á þessu ári. Að sögn Einars Guðmundssonar hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála er útkoman í próf- unum nú áþekk og á síðustu árum. Hann sagði að Reykjavík hefði jafn- an verið efst en Vestfírðir í neðsta sæti. Einar varaði við því að dregn- ar væru of afdráttarlausar ályktan- ir af meðaltölum í einstökum um- dæmum. Tekin eru saman meðaltöl fyrir Reykjavík, Reykjanes, Vestur- land, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland. Greiðslur frá vinnuveit- anda skerði ekki styrk HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur og tók til greina kröfur Láru V. Júlíus- dóttur lögfræðings ASI á hend- ur Tryggingastofnun ríkisins um að það skerði ekki rétt henn- ar til fæðingarstyrks og fæðing- ardagpeninga í fæðingarorlofi að hún hafi samið við vinnuveit- anda sinn um að hún skyldi njóta óskertra tekna í fæðingarorlofi og ASÍ hafi skuldbundið sig til að greiða það sem á greiðslur Tryggingíistofnunar vantaði til að svo mætti verða. Lára V. Júlíusdóttir höfðaði málið fyrir eigin hönd þar sem líf- eyrisdeild Tryggingastofnunar hefur ekki talið þær konur sem njóta launa frá vinnuveitanda í barnsburðarleyfum eiga rétt til greiðslu frá stofnunnni. Dómur féll henni í hag í janúar 1991 í bæjarþingi Reykjavíkur og á fimmtudag staðfestu hæsta- réttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson, Haraldur Henrys- son og Pétur Kr. Hafstein þá niður- stöðu. -----4.».4----- Einar sagði að samræmdu prófin hlytu góðar undirtektir meðal kenn- ara en þeim voru sendir spurninga- listar og gefinn kostur á að gera athugasemdir við prófín í vetur. Sagði hann að meirihluti kennara teldi að prófgerðin hefði tekist bet- ur á þessu ári en í fyrra. Einar sagði að rannsókn færi nú fram á niðurstöðum prófanna og yrði henni varla lokið fyrr en í haust. Hann sagði það koma á óvart að stúlkur næðu að jafnaði betri árangri í stærðfræði en drengir og ætti það sérstaklega við um al- gebru. Heildareinkunn á samræmdum prófum vorið 1993 Stærðfr. íslenska Danska Enska Reykjavík 6,3 6,3 6,7 7,1 Reykjanes 5,8 6,1 6,4 6,8 Vesturland 5,3 5,8 5,9 5,8 Vestfirðir 4,8 5,6 5,1 5,5 Norðl. vestra 5,1 6,0 6,2 5,9 Norðl. eystra 5,6 6,2 6,3 6,2 Austurland 5,2 6,1 6,5 5,9 Suðurland 5,4 5,9 5,9 5,7 Landið allt 5,8 6,1 6,4 6,5 Vaka sam- þykkti 5-1 NÝGERÐIR kjarasamningar Al- þýðusambands íslands og samtaka vinnuveitenda voru samþykktir á fámennum félagsfundi í verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði á fimmtudagskvöld. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar varð sú, að fimm greiddu atkvæði með samn- ingnum en einn var á móti. Hagkvæmt bílalán! Staógreiðslulán er heildarlausn vió kaup a nýjum bíl Þúfœrð staógreiðsluafsláttinn Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er hægt að nýta staðgreiðsluafsláttinn og fá bíl á bestu fáanlegu kjörum. Lánstfmi allt að 3 ár Nú býðst verðtryggt Staðgreiðslulán til 3ja ára sem gefur þér kost á léttari greiðslubyrði. Ef þú vilt greiða lánið hraðar niður er í boði óverðtryggt lán til allt að 30 mánaða. Þú velur tryggingarfélagið Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður þú hvar hann er tryggður. r Oskertir lánamöguleikar Þú rýrir ekki lánamöguleika í bankanum þínum sem er afar heppilegt ef þú þarft að mæta óvæntum útgjöldum á lánstímanum. Aiit að 100% fjármögnun kaupverðs Lánshlutfall getur orðið 100% af staðgreiðsluverði bíls fyrir allt að 24 mánaða lánstíma. Kynntu þér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiða- umboðanna veita þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. MERKING Hf 1*Aa BMUMH0LI24 WWW Si#l: 622044 f 9 □ÓSASKILTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.