Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 11
í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 11 » Vorferð Útivistar út í Breiðafi arðare jrj ar eftir Rannveigu Ólafsdóttur Breiðafjarðareyjar eru eitt af þremur náttúrurufyrirbærum á ís- landi sem óteljandi voru talin. Helg- ina 4.-6. júní nk. heldur Útivist í vorferð til Breiðafjarðar, ekki til þess að reyna að koma tölu á eyjar fjarðarins heldur til þess að njóta heillandi náttúru og útivistar. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 20.00 á föstudagskvöldi og gist í notalegu og vistlegu húsi Farfugla í Stykkis- hólmi. Á laugardag verður siglt með Baldri út í Flatey og dvalið þar yfir daginn, en sem kunnugt er er Flatey ein þekktasta og sögufræg- asta eyja Breiðafjarðar. Flatey er stærst svonefndra Vestureyja. Snyrtileg gömul hús sem mörg hver hafa nú -verið uppgerð, bera blóm- legu mannlífi fyrri tíma glöggt vitni. í Flatey hefur verið verslun allt frá þvi á miðöldum og um miðbik síð- ustu aldar var Flatey ein helsta miðstöð menningar og framfara á íslandi. Flatey hefur upp á ýmsilegt fleira að bjóða hinum fróðleiksfúsa ferðalangi og náttúruskoðara sem sækir eyjuna heim. Fuglalíf er ein- stakt og strandlíf allt mjög fjöl- breytt auk tilkomumikils útsýnis til lands og yfír hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar. Á laugardagskvöld verður boðið upp á stutta ferð um nágrenni Stykkishólms og endað á göngu upp » Zontakonur lcggja víða lið Landsfundur Zontaklúbbanna á íslandi var haldinn á Holiday Inn í Reykjavík helgina 23-25 apríl. Sátu hann um 70 fulltrúar frá Zonta- klúbbunum fímm í boði Zontaklúbbs Reykjavíkur, sem er elsti klúb- burinn, stofnaður 1941. Zonta eru alþjóðleg samtök kvenna er starfa við stjómun fyrirtælqa og annarra stofnana á sviði sérmenntunar. Eru klúbbarnir yfír þúsund talsins í 53 löndum. Höfuðstöðvarnar eru í Bandaríkjunum. Islensku klúbbarnir eru fimm 'talsins og í skýrslum formanna kom m.a. fram að þeir vinna að margvís- legum þörfum málefnum. í Zonta- klúbbi Reykjavfkur _eru 47 konur úr ýmsum stéttum. Úr svonefndum Margrétarsjóði, sem ber nafn Mar- grétar Rasmus, sem var mikill bar- áttumaður um málefni heyrnar- skertra, eru veittir styrkir til mennt- unar þeirra sem geta orðið heyrnar- skertum að liði, og til tækja á því sviði. Zontaklúbbur Akureyrar, sem telur nú 35 félaga, varðveitir og rekur Nonnahús. Er gestum þar alltaf að fjölga, 8500 skrifuðu nafn sitt í gestabók á sl. ári. Zontaklúb- bur Selfoss, sem er 20 ára gamall, hefur nú 29 félaga sem búa víðsveg- ar í nágrannasveitum. Hafa kon- urnar veitt ýmsa styrki á sl. 2 árum, mest til sjúkrahúsa með söfnun til tækjakaupa og fl. og þær styrkja árlega Kvennaathvarfið. Yngri klúbburinn á Akureyri, Þórunn hyma, verður á árinu 10 ára og telur 26 félaga. Á sl. ári stóðu þær fyrir söfnun fyrir nýrnavél til notkunar fyrir norðan og safnaðist hálf önnur milljón. Þeirra fasta verkefni er að styrkja Verkmennta- skólann á Akureyri. Zontaklúbbur- Laugagerðis- skóla slitið Borg í Miklaholtshreppi SKÓLASLIT Laugagerðisskóla voru nýlega. Þaðan útskrifuðust átta nemendur úr tíunda bekk. I skólanum voru um 70 nemendur. Skólahald gekk vel þrátt fyrir stormasaman og erfiðan vetur. Nokkur mannaskipti verða nú við skólann. Gísli Bjarnason sem kennt hefur þar um nokkur ár hættir. Ennfremur kona hans Guðný Ge- orgsdóttir. Þá hætta þar kennslu prestshjón- inn Sr. Hreinn S. Hákonarsson og frú Sigríður Pétursdóttir. Þau hafa kennt þar mörg undanfarin ár. Sr. Hreinn hefur tekið við starfi fanga- prests en Sigríður mun kenna við Lauganesskóla í Reykjavík. Öllu þessu fólki eru færðar þakk- ir fyrir góð störf við skólann og því óskað góðs gengis á nýjum stöðum. Páll með frönskum og sósu =995.- TAKIÐMED . t i j t TAKIDMED - tilbod! -tilboð! Jarltnn á Helgafell en þaðan er útsýni yfír mest allan Breiðafjörð. Snemma á sunnudagsmorgni verður farið í spennandi og áhuga- verða siglingu með Eyjaferðum um Suðureyjar. Siglt verður m.a. fram- hjá hinum sérkennilegu Klakkeyj- um með Dímonarklökkunum tveim- ur en það eru mjög áberandi keilu- laga hnúkar og hjá Eiríksvogi sem kenndur er við Eirík rauða, en áður en hann lagði í útlegð sína í Græn- landi faldi hann skip sitt í vogi þeim sem síðan hefur verið við hann kenndur. Á meðan á siglingunni stendur gefst farþegum tækifæri á að smakka á nýveiddum skelfiski, ígulkerahrognum o.fl. sjávardýrum. Eftir siglingu morgunsins er hug- að að heimferð og á leiðinni verður komið við í Rauðamelsölkeldu og Eldborg. Fleira mætti telja fram af töfrum Breiðafjarðareyja en sjón er sögu ríkari og víst er að ferð í Breiðafjarðareyjar er ógleymanlegt ævintýri. Höfundur er fararstjóri. Úr Flatey í Breiðafírði. inn Embla í Reykjavík er 5 ára og telur 30 félaga. Hann á og kostar tvö fósturbörn í Indlandi og veitti á sl. ári styrk til Kvennaathvarfs og til Félags krabbameinssjúkra barna. Sitthvað fleira hafa Zonta- konur á sinni könnu, sem fram kom í skýrslum. Auk þess leggja klúb- barnir til sjóða alþjóðasamtakanna. Má þar nefna námsstyrkjasjóð Ameliu Earhart, sem veitir konur í raunvísindum styrki, og hafa tvær íslenskar konur verið styrkþegar í hópi 600 kvenna um allan heim. Zonta starfar líka í nánum tengsl- um við stofnanir Sameinuðu þjóð- anna og hefur þar lagt mörgum þýðingamiklum verkefnum lið, sem íslensku klúbbarnir hafa tekið þátt í. Hefur Guðrún Jónsdóttir arkitekt nýlega verið kosin í stjórn alþjóða- samtakanna. En nýlega var Norður- landaklúbbunum skipt í tvö svæði og mynda íslendingar ásamt Dön- um 13. svæði með höfuðstöðvum í Kaupmannahöfn. Flutti Sigrún Karlsdóttir skýrslu um störf 13. svæðis. Ýmis mál voru rædd á þingi Zonta, sem stóð í 2 daga, bæði innri málefni og ýmis málefni sem varða konur í víðara samhengi. Þar sem stór þáttur í starfsemi Zontasam- takanna eru kynni milli starfsstétta og kvenna var góður tími nýttur til að blanda geði og heimsækja saman stofnanir eins og Alþingi í boði Salome Þorkelsdóttur þingforseta, Ráðhúsið í boði Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra, Dóm- kirkjuna til helgistundar með sr. Auði Eir og Operuna þar sem Zontakonan Olöf Kolbrún ræður ríkjum. o. fl. MÉHÉán ...gepið góð kaup! Sdúpur kr. 49, Skogapplöntur (íbökkum, 15-60 plönturíbakka) kp. 999,- Petúníur kr. 99,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.