Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 31 Guðbjörg Anný Guð- jónsdóttir, Vorsabæjar- hjáleigu — Minning Fædd 17. október 1908 Dáin 12. maí 1993 Það var á fallegu vorkvöldi hins 12. maí og seinasti skóladagurinn genginn í garð. Þegar heim kom biðu mín fréttimar um að amma væri dáin. Áfallið var mikið og spurningarnar þutu um hugann eftir því. Af hverju núna? Af hvetju strax? En eitt er víst að eitt sinn verða allir menn að deyja og það er gott að geta stuðst við þá fullyrðingu. Ég veit að ömmu líður vel núna, þreyttur líkami hennar hefur fengið sína langþráðu hvíld. En amma mun alltaf lifa í hjarta mínu því að ég á yndislegar minningar um hana, bæði sem góða ömmu og vinkonu. Ég er þakklát fyrir að amma gat búið hjá okkur síðustu árin sín. Það var alltaf svo gaman að gera eitt- hvað fyrir hana því hún sýndi svo vel þakklæti sitt, enda hefur hún líka unnið sér til vina á ótal stöðum. Þar af leiðandi skilur hún eftir sig fullt af fólki sem elskar hana, en við skilj- um að það var kominn tími til að hún fengi að hitta afa aftur. Hún amma var svo lánsöm að halda andlegri heilsu fram á sfðasta dag. Hún fulgdist með leik, starfi og námi okkar barnanna jafnt sem hinna fullorðnu. Hún var mjög ætt- rækin og þegar ég þurfti að vita eitt- hvað um ættina eða lífið á fyrri dög- um þá spurði ég hana. Við systkinin, Björgvin, Guðný og Aldís, erum stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu og njóta samveru hennar. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem okkur fór á milli og það sem þú hefur gefið mér í lífinu. Þér mun ég aldrei gleyma. Guð geymi þig. Guðný Hilmarsdóttir. í dag fer fram frá Gaulveijabæj- arkirkju útfór Annýjar Guðjónsdótt- ur, fyrrum húsfreyju og ljósmóður í Vorsabæjarhjáleigu, en hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstu- daginn 13. maí sl. eftir skamma vist þar. Með Annýju er horfinn minnis- stæður persónuleiki sem öðru fremur samanstóð af góðvild, trygglyndi og rausn í samskiptum við sitt sam- ferðafólk. Hér má ég, sem þessar línur rita, glöggt til vitna því að hún var heimiii mínu um margra ára skeið hollur og traustur vinur í marg- víslegum samskiptum og líknarstörf- um. Um leið og sú vinátta og sam- skipti eru þökkuð við leiðarlok, vil ég minnast lífshlaups hennar nokkr- um orðum. Guðbjörg Anný, en svo hét hún fullu nafni, var fædd 17. október 1908 að Framnesi í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Pétur Jónsson sjómaður þar og Nikólína Guðnadóttir. Hjá þeim ólst Anný upp og naut almennrar barnaskólafræðslu, en árið 1937 hélt hún að heiman, hóf nám í Ljósmæð- raskóla íslands og iauk þaðan prófi í lok september það sama ár. Nokkru síðar var hún sett ljósmóðir í Vill- ingaholthreppsumdæmi til 30. júní 1938. Síðar var hún skipuð ljósmóð- ir, eða frá 1. júní 1949 í Gaulveija- bæjarhreppsumdæmi, sem hún gegndi allt til þess er breyttir þjóðfé- lagshættir í heilbrigðisþjónustu urðu til þess að starf ljósmæðra í umdæm- um næst starfandi sjúkrahúsum voru lögð af. Anný rækti ljósmóðurstörfm af einlægni og trúmennsku og hafði í starfí sínu öryggi móður og bams að leiðarljósi. Er mér kunnugt að læknar sem með henni störfuðu í stöku tilfellum, báru henni góða sögu um þekkingu á starfí sínu. Sumarið 1938 verða veruleg þáttaskil'í lífí hennar er hún ræður sig í starf kaupakonu hjá Guðmundi Guðmundssyni í Vorsabæjarhjáleigu. Og þannig varð framvinda lífs henn- ar, að þau Guðmundur fella hugi saman og ganga í hjónaband 12. nóvember þetta sama ár. Hér steig Anný mikið gæfuspor í lífí sínu er hún batt ástir og tryggð við þvílíkan öðlingsmann er Guðmundur í Vorsa- bæjarhjáleigu var í öllu sínu lífí. Hann var gjöríhugull, orðvar í skoð- unum og svo athugull um alla hluti að til betra varð ekki vitnað. Ungu hjónin voru svo til jafnaldrar. Guð- mundur hafði allt frá seytján ára aldri staðið fyrir búi systkina sinna, en föður sinn misstu þau í blóma lífs- ins árið 1925 og móður sína tíu árum síðar. Rakel Friðbjarnar■ dóttir - Minning sungin frá Breiðabólsstaðarkirkju. Guðrún fæddist hinn 23. apríl 1904 á Hólalandi í Borgarfírði eystra, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar, bónda þar og Guðnýjar Jónsdóttur. Þegar Guðrún var sex ára gömul missti hún föður sinn og stóð þá móðir hennar ein eftir með 13 böm. Heimilið var þá leyst upp og ólst Guðrún upp á Snotmnesi þar í sveit. Árið 1935 fluttist ég til Reykja- víkur og kynntist mágkonu minni, sem þá vann á Vífílsstöðum. Guðrún reyndist mér einstaklega vel og á ég henni mikið að þakka. Árið 1943 giftist hún Þorsteini Sigurðssyni frá Vörðufelli á Skógarströnd og flutt- ist hún þá vestur. Var eldri sonur minn í sveit hjá þeim hjónum í góðu yfirlæti í sjö sumur. Það voru gleði- stundir þegar hjónin á Vörðufelli voru heimsótt. Þorsteinn var víðles- inn og skarpgreindur og átti frekar heima við fræðimennsku en bú- störf. Guðrún var sístarfandi og hafði mikinn áhuga á blómarækt. Oft furðaði ég mig á hversu natin hún var við blómin og margt skraut- blómið blómstraði í garðinum á Vörðufelli. Ekki var mannlegi þátt- urinn síðri í fari Guðrúnar, sem ég fékk að kynnast á viðkvæmum stundum í lífi mínu, og þakka ég fyrir þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi mér á lífsleiðinni. Ég sendi Jóhanni, Eddu, Elínu og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og óska þeim blessunar í framtíðinni. Sesselja Sigvaldadóttir. Fædd 19. ágúst 1918 Dáin 23. maí 1993 Amma er dáin. Með þessum orðum vorum við vaktar sunnudaginn 23. maí. Fyrir hönd bamabama hennar langar okkur að minnast hennar með fáeinum orðum. Ekkert okkar átti von á því að amma mundi kveðja svo skyndilega. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Þó að hún hefði verið heima í viku eftir tíu daga spítala- vist lét hún á engu bera og var alveg jafn hress og áður. Við eigum margar góðar minning- ar um hana ömmu. Það var alltaf svo gott að koma heim til hennar og afa og fá kaffi og uppáhalds kök- urnar okkar, og að ógleymdum bestu flatkökum í heimi, Rakelar-flatkök- um. Það var alltaf visst ævintýri að fara til ömmu og hjálpa henni að baka flatkökur. Amma var gift yndislegum afa, en síðastliðið haust áttu þau 55 ára brúðkaupsafmæli, og voru þau alltaf jafn hamingjusöm. Okkur fínnst erfitt að trúa því að elsku amma okkar sé farin svo fljótt. Við biðjum góðan guð að geyma hana og veita afa og Pétri og okkum ölium styrk í sorg okkar. Heimilið í Vorsabæjarhjáleigu var fastmótað og traust í bak og fyrir. Heimilisfólkið margt gegnum ára- tugina og hafði á sér orð gestrisni og greiðamennsku. Það þarf því varla að vefja það mörgum orðum að vandi hefír fylgt þeirri vegsemd Annýjar að taka við búsforráðum á þessu myndarheimili, þó að ekki væri ann- að en að hún kom frá ólíkum við- fangsefnum, þeim sem þá voru í hæstum heiðri á sveitaheimilum. En Anný reyndist vandanum vaxin og óx með einlægu samstarfi við bónda sinn af hveiju viðfangsefni umfangs- mikils heimilis. Hún var samboðin manni sínum í hvívetna og lét ekki sinn hlut eftir liggja í rausn, góðvild og greiðamennsku. Annt var Anný jafnan um þá sem minna máttu sín og eru þar mýmörg dæmi um, en minnisstæðast samt þeim, sem til þekktu umhyggja henn- ar og framkoma við fullorðna konu, Steinunni að nafni, er lengi var í Vorsabæjarhjáleigu. Steinunn var mállaus og heyrnarlaus en vann heimilinu það er hún mátti. Anný umgekkst hana sem jafningja og hlúði að á nærfærinn hátt. Verður kunnugum það lengi minnisstætt. En lífíð er fæstum án þyma. Og þymamir sneiddu ekki hjá Annýju. Árið 1979 lést eiginmaður hennar skyndilega og bar þá dökkt ský á lífsleið hennar. En með trú og skiln- ingi á framvindu lífsins lifði hún lff- inu í æðruleysi við yl minninganna um liðna tíð og einlægu samstarfi við börn sín, vini og sifjalið þar til yfír lauk. Með eiginmanni sínum eignaðist Anný fímm börn, dreng er lést laust eftir fæðingu, en þau er upp komust eru: Guðbjörg, húsfreyja í Vorsabæj- arhjáleigu, gift Ingimar Ottóssyni, bónda og hreppstjóra, þau eiga þijú böm, Guðmund, Sigurbjörgu og Annýju. Guðbjörg eignaðist son fyrir hjónaband, Steinar Hólmsteinsson. Guðrún húsmæðrakennari, gift Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fyrir hönd bamabarna, Rakel Óskarsdóttir, Sædís Sigurbjörnsdóttir. Rakel Friðbjarnardóttir, Hásteins- vegi 27, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni hins 23. maí sl. Hún hafði kennt lasleika fyrir skömmu, en virt- ist á batavegi. Svo varð þó ekki og nú hefur hún kvatt þennan heim. Hún lifir þó áfram f minningu ást- vina og samferðamanna. Rakel fæddist í Vestmannaeyjum hinn 19. ágúst 1918, yngst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Hjálmarsdóttir og Friðbjörn Þorkelsson. Rakel og bræður hennar þrír, þeir Óskar, Siguijón og Gísli, ólust upp hjá móður sinni á Breka- stíg 33, en foreldrar þeirra systkin- anna slitu samvistir. Til þess var tekið með hvílíkum dugnaði og elju móðir Rakelar ól upp börn sín og hve samhent hún var, fjölskyldan á Brekastfgnum. Var Rakel jafnan í miklu uppáhaldi bræðra sinna og móður, sannkallaður sólargeisli, enda kom snemma í ljós að hún bjó yfir góðum kostum sem Hilmari Friðrik Guðjónssyni. Þeirra börn eru: Björgvin, Guðný og Valdís. Katrín fóstra. Fósturdóttir Elva Björg. Guðmundur, sveitastjóri á Raufarhöfn, giftur Guðrúnu Jóns- dóttur. Börn þeirra eru: Jónas Víðir, Anný Björk, Sigríður Dögg og Magn- ús Fannar. Á heimili Annýjar var einnig á tímabili lítil stúlka, Guðrún Ægisdóttir að nafni, nú bankastarfs- maður á Hvolsvelli. Með þeim voru miklir kærleikar, og þó að dvöl Guð- rúnar væri ekki samfelld, minnist hún þessara bernskudaga jafnan með miklum hlýleik. Öll eru börnin mannvænlegur hóp- ur og bera foreldrum sínum fagurt vitni um traust og gjörvileik, hæfni og heiðarleika. Svo skal þá Annýju þakka að leið- arlokum. Þakkað fyrir gott ná- grenni, samstarf í félagsmálum, en fyrst og síðast þökkuð tryggð og traust vinátta. Við Vilhelmína vott- um börnum hennar og sifjaliði öllu einlæga samúð. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Fyrir hálfum fjórða áratug henti mig það lán að ammá mín kom mér í sveit hjá Anný Guðjónsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni frænda mínum í Vorsabæjarhjáleigu í Flóa. Það átti í fyrstu að vera í viku eða hálfan mánuð, en teygðist úr og urðu átta sumur fyrir utan skreppur. Frá þeim tíma er margs að minnast, en mildi og hlýja Annýjar við rogginn og stundum dyntóttan strákpatta er samt það sem upp úr stendur. Þeir voru fleiri þéttbýliskrakkamir sem sem nutu þess viðmóts og búa að ævilangt. Búshættir í Vorsabæjarhjáleigu voru með miklum sóma. Guðmundur var dugnaðarforkur og flest lék í höndunum á honum, ekki einasta almenn búverk, heldur ekki síður ef smíða þurfti skeifu undir hest eða hreinsa olíuverkið á nýja traktomum. Þá var þessi ótrúlegi tími glaðbeittra framfara í sveitum. Afköst jukust ár frá ári, en voru enn ekki slík að ástæða þætti til að halda aftur af nokkrum manni eins og seinna varð. Á hveiju ári var aukið við túnin eða húsakostur bættur, oft hvort tveggja. Anný stýrði heimilinu af stökum myndarskap. Það var vel í stærra lagi, böm þeirra hjóna fjögur sem komust á legg voru þá tápmiklir og efnilegir unglingar, og svo helltist yfir fjöldi af bæjarkrökkum þegar sumraði. Það voru nefnilega fleiri en hún amma mín sem vissu að ormam- ir þeirra voru ekki annars staðar í öruggari höndum en hjá þessari góð- hjörtuðu ljósmóður frá Vestmanna- eyjum. Sjálfsagt hefur heimakrökkunum fundist að sér þrengt á stundum, en þau tóku því með ótrúlegri þolin- síðar áttu eftir að nýtast henni á lífs- leiðinni. Ung að ámm kynntist Rakel eft- irlifandi manni sínum, Knud Ander- sen frá Sólbakka, og gengu þau í hjónaband hinn 20. október 1938. Það hjónaband reyndist farsælt, þar ríkti ætíð gagnkvæmt traust, virðing og hlýja. Þau hjónin hófu búskap hjá móður Rakelar á Brekastígnum og bjuggu þar fram til ársins 1942, en þá höfðu þeir bræður Knud og Njáll byggt saman tvíbýlishús á Hásteins- vegi 27-29. Við Hásteinsveginn var síðan heimili þeirra hjóna. Rakel og Knud eignuðust þijú börn, Ingibjörgu Jóhönnu 1939, Pét- ur 1943 og Hafdísi 1949. Þau systk- inin búa öll í Vestmannaeyjum og mæði. Seinna hefur maður undrast hvað þau nenntu að drösla rolling- unum með sér á íþróttaæfingar úti við samkomuhús eða hinar og þessar uppákomur, umfram það sem nokkur „normal" unglingur getur tekið upp hjá sjálfum sér. Mér er ekki grun- laust um að þar hafi Anný átt hlut að máli. Miðpunktur heimilisins í Vorsa- bæjarhjáleigu var án efa eldhúsið hennar Annýjar. Þar var ótrúlega gott að sitja í hlýjunni af kokseldavél- inni eftir votviðrasaman dag og fá mjólkurkex eða heimabakað vín- arbrauð. Þar fóru fram umræður um alla heima og geima þegar systkinin Guðbjörg, Guðrún, Katrín og Guð- mundur settust niður eftir gegningar á kvöldin; íþróttir, innlenda pólitík og heimsmálin, fréttir úr sveitinni, tækninýjungar eða síðasta ball. Anný sagði þá ekki endilega margt, en það var létt yfir henni þegar hún fylgdist með hópnum sínum. Svo var enn þegar ég hitti hana síðast fyrir jólin og talið barst að börnum hennar, bamabömum og barnabamabömum og það var auðfundið að hún taldi sig hafa verið bærilega gæfusama um dagana. Anný í Vorsabæjarhjáleigu verður jarðsett í dag frá Gaulveijabæj- arkirkju. Hún kvaddi eins og hver manneskja hlýtur í raun að óska sér, á háum aldri með óskerta and- lega krafta eftir gifturíkan ævidag, stolt og örugg um böm sín og niðja. Hafðu bestu þakkir fyrir allt, fóstra mín, og farðu í guðs friði. Markús K Möller. í dag verður til moldar borin amma okkar, Guðbjörg Anný Guð- jónsdóttir. Eftir langvarandi veikindi fékk hún þráða hvíld. Við systkinin vorum svo heppin að fá að alast upp með Anný ömmu og Guðmundi afa í sveitinni. Þar hafði afí búið frá 1925 og amma með honum frá 1938. Þegar foreldr- ar okkar fluttust í sveitina 1970 urðu samvistirnar við þau enn meiri. Allt fram á síðustu stund fylgdist hún grannt með högum okkar, og bar hag okkar ætíð fyrir bijósti. Við systkinin viljum með fátæklegum orðum þakka Anný ömmu samfylgd- ina og við erum þess viss, að hún fylgist áfram með okkur þótt hún sé ekki lengur á meðal okkar. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Anný amma, hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur til að gera okkur að betri manneskjum. Steinar, Guðmundur, Sigur- björg, Anný og fjölskyldur. milli þeirra og foreldranna hefur jafnan verið mikið og gott samband, fjölskyldan hefur ætíð staðið þétt saman. Pétur hefur búið með foreldr- um sínum og reynst þeim einkar vel. Eftir margra áratuga kjmni og sambúð er fjölmargs að minnast. Við hjónin áttum margar ánægjulegar stundir með þeim Rakel og Knud. Ófá voru þau skiptin er við fórum saman í ferðalög bæði innanlands og erlendis. Þar kynntumst við skemmtilegum ferðafélögum og ferðalögin bundu okkur traustari vin- áttuböndum. Og ætíð gekk sambúð okkar á Hásteinsveginum vel. þar voru árekstrar ekki fyrir hendi og sameiginleg verkefni leyst í góðu samkomulagi. Slík kynni og vinátta eru dýrmæt reynsla sem sannarlega yljar um hjartarætur. í dag minnumst við alls þessa og margs annars frá kynnum okkar af Rakel Friðbjamardóttur. Hún var vönduð kona sem bjó sér og sínum gott heimili. Mannkostir hennar komu víða fram. Hún var eiginmanni sínum góður lífsförunautur, ekki síst nú hin seinni ár eftir að heilsa hans tók að bila. Við sem þekktum Rakel og bundumst henni vináttuböndum vissum vel um mannkosti hennar. Við fínnum því til söknuðar eftir margra áratuga ánægjulega sambúð. Við og fjölskylda okkar vottum Knud, börnum þeirra hjóna, ættingj- um og ástvinum dýpstu samúð við fráfall Rakelar. Minning um góða samferðakonu lifír meðal okkar. Blessuð sé sú minning. Halldóra Úlfarsdóttir, Njáll Andersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.