Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 41 Skynsamlegasta ákvörð- unin í hvalamálinu Frá Rafni Geirdal: ÞESSA daga, sem greinin er skrif- uð, stendur yfír ársfundur Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Ljóst er að enn er mikil andstaða gegn hval- veiðum. Það er einnig ljóst að ríkis- stjóm Bandaríkjanna hefur gefið skýrt í skyn að þeir gætu mögu- lega farið út í refsiaðgerðir ef við færum út í hvalveiðar. Það gæti eyðilagt okkar ímynd út á við og hugsanlega okkar fiskmarkaði einnig. LEIÐRÉTTING Gjafir Hringsins í frétt á bls. 18 í Morgunblaðinu í gær hefur fallið niður í setningu kafli úr fréttatilkynningu. Þar átti að segja frá því að á síðastliðnu ári hafi Hringurinn gefið vöku- deild Barnaspítala Hringsins 6 tölvumonotorsamstæður að and- virði 8,2 milljónir króna og ferða- gjörgæslutæki að upphæð 2,3 milljónir króna. Samtals er þetta 10,5 milljónir eins og fram kemur í fyrirsögn fréttarinnar. Hlaut ágætis- einkunn í frétt Morgunblaðsins í gær af skólaslitum Menntaskólans í Reykjavík féll niður nafn eins nem- andans, sem hlaut ágætiseinkunn. Það var nafn Sigfúsar Örvars Giz- urarsonar, sem tók stúdentspróf úr 6. bekk Y í eðlisfræðideild. Hann hlaut aðaleinkunnina 9,00. i i i h Læða í óskilum Sagt var frá fundi svartrar læðu með hvítar loppur og trýni i blaðinu á föstudag. Þá vildi svo til að annað símanúmerið í Kattholti, hvar læð- una er að finna, misritaðist, en rétt er númerið svo: 668281. í ljósi þess hve brýnt er að við sem þjóð tökum hyggilega aðstöðu tel ég mikilvægt að við hugleiðum þetta mál nánar. Ljóst er að við erum að glíma við stórveldi, sem getur með „litla fingri“ lagt efna- hag okkar í rúst. Því tel ég hyggi- legra að leita leiða sem geta þjón- að þeim besta sameiginlega hag sem hægt er að finna. Aðrar tekjuleiðir Ég tel að það sé þannig hyggi- legt að finna aðrar tekjuleiðir af hvalnum, sem geta veitt okkur svipaðar tekjur og hvalveiðar hefðu annars gert. Bandaríkin létu frá sér yfirlýsingu á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í fyrra, þar sem þeir bentu á eftirfarandi: 1. Allar auðlindir sjávar ætti að vemda og nýta á sjálfbæran hátt, hvort sem væri í úthöfum eða inn- an efnahagslögsögu einstakra ríkja; 2. Hins vegar eru sjávarspendýr sérmál, og sjálfbær nýting hvala þýðir ekki að nauðsynlegt sé að veiða þá. Síðan segja þeir áfram: „Við trúum því að nýting hvala, sem ekki felur í sér veiðar, svo sem hvalaskoðun, sé eitt besta dæmið um sjálfbæra nýtingu sjávarauð- lindar. Bandaríkin benda Alþjóða- hvalveiðiráðinu á stóraukið gildi lifandi hvala. Hvalaskoðun, sem skipulögð er um allan heim, veltir meira en 300 milljónum dölum (um 18 milljörðum króna) árlega og á síðasta ári tengdust um 4 milljón- ir manna nýtingu hvala, sem ekki tengdust veiðum.“ Hvalaskoðunarferðir Ef við leggjum áherslu á að afla tekna með því að auglýsa hvalaskoðunarferðir er líklegt að sú ákvörðun hljóti náð hjá Banda- ríkjastjórn. Og með því einu erum við sloppin fyrir horn. En síðan má nýta þá miklu alþjóðlegu at- hygli sem varpast á okkur Islend- GÆDAFLISARAGOÐUVERÐI □ r m rrm Sfil p E •naiF?tr m IL (JL9 ; h- m LL LE Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 FLÍSAR í tl enaig^rniiiLLU Vil 11 1 J.JJ-LI-L Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 FLÍSAR Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Ljósm.stofan Nærmynd HJÓNABAND. — Gefin voru sam- an í hjónaband í Lágafellskirkju þann 6. mars sl. af sr. Guðmundi Þorsteinssyni, Aðalheiður Halldórs- dóttir og Davíð Gunnarsson. Héim- ili þeirra er í Skógargerði 2. inga út af þessu máli til góðs og þannig nýta hana inn í auglýsinga- herferðina. Þannig getur meira en verið að við náum inn á þennan mikilvæga markað sem hvalaskoð- unarferðir eru og við fáum meira en nóg af ferðamönnum. Það má einmitt nýta sömu hvalveiðiskipin, af sömu starfsmönnum og í sömu sjávarplássunum og áður til að fara í þessar ferðir. Þannig koma tekjur einmitt til þeirra sem þurfa þeirra mest. Ég held að betri lausn sé vart til í bráð! Ég vil að lokum benda á að Flugleiðir eru að taka þátt í til- raunaferð í hvalaskoðun næsta haust í samvinnu við breska ferða- þjónsutu og hafa þeir sent mér bréf þess efnis. Ég hef sent ríkis- stjórninni bréf þess efnis, fyrst 6. maí sl. og síðan 11. maí sl. Ég hef sent sjávarútvegsráðherra um 4 bréf um þetta efni, Og sl. sumar var birt grein efir mig í Morgun- blaðinu, nefnd „Hvalavernd“. Ég er sannfærður um að ef rétt er á haldið geti þetta orðið góð tekju- lind fyrir okkur. Um leið erum við að taka mið af alþjóðlegum sjónar- miðum. Að lokum erum við að styrkja sjónarmið dýraverndar og leyfum hvalnum að synda í friði um heimshöfin, þar sem hann á heima. Ég vona því að þetta mál leiði til góðra lykta. Megi svo vera. RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Yeðurlýsing mikilvæg SKARPHÉÐINN Árnason hringdi og vildi vegna umræðu um veður- fregnir í útvarpi koma því á fram- færi, að veðurlýsingar væru sér- staklega mikilvægar fyrir sjó- menn. Því ætti að lesa veðurlýs- ingu á undan veðurfregnum og veðurspá. Skarphéðinn sagði einn- ig, að framhaldsspá í veðurfregna- tíma Sjónvarpsins ætti að fylgja kort með veðurörvum og líklegri vindhæð. Ljósmyndarinn Jóhannes Long HJÓNABAND. — Gefín voru sam- an í Bústaðakirkju þann 1. maí sl. af sr. Pálma Matthíassyni, Jóhanna Þorbjörnsdóttir og Kristinn Guð- laugsson. Heimili þeirra er í Reykja- vík. —^ Trjáplöntur og runnar Sértilboð á eftirtöldum tegundum: Gljámispill kr. 160, alaskavíðir, brúnn og grænn, kr. 69, gljávíðir kr. 75, hansa- rós kr. 390. 25% afsláttur af öllum sígrænum plöntum svo sem furu og Himalayaeini ásamt mjög fjölbreyttu úr- vali annarra tegunda á hagstæðu verði. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Opið 10-21 alla daga. Gluggaþvottur Vönduð vinna - Gerum tilboð - Langur laugardagur Opið kl. 10-17 Við höldum upp á að í sumar verður lokað hjá okkur á laugardögum. Þess vegna höldum við hátíð í dag; höf- um opið lengur og bjóðum alls konar tilboð: - Ef þú kaupir vagn eða kerru frá SIMO færðu í kaupbæti úr og hlífðarplast yfir vagninn. - Ef þú kaupir skiptitösku eða magapoka frá BABY BJORN færðu 1000 kr. í afslátt. - Ef þú kaupir barnabílstól (0-10 kg.) frá MAXI COSI færðu poka eða höfuðpúða í hann á hálfvirði. ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, sími 19910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.