Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 20
20 kíi lAWi ,(íi: :i í; ... n .. . , i oi<_-ja*líi/:u;iJlom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 Þingkosningarnar á Spáni 6. júní Fylgi stóru fiokk- anna svo til jafnt Madríd. Reuter. TVEIR stærstu flokkar Spánar eru svo til hnífjafnir að fylgi þegar aðeins rúm vika er til þingkosninga samkvæmt niðurstöðum tveggja skoðanakannana sem birtar voru í gær. Þingkosningar fara fram á Spáni annan sunnudag, 6. júní. Samkvæmt svonefndri Gruppo- könnun sem birtist í íhaldsblaðinu ABC í gær nýtur Þjóðarflokkurinn (PP) fylgist 35,8% kjósenda en fylgi Sósíalistaflokksins, flokks Felipe Gonzalezar forsætisráðherra, mældist 35%. Sé fylgið reiknað í þingsætum fengi Þjóðarflokkurinn 144-153 þingmenn af 350 í neðri deildinni en Sósíalistaflokkurinn fengi 134-144 menn. Verkföll hjá BA London. Reuter. SAMTOK flutningaverkamanna (TGWU) settu breska flugfélag- inu British Airways (BA) úrslita- kosti í gær og hótuðu víðtækum verkföllum í næstu viku ef ekki yrði samið strax við hlaðmenn og flugliða aðra en flugmenn. Talsmaður TGWU sagði að flug- félaginu hefði verið gefinn frestur til að athuga sinn gang yfir hvíta- sunnuhelgina en viðræður væru ráðgerðar á þriðjudag. Deilan snýst annars vegar um áform British Airways um að hefja ódýrara flug á stuttum Evrópuleiðum frá Gatwick-flugvellinum og verða starfsmenn við það verkefni lægra launaðir en annars staðar. Hins vegar er TGWU andvígt því að flug- félagið feli undirverktökum í aukn- um mæli ýmsa þætti í rekstri fyrir- tækisins. Atkvæðagreiðsla um verkfallsað- gerðir hefur farið fram á vegum TGWU og samþykktu 62% að efnt til yrði aðgerða til að knýja kröfur starfsmanna fram. Sameinaðir vinstrimenn (IU), þriðji stærsti flokkur Spánar, fengi 26-28 sæti samkvæmt Gruppo- könnuninni. í síðustu kosningum unnu sósíal- istar 175 sæti, Þjóðarflokkurinn hlaut 107 sæti og IU 17 sæti. Hef- ur Sósíalistaflokkurinn farið með völd á Spáni frá 1982. í könnun á vegum ClS-stofnun- arinnar reyndist fylgi flokkanna nákvæmlega það sama eða 33,8%. Samkvæmt könnuninni hafa 11,1% kjósenda enn ekki gert upp hug sinn til þess hvernig þeir munu kjósa. Gonzalez virðist enn njóta mestra vinsælda spænskra stjórnmálafor- ingja samkvæmt könnunum. Hlaut hann einkunnina 4,91 en Jose Mar- ia Aznar leiðtogi Þjóðarflokksins 4,26. í ársbyijun var einkunn þess síðamefnda innan við ljóra og hefur hann dregið á Gonzalez að undan- förnu, ekki síst eftir kappræður þeirra í sjónvarpi sl. mánudags- kvöld. . * . . Reuter Goður geispi ÁKAFAN geispa setti að Lloyd Bentsen, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, þegar hann var að ræða við húsbóndann í Hvíta húsinu í gær. Hefur hann vafalaust verið þreyttur eftir langa og stranga þingfundi enda mæddi umræðan um fjárlögin ekki sist á honum. Með honum hér eru þeir Clinton forseti, A1 Gore varaforseti og _______________ Mack McLarty, starfsmannastjóri. Skattahækkanir og niðurskurður í fjárlögum Clintons Mest andstaða við fyr- irhugaðan orkuskatt Framlög til heilbrigðismála og landbúnaðar skorin niður Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vann sinn fyrsta raunverulega sigur á þingi í gær þegar fulltrúadeildin samþykkti fjárlögin en með þeim er stefnt að því að lækka fjárlagahallann um 337 miiy- arða dollara á fimm árum. Verður það ýmist gert með niðurskurði eða skattahækkunum og snerust margir þingmenn demókrata gegn þeim í atkvæðagreiðslunni. Fjárlögin voru þó samþykkt en með litl- um mun, 219 atkvæðum gegn 213. Endurminningar Alans Clarks væntanlegar Samflokksmönnum sagt til syndanna London. The Daily Telegraph. BRESKIR stjórnmálamenn bíða nú í ofvæni eftir endurminningum Alans Clarks, sem var ráðherra í stjórnartíð Margaretar Thatc- her, en þær verða gefnar út í næsta mánuði. I bókinni er Clark sagður ausa úr skálum reiði sinnar yfir samstarfsmenn sína í íhaldsflokknum. Blaðið Daily Mail hefur birt kafla úr bókinni þar sem fjallað er um aðdraganda þess að Thatc- her var bolað úr embætti í nóvem- ber 1990. Má segja að nánast hver einasti maður, sem nefndur er á nafn, fái það óþvegið hjá Clark. Einna versta útreið fá Ken- neth Clarke, sem var innanríkis- ráðherra en hefur nú tekið við embætti fjármálaráðherra af Nor- man Lamont, og Michael Heselt- ine, sem Clark segir vera „óbæri- legan loddara". Þá segir hann að John Major hafi ekki haft nægi- legan þroska til að takast á við forsætisráðherraembættið og það sem verra sé, hann hafi enga reisn. „Ekki það að ég hafi áhyggjur af því en hann hefur ekki einu sinni (líkt og frú T.) metnað til að hafa smá reisn.“ Þeir Chris Patten, nú ríkisstjóri í Hong Kong, og Malcolm Rif- kind, núverandi varnarmálaráð- herra, eru sagðir hafa „bruggað launráð á svívirðilegan hátt“ á meðan menn yoru að keppast um leiðtogaembættið í flokknum. Julian Chritchley, þingmaður íhaldsflokksins, ævisöguritari He- seltine og einn helsti sérfræðingur Bretlands á sviði pólitísks slúðurs, segir að honum hafi fundist mjög gaman að lesa þennan kafla en viiji sjá meira áður en hann geri upp hug sinn varðandi ritsmíðina. „Eg veit ekki hvað Alan mun eiga marga vini þegar þetta er allt yfirstaðið. Með hveijum ætlar hann eiginlega að snæða hádegis- eða kvöldverð á næstu vikum?“ spurði Chritchley. Hann sagði að það eina sem hafi komið sér á óvart í frásögn Clarks hefði verið sú staðhæfing að Peter Morrison, ritari Thatc- her, hefði verið sofandi á skrif- stofu sinni á meðan stuðnings- menn hennar börðust um hvert atkvæði. „Okkur skorti áðeins fjögur atkvæði. 'Ég reiðist svo þegar ég hugsa til Peters Morri- sons sofandi á skrifstofunni. Kon- ungdæmi glataðist þar sem nagla skorti,“ segir í bók Clarks. Hatrið einkennir flokkinn „Þetta er mjög dramatísk frá- sögn,“ segir Chritchley. „Hún er iíka mjög læsileg þar sem húh er svo full af hatri. Það sem gerir íhaldsflokkinn svo sérstakan er hvað við hötum allir hver annan.“ Chritcley segir að allir hafi dáð Clark og sumum hafi jafnvel ver- ið vel við hann. Hins vegar hafi enginn tekið dómgreind hans mjög alvarlega. „Hann var of rík- ur og sjálfstæður í hugsun til að geta átt farsælt samstarfs við einn né neinn. Sjálfur hef ég aldrei átt í deilum við hann. Ég dáði hann. Hann hefur stíl - jafnvel kannski einum of mikinn.“ Repúblikanar greiddu atkvæði á móti fjárlagatillögunum allir sem einn og Clinton varð að ræða per- sónulega við alla samflokksmenn sína í fulltrúadeildinni til að koma þeim í gegn. 38 demókratar voru samt á móti og margir greiddu þeim atkvæði aðeins vegna þess, að Clint- on lofaði að skoða betur fyrirhugað- an orkuskatt upp á 72 milljarða dollara. Aðrar skattahækkanir voru þær, að tekjuskattur verður hækkaður úr 34% í 36% á tekjur hjóna umfram níu milljónir króna og skattur á fyrir- tæki verður hækkaður í 35%. Þá verður frádráttarliðum fækkað, einkum hvað varðar hálaunamenn. Skattahækkanir munu alls nema 250 milljörðum dollara en niðurskurður á opinberum útgjöldum 87 milljörðum, aðallega í heilbrigðiskerfínu og í styrkjum til Iandbúnaðar. Öldungadeildin eftir Það var eins og fyrr segir orku- skatturinn, sem mestum titringi olli, og þingmenn frá olíuframleiðsluríkj- unum voru flestir á móti honum. Kváðust þeir óttast, að afleiðingin af honum yrði aukið atvinnuleysi. Fjárlagafrumvarpið fer nú til öld- ungadeildarinnar og ríkir nokkur óvissa um afdrif þess þar. Jarðskjálfti í Kaliforníu Los Angeles. Reuter. JARÐSKJÁLFTI að styrkleika 5,0 stig á richter-kvarða skók stór svæði í mið- og suðurhluta Kaliforníu í fyrrinótt. Skjálftinn átti upptök 26 kíló- metra suð-suðvestur af af Bakersfi- eld, um 160 km norður af Los Angeles. Starfsmenn í skýjakljúfum í miðborg Los Angeles urðu skjálft- ans varir. Engar fregnir fóru af manntjóni eða tjóni á mannvirkjum. „Engill dauðans“ dæmdur BRESK hjúkr- unarkona, Be- verley Allitt, sem kölluð hefur verið „Engill dauð- ans“ í dag- blöðunum, var dæmd í gær í lífstíðarfang- elsi fyrir að myrða fjögur ungabörn og reyna að fyrir- koma öðrum níu. Hljóðaði dóm- urinn raunar upp á 13 lífstíðar- dóma en.við dómsuppkvaðning- una var mikil háreysti í réttar- salnum þegar ættingjar barn- anna kröfðust þess, að Allitt yrði hengd. Við réttarhöldin kom fram, að Allitt, sem er 24 ára gömul, þjáðist af geðtruflun, sem kennd er við Munchausen barón, en hún lýsir sér þannig, að fullorðið fólk reynir að vekja á sér athygli með því að meiða börn. Allitt, sem þjáist einnig af lystarstoli og er eins og lif- andi beinagrind, sýndi engin merki iðrunar við réttarhöldin. Vilja banna Aladdín ÍSLÖMSK æskulýðssamtökin í Malasíu hafa krafist þess, að ríkisstjórnin banni nýjustu teiknimynd Walt Disneys, Aladdín og töfralampann, vegna þess, að hún sé móðgun við menningararfleifð araba. Sýn- ingar á myndinni hófust víða í landinu í gær. Það, sem fer fyr- ir bijóstið á múslimunum, er einkum ljóðatexti, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Ég kem frá landi þar sem eyrun er skor- in af mönnum í refsingarskyni. Það er að vísu villimannlegt en þar á ég heirna." Um Aladdín má lesa í Þúsund og einni nótt. Þrengt að reykinga- mönnum SÆNSKA þingið samþykkti í gær að banna tóbaksauglýsing- ar og framvegis verður bannað að reykja í skólum og sjúkrahús- um. Talsmenn sænska tóbaks- iðnaðarins gagnrýndu sam- þykktina og sögðu, að hún myndi leiða til, að fólk veldi heldur útlendar tegundir, sem auglýstar væru í útlendum blöð- um. Sögðu þeir, að sú væri reynslan í Noregi og Finnlandi þar sem auglýsingar hefðu verið bannaðar. Hollenska ríkisstjórn- in ætlar einnig að sýna Iit og banna tjörumestu sígaretturnar en aðeins til þóknast fyrirmæl- um frá Evrópubandalaginu. í Hollandi er annars flest leyft, meðal annars marijúanasala. Innflyljenda- lög staðfest EFRI deild þýska þingsins stað- festi í gær ný lög um innflytj- endamál en þau voru samþykkt í neðri deild á miðvikudag. Er þá ekkert í vegi fyrir því að stjórnarskránni verði breytt og fólksstraumurinn til Þýskalands stöðvaður. Á síðasta ári settust um 440.000 manns að í landinu, aðallega fólk frá Austur-Evr- ópu, en því er haldið fram, að fæst af þessu fólki sé flótta- menn, heldur í leit að betri lífs- kjörum. Meginatriði nýju lag- anna er, að framvegis verður heimilt að vísu burt fólki á landamærunum, komi það frá landi þar sem hvorki er um að ræða harðstjórn né pólitískar ofsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.