Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 25
h>i tAM öy )l H.V-U>l/'í»'f/vl UtUA.lHVtUnjJOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 25 Agreimngnr um greiðslur vegna ljósritunar í skólum Stefnir í úrsögn bókaútgefenda úr FJÖLIS FÉLAG íslenskra bókaútgefenda hefur um nokkurt skeið verið óánægt með hvernig greiðslum menntamálaráðuneytis- ins til handhafa höfundaréttar fyrir ljósritun í skólum er skipt í hagsmunafélaginu FJöLÍS. Jóhann Páll Valdimarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þolinmæði bókaútgefenda vera á þrotum og nú bendi allt til þess að þeir segi sig þessu félagi. FJOLIS er hagsmunafélag sam- taka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höf- undaverndar og nýtt eru með ljós- ritun eða annarri hliðstæðri eftir- gerð rita. Auk Félags íslenskra bókaútgefenda eru ýmis önnur fé- lög aðilar að FJÖLÍS s.s. Rithöf- úndasamband íslands, Hagþenkir o.fl. FJÖLÍS hefur samning við menntamálaráðuneytið um greiðslu vegna ljósritunar í skólum á þeim gögnum sem njóta höfundaverndar. Samkvæmt fjárlögum þessa árs nema þær greiðslur 12,3 milljónum króna. Ágreiningur hefur verið um skiptingu þessa fjár milli aðildarfé- laga að FJÖLÍS. Hafa bókaútgef- endur verið sérstaklega óánægðir með sinn hlut. En þess má geta að af greiðslum fyrir skólaárið 1988-89 fengu þeir 30% en sam- kvæmt gerðardómi sem var felldur í ársbyijun 1992 var hlutdeild þeirra fyrir skólaárið 1990-91, 16%. Þrotin biðlund Jóhann Páll Valdimarsson for- maður Félags íslenskra bókaútgef- anda sagði að bókaútgefendur hefðu verið að skoða þessi mál. Þeir hefðu rædd við formann FJÖL- ÍS og greint honum. frá sinni óánægju. Jafnframt hefðu þeir átt fund með menntamálaráðherra og leitað eftir túlkun ráðuneytisins á ákveðnum atriðum sem vörðuðu túlkun á samning ráðuneytisins við FJÖLÍS. Jóhann Páll taldi óhætt að segja að þetta mál hefði strand- að á því að ekki hefði með nokkru móti verið unnt að fá svör frá ráðu- neytinu, þótt eftir hafi verið leitað, bæði bréfleiðis og símleiðis. For- maður Félags bókaútgefanda sagði að þolinmæði bókaútgefanda væri á þrotum og það yrði eitt af verkefn- um nýkjörinnar stjórnar að taka ákvörðun í þessu máli. „Á þessu stigi bendir allt til þess að komi til úrsagnar úr FJÖLIS. Við hefðum kosið að fá svör ráðuneytisins en það eru náttúrulega takmörk -á því hve lengi er hægt að bíða,“ sagði formaður Félags íslenskra bókaút- gefanda. Samkomulag eða gerðardómur Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður og formaður FJÖLÍS sagðist ekki vera ljóst gagnvart hveijum þolinmæði íslenskra bó- kaútgefanda væri á þrotum og sér væri enn síður ljóst hvers vegna forsvarsmenn samtakanna létu hafa það eftir sér að stefndi í úr- sögn úr FJÖLÍS. Hann benti á að samþykktir félagsins gerðu ráð fyr- ir gerðardómi um ágreiningsefni milli aðildarfélaga. Sá dómur hefði ákveðið skiptingu þessara tekna á grundvelli þeirra gagna sem fyrir honum lágu og á grundvelli túlkun- ar á ákvæðum um höfundarétt. „Menntamálaráðuneytið hefur ekk- ert með þetta mál að gera. Þetta er algjört innanhúsmál hjá FJÖLÍS og því verður ekki ráðið til lykta nema með samkomulagi félagsaðila eða gerðardómi." Ragnar taldi við- brögð eða hugsanlega úrsögn bóka- útgefenda vera misskilning. Hann teldi að FJÖLÍS færi eftir sem áður með innheimtuumboð, jafnvel þótt eitt eða tvö félög gengu úr samtök- unum. Mmjanefnd skáta kynnt OPIÐ kynningarkvöld verður haldið í Skátahúsinu við Snorrabraut þriðjudaginn 1. júní og hefst það kl. 20. Er þar fyrirhugað að kynna starf minjanefndarinnar og framtíðaráætlanir við lok fyrsta starfs- árs nefndarinnar. Minjanefnd skáta hóf störf haust- ið 1?92. Nefndin er samstarfsvett- vangur Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og St. Georgsgildanna um íslenskar skáta- minjar og heimildaöflun um starf skáta hér á landi. í minjanefnd skáta sitja: Anna Kristjánsdóttir, Reykjavík, formað- ur, Egill Strange, Hafnarfirði, Guðni Gíslason, Hafnarfirði, Hall- dóra Þorgilsdóttir, Reykjavík, Hrefna Hjálmarsdóttir, Akureyri, og Sveinn Guðmundsson, Reykja- vík. Skátaminjar er víða að fínna, bæði hjá skátafélögum og einstakl- ingum sem virkir hafa verið í skáta- starfi um lengri eða skemmri tíma. Það er hlutverk nefndarinnar að hafa forystu um skráningu á mun- um, myndum og rituðum heimildum sem telja má sögulega mikilvæg í samstarfi við skátafélög, hópa og einstaklinga. Verkið skal unnið í samráði við þá opinberu aðila sem með slík mál fara. Gert er ráð fyrir að talsverður hluti þess sem skráð verður varðveitist áfram þar sem verið hefur ef aðstæður eru til slíks. Þá er það einnig hlutverk minja- nefndar skáta að hafa forystu um öflun munnlegra heimilda um ís- lenskt skátastarf og hefur það starf þegar verið hafið. Skátastarf er æskulýðsstarf og því eru upplýs- ingar um ýmsa viðburði og ein- kenni starfsins einkum til í munn- legri geymd. Miklu skiptir að skrá upplýsingar um elstu viðburði og leggja þannig grunn að söguskrán- ingu íslenskra skáta. Verður ljósritun bönnuð? Leó Löve fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefanda í FJÖLÍS sagði nið- urstöðu gerðardómsins vera óskilj- anlega. Gerðardóminn hefði á eng- an hátt gefið útgefendum nægjan- lega hlutdeild, einkum ef miðað væri við það sem annars staðar þekktist, ekki hvað síst á Norður- löndunum. Nú fengju bókaútgef- endur 16% en miðað við þá skipt- ingu sem tíðkaðist í Danmörku yrði hlutdeildin sennilega um 40%. Leó var inntur eftir stöðu málsins eða hlutdeild ef Félag íslenskra bókaútgefenda segði sig úr FJÖLÍS. Nú fengju þeir 16%. Gæti það verið að þeir fengu engan hlut af marg- umdeildum greiðslum ríkisins fýrir ljósritun? Leó sagði bókaútgefendur hafa til þess rétt að banna þessi afnot. „Við erum ekki að búa til ýmislegt efni í bókarformi til þess að þeir sem það vilja geti, á ríkiskostnað í opinberum stofnun- um, fjölfaldað það sem við höfum lagt stórar fjárhæðir til að fram- leiða." ........mLo.........ÖTi’fÍiiiM Sléttanesið IS í heimahöfn. Morgunblaðia/Helga Halid6red6ttir Sléttanes til heima hafnar á Þingeyri Þingeyri. ÞAÐ var ánægjulegur dagur í lífi Dýrfirðinga þegar togarinn Sléttanes IS frá Þingeýri sigldi inn Dýrafjörðinn þann 19. maí að loknum umfangsmiklum breytingum í Gdynia í Pól- landi þar sem honum var breytt í frystiskip. Helstu breytingar voru þær að skipið var lengt um 10,5 metra, sett á það perustefni, skrokkurinn var styrktur til siglinga í ís, vinnsluþilfar allt endurbyggt og komið fyrir tilheyrandi vélum og tækjum til flaka og heilfrysti- vinnslu, íbúðum var fjölgað og þeim breytt. Skipið var svo sand- blásið og málað, auk ýmiss ann- arra lagfæringa. Að sögn Magnúsar Guðjónsson- ar framkvæmdastjóra Fáfnis hf. á Þingeyri mun tilkoma fiystitogar- ans skapa marga nýja möguleika í veiðum og vinnslu og renna frek- ari stoðum undir atvinnulíf á Þing- eyri. Til að byija með yerður ein- göngu heilfryst um borð og verður byijað á grálúðuveiðum en síðar farið í úthafskarfann. Einnig verð- ur nú með tiltölulega litlum við- bótarkostnaði hægt að útbúa Sléttanesið á rækjuveiðar. Störfum fjölgar úr 15 í 25 og að sögn Magnúsar er ekki reiknað með að störfum í fiskvinnslu í landi fækki, þar sem togarinn Framnes landar áfram að hluta til á Þing- eyri og gerður hefur verið lönd- unarsamningur við línubátinn Auð- unn ÍS frá Isafirði auk þess sem flestir bátar staðarins landa hjá Fáfni hf. Áætlaður heildarkostnaður hljóðaði upp á 150 milljónir og þó endanlegt uppgjör liggi ekki fyrir er ljóst að endanlegur kostnaður verður vel innan eðlilegra skekkju- marka að teknu tilliti til gengisþró- unar og ófyrirséðra kostnaðarliða svo sem að fjarlægja mikla ballest úr lestarbotni og tjóns á skrúfu og bol skipsins. Skipstjóri á Sléttanesi er Vil- helm Annasson, yfirstýrimaður eri Kristján Eiríksson og yfirvélstjóri Þórhallur Gunnlaugsson. Útgerðarfélag Sléttanessins er Fáfnir hf. á Þingeyri en það fyrir- tæki er að meirihluta í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. Hagnaður af reglulegri starfsemi Kaupfélagsins Aðalfundir Kaupfélagsins og dótturfyrirtækja þess voru haldnir í apríl sl. Hagnaður varð af reglu- legri starfsemi Kaupfélagsins, rúmar 1,5 milljónir króna, en 56 milljóna króna tap varð hins vegar á rekstri Fáfnis hf. Þess ber þó að geta að fiskvinnsla Fáfnis var rekin með hagnaði og er því allur taprekstur Fáfnis á Sléttanesi. Það undirstrikar að sögn Magnúsar nauðsyn þess að farið var með togarann í þessar breytingar, en Sléttanes er sennilega einn dýrasti ísfisktogari sem smíðaður hefur verið fyrir íslendinga og var endur- metið stofnverð skipsins um 930 milljónir króna um síðustu áramót. Hagnaður varð hins vegar á rekstri Arnarnúps hf. en það er útgerðarfyrirtæki Framness ÍS og er í eigu Fáfnis hf. og íshúsfélags ísfirðinga hf. - Helga. Atvinnulaus- um ungling- um boðið starfsnám REYKJAVÍKURBORG og Iðnskól- inn í Reykjavík munu í sumai- gefa 200 atvinnulausum ungmenn- um 16-20 ára kost á að setjast á skóiabekk í Iðnskólanum. Starfsnám þetta hefst mánudag- inn 14. júní og lýkur föstudaginn 13. ágúst. Kennt verður fullan kennslu- dag milli kl. 9 og 16 á daginn. Innrit- un mun fara fram í Iðnskólanum frá 2.-4. og 7. júní kl. 10-18. Reykvísk ungmenni 16-20 ára og atvinnulaus að staðaldri hafa forgang að starfs- náminu. Þátttakendur í starfsnáminu fá greidd laun, 30.000 krónur á mánuði eða 60 þúsund fyrir sumarið. Eftirtalin kennslusvið eru í boði: Tréiðn, málmiðn, rafiðn, tölvugrein- ar, fataiðnir, bókagerð og hönnun. Þátttakendur velja eitt þessara sviða og verður námið bæði bóklegt og verklegt. Nemendur munu geta fengið þær einingar sem þeir ná í sumamáminu metnar inn í Iðnskól- ann og aðra framhaldsskóla þar sem sambærilegt nám er í boði. Félag ungra sjálfstæðismanna á Grundarfirði FÉLAG ungra sjálfstæðismanna á Grundar- firði var stofnað á dögunum en þar hefur slíkt félag ekki verið starfrækt til þessa. Formaður félagsins er Þórarinn Kristjánsson og ásamt honum í stjórn og varastjórn eru þau Mlarvin ívarsson, Halldór Sigurjónsson, Friðfinnur Nielsson, Margrét Óskarsdóttir, Sóley Soffaní- asdóttir og María Guðmundsdóttir. Að sögn Þórarins verður lögð áhersla á að byggja upp öflugt starf ungra sjálfstæðismanna á Grund- arfirði og nágrenni ekki síst með tilliti til sveitastjórnarkosninga á næsta ári. Þá ætli hið nýja félag sér að taka fullan þátt í starf- semi Sambands ungra sjálfstæðisinanna. Stofnfundurinn tókst með ágætum og sóttu hann nokkrir tugir ungra sjálfstæðismanna úr Grundarfirði og nágrenni. Einnig mættu á stofnfundinn þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS, Jón Kristinn Snæhólm, vara- formaður SUS, og Sturla Böðvarsson alþingis- maður. Á myndinni má sjá hluta þátttakenda á stofnfundinum. Frá Vindáshlíð. Sumarstarf KFUKer að hefjast SUMARSTARF KFUK í Vindás- hlíð hefst 31. maí nk., 2. hvíta- sunnudag, með guðsþjónustu i Hallgrímskirkju í Vindáshlíð sem hefst kl. 14.30. Prestur verður sr. Gísli Jónasson. Einnig verður barnastund á sama tíma. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala í íþróttahúsinu. í Vindáshlíð hafa verið reknar sumarbúðir í 43 ár og á hveiju sumri dvelja þar um 550 stúikur. Þar eru bæði barna- og unglingaflokkar og kvennadagar í lok sumars. Fyrsti flokkur sumarsins fer í Vindáshlíð miðvikudaginn 2. júnl. Annan hvítasunnudag eru allir hjartanlega velkomnir í Vindáshlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.