Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 27 Björgvin Jónsson al- þjóðlegur skákmeistari Skák Margeir Pétursson BJÖRGVIN Jónsson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil með árangri sínum á móti danska skákfélagsins K41 i Valby, sem lauk um síðustu helgi. Um árabil hefur Björg- vin verið aðeins hársbreidd frá því að hreppa titilinn og á mótinu í Valby lagði hann áherslu á að innbyrða hann. Eftir sigur í fyrstu umferð lét hann sér nægja jafntefli í öll- um átta skákunum sem eftir voru og fimm vinningar dugðu, þar sem andstæðing- arnir voru nægilega öflugir, þar á meðal voru nokkrir stór- meistarar. Björgvin er þrett- ándi titilhafi Islendinga í skák. Á mótinu í Danmörku tefldu 18 skákmenn níu umferðir eftir svissnesku kerfí og var því ætlað að gefa efnilegum skákmönnum tækifæri. Björgvin var þó sá eini sem nýtti sér það og náði áfanga. Sigurvegari varð sænski stór- meistarinn Jonny Hector sem þekktur er fyrir hvassa og skemmtilega taflmennsku. Þröst- ur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, fór of hægt af stað til að eiga möguleika á áfanga að stórmeistaratitli. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Hector, Svíþjóð 6Vi v. 2. -3. Lars Bo Hansen, Dan- mörku og Zigurd Lanka, Lett- landi 6 v. 4. Vladimir Bagirov, Lettlandi 5 V2 v. 5. —10. Björgvin Jónsson, Þröstur Þórhallsson, Henrik Danielsen, Lars Schandorff, Nikolaj Borge og Flemming Fuglsang, allir Danmörku 5 v. Fyrir eru alþjóðlegu meistar- amir Ingi R. Jóhannsson, Haukur Angantýsson, Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason, Þröstur Þór- hallsson og Hannes Hlífar Stef- ánsson, en telja má víst að hinn síðastnefndi gangi upp í hóp stór- meistara í næsta mánuði. Stór- meistarar verða þá sjö, þar af fimm virkir, en alþjóðlegir meist- arar sex talsins, einnig fimm virkir. Þetta er mjög óvenjulegt hlut- fall, í flestum öðrum löndum em miklu fleiri alþjóðlegir meistarar en stórmeistarar. Þrír skákmenn hafa áfanga að alþjóðlega titlin- um, þeir Héðinn Steingrímsson, Halldór G. Einarsson og Þröstur Ámason. Með auknum tækifær- um fyrir íslenska skákmenn myndi tala alþjóðlegu meistar- anna vafalaust tvöfaldast eða þrefaldast á 2—3 ámm. Björgvin Jónsson, sem er fæddur árið 1964, hóf skákferil sinn suður með sjó og varð strax á unglingsárum skákmeistari Keflavíkur og Suðurnesja. Árið 1986 sigraði hann á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og árið eftir náði hann áfanga að alþjóð- legum meistaratitli á heimavell- inum í Njarðvík. Titillinn virtist þá á næsta leiti, en veikindi og laganám töfðu fyrir. Árið 1990 náði Björgvin svo öðrum áfanga á Skákþingi íslands á Höfn í Hornafirði og vann sér jafnframt sæti í Ólympíuliði íslands. Það er því vonum seinna að Björgvin nær titlinum, lengi hef- ur styrkleikinn verið til staðar. í landskeppninni við Frakka á dög- unum vann hann glæsilegar skákir, en var mistækur og í síð- ustu umferð lék hann vinnings- stöðu niður í jafntefli en sigur hefði tryggt honum alþjóðlega meistaratitilinn. Björgvin hefur löngum verið kunnur fyrir hvassan og skemmtilegan sóknarstíl sinn, en hann er líka afar vel lesinn skák- maður og flestum betur að sér í byrjanafræðunum. Hann hefur nú 2.400 Elo-skákstig og næsta verkefni hans er að leiða sveit Taflfélags Garðabæjar í Evrópu- keppni taflfélaga. Björgvin starfar nú sem lög- fræðingur hjá íslandsbanka í Reykjavík. Við skulum líta á sigurskák hans frá mótinu í Danmörku: Hvítt: Burgess, Englandi Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. d4 - cxd4, 3. c3!? Englendingurinn teflir Morra- bragð, sem er fáséð, en hann hefur nýlega ritað bók um bragð- ið. 3. — dxc3, 4. Rxc3 — Rc6, 5. Rf3 - e6, 6. Bc4 - Dc7 Hér er oft leikið 6. — a6 bg síðan Rge7, eða 6. — Bb4 og Rge7. Burgess fær nú sóknar- færi fyrir peðið. 7. De2 - Rf6, 8. e5! - d5, 9. exf6 — dxc4, 10. 0-0 — gxf6 II. Rd5 - Dd8, 12. Hdl - Bd7, 13. Bf4 - Hc8, 14. Hd2 - Bb4 Svartur átti erfítt með að losa um sig. 14. — Rb4? var slæmt vegna 15. Rxf6+! — Dxf6, 16. Be5, 15. Rc3 — Bxc3, 16. bxc3 — Da5, 17. Hadl — Hd8, 18. Dxc4 - e5 Hvítur hefur unnið peðið til baka og staðan virðist u.þ.b. í jafnvægi, en þá fórnar Burgess aftur liði fyrir frumkvæðið. 19. Rg5!? - fxg5, 20. Bxg5 - Björgvin Jónsson, alþjóðlegur skákmeistari. Re7, 21. Bf6 - Hf8 Reynir að forðast jafnteflið sem yrði niðurstaðan eftir 21. — Hg8, 22. Bxe7 - Kxe7, 23. Hxd7+. En svartur er í svo mik- illi klemmu að í næsta leik sér Björgvin sér ekki annað fært en að gefa kost á þessu. 22. Hd6 - Hg8 Varast gildruna 22. — Rfð??, 23. Hxd7! Nú ætti hvítur að taka jafntefli og leika 22. Bxe7 eins og áður er nefnt, en hann gætir ekki að sér og Björgvin nær óvæntri gagnsókn: 23. Dh4? 23. - Hxg2+!!, 24. Kxg2 - Bc6+, 25. Kgl - Hxd6, 26. Hxd6 - Dxc3, 27. Dg4?? Hvítur varð að reyna 27. Hxc6 - Rxc6, 28. Dxh7 - Dal+, 29. Kg2 — Dxa2, 30. h.4, þótt svart- ur standi til vinnings eftir 30. — Dd5+ og næst 31. — Rd4. 27. - Del+ Mát. Helgarskákmót Taflfélag Kópavogs, Skákfé- lag Hafnarfjarðar og Taflfélagið Hellir í Reykjavík gangast fyrir atskákmóti um helgina. Það hefst föstudaginn 28. maí kl. 20 í fé- lagsheimili TK í Hamraborg 5, Kópavogi, og er fram haldið laug- ardaginn 29. maí kl. 14 á sama stað. Tefldar verða sjö umferðir. Verðlaun eru 15 þús., 9 þús. og 6 þús. Umhugsunartími er hálf klukkustund á skákina. Sjötugur Jónas Arnason Börn eru fólk. Fólk er menn. Menn róa á sjó. Veturnóttakyrrur. Svo kemur fleira fólk. Þá er hó. „Fuglinn sigursæli sá, sem ég var að minnast á, goggar mat og gijónin smá úr grasinu græna og heitir bara hæna.“ Svo segir í fyrstu bók sem kom í hendur „krakkanna á Grænavatni, frá strák sem einu sinni sat á vatnsbakkanum og horfði á kríurnar eins og þau“. Það eru ekki allir höfundar sem muna eftir litlum frændum sínum, sem þeir hafa ekki meira en svo séð, og senda þeim bók, með þeirri eigin- handaráritun sem hér er eftir höfð. Það þarf meira að segja meira en það eitt að vera bæði af Reykjahlíð- ar- og Skútustaðaætt og Hinriks- ætt í ofanálag til að vera sjómaður — blaðamaður — skólamaður — þingmaður — söngmaður — og þar á ofan skáld, en þó umfram allt: Maður. Enn er „okkar góða kria“ komin úr suðri. Enn syngur lóan sitt dirr- indí með lóuglott á nefínu. Enn geta krakkar á öllum aldrei setið við hlið Jónasar Árnasonar eitt sumar á landinu bláa og tekið und- ir með honum þegar hann hefur upp rödd sína til söngs og svo til enn meiri söngs. Og það er þó nokk- urt vit í því, hvort heldur einu sinni á ágústkvöldi austur í Þingvalla- sveit eða þegar hann er að gera haugasjó úti á Hala svo að hífa verður trollið inn. Alls staðar er söngur og fólk — sjór og menn — kveðskapur — kyrrur. Jónas er kennari, ekki kenninga- smiður. Honum þykir vænt um fólk, en fordild er eitur í hans beinum. Hann er skáld og skáldskapur hans er lífið sjálft. Hann ann óspilltri náttúru en hatar hernaðarbrölt og brenglað siðferði. Hann er félags- hyggjumaður og félagsstarf hans er fólksins vegna. Hann er kvæntur Guðrúnu og hefur aldeilis ekki versnað við það og ómetanlegur verður hennar hlutur alla tíð. Hann var þingmaður og hann er Þingey- ingur þó að hann hafi aldrei verið heimilisfastur í því heimahéraði sínu. Hann er þar heimamaður samt og frændum hans þar þykir vænt um hann rétt eins og honum þykir vænt um þá. Fyrir þeirra hönd leyfi ég mér að þakka ræktarsemina alla tíð. Grænvetningar senda honum innilegar hamingjuóskir á sjötugs- afmælinu, með þeirri von að enn megi hann sitja um stund á vatns- bakkanum og horfa á kríurnar eins og krakkarnir þar. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni. FERMINGAR UM HVÍTASUNNUNA Ferming í Dómkirkjunni, hvíta- sunnudag kl. 11. Prestur sr. Iljalti Guðmundsson. Fermd verða: Daníel Pétur Axelsson, Framnesvegi 31. Kristín Ásgeirsdóttir, Fálkagötu 5. Ferming í Grundarfjarðarkirkju hvítasunnudag kl. 10.30. Prestur sr. Sigurður Kr. Sigurðsson. Fermd verða: Anna Björk Atladóttir, Eyrarvegi 24. Björn Kristján Ásgeirsson, Fagurhólstúni 12. Dögg Mósesdóttir, . Grundargötu 50. Elsa Fanney Grétarsdóttir, Grundargötu 88. Heiðar Þór Bjarnason, Grundargötu 98. Hermann Geir Þórsson, Grundargötu 68. Jónína Guðrún Kristbergsdóttir, Fossahlíð 7. Margrét Eyrún Níelsdóttir, Hlíðarvegi 19. María Runólfsdóttir, Sæbóli 40. Oddur Hrannar Oddsson, Hlíðarvegi 21. Páll Mar Magnússon, Borgarbraut 2. Reynir Freyr Reynisson, Grundargötu 49. Runólfur Viðar Guðmundsson, Grundargötu 86. Sigmar Hrafn Eyjólfsson, Fagurhólstúni 14. Sigríður Guðbjörg Arnardóttir, Sæbóli 38. Sindri Siguijónsson, Sæbóli 28. Skarphéðinn M. Guðmundsson, Fossahlíð 2. Soffía Ösp Bæringsdóttir, Sæbóli 35. Sóley Ásta Karlsdóttir, Borgarbraut 9. Svanborg R. Kjartansdóttir, Setbergi. Valdís Asgeirsdóttir, Sæbóli 34. Valgeir Hreiðar Kjartansson, Grundargötu 47. Vigdís Gunnarsdóttir, Fagurhólstúni 16. Sveitarfélög á Suðurlandi Plastúrg'angi safn- að til endurvinnslu Á NÆSTUNNI verður safnað saman landbúnaðarplasti á Suðurlandi og verður það flutt til Vestmannaeyja þar sem byggðasamlag Eyja- manna mun nýta það til orkuframleiðslu í nýju sorporkustöðinni Jf Vestmannaeyjum. Þá er einnig í athugun að nýta hluta plastsins hjá nýstofnuðu fyrirtæki að Svínafelli í Oræfum, Brennu-Flosa hf., en það fyrirtæki er að gangsetja sorporkustöð sem ætlað er að kynda upp sundlaug þar á staðnum. Talið er að um 900 tonn af land- búnaðarplasti leggist til á landinu árlega, og þar af séu um 200 tonn á Suðurlandi. Bændur á Suðurlandi og aðrir sem nota landbúnaðarplast geta komið plastúrgangi, þ.e. Hey- rúlluplasti, áburðar- og fóðurvöru- plastpokum, til förgunar í átakinu sem nú stendur fyrir dyrum, en því er áætlað að standa frá 1.-16. júní. Komið verður á fót söfnunarstöð- um, gámum eða annarri móttökuað- stöðu, af hálfu þeirra sveitarfélaga sem þátt taka í þessari tilraun, sem umhverfisráðuneytið, Stéttarsam- band bænda, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sunn- lenskra sveitarfélaga standa fyrir. Fundir heilbrigðis- ráðherra á Vestíjörðum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, efnir til funda á Vest- fjörðum sem hér segir: Á Patreksfirði þriðjudaginn 1. júní. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði og hefst kl. 20.30. Á Tálknafirði miðvikudaginn 2. júní. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu og hefst kl. 20.30. Á Bíldudal fimmtudaginn 3. júní. Fundurinn verður haldinn íVerkalýðshúsinu og hefstkl. 20.30. Á Suðureyri við Súgandafjörð föstud. 4. júní. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu og hefst kl. 20.30. Aðrir -fundir auglýstir síðar. Rætt verður um heilbrigðis- og tryggingamál og héraðsmál. Öllum er heimill aðgangur. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 26. maí 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.