Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ,MAÍ 1993 fclk í fréttum BANDARIKIN Athafnamaðurinn John Sculley fullur eldmóðs Forstjóri Apple, John Sculley, kann ýmislegt fyrir sér á tölvumarkað- inum, en eiginkona hans Leezy segir að hann kunni ekkert fyrir sér í heimiiishaldi, ekki svo mikið sem að sjóða vatn. Morgunblaðið/Þorfinnur Ómarsson Aðstandendur myndarinnar, f.v.: Björn Jörundur Friðbjörnsson Jón Olafsson ásamt syni sínum, Sóley Elíasdóttir, Hallur Helgason, Ósk- ar Jónasson og Helgi Björnsson. FRAKKLAND Sódóma Reykjavík sýnd í Cannes Tohn Sculley, eigandi og fram- ** kvæmdastjóri Apple tölvufyr- irtækisins hefur lítið að segja af átta labradorhundum sínum, 15 hestum, tveimur sundlaugum, garði sem í eru rúmlega eitt hund- rað tegundir jurta og búgarðinum sem þau hjónin, Lezzy og hann, eiga í Kaliforníu. Ástæðan er sú, að hann er sjaldnast heima hjá sér heldur helgar hann starfinu alla krafta sína. Lezzy virðist ekki taka þetta nærri sér og slær öllu upp í grín. „Ég á engan eiginmann," segir hún í samtali við blaðamann tímaritsins People. „Hann er alltaf að heiman, svo að ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Dagur Sculleys hefst eld- snemma, klukkan þtjú á morgnana með þriggja tíma vinnu heima. Hann viðurkennir að þegar hann leggst örþreyttur í rúmið á kvöldin sé honum ekki efst í huga að hlakka til að fara á fætur snemma næsta morgun. „En þegar ég vakna er ég kannski uppfullur af hugmyndum og eldmóði," segir hann. Það er e.t.v. ekki óraunhæft að tengja eldmóð hans velgengni fyrirtækisins, því á meðan önnur tölvufyrirtæki eiga í mismiklum erfiðleikum tilkynnti Apple um mettekjur á síðasta ári að upphæð 7 milljarða dollara. Sculley hefur á undanförnum árum barist fyrir grundvallarbreyt- ingum í starfsfræðslu, menntun og fjármálum til að mæta framtíð- arsýn um hátækni. Hann bendir á að nú séu það ekki lengur kol og jám sem séu aðalhráefnið heldur það sem hugur fólks býr yfir. Var skussi að eigin mati Sculley ólst upp í New York og að eigin sögn var hann skussi fram eftir unglingsárunum. Það háði honum verulega hversu mikið hann stamaði og lifði hann því að mestu í eigin hugarheimi. Eftir að hann hafði gengið í gegnum dáleiðslu vegna stamsins breyttist líf hans til mikilla muna. Nú er hann með- al eftirsóttustu ræðumanna Bandaríkjanna. John Sculley, sem nú er 54 ára, á tvö börn, Meg 30 ára og Jack 27 ára með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ruth Kendall, en hún var stjúpdóttir forstjóra PepsiCo, Don- alds Kendall. Það var einmitt tengdafaðir Sculleys sem lagði að honum að ljúka viðskiptagráðu frá Wharton. Þegar Ruth og John skildu árið 1965 réði Donald fyrrverandi tengdason sinn til PepsiCo þar sem hann kynntist öllum hliðum fyrir- tæksins, allt frá því að vinna á lager til að ná því marki að verða forstjóri gosdrykkjadeildar PepsiCo. Boðin toppstaða hjá Apple Árið 1982 þegar Donald Kend- all lét af störfum var Sculley einn þriggja sem komu til greina sem eftirmaður hans. Um sama leyti var honum óvænt boðin toppstaða hjá Apple, sem þá var einungis fjögurra ára gamalt fyrirtæki. Hann stóðst ekki ögrunina þegar Steve Jobs, annar stofnenda Apple spurði hvort hann vildi halda áfram allt sitt líf að selja gosdrykki eða Til að halda andlegu atgervi þarf hið líkamlega að vera í lagi. Hér skokkar John Sculley á heilsu- ræktarsvæði Apple-fyrirtækisins í Silicon Valley. hafa möguleika á því að breyta umheiminum. Umskiptin urðu mikil því fyrir- tækin voru gjörólík. Sculley þekkti ekkert til tölva, var vanur að halda formlega fundi og vera í teinóttum fötum en kom inn í fyrirtæki þar sem hentaði betur að vera í flauels- buxum og halda óformlega inn- blástursfundi. Aðalbreytingin lá e.t.v. mest í því að hafa vera álit- inn leiðtogi virts fyrirtækis en nú var Iitið á hann eins og hvern ann- an sérvitring sem var að koma fyrirtæki sínu og hugmyndum á framfæri. Sculley hafði ekki starfað hjá Apple nema í tvö ár þegar tölvu- markaðurinn brást. Til einhverra úrræða varð að grípa og voru þeir John Sculley og Steve Jobs ekki sammála um aðferðirnar. Sculley segir að sögusagnir gangi um að hann hafi hirt fyrirtækið af Jobs. Hann kveðst hins vegar hafa boðið Jobs að halda fyrirtækinu, en hann hafi afþakkað. Jobs, sem stofnaði þá annað tölvufyrirtæki, Next, neitar að gefa nokkuð upp um málið. Sculley hófst þegar handa við að beijast áfram á tölvumarkaðin- um, gerði gagngerar endurskipu- lagningar, sagði fólki upp og lok- aði verksmiðjum. Þegar önnur hol- skefla erfíðleika brast á árið 1990 skar hann niður eigin laun um þriðjung ásamt því að taka að sér stjórn tæknimála, sem hann sér ennþá um. Hann hefur að þessu sinni veðjað á framleiðslu sem köll- uð er Newton og verður kynnt síð- ar á árinu. „Ef það gengur ekki upp þarf ég sennilega að fara að leita mér að öðru starfi," segir John Sculley. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar í Cannes í Frakklandi í síðustu viku við frumsýningu á ís- lensku kvikmyndinni Sódómu Reykjavík. Viðstaddir voru meðal annars leikarar myndarinnar Björn Jörundur Friðbjörnsson, Sóley El- íasdóttir og Helgi Bjömsson ásamt aðstandendum hennar, Jóni Ólafs- syni framleiðanda, Halli Helgasyni framkvæmdastjóra, Ingvari Þóris- syni aðstoðarframkvæmdastjóra og leikstjóranum Óskari Jónassyni. T|KING gúmmistigvél tí í leikskólann í sveitina í garöinn í vætuna í sumarbústaöinn Á NÆSTA SKÓSÖLUSTAÐ d í vinnuna HEILDSÖLUDREIFINQ: J.S. QUNNARSSON HF. S: 688180 sa Alls staöar Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands kemur hér til frumsýningarinnar. Á eftir henni gengnr Hallur Helgason og því næst Ingvar Þórisson aðstoðarframkvæmdastjóri Sódómu. Lengst til hægri sjást hjónin Ragnhildur Gísladóttir söngkona og Jakob Magnússon menningarfulltrúi íslands i London. COSPER Einhver annar í spilinu? Ónei, elskan, i það minnsta ekki á mánudögum! ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250 Danskar buxur nýkomnar á kr. 5.400,- Jakkaföt á kr. 5.500,- -14.900,- Flauelsbuxur á kr. 1.790,- - 5.600,- Vandaður fatnaður á hóflegu verði. Sendum í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.