Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Tillögur sjömannanefndar um hagkvæmari búvöruframleiðslu Vextir nýrra stofnlána hækki í 6% á næsta ári Morgunblaðið/Þorkell Tillögur sjömannanefndar kynntar Frá fundi landbúnaðarráðherra þar sem hann kynnti tillögur sjömannanefndar. Á myndinni eru talið frá vinstri: Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og formaður sjömannanefndar, Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra og Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. SJÖMANNANEFND hefur skil- að til landbúnaðarráðherra álit- um um sláturhús, kjarnfóð- urgjöld, svínakjötsframleiðslu, alifuglarækt og stofnlán í land- búnaði, en nefndin, sem skipuð var árið 1990 og var falið að setja fram tillögur uni stefnu- mörkun er miði að því að innlend búvöruframleiðsla verði hag- kvæmari og kostnaður lækki á öllum stigum framleiðslunnar, á nú einungis eftir að skila álitum um garðyrkju og smásölu bú- vara. Nefndin leggur til að vext- ir stofnlána sem nú bera 2% vexti hækki í 4% frá 1. janúar næstkomandi og vextir nýrra lána verði 6%. Vextir af þegar veittum lánum til loðdýraræktar hækki þó ekki. Vextir af stofnlánum eru nú nið- urgreiddir að hluta með 2% áiagi á afurðaverð, og nemur það um 360 milljónum króna á ári. Lægstu vextir á útlánum eru 2% á ári, en á nokkrum lánaflokkum eru mark- aðsvextir. Tillögur sjömannanefnd- ar fela í sér verulegar breytingar á þessu fyrirkomulagi, en hún vill að frá 1. janúar næstkomandi verði gjöld til Stofnlánadeildar lækkuð þannig að eftir standi 1% jöfnunar- gjald á nautgriparækt, sauðfjár- rækt, hrossarækt og garðyrkju, en svínarækt og alifuglarækt greiði 0,5% gjaid. Samfara breytingum á vöxtum stofnlána vill nefndin að vextir í verðlagsgrundvelli búvara verði endurmetnir, þó þannig að sú aðgerð breyti hvorki verði til neytenda né beingreiðslum úr ríkis- sjóði. Nefndin leggur til að Stofnl- ánadeild fái heimild til skuldbreyt- ingar hjá þeim bændum sem hætt hafa framleiðslu, þannig að greiðslubyrði þeirra þyngist ekki, þá vill hún að rekstur Stofnlána- deildar verði endurskoðaður og vaxtaákvarðanir endurmetnar með það að markmiði að álögur á bú- vöruframleiðslu í þágu deildarinnar verði lagðar af eigi síðar en 1. jan- úar 1998. Sláturkostnaður hár í áliti sjömannanefndar um slát- urhús kemur meða! annars fram að sláturkostnaður hér á landi sé hár samanborið við nágrannalönd- in, en skýringanna sé að leita í því að of takmörkuð verkefni dreifist á of mörg sláturhús. Þá sé sláturtími hér á landi stúttur, erfitt sé að manna húsin með þjálfuðu starfsfólki og skortur sé á fagmenntuðum slátrurum, en nefndin bendir á að bæta verði starfsþjálfun og koma á skipulögðu námi fyrir slátrara. í álitinu er bent á að draga þurfi saman afkastagetu og fjárbindingu í sláturhúsum, en nefndin gerir ekki tillögur um lokun ákveðinna húsa og telur að ákvarðanir í þeim efnum verði sláturleyfíshafar sjálfir að taka með hliðsjón af þeim rekstr- arskilyrðum sem framundan séu. Nefndin vekur athygli á að veru- legar hömlur séu á markaðsfærslu kindakjöts þar sem seljendum sé óheimiit að bregðast við mismun- andi aðstæðum á kjötmarkaðnum vegna lögbundins verðs. Hún telur hins vegar að ekki sé hægt að breyta þessu fyrirkomulagi fyrir næstu sláturtíð, en lengur verði því tæpast frestað. 25% gjald á innflutt kjarnfóður falli niður Á innflutt kjamfóður er nú lagt 25% gjald sem rennur í ríkissjóð og sérstakt 55% gjald sem að mestu er endurgreitt bændum eða bú- greinum eftir afurðamagni. Nefnd- in bendir á að 25% gjaldið komi að fullu fram í verðlagi afurða, en 55% gjaldið hins vegar ekki þar sem það sé endurgreitt til framleiðenda. Á hinn bóginn hvetji það ti! notkunar innlends fóðurs sem geti verið dýrari kostur en ótollað innflutt kjarnfóður, en bæði gjöldin veiti innlendri fóðurframleiðslu sömu vemd. Nefndin gerir tillögu um að 25% gjaldið verði fellt niður 1. janúar 1995, þar sem slík skattlagning standist ekki lengur í ljósi aukinnar samkeppni sem íslenskur landbúnaður standi frammi fyrir. Hins vegar sé ekki rétt að svo stöddu að hætta álagningu 55% gjaldsins í ljósi samkeppnisstöðu innlendrar fóðurframleiðslu, en nefndin leggur áherslu á að ekki sé um millifærslu fjármuna að ræða milli búgreina og að gjaldið sé ekki notað til fram- leiðslustýringar innan einstakra búgreina. Þá undirstrikar nefndin nauðsyn þess að bæði innheimtu- hlutfall of ráðstöfun fóðurgjalda verði endurskoðað í ljósi markaðs- aðstæðna á hverjum tíma. Hagræðing í svína- rækt hefur skilað sér í áliti sjömannanefndar um svínakjötsframleiðslu kemur fram að framleiðslan hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug, búin hafi stækkað um nær helming, og af- urðasemi hafi aukist mjög á allra síðustu árum. Bent er á að engin opinber framleiðslustýring sé í svínarækt og verðmyndun frjáls, og aukin hagræðing innan greinar— innar á síðustu árum hafi skiiað sér til neytenda í lægi'a afurðaverði. Bendir nefndin á að enn séu taldir möguleikar á aukinni hagkvæmni innan svínaræktarinnar með ajmennu kynbótastarfi og almennum úrbótum í rekstri svínabúa. Erfið skuldastaða í alifuglarækt Áhrifaríkustu leiðina til að auka hagkvæmni í alifuglarækt telur sjö- mannanefnd vera auknar leiðbein- ingar og sjúkdómavamir, innflutn- ing nýrra, afkastameiri og heil- brigðari stofna, og skipulega end- urnýjun stofna á einstökum búum, en nefndin telur það standa grein- inni fyrir þrifum að skýrsluhald sé í ólestri og að hvorki sérhæfður ráðunautur né dýralæknir séu starfandi á þessu sviði. Nefndin leggur til að í stað bindandi verðs á eggjum og kjúklingum skuli einungis skráð viðmiðunarverð, meðal annars vegna þess að þrátt fyrir lagaákvæði um að verðlagning skuli vera bindandi, þá tíðkist verulegir afslættir á heildsölustigi þessara afurða. Sjömannanefnd bendir á að stærðarmörk í útlánareglum Stofn- lánadeildar landbúnaðarins hafí sérstaklega hamlað þróunarmögu- leikum innan alifuglaræktarinnar og reyndar svínaræktarinnar einn- ig. Hún telur eitt alvarlegasta vandamál greinarinnar vera erfíða skuldastöðu og leggur til að Stofn- lánadeildin beiti sér fyrir lánveit- ingum til skuldbreytinga, enda hafí stofnlánaveitingar til greinarinnar verið litlar á undanförnum ámm. Lögreglurannsókn á meintu smyglmáli á Siglufirði Sýslumanni veitt lausn að tillögu dómsmálaráðherra FORSETI íslands veitti Erlingi Oskarssyni sýslumanni á Siglu- firði í gær lausn frá embætti um stundarsakir að tillögu dóms- málaráðherra vegna rannsóknar á hugsanlegri aðild hans á brot- um á tollalögum og almennum hegningarlögum. I fréttatilkynn- ingu segir að málið sé á frum- rannsóknarstigi og ráðherra telji ekki fært að sýslumaður gegni embætti meðan á rannsókn þess stendur. Eins og fram hefur kom- ið í Morgunblaðinu snýst málið um ólöglegan innflutning á smyglvarningi, reiðtygjum, áfengi og fleiru í hestakerrum sem tollafgreiddar voru á Siglu- firði. Ráðherra hefur þegar vikið yfir- lögregluþjóninum á Siglufirði frá um stundarsakir en þó tengjast meintar ávirðingar sýslumanns og yfírlögregluþjóns ekki nema að litlu leyti. Sýslumaður er forsetaskipað- ur og því vandasamara að víkja honum frá en yfírlögregluþjóni sem er ráðherraskipaður. Gagnvart báðum mönnunum munu nokktar sakargiftir vera til rannsóknar en starfsmenn RLR og Ríkisendurskoðunar fara nú ítar- lega í saumana á málum embættis- ins. Tengsl milli mála þeirra munu þó m.a. þau að yfirlögregluþjónn er talinn hafa borið ábyrgð á því að þyngd hestakerranna var rang- lega skráð í pappíra tollgæslu á Siglufirði. Um er að ræða fjórar hestakerr- ur, þtjár í fyrra og eina í vor. Skráð- ur viðtakandi hinnar síðustu var eiginkona sýslumanns. Sendandi og sá sem talinn er eigandi kerranna og innihalds þeirra, sem talið er hafa verið ótollafgreitt selt hér á landi, er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins íslenskur hesta- maður, búsettur í Þýskalandi. Hann hafði ekki verið yfírheyrður vegna málsins síðast þegar Morgunblaðið hafði spumir af. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Ný handmennta- deild á listasviði NÆSTA vetur, nánar tiltekið á haustönn, verður boðið upp á nám í handmenntadeild á Iistasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Að sögn Borghildar Jónsdóttur, kennara við skólann, hefur svo yfir- gripsmikið nám í þessum greinum skort í Fjölbrautaskólanum. Áður gátu nemendur valið fatasaum, pijón og útsaum, fjórar stundir á viku, en með niðurskurði valgreina duttu þessi fög út í skólanum. Hugmyndin hefur verið að geijast i nokkur ár en er nú orðin að veruleika. Um er að ræða fjögurra ára nám til stúdentsprófs í handmennta- greinum. Sérgreinar handmennta- brautarinnar verða þessar: Fata- saumur, sniðteikningar, fatahönn- un (tískuteikning, búningasaga og litafræði), trésmíði, skartgripagerð (málmur) og listasaga, auk þess pijón og hekl, munsturgerð og tauþrykk. Prófið veitir nemendum réttindi til inntöku í Kennarahá- skóla íslands og sumar deildir Háskólans. Skráning nýnema fer fram á skrifstofu skólans frá 9-15 og í Miðbæjarskólanum frá 9-18, 1. og 2. júní næstkomandi. Boðið upp á silungs- veiði í Reynisvatni UM 5.000 regnbogasilungum og bleikjum hefur verið sleppt í Reynisvatn á Reynisvatnsheiði ofan Grafarholts fyrir áhuga- sama veiðimenn. Veiðileyfin eru seld við vatnið og kosta 2.000 krónur fyrir fjóra fiska og 200 krónur fyrir hvern umframfisk. Að sögn Ólafs Skúlasonar hjá Lax hf., hófust veiðar um miðjan maí og hafa veiðst rúmlega 600 fiskar. Þetta er í annað sinn sem fískum er sleppt í vatnið og sagði Ólafur að í fyrra sinn hefði það verið lax sem þoldi illa flutning auk þess sem lax er straumfískur og á illa heima í vötnum. Fram til 1. júní er veitt frá kl. 13 til 22 að kvöldi en frá kl. 9 að morgni til kl. 22 frá 1. júní. Möðruvallakirkja Fermingar Hátíðarguðsþjónusta verður í M öðru vallakirkj u á Hvítasunnu- dag kl. 14. Kór kirlqunnar syng- ur, organisti Birgir Helgason. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Hallfríður Kristín Sigurðardóttir, Brekkuhúsi 3, Hjalteyri. Harpa Þórðardóttir, Syðri-Bakka, Arnarneshreppi. Jóhann Halldór Traustason, Þela- merkurskóla, Glæsibæjarhreppi. Sigríður Kristín Kristþórsdóttir, Moldhaugum, Glæsibæjarhreppi. Sigrún Stella . Haraldsdóttir, Vanabyggð 3, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.