Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Betri er hálfur skaði en allur Sjómenn greinir á um ástand þorskstofnsins og tillögu „Aflabrögðin styrkjs ingar fiskifræðinga Hafrannsóknarstofnun hef- ur lagt til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði ekki meiri en 150 þúsund tonn. Að öðrum kosti verði gengið um of á hrygningar- og veiðistofn, sem þegar séu í sögulegu lág- marki. Vinnuhópur sérfræð- inga í hag- og fiskifræði kemst að svipaðri niðurstöðu. Draga má þær ályktanir af áfanga- skýrslu hópsins að hagkvæmar veiðar úr þorskstofninum liggi á bilinu frá 125 þúsund í 175 þúsund lestir. Veiði umfram 175 þúsund tonn sé hins vegar hvorki hagkvæm né hyggileg. Sú er niðurstaða vinnuhóps- ins um hagkvæma nýtingu fiskistofna að verði þorskafli miðaður við 175.000 lestir sé líklegt að hrygningarstofninn haldist óbreyttur, en sýni engin batamerki á allra næstu árum. Veiðistofninn minnki hins veg- ar og fari í lágmark árið 1995. En litlar líkur séu á hruni stofnsins og hann rétti smám saman við til lengri tíma litið. Minni þorskafli en 175 þúsund lestir felur í sér hraðari vöxt stofnsins og dregur umtalsvert úr líkum á hruni hans. Svipað- ur þorskafli næstu árin og í ár, um eða yfir 225 þúsund lestir, býður á hinn bóginn heim hættunni á því að draga verði verulega úr þorskveiðum innan fárra ára. Obreytt afla- brögð fela einnig í sér þriðj- ungs líkur á hruni þorskstofns- ins, að mati Hafrannsóknar- stofnunar. Þessar fiskifræðilegu niður- stöður, sem koma í kjölfar margra ára efnahagslægðar, eru mikið viðbótaráfall fyrir þjóðarbúið: Atvinnuöryggið, lífskjörin, skiptahlutann áþjóð- arskútunni. Verði þorskafli takmarkaður við 150-175 þús- und tonn, sem fiskifræðilegar niðurstöður krefjast, þýðir það margra milljarða tekjusam- drátt í þjóðarbúskapnum. Sá tekjusamdráttur bitnar ekki einvörðungu á sjávarútvegin- um, þótt skaði hans verði mest- ur, heldur jafnframt á efna- hagsumhverfi landsmanna allra og skattstofnum ríkis og sveitarfélaga. Við þessar efna- hagsaðstæður verða bæði rík- is- og þjóðarbúskapurinn að rifa útgjaldaseglin. Við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að sjávarútvegurinn hraði rekstr- arlegri aðlögun að veiðiþoli helztu nytjastofna. Aukinn afli á loðnu, rækju og úthafskarfa, sem stofn- stærðir þessara tegunda standa til, dregur eitthvað úr efnahagsáfallinu. Talið er að í þessa stofna megi sækja búbót sem svarar um 20 þúsund þorsktonnum. Engu að síður er ljóst, að þjóðin verður enn að þrengja kost sinn næstu misserin, ef fylgja á fram til- lögum um uppbyggingu þorsk- stofnsins. Og betri er hálfur skaði strax, sem jafnframt er vegvísir á betri tíð með þorsk á miðum, en skaðinn allur inn- an fárra ára með hruni stofns- ins. Það eru gömul sannindi og ný að auðlindir hafsins gera landið byggilegt. Eignir þjóð- arinnar, afkoma hennar og efnahagslegt fullveldi eru að lang stærstum hluta sótt til sjávar. Þorskurinn hefur verið og er dýrmætasta og gjöful- usta sjávarauðlindin. Það má undir engum kringumstæðum búa honum sömu örlög og Norðurlandssíldinni, sem var þungvæg í þjóðartekjum um áratugaskeið en hrundi vegna ofveiði og/eða breytinga í líf- ríki sjávar. Þannig námu síld- arafurðir 21-45% af árlegúm útflutningstekjum þjóðarinnar á árabilinu 1961-1968. Hrun síldarstofnsins skók afkomu- og efnahagsundirstöður þjóð- arinnar á sinni tíð. Hrun þorsk- stofnsins yrði enn afdrifarík- ara. Við höfum einfaldlega ekki efni á að taka þá áhættu sem ofveiði þorsks hefur í för með sér. Hagsmunir íslenzku þjóðar- innar í þessu máli eru augljós- ir, hvort heldur séðir eru frá efnahagslegum eða fiskifræði- legum sjónarhóli. Við verðum að fara að tillögum sem fela í sér uppbyggingu þorskstofns- ins fyrir framtíðina. Það er tvímælalaust rétt mat hjá Kristjáni Ragnarssyni, for- manni Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, þegar hann segir: „Við sem höfum fylgst með þorskveiðunum síðastliðið ár og þetta ár sjáum að eitthvað alvarlegt er að gerast í þorsk- stofninum... Við vitum af rann- sóknum, meðal annars með togararallinu, að næstu ár- gangar þorsks eru litlir og miklu minni en meðaltal ár- anna á undan. Þess vegna verðum við að horfast í augu við það núna, hvort við ætlum að halda áfram þessa göngu niður á við, sem við, að mínu mati, getum ekki gert.“ NOKKUÐ skiptar skoðanir eru meðal sjómanna um ástand þorsk- stofnsins og tillögur fiskifræðinga um hámarksafla á þorski á næsta fiskveiðiári, eins og fram kemur I eftirfarandi samtölum. Tillögur fiskifræðinga um minnkun aflans virðast koma flatt upp á þá flesta og eiga þeir erfitt með að sætta sig við svo mikla kvótaskerðingu. „Frekar vistfræðilegt vandamál en ofveiði" „Mér líst djöfullega á þetta allt saman og þar er engin tegund undan- skilin,“ sagði Skúli A. Elíasson, skip- stjóri á Framnesi ÍS 708. Skúli var að leggja togaranum að bryggju á Þingeyri þegar talað var við hann í gær eftir grálúðutúr. Hann sagði að illa hefði gengið með grálúðuna, skip- ið væri of lítið til að eiga við hana á þessu dýpi. Lúðan hefði undanfarin ár sífellt verið að dýpka á sér, smækka og magnið að minnka. Skúli sagði að vandi ráðamanna væri ekki lítill, þegar hann var spurð- ur að því hvort hann myndi fara með þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn ef hann sæti í stól sjávarútvegs- ráðherra. „Ég tel að frekar sé vist- fræðilegt vandamál í sjónum en of- veiði. Maður vonast til að skilyrði geti skapast til þess að þetta lagist seinna, annars værum við ekki að þessu. Ég vil benda á að fyrr á öldum reri bara maðurinn með krókinn og kerfið var óbreytt um aldir. Um miðja átjándu öld bar svo við í verstöð undir Jökli að það voru fimm fiskar í hlut á vetrarvertíðinni. Það var sama sóknarmunstur þann vetur og næstu vetur á undan og næstu vetur á eft- ir. Af þessu dreg ég þá ályktun mína að frekar sé um að ræða vistfræði- legt vandamál en ofveiði. Mér líst djöfullega á þessi 150 þúsund tonn. Það er búið að ganga svo á hlut okkar sjómanna undanfarin ár að það er engu lagi líkt, engin stétt myndi sætta sig við slíka kjaraskerðingu," sagði Skúli. Hann sagðist vera nokkuð gagn- rýninn á vísindi fiskifræðinganna. „Ef það lægju fyrir 100 ára rann- sóknir myndi ég taka þær trúanieg- ar. Ég tel að það sé ekki hægt að Hingað til hefur Seðlabankinn skráð gengi krónunnar kl. 9.15 á virk- um dögum. Við gengisútreikninga hafa annarsvegar verið notaðar upp- lýsingar frá gjaldeyrismarkaði í Lond- on og hins vegar gengisvogin hveiju sinni. Gengisvogin hefur frá ársbyrj- un 1992 verið samsett af evrópsku mynteiningunni ECU með 76% vægi, Bandaríkjadollar með 18% vægi og japönsku jeni með 6% vægi. Breytingarnar sem Seðlabankinn kynnti í gær í gjaldeyrismálum snúa telja fiskana í sjónum með því' að keyra yfir eitthvert lón. Okkur tekst það í það minnsta ekki,“ sagði Skúli. Hann viðurkenndi að fiskiríið væri dauft um þessar mundir en sagði að það væri ekki nýtt fyrirbæri, svo væri oft í maímánuði. • Skúli sagðist ekki sjá glitta í neitt ljós í myrkrinu. Talað væri um aukn- ingu í úthafskarfanum en hann væri eingöngu fyrir stóru skipin. „En maður treystir því alltaf að eitthvað rofi til. Þegar vont veður er bíður maður eftir því að veðrið lægi svo fiskiríið fari batnandi. Og ef það gerist ekki fer maður aftur að bíða eftir vonda veðrinu í von um að það lagist þá. Svona er þetta búið að vera og verður áfram," sagði Skúli á Framnesinu. „Kemur fæstum á óvart“ „Þetta kemur fæstum á óvart sem starfa við þessa atvinnugrein. Þetta er í beinu framhaldi af því sem við höfum verið að horfa upp á í vetur, að minnsta kosti við sem erum á togurunum. Þegar litið er á aflatölur togaranna leynir það sér ekki að eitt- hvað stórkostlegt er að,“ sagði Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri á Kaldbaki EA 301, þegar rætt var við hann í gær þar sem hann var að elt- ast við grálúðu út-af Austíjörðum. Spurður um það hvort hann teldi að stjórnvöld ættu að fara að tillögum fiskifræðinga um 150 þúsund tonna hámarksafla af þorski sagði Sveinn: „Stjórnvöld geta gert það sem þeim sýnist. Það skiptir engu máli hvort þeir segja 150 þúsund tonn eða friða sjálfa sig og segja 250 þúsund, það verður erfitt að ná því sem verður úthlutað, sama hvort það er mikið eða lítið." Hann sagði að fyrir nokkrum dög- um hefði komið þorskskot á Digra- nesflakið. „Það stóð í örfáa klukku- tima og reyndist ekki neitt. Nokkur skip keyrðu á þetta en þau sem voru á staðnum fengu ekkert. Svona er þetta búið að vera meirihluta síðásta árs og það sem af er þessu. Það kom eitt þorskskot á Látragrunnið í vet- ur Þar var lokað 60 mílna belti frá miðju Látragrunni og norður í Djúp- ál. Það sýnir okkur stærðina á fískin- að miklu leyti að millibankamarkaðn- um. Skráningarfundirnir verða haldnir í Seðlabankanum kl. 10.45 á virkum dögum þar sem gengi erlendra mynta verður skráð og viðskipti eiga sér stað á milli aðila. Það gengi sem skráð er á fundunum er svonefnt miðgengi en sérstök skráning á kaup- og sölugengi á sér ekki stað þar. Gjaldeyrir sem samið er um viðskipti með á skráning- arfundi verður síðan almennt afhentur tveimur dögum síðar sem er í sam- ræmi við alþjóðlega viðskiptavenju. um, hann fer alltaf smækkandi auk þess sem sífellt er minna af honum í sjónum,“ sagði Sveinn. Hann sagði að einnig virtist vera illa komið fyrir karfanum og grálúðunni. „Eru þessi vísindi nokkuð ómerki- legri en hver önnur. Aflabrögðin síð- ustu mánuði hljóta að styrkja kenn- ingar fiskifræðinganna," sagði Sveinn þegar hann var spurður um skiptar skoðanir sjómanna á áreiðan- leika fiskifræðinnar. „Það er síðan annað mál hvort menn geta séð ná- kvæmlega upp á einn fisk hvað marg- ir þorskar eru í sjónum, eins og hann Jakob gerir, það er annað mál,“ sagði Sveinn á Kaldbak. „170-190 þúsund tonn nálægt lagi“ Guðmundur Guðlaugsson, skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401, var á Öræfagrunni í gær að reyna við karfa og ýsu. Sagðist hann vera að flækjast fram og til baka þar sem fiskiríið væri búið að vera tregt, enda tíðin leiðinleg. Þórunn Svéins- dóttir er frystiskip og sagðist Guð- mundur reyna að haga veiðunum eftir því hvernig verð afurðanna þró- aðist. „Mér finnst þetta alveg hrikalegt,“ sagði Guðmundur þegar leitað var álits hans á tillögum fiskifræðing- anna. Hann sagði erfítt að segja til um hvort tillögur þeirra kæmu heim og saman við reynslu hans af veiðun- um. „í ár hefur maður orðið meira var við smáþorsk en undanfarin ár, eins og líka hefur sést á lokun veiði- svæða. Það gefur góða vísbendingu, einhver fiskur er á ferðinni þarna austur frá,“ sagði Guðmundur. Aðspurður um hans eigin tillögur um hámarksafla sagðist Guðmundur telja nauðsynlegt að minnka veiðina eitthvað vegna þess hvað útlit með þorskstofninn væri dökkt. Hann sagði hins vegar að fiskifræðingarnir væru full svartsýnir og sagðist ekki geta farið niður í 150 þúsund tonnin. Taldi hann 170-190 þúsund tonn geta verið nálægt lagi. Taldi hann að ekki yrði erfitt að ná þeim afla. „Höfum ekki efni á því“ Ragnar Ragnarsson, stýrimaður á Þessi nýi millibankamarkaður mun hafa margvísleg áhrif á önnur gjald- eyrisviðskipti í landinu. Seðlabankinn mun skrá opinbert viðmiðunargengi á grundvelli þess gengis sem mynd- ast á millibankamarkaðnum. Það gengi verður hægt að nota í dómsmál- um eða vegna samninga sem áður miðuðust við gengisskráningu Seðla- bankans. Bankar og sparisjóðir munu væntanlega einnig nota fundagengið sem viðmiðun í almennum gjaldeyri- sviðskiptum. Bankastofnunum verður hins vegar fijálst að ákveða mun á milli kaup- og sölugengis í almennum gjaldeyrisviðskiptum þannig að við- skiptavinir bankanna geta búist við að þessi munur verði mismunandi eftir upphæð og tegund viðskipta. Óhagstæðara gengi á peningaseðlum Þeir sem hyggja á ferðalög til út- Viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði hófuí Gengí krónunnar san atriði milli bankasto Seðlabankinn tryggir þó áfram framgang fastgengisstefnunnar ir VIÐSKIPTI á millibankamarkaði með gjaldeyri fóru í fyrsta sinn fram hérlendis í gærmorgun þegar fulltrúar viðskiptabankanna og Lánastofn- unar sparisjóðanna mættu á svonefndan skráningarfund hjá Seðlabank- anum. Gengi krónunnar mun hér eftir ráðast af því hvað um semst milli banka og sparisjóða á þessum markaði en er ekki ákvarðað af Seðlabankanum einhliða eins og verið hefur. Gengið mun þó ekki sveifl- ast verulega gagnvart hinum ýmsu myntum því áfram verður fylgt núverandi fastgengisstefnu. Seðlabankinn mun með sínum eigin viðskipt- um og sljórntælyum sínum reyna að tryggja það að gengið hækki hvorki né lækki um meira en 2,25% frá núverandi gengisviðmiðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.