Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 35 DYRALIF Breskur ljósmyndari um borð í japönsku hvalveiðiskipi Mark Votier, ljósmyndari breska dagblaðsins Today, fékk leyfi til að dveljast um borð í jap- önsku hvalveiðiskipi í um það bil fimm mánuði og birtust myndir hans ásamt grein eftir blaðamanninn Barry Wigmore í blaðinu 12. maí sl. Greinin birtist einmitt í þeirri viku sem fundur Alþjóða hvalveiðiráðs- ins stóð yfir. Votier féllst á að kynna málstað Japananna til hvalveiða gegn því að fá að mynda veiðarnar og held- ur hann því fram, að hvaladráp sé ekki jafn grimmdar- legt og verksmiðjuframleiðsla á nautgripum og kjúkl- ingum. „En gagnvart flestum munu myndirnar tala sínu máli,“ segir blaðamaðurinn Wigmore. „Og jafn- vel Votier sem heldur því fram að eigi að leyfa hval- veiðar aftur segir að vísindahvalveiðar Japana séu „að sönnu frumstæðar“.“ Eorsíðan 12. maí sl. þar sem vísað er í greinina. THt WORt-D TODAy In the cold, cold waters of í greininni er síðan sagt frá hvað gerðist á fyrstu dögum á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins' og hversu hvölum hafi fækkað frá síðustu aldamótum. Komið er inn á hvort hvalveiðar falli undir vísindi eða ekki og haft er eftir ljósmyndaranum, að „ekkert fari til spillis. Peningar vegna kjötsölunnar fara beint í rann- sóknir." Þá er haft eftir ljósmyndaranum, að hvalirn- ir kveldust meira þegar þeir væru drepnir í vísinda- skyni, því þá væri ekki skotið beint í höfuð þeirra. Það væri greinilegt að skepurnar hefðu þjáðst. CHARLES AND •T ■ ■1 Myndin sem birtist af Björk Guðmundsdóttur í Vogue. TONLIST Debut Bjarkar fær góða dóma Ijúníhefti breska tímaritsins Vogue kemur fram að sú tónlist sem nú er að ná yfirhöndinni sé óhefðbundin danstónlist þrátt fyrir mikla uppsveiflu í hráu gítar- kvennarokki. Tekin eru dæmi um fimm söngkonur sem eru að slá í gegn í Bretlandi og er Björk Guð- mundsdóttir þar fremst í flokki. Hinar eru Shara Nelson, Cath Cof- fey, Sharon Lewis og Natasha Jo- nes, en þær tvær síðarnefndu mynda dúettinn Phooka. Björk fær góða dóma fyrir sóló- plötu sína Debut og haft er eftir henni, að þessi plata hafi verið að búa um sig í huga hennar undanfar- in tólf ár. í greininni er þess enn- fremur getið, að útgáfufyrirtækið One Little Indian sjái mikla mögu- leika í Björk. Hún vann plötuna í samvinnu við Nellee Hooper, sem áður starfaði með hljómsveitinni Soul II Soul. Að sögn blaðsins gerði Hooper Björk kleift að nýta tæknina til fullnustu, sem hún notfærði sér. í greininni segir ennfremur, að Debut sé ein af fremstu dansalbúmum ársins. Þess má geta að Björk, sem býr í Bretlandi, er stödd hér á landi. þessa helgi til að vinna að mynda- tökum með tónlistarsjóvarpsstöð- inni MTV. með hvalveiðigreininni sem birtist í breska blaðinu Today. SAMHELDNI Á leið í frí Þrátt fyrir ströng málaferli á undanförnum mánuðum milli leikaranna Miu Farrow og Woodys Allens hefur ekki slitnað upp úr sam- bandi þeirra Woodys, sem er bamsfaðir Miu, og Soon-Yi Previn, sem er stjúpdóttir Miu. En það var einmitt vegna sambands þeirra sem endanlega sauð upp úr milli Miu og Woodys. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þau Woody og Soon-Yi voru á leið í frí til New Orleans fyrir stuttu. Morgunblaðið/S.Ó.K. Helga Þorsteinsdóttir oddviti færir alnöfnu sinni fegurð- ardrottningunni blómakörfu í heiðurssamsætinu. FEGURÐ Hóf til heiðurs fegurðardrottningu Fegurðardrottning Suðurlands, Helga Þorsteinsdóttir frá Hvolsvelli á alnöfnu þar í bæ, en sú er oddviti Hvol- hrepps. Á dögunum færði Helga oddviti nöfnu sinni veglega blómaskreytingu í kaffisamsæti sem hreppsnefndin hélt feg- urðardrottningunni til heiðurs. Þess má einnig til gamans geta að mágkona Helgu, Hanna Valdís Garðarsdóttir, var kjörin fegurðardrottning Suðurlands i fyrra og báðar flytja þær innan tíðar í nýbyggt fjölbýlishús á Hvolsvelli. Morgunblaðið/pþ UPPFRÆÐSLA Hvaðan koma blómin? Solveig Lára Guðmundsdóttir söknarprestur í Seltjarnames- kirkju segir Davíð Jakobssyni frá sköpun Guðs. Kannski verður Davíð einn þeirra, sem fer í sumarbúðir kirkjunnar i Heiðarskóla í sumar, en þar eru meðal annars kennd undirstöðuatriði kristinnar trúar, farið á sveitabæi, smakkað á spen- volgri nýmjólk og farið í leiki. Hefst kl. 13.30____________________________________ \ Aðalvinninqur að verðmæti_______________________________ ?| 100 bús. kr. I! -------------*---; .... ....... .. Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN —--------................... Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.