Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 23
r um hámarksafla ikenn- nna“ Aðalbjörgu RE 5, sagði að nóg væri af þorski þar sem hann væri á veið- um, að minnsta kosti veiddu þeir hann. Aðalbjörgin er á netaveiðum úti af Suðurlandi og sagðist Ragnar aðallega vera í stóra þorskinum, eins og hann orðaði það. Hann sagði að skiptar skoðanir væru meðal sjó- manna um þessi mál. Sjálfur sagðist hann ekkert sjá sem styddi jafn stór- felldan niðurskurð kvóta og Hafrann- sóknastofnun legði til. „Ég held bara að við höfum ekki efni á því,“ sagði Ragnar þegar hann var spurður hvort stjómvöld ættu að lækka þorskveiðiheimildirnar í 150 þúsund tonn til að byggja stofninn upp. Sagðist hann ekki vita hvort rannsóknirnar gæfu alltaf rétta mynd af ástandinu og nefndi togararallið sem dæmi um það. Þorskurinn hafí verið mældur þegar stórstreymt var og það gæti verið villandi. Sagðist hann telja að sjómenn væru almennt vantrúaðir á að svona illa væri kom- ið fyrir þorskstofninum. Hann viður- kenndi að togaramennimir hefðu verið að kvarta undan lélegum afla en aðrir hefðu ekki gert það. „Megum ekki fara neðar“ Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri á Hálfdáni í Búð ÍS 19, sem í gær var á grálúðuveiðum djúpt vestur af Vík- urál, sagðist telja að sjómenn væru almennt andvígir því að færa þors- kveiðikvótann niður um 75-80 þús- und tonn eins og fiskifræðingar legðu til. „Mér finnst þetta fráleitt. Við erum núna í lágmarki og megum ekki fara neðar. Kvótarnir eru orðnir svo litlir að það er skelfilegt," sagði Skarphéðinn. Hann sagði að ágætlega hefði gengið að veiða upp í kvótann og væru þeir búnir með þorskkvótann, þó hann viðurkenndi að minna væri af fiski en oft áður. Skarphéðinn sagði að sjómenn hefðu sínar efa- semdir um vísindin. Einnig um það hvað hægt væri að fara langt niður með kvótann. Taldi hann eðlilegt að úthluta svipuðum kvóta og í ár, alls ekki mætti minnka hann því kvótinn væri þegar kominn niður í hættu- mörk fyrir útgerðimar og þjóðarbúið. „Maður fer að verða hræddur um að st hérlendis í gær imngs- fnana tnan tiitekinna marka landa mega nú búast við því að erlend- ir peningaseðlar verði afgreiddir á mun óhagstæðara gengi en þegar um er að ræða ferðatékka eða úttektir með greiðslukortum. Af sömu ástæðu er þess að vænta að gengið verði eitt- hvað mismunandi milli einstakra bankastofnana eins og reyndar kom í ljós í gær. Varðandi stærri upphæð- ir í gjaldeyrisviðskiptum bankanna mun hins vegar gilda tveggja daga afhendingarfrestur og annar gengis- munur en í almennum smáviðskipt- um. Bönkum er frjálst að gera við- skipti sín á milli á gengi sem um semst utan skráningarfundar eða leita eftir viðskiptum við Seðlabank- ann. Gengið getur því hreyfst utan fundarins ef t.d. snöggar breytingar verða á innbyrðis gengi helstu gjald- miðla á alþjóðlegum gjaldeyrismark- aði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 23 ÁhPif samdráttar í þorskafla 1993/94 I Ahrif afiaskerðingar á útflutningsverðmæti þorsks 200 þús. tonn 175 þús. tonn 150 þús. tonn Utflutnings- verðmæti minnkar um 2,5-3,0 milljarðakr. , milljarðar kr. 7,5-8,0 milljarðar kr. Landsframleiðsla dregst saman 200 þús. tonn 175 þús. tonn 150 þús. tonn -1% Samdráttur lands- framleiðslu 1992-93 1992 1993 -1% -3,7% Tillögnr um samdrátt þorskafla Yerðmæti útfiutn- ings minnkar um IVi til 8 milljarða kr. það stefni í algert þorskveiðibann ef haldið verður áfram að færa kvótann niður um 20-40% á ári,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagðist þó ekki vera hræddur um að stofninn muni hrynja. „Ég held að það séu einhver ytri skilyrði sem gera það erfiðara að ná í hann. Það virðist vera erfiðara en áður að ná í allan fisk. Við erum til dæmis í grálúðu núna. Hún er öll á svo miklu dýpi að vandræði eru að ná í hana. Það er nudd á 500-700 faðma dýpi en hún sést ekki á 300-400 föðmum þar sem hún var fyrir nokkr- um árum. Það þýðir að aðeins stærstu og öflugustu skipin ná árangri. Skii- yrðin virðast ráða þessu. Það eru ekki eins sterk strauma- og hitaskil og undanfarin ár og getur það spilað inn í þetta. Ætli það sé ekki eitthvað svipað með þorskinn,“ sagði Skarp- héðinn. Hann taldi að ufsastofninn væri nokkuð sterkur og sagðist ráða það af því að ágæt ufsaveiði hefði komið af og til í allan vetur. Þá sagðist hann telja að'ekki hefðu verið vanda- mál með að veiða karfakvótann. „Sljórnvöld búa ekki til fiskinn“ Björgvin Helgason, bátsmaður á Jóhanni Gíslasyni ÁR 42, sagði að fiskiríið væri heldur tregt. Þeir voru í gær í Skaftárdýpi að reyna við karfann en ýsuna á nóttunni. Björg- vin sagði að alls staðar væri lélegt og þeir hefðu lítinn þorsk fundið í vetur. Þá sagði hann að þorskurinn sem menn væru að veiða á dýpunum væri ekki stór en reyndar væru smá- bátarnir að veiða fallegan rígaþorsk á grunnunum. Ekki var Björgvin fáanlegur til að segja hvað hann myndi ráðleggja stjórnvöldum að gera í stöðunni. Sagðist hann telja að menn væru að reyna að gera það sem þeir gætu en þegar enginn fiskur væri í sjónum gætu stjórnvöld ekki búið hann til. Hann sagði að margt væri gott sem menn reyndu nú þegar vei veiddist og hefði raunar þurft að byrja fyrr, nefndi hann tilraunir með úthafs- karfa, skel, búra og margt fleira. Björgvin sagði að enn væru marg- ir ljósir punktar. Hann sagði að nú lofuðu fiskifræðingar góðum loðnu- göngum. Við það lengdist loðnuveiði- tímabilið og loðnubátamir sæktu þá minna í annað. Hann sagði hins veg- ar skömm að því hvemig farið væri með verðmætin sem lægju í síldinni. Ekki væri eðlilegt að keyra þennan góða mat beint í bræðslu, það hlyti að vera hægt að markaðssetja síldina öðruvísi. Þá sagði Björgvin að ýsu-- veiðin hefði verið ágæt og kannski fengi hún að njóta sín betur þegar þorskurinn væri í lægð — og menn reyndu þá líka meira við hana. Björgvin taldi að árferðið hveiju sinni réði miklu. „Þetta hlýtur að braggast. Menn verða að vera bjart- sýnir, ef maður lifði ekki í voninni væri alveg eins gott að hætta bara,“ sagði Björgvin og bætti því við að fiskverðið væri orðið allt of lágt, það væri stórmál að hækka það. FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar segir að minnkun þorskafla um 75 þúsund tonn, samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar, myndi leiða til þess að verðmæti útflutn- ings myndi minnka um 7 Vi til 8 milljarða króna. Þá áætlar hann að slíkur aflasamdráttur gæti leitt til 3% samdráttar í landsfram- leiðslu og reyna verulega á hag- kerfið. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði í gær, að ekki væri búið að gera útreikninga á þjóð- hagslegum áhrifum hugsanlegs afla- samdráttar. Þó væri nokkurn veginn ljóst hvaða áhrif þorskaflasamdráttur hefði á verðmæti útflutnings. Ef sam- drátturinn yrði minni en fískifræðing- ar leggja til, til dæmis 175 þúsund tonn, myndu verðmætin minnka um 5 til 5‘A milljarð frá núverandi afla og um 2V2 til 3 milljarða ef veidd yrðu 200. þúsund tonn. Allar tölurnar miðast við það verð sem nú er á afurð- unum. Þórður sagði erfiðara að átta sig á öðrum breytingum í fiskafla sam- kvæmt tillögum Hafrannsóknastofn- unar, til dæmis aukningu á loðnuafla og úthafskarfa. Þar væru ýmis óljós atriði og sagðist hann ekki áætla áhrif MINNI aflakvótar á næsta fisk- veiðiári þurfa ekki að kalla á end- urskoðun nýgerðra kjarasamn- inga að mati aðstoðarfram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. I kjarasamningunum segir, að samningurinn byggi á þeim forsend- um að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabanka ís- lands enda standist ákveðnar for- sendur, þar á meðal að aflakvótar á fískveiðiárinu 1993-94 verði ekki minni en á yfírstandandi fískveiðiári. Þegar Hannes G. Sigurðsson að- þeirra fyrr en þau skýrðust betur. Þórður sagði að aðrir útreikningar á áhrifum aflasamdráttarins væru erfíðari því þau færu að verulegu leyti eftir því hvernig við yrði brugðist, til dæmis að hve miklu leyti hann kæmi fram í lækkun þjóðarútgjalda eða erlendum lántökum. Hann sagði þó að áætla mætti að 75 þúsund tonna samdráttur þorskafla gæti leitt til 3% minnkunar í landsframleiðslu. Á sama hátt myndi 175 þúsund tonna þorsk- afli leiða til þess að landsframleiðslan drægist saman um 2%. Dýfan reynir á hagkerfið Þórður sagði ljóst að ef tillögur Hafrannsóknastofnunar yrðu niður- staðan myndi það leiða til þess að landsframleiðslan tæki nýja dýfu á næsta ári sem gæti orðið svipuð og dýfan sem við lentum í á árinu 1992, er landsframleiðslan dróst saman um 3,7%. í ár er áætlað að landsfram- leiðslan dragist saman um 1%. Sagði Þórður að slík dýfa sem kæmi í kjöl- far stöðnunar 1988-91, dýfu 1992 og 1% samdráttar í ár, myndi reyna hagkerfið. Hann sagði að þjóðin kæm- ist í gegn um hana, en sagði of snemmt að segja hvaða kosti við ættum í því efni. stoðarframkvæmdastjóri VSÍ var spurður hvaða áhrif það hefði á kja- rasamningana ef farið yrði eftir til- lögur Hafrannsóknarstofnunar um 150 þúsund tonna þorskkvóta, sagði hann að ef svo færi væri það ekki sjálfstætt tilefni til endurskoðunar á samningnum. Hann svaraði hins vegar þeirri spurningu játandi hvort samnings- ákvæðið þýddi í raun, að minni afla- kvótar kynnu að gefa tilefni til að breyta gengi íslensku krónunnar, án þess að það gæfi tilefni til að segja upp samningnum. Mat aðstoðarframkvæmdastjóra VSÍ Mimii kvóti þarf ekki að þýða uppsögn samnings Morgunblaðið/Þorkell Gjaldeyrismarkaður settur á laggirnar SEÐLABANKINN kynnti í gær hinn nýja millibankamarkað með gjaldeyri. Á myndinni eru f.v.: Sigurður Örn Einarsson skrifstofustjóri, Jóhannes Nordal seðlabankasljóri, Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabanka- sljóri og Már Guðmundsson forstöðumaður liagi-annsóknadeildar. Gengið getur sveiflast Ríkisstjórnin hefur að tillögu Seðla- bankans ákveðið að gengi krónunnar skuli vera haldið innan +/-2,25% marka frá núgildandi gengisviðmið- un. Þessi fráviksmörk munu vera al- geng meðal Evrópumynta. Mun bank- inn leitast við að halda genginu innan ofangreindra marka með eigin við- skiptum á gjaldeyrismarkaði og öðr- um stjórntækjum. Til þessa hefur Seðlabankinn verulegt bolmagn því gjaldeyrisforði hans nemur nú nálægt 35 milljörðum króna. Þá hefur einnig verið lögð aukin áhersla á að auka möguleika bankans til að hafa áhrif á skammtímanafnvexti. Liður í því var samningur hans við fjármálaráðu- neytið á síðasta ári um að loka fyrir yfirdrátt ríkissjóðs. Þess í stað aflar ríkissjóður fjármagns til skamms tíma með útgáfu ríkisvíxla sem skráðir eru á Verðbréfaþingi. Þeir bankar sem aðild eiga að milli- bankamarkaðnum fá heimild til að hafa misvægi á milli gjaldeyriseigna og skulda í einstökum myntum sem nemur 10% af eigin fé í upphafi árs og 20% í heild. Þessi breyting felur í sér að hluti af gjaldeyrisforða lands- manna er færður út til bankanna. Þetta er svipað fyrirkomulag sem gild- ir víða um lönd. Fremur lítil viðskipti urðu fyrsta daginn á millibankamarkaðnum og engar teljandi breytingar á meðal- gengi frá þvi sem verið hefur að und- anfömu. Sölutilboð bárust í dollara, mörk og sterlingspund. Hluti af frjálsari peningamarkaði Jóhannes Nordal vék á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær að vandamálum þess kerfis sem verið hefur í gildi. Hann benti á að hér á landi hefði verið ein föst gjaldeyris- skráning allan daginn meðan gengið erlendis hefði verið að breytast inn- byrðis milli gjaldeyristegunda. „Það hefur skapað misræmi sem menn hafa getað að einhverju leyti notað sér og flýtt sér að kaupa gjaídeyri sem menn sáu að myndi hækka næsta dag. Nú munu bankarnir bregðast strax við og gengið hér ætíð fylgja genginu erlendis í öllum stærri við- skiptum. Þetta var ein af ástæðunum til þess að það var orðið nauðsynlegt að taka upp slíkan markað. Þetta er hluti af því að koma á fijálsari pen- ingamarkaði." Jóhannes sagði að þessi breyting væri ennfremur nauðsynleg vegna væntanlegs frelsis í fjármagnsflutn- ingum til skamms tíma til og frá land- inu. Stórir aðilar gætu hagnast í mjög miklum mæli ef gengisskráningin hér fylgdi ekki gengisskráningu erlendfs. „Mjög mikið af stórum viðskiptum sem fara fram á gjaldeyrismarkaði erlendis eru einmitt þannig að menn eru að leita að misræmi. Það er óhjá- kvæmilegur þáttur í sjálfstæði í gjald- eyrisviðskiptum að markaðurinn hér fylgi alltaf markaðnum annars slað- ar,“ sagði seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.