Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 „ l/iLtu JcannskL fyeloLur borhcx- Lnnú ?" .. . að sjá til þess að þau bursti tennurnar TM Rog. U.S Pat Off. — all rights roserved e 1993 Los Angeles Times Syndicate Vegna samdráttar hins opinbera hefur verið tekin upp ódýrari aðferð við líflát. Jfltargtuifytafrtó BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um hvalveiðimál Frá Ragnari Halldórssyni: HVALVEIÐAR hafa um skeið valdjð íslendingum óróa. Sumir segja að mikill meirihluti sé veiðum fylgjandi. Ef málið er rólega skoð- að, er þó ekki víst að svo sé, því veður eru nú öll válynd á hinum síðustu tímum. Eitt er víst — hval- veiðar eru orðnar að heimspólitísku stórmáli. I stað hvalveiða eru komnar at- kvæða- og sálnaveiðar á báða bóga. Að vera eða ekki vera, með eða móti hvalveiðum. Það er spurn- ingin. Á öllum vígstöðvum skyggn- ast pólitíkusar til veðurs og telja sálir og atkvæði. Jafnvel á fyrirhe- itna dýrðarsvæði okkar, EES og EB, eru blikur á lofti. Við höfum nú, segja menn, í fullu tré við svo- leiðis fugla, eða hvað? Ólíkt höf- umst við að, íslendingar og vina- þjóð okkar í vestri. Báðir eru í hatrömmum atkvæðaveiðum: Hval eða ekki hval! Á báðum stöðum þykjast menn vissir um sálimar. Rök hvalveiðimanna eru þessar helstar: Ekki hefur verið vísindalega sannað að stórhveli séu ofveidd, svo sem langreyður og sandreyð- ur. Þær megi veiða í hófi. Hrefnur séu hins vegar í tugþúsundatali og þoli ábátaveiðar. Hvalveiðar verði til mikilla nytja og skapi arð- bæran útflutning og fjölda manns atvinnu. Því hefur verið haldið fram að þeir hvalir sem við erum að sækjast eftir éti meiri fisk en allur floti okkar veiði samanlagt, þeir bæta þó gjarnan selnum við. Ekki undrar mig þó Konráð Egg- ertsson vandi ekki hvalnum kveðj- urnar, ef þetta er satt! Ekki veit ég hvort Bjami Sæmundsson, eða aðrir fiski- og líffræðingar hafa verið eða em á sömu skoðun. Ég hef alltaf haldið að skíðishvalir lifðu mest á svifi og jafnvel síld eða loðnu, smádýrum, en gerðu lítið af því að neyta fæðu sem bryðja þarf eða tyggja. En menn- irnir og rök þeirra breytast. Konráð Eggertsson sá hinsvegar úttroðna hrefnumaga af golþorski. Skáldið kvað: „Það er ekki þorsk að fá í þessum firði. Þurm landi eru þeir á og einskis virði.“ Svo_ eru það höfuðrökin: Sjálf- stæði íslendinga. Er einhver í vafa um það í Abrahamsfaðmi EES og EB? Rök hvalavina: I byrjun þessarar aldar hafði skíðishvölum verið nær útrýmt við ísland. Minnist nokkur þess að þá hafi fiskigengd stóraukist í kjölfar- ið? Hvalir er ein elsta líftegund hnattarins. Þegar sjávardýr fóru að leita lands og misstu sundfærin, varð til grimmasta og hættuleg- asta dýr jarðarinnar, tvífætt sem vantaði sundfitarnar, fann í stað- inn upp helsprengjuna. Homo sapi- ens. Það var slæm þróun. Hvalavinir telja þetta háþróað dýr með stærstu heila allra dýra. Skíðishvalirnir vekja aðdáun, þessi kóróna hafdjúpanna þegar hún ris upp og skyggnist yfir sjáv- arflötinn, til gleði þeim er hafa sál til að horfa á undur og mikilleik náttúrunnar. Andstæðingar tala með fyrirlitningu um tilfinninga- mál. Mannvera án tilfinninga, hverskonar fyrirbrigði er það? Er það eftirsóknarvert? Nei. Það eru tvífættar mannver- ur, sem beita helsprengjum. Þegar hinn hugsandi og viti borni maður áleit það gott mál, að drepa hvor annan í síðari heimsstyijöld og máttu ekki vera að því, að rá- nyrkja fiskimiðin við ísland, í fimm ár, stóijókst hér veiði á öllum teg- undum fiskjar. Hvort skyldi það nú vera maðurinn eða hrefnan sem síðan hafa þurrkað upp þorskinn? Það var gaman að sjá æðarkollu- ungana hans Konráðs í sjónvarp- inu. Þegar þeir syntu sælir og fal- legir varð mér hugsað til Grettis Ásmundssonar, sem fitjaði saman tæmar og barg sér á sundi til lands úr Drangey. Hjá Gretti hefur blundað hið foma eðli upprunans. Hvernig væri nú að höfða dálít- ið til skynseminnar og fitja saman tærnar og bjarga sér til lands á því sundi sem framundan er í hvalamálum? Bráðræði í landbúnaðarmálum fyrir þijátíu árum varð okkur til milljarðatjóns. Bráðræði í hvala- málum nú gæti orðið til enn meira tjóns. Ef svo fer að við förum nú að veiða hvaii, verða þeir sem það vilja að svara skýrt og undan- bragðalaust þeirri einföldu spum- ingu sem varað var við í land- búnaðarmálum fyrir þijátíu ámm, en ekki var þá sinnt illu heilli. Hver er markaðurinn? Hann reynd- ist ekki til fyrir afurðir bænda utan íslands. Og nú: Hver vill kaupa af okkur hvalafurðir? Japan hefur nóg með sín hvalveiðivandamál og metur örugglega meir viðskiptin við Bandaríkin og EB, en að kaupa hval af okkur. Hvert ætlar skipið að sigla með okkar hval? Auðvitað er þetta höfuðatriði sem verður að svara án slagorða. RAGNAR HALLDÓRSSON Miðvangi 41, Hafnarfirði Kallað eftir upplýsingxim Frá Kolbeini Þorleifssyni: SUNNUDAGINN 23. maí sl. var ég staddur á samkomu til heiðurs „séra Friðriki" í nýjum höfuðstöðv- um KFUM við Holtaveg í Reykja- vík. Þá minntist ég myndar, sem tekin var af sunnudagaskólaböm- um á sama stað 20. marz 1955. Á þeim tíma var húsið í eigu „Ung- mennafélags Reykjavíkur" og var þessi sunnudagaskóli fyrsta starf- semin, sem fram fór í húsinu og hélt hún áfram í mörg ár eftir það. Um þetta höfðu forgöngu húsvarðarhjónin Sigurður Guð- mundsson og Rannveig Runólfs- dóttir (en hún var systir Stefáns Runólfssonar frá Hólmi, sem sá um fyrstu áfangana við byggingu þessa húss). Þessi mynd birtist hér með þess- um línum og kalla ég um leið eftir upplýsingum um filmu og frumein- tak myndarinnar, og auk þess nafni ljósmyndarans, ef einhver kynni að vita nafn hans. Myndin birtist upphaflega í októberhefti tímaritsins „Rödd í óbyggð" 1955. KOLBEINN ÞORLEIFSSON Ljósvallagötu 16, Reykjavík. HOGNI HREKKVISI /, EKJO FLEHZJ SPUFN/NGðZ, HEPPA DOMAPU J “ Víkverji skrifar Heldur finnast Víkveija svokall- aðir greinapistlar í morgun- útvarpi Rásar 2 hvimleiðir. Þarna koma blaðamenn, sem jafnvel eru búnir að missa „málgagn" sitt og ryðja úr sér politískum þvættingi um menn og málefni, rétt eins og þeir væru að skrifa leiðara í „mál- gagnið“, sem fór á hausinn af því að það var svo leiðinlegt og enginn keypti það. Þetta er sama leiðinda- vælan sem seldist ekki og er nú borin á borð í sjálfu ríkisútvarpinu. Spurning er, hvort vænlegt sé fyrir ríkisútvarpið, að taka upp að birta þessa leiðara, þegar nauðsynlegt er að halda áhuga hlustendanna í harðri samkeppni við aðrar ljós- vakastöðvar. xxx Tímaritið Opera Now, maíheftið, sem gefið er út í Bretlandi, íjallar um hvað efst er á baugi í óperuheiminum. Sérstök grein er um listahátíðir í blaðinu og hana skrifar Hilary Finch. í inngangi minnist hún á ísland og fyallar um þorrahátíðina, þar sem menn eti sviðna kindahausa og hrútaeistu. Siðar fjallar hún um stuttlega um Myrka músíkdaga, en víkur síðar í greininni að Listahátíð Hafnarfjarð- ar. Bendir hún á Jakob Magnússon í sendiráði íslands í London til upp- lýsinga um hátíðina, en segir m.a. að í Hafnarfirði verði starfrækt ný íslenzk ópera. Vonandi er það, að enginn glepj- ist á því að íslenzk ópera verði í Hafnarfirði á listahátíð þar, því samkvæmt upplýsingum Víkveija varð ekkert úr því að-sett yrði upp þar ópera að þessu sinni. En þar sem sími Jakobs er gefinn upp í blaðinu ætti enginn að fara fýluferð til íslands til þess að fylgjast með óperuflutningnum, viðkomandi hlýtur að hringja og fá nánari upp- lýsingar áður en lagt er af stað til Islands. á er hvítasunnuhelgin að ganga í garð og jafnan er þetta fyrsta ferðahelgi ársins. Búast má við að margt verði um manninn á þjóðvegum landsins að þessu sinni, þótt veðurspáin sé dálítið nöpur. I gærmorgun buldi hagl á bílum á Akureyri og heldur var norðanáttin svöl í höfuðborginni. íslendingar verða og alltaf jafn hissa á kulda í enduðum maí og eru þá væntan- lega búnir að gleyma því að kulda- kast sem þetta er alltaf að koma annað slagið og menn geta átt von á þeim á hvaða árstíma sem er. En þótt kalt sé í veðri, óskar Víkveiji landsmönnum öllum góðrar ferðahelgar og biður þess lengstra orða að menn fari varlega, klæði sig vel, ætli þeir út í náttúruna, minnugir þess, að jarðneskur líkami manns er sú guðsgjöf, sem aðeins fæst í einu eintaki og ber því að fara vel með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.