Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 væri til aðstoðar í horni „hringsins“ og tilbúinn að leysa hann af svona í annarri hverri lotu. Annars var Ólafur góður sundmaður á mennta- skólaárum. Hef ég heyrt fólk sem þekkti hann þá segja frá því. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldu Ólafs, eiginkonu hans, Marín Henný Matthíasdóttur, og bömum þeirra þremur. Ólafur sagði undirrituðum oft að eiginkona sín væri kjölfesta hans og bamanna. Sagði hann að óhjákvæmilega sinnti hún meira en hann uppeldi barn- anna, sem em hvert öðm mannvæn- legra, vegna mikillar vinnu hans sjálfs utan heimilis. Þá sagði hann tengdamóður sína vera mikla hjálp- arhellu, ekki síst þegar bömin vom yngri. Einnig hafði hún fjárfest með þeim í hluta af nýja húsinu. Þá var Ólafur ánægður með börn- in sín og með stolti sagði hann mér frá því þegar eldri sonurinn Matthías málaði þakið á nýja húsinu undir styrkri verkstjórn „kallsins" á jörðu niðri sem væri svo lofthræddur að hann þyrði ekki upp á þak. Ólafur var fæddur og uppalinn á Selfossi, þar sem foreldrar hans, bróðir og hans fjölskylda búa. Þeirra missir er mikill. Talaði hann alltaf með mikilli virðingu og ánægju um þau og frændgarð sinn og vini þar. Ég sendi þér, Henný, bömum ykkar og fjölskyldum innilegustu samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Megi Guð gefa ykkur styrk í fram- tíðinni. Jón Guðmar Jónsson. Margs er að minnast þegar við kveðjum bekkjarfélaga okkar, Ólaf Guðmundsson. Hugurinn leitar aftur til þess tíma er við settumst á skóla- bekk við Menntaskólann að Laugar- vatni fyrir hartnær aldarfjórðungi. Framundan vom viðburðaríkir tímir í lífi okkar, og minningin um þá tengir okkur sterkum böndum. Þeg- ar við nú með söknuði sjáum á bak félaga okkar og vini, þá leita minn- ingarnar á hugann, og það eru minn- ingar sem ylja. Óli bjó yfir góðum gáfum og var hreinskiptinn í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var athugull og lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta, enda var mál hans þá ætíð vel ígrundað. Hann var hlýr í viðmóti og var lagið að sjá skop- legu hliðina á tilvemnni. Við sem kynntumst Óla náið eignuðumst í honum tryggan vin, og sú vinátta veitti okkur margar skemmtilegar stundir, sem gott er að minnast. Nú þegar leiðir skilur viljum við þakka Óla samfylgdina og vottum ástvinum hans okkar dýgstu samúð. Blessuð sé minning Ólafs Guð- mundssonar. Samstúdentar frá ML 1972. Okkur systkinin langar í fáum orðum að kveðja föðurbróður okkar Ólaf Guðinundsson, sem lést skyndi- lega miðvikudaginn 19. maí. Það kom eins og þruma úr heiðskím lofti þegar hringt var og okkur sagt að Óli frændi væri dáinn, hann hefði orðið bráðkvaddur um nóttina. Aðeins 41 árs að aldri var hann hrifinn burt af þessari jörð, frá fjöl- skyldu sinni, vinum og kunningjum til annarra athafna á öðrum stað. Við trúum því að honum sé ætlað hlutverk annars staðar, enda vart hægt að kynnast nákvæmari eða samviskusamari manni. Störfin léku í hendi hans umyrða- og æðrulaust, enda vel liðinn af öllum sem til hans þekktu. Hann lét sig það miklu skipta hvernig okkur gekk í skóla, hjálpaði okkur ef við leituðum til hans með námið og bar framtíð okkar fyrir brjósti. Hann fylgdist vel með hvað við höfðum fyrir stafni þó að við værum á Selfossi, en hann í Reykja- vík. Elsku Henný, Matti, Auður, Helgi og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigríður og Guðmundur. Einar B. Ingvars- son - Minning Með örfáum orðum skal hér minnst Einars B. Ingvarssonar, sem lést 17. maí eftir stutt en erfið veik- indi. Einar átti sæti í stjóm Viðlaga- tryggingar Íslands og var varafor- maður hennar um rúmlega tveggja ára skeið og formaður stjórnarinnar var hann frá 1986 til 1991. Einar reyndist hinn ágætasti liðsmaður og ötull forsvarsmaður stjórnarinnar. Voru störf Einars einkar farsæl og árangursrík. Hann var sérstaklega áhugasamur um starfsemina og ólatur við að kynna sér til hlítar öll mál sem við þurfti að fást. Hann fylgdi þeim eftir af miklum áhuga og var ósínkur á tíma sinn er hann þurfti að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar. Honum var einkar lagið að setja skýrt fram sjónarmið stjórnarinnar. Einar Ingvarsson var ágæta vel glöggur og réttsýnn við úrlausnir allra mála og kom sér oft. vel mikil þekking hans á mönnum og málefn- um. Náði sú þekking til flestra byggða landsins. Einar var góður félagi, prúðmenni, góðviljaður og glaðsinna, en hann var stefnufastur og hikaði ekki við að koma sjónar- miðum sínum á framfæri með þeim hætti að vel skildist. Að leiðarlokum verða þökkuð góð kynni og ánægjulegt samstarf á liðn- um árum, og votta ég Herdísi Jóns- dóttur og börnum þeirra Einars, svo og öllum öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Geir Zoéga. I dag 28. maí verður elsku afi minn borinn til hinstu hvíldar. Síðast þegar ég sá þig, afi, varstu svo hress og kátur. Svo stuttu seinna ertu farinn frá okkur. Góðar minn- ingar á ég með þér og ömmu þegar ég kom á hverju sumri og fékk að vera hjá ykkur í Karfavoginum. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þér. Þú varst alltaf svo hlýr og góður. Ávallt var hægt að treysta á þig, afi, ef ég þurfti á þér að halda. Lífsgleði fylgdi ykkur ömmu og alltaf var gaman að koma og sitja hjá ykkur eina kvöldstund og spjalla. Þú varst fróður maður og sagðir mér margar góðar sögur sem aldrei gleymast. Mér þykir leitt að geta ekki verið viðstödd jarðarförina þína, þar sem ég er að ljúka námi mínu erlendis, en ég fylgi þér í huganum. Ég kveð þig, afi, þú verður alltaf ljós í huga mínum. Elsku amma, pabbi og fjöl- skylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. Einar B. Ingvarsson, fyrrverandi bankaútibússtjóri, lézt hinn 17. maí sl. eftir stutta legu á sjúkrahúsi, 72 ára að aldri. Einar fæddist 26. júlí 1920 í Reykjavík, en foreldrar hans voru Sigríður Böðvarsdóttir og Ingv- ar E. Einarsson skipstjóri. Eftirlif- andi eiginkona_ hans er Herdís E. Jónsdóttir frá ísafirði og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi. Þau eru Sigríður, Ingvar, Friðjón og Herdís. Þau hafa öll menntast, fest ráð sitt og eignast afkomendur. Fyrstu kynni mín af Einari urðu snemma árs 1954. Ég hafði þá nokkru áður, ungur og óreyndur, tekið að mér það erfiða hlutverk að reyna að bæta úr erfiðleikum í at- vinnumálum í þorpi á Vestfjörðum. Var ég nú mættur í Landsbankanum á ísafirði og bað um viðtal við banka- stjóra. Mér var vísað til sætis á bið- stofu. Eftir nokkra stund opnuðust dyr og út kom ungur og glaðlegur máður og spurði, hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig. „Nei, ég er nú að bíða eftir bankastjóranum," sagði ég. „Það er ég, gerðu svo vel og gakktu inn,“ sagði ungi maður- inn. Þetta var Einar Ingvarsson og var sannarlega ekki í samræmi við þá ímynd, sem ég hafði gert mér um bankastjóra, en samkvæmt henni áttu slíkir menn að vera aldnir, digr- ir, afundnir og fráhrindandi. Þetta viðtal var upphaf að farsælum við- skiptum, sem stóðu í 15 ár, eða meðan Einar starfaði á Isafirði, og ennfremur upphaf að samskiptum okkar, sem entust til hinstu stundar. Mér varð fljótlega ljóst, að Einar bjó yfir mikilli þekkingu á atvinnu- málum, einkum sjávarútvegsmálum, enda var hann síðar valinn til ýmissa trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. M.a. var hann aðstoðarmaður sjáv- Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng- in, vélrituð og með góðu línu- bili. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KARLS GUÐMUNDSSONAR, Grænuhlíð 18, Reykjavík. Unnur S. Jónsdóttir, Jón Karlsson, Dagrún H. Jóhannsdóttir, Guðmundur Karlsson, Ásta Þórarinsdóttir, Ellert Karlsson, Ásdís Þórðardóttir, og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ELÍNUSSON frá Heydal, Hjallarbraut 33, Hafnarfirði, lést í Landsspítalanum 28. maí. Þóra S. Guðmundsdóttir, Ólöf S. Guðmundsdóttir, Einar E. Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Guðmundsson, Ragna K. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hilmar Antonsson, Gunnar Þ. Jónsson, Jóna Gunnarsdóttir, Karólína Geirsdóttir, 33 arútvegs-, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra á árunum 1974-1978. Ymis önnur vandasöm verkefni voru honum falin, sem ekki verða rakin hér, en óhætt mun að segja, að hann sinnti öllum sínum verkefnum af dugnaði og samvizkusemi, kynnti sér vel þau mál, sem hann vann að og áhuginn og starfsgleðin var jafn- an auðfundin í fari hans. Einar var hugsjónamaður um framfarir á Vestfjörðum, hvatti menn til dáða, kom með nýjar hugmyndir, sem hrint var í framkvæmd eftir getu í hveiju tilfelli og komu atvinnulífi og byggðum á Vestfjörðum að góðu gagni. Menn áttu sér framtíðarsýn um öflugt og þróað atvinnulíf og byggð á Vestfjörðum. Eg minnist margra góðra stunda að vestan er menn hittust og ræddu málin og þá ósjaldan á heimili Ein- ars og Dísu á ísafirði, þar. sem öllum þótti gaman og gott að koma. Hygg ég að þar hafi ófá framfaramál Vestfirðinga átt upphaf sitt. Einar var drenglundaður maður, Iaus við sérhyggju og pólitískt pot og vildi hag lands og þjóðar sem mestan og lagði sig allan fram til þeirra verka. Með auknum kynnum okkar Ein- ars myndaðist trúnaðartraust, sem með árunum þróaðist í vináttu. Ein- ar var mannkostamaður, sem var mannbætandi að umgangast. Við hjónin kynntumst jafnframt hinni ágætu eiginkonu Einars, henni Dísu, og höfum við öll í áranna rás átt margar ógleymanlegar ánægju- stundir saman. Við minnumst þeirra stunda núna með gleði og þakklæti — en með söknuð í huga. Fráfall Einars kom á óvart. En eigi má sköpum renna. Við þökkum honum samfylgdina og óskum hon- um fararheilla á vit nýrra heima og nýrra viðfangsefna. Missir Dísu, barna og barnabama er sár og mik- ill. Við hjónin biðjum algóðan guð að veita þeim huggun og stuðning. Jónas Asmundsson. Með fáeinum orðum langar mig að kveðja elskulegan tengdapabba minn, Einar B. Ingvarsson, sem lést hinn 17. maí sl. Það er erfitt að trúa því að hann Einar sé dáinn. Hann sem var svo lífsglaðúr og ungur í anda. Á þeim tuttugu árum sem ég átti hann að er svo margt sem mig langaði að þakka honum fyrir. Þakka honum fyrir hversu góður afi hann var börn- um okkar. Þakka honum allan þann stuðning og áhuga sem hann sýndi öllu því sem við vomm að gera hverju sinni, hvort sem það var námið, vinn- an, heimilið eða áhugamálin, sem voru mörg sameiginleg. Þakka hon- um allan þann tíma sem hann gaf okkur. Hann var aldrei svo upptek- inn að hann mætti ekki vera að því að hlusta á okkur, spyija og gefa góð ráð. Enda var það ekki að ástæðulausu að við tengdabörnin jafnt sem böm- in hans leituðum alltaf til hans með svo ótal mörg og ólík málefni. Það var ekki eitt, það var allt. Elsku Einar, þakka þér fyrir allar góðu minningarnar. Guð btessi minningu tengdapabba og gefi tengdamömmu styrk. Ragnhildur Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eig- inkonu minnar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HALLDÓRU LOFTSDÓTTUR, Hlíðarvegi 58, Njarðvik. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð Vífilsstaðaspítala fyrir frábæra umönnun veikindum hennar. Halldór Helgason, Magnea Halldórsdóttir, Gfsli Hauksson, Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ARNDÍSAR ÞORKELSDÓTTUR, Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hana gegnum árin og í veikindum hennar. Halldóra Þorkelsdóttir, Ingunn Þorkelsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólmgarði 58, Reykjavík. Svanhildur Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Þórarinn Guðmundsson. og fjölskyldur t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför SÆMUNDAR JÓNSSONAR frá Bessastöðum. Mínerva Gísladóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Valdimar ingólfsson, Jón Sæmundsson, Steinunn Jónsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir, Hafsteinn Lúðvíksson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Sverrir Haraldsson, Oddný Sæmundsdóttir, Sveinn Runólfsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Gísli Sæmundsson, Snjólaug Kristinsdóttir, Nanna Sæmundsdóttir, Stefán Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.